Þegar skynsemi er ómöguleg

Stjórnarmaður í VR segir að núna sé tíminn til að endurhugsa hvernig við viljum að samfélagið líti út þegar við göngum út úr þessu ástandi.

Auglýsing

Núna blasir við okkur heims­far­aldur sem hefur lamað hag­kerfi heims­ins og skert lífs­gæði fólks veru­lega. Nú þegar fólk er farið að sjá ljós við end­ann á dimmum göngum far­ald­urs­ins, og von­ast til að það sé ekki svo langt í burtu, þá er farið að renna upp fyrir okkur að við gætum verið að ganga inn í stærstu heimskreppu sem við höfum nokkurn tím­ann séð. Á þessum tímum lítum við til rík­is­ins til að bjarga hag­kerf­inu eins og það þarf vana­lega að gera þegar mark­aðir hrynja. 

Það sem ég tek eftir í þessu ástandi er að fólk situr á höndum sér og gerir lítið til að hjálpa hvert öðru. Það virð­ist engu og engum vera bjargað nema ríkið geri það. Sam­tök atvinnu­rek­enda og verka­lýðs­ins hafa komið sínum áhyggju­efnum til rík­is­ins, sem er eðli­legt, en engar lausnir koma beint frá atvinnu­rek­endum né verka­fólki. Nú höfum við orðið vör við mik­inn ágrein­ing innan ASÍ um hvort verka­fólk eigi að gefa eitt­hvað eftir til að halda hag­kerf­inu á floti og þar með lífs­kjörum fólks. Sumir vildu finna leiðir til að fórna litlu til að bjarga miklu, sem er skyn­söm hugs­un. Meiri­hlut­inn vildi hins­vegar ekki gera neitt því vinn­andi fólk ætti ekki að þurfa að fórna neinu til að bjarga fyr­ir­tækjum atvinnu­rek­enda, sem hins­vegar er skilj­an­legt. En er eitt­hvað sem hægt er að gera?

Í skyn­sömum heimi mundi verka­fólk sjá að ekki sé hægt að reka vinnu­stað­ina með núver­andi fyr­ir­komu­lagi. Það mundi sjá, að til þess að bjarga heild­inni þyrftu það allt að fórna sínum launum og kjörum til þess að sjá til þess að engum þyrfti að henda út á göt­una, atvinnu­lausum, heim­il­is­lausum og hvað ann­að. Þetta er einmitt það sem var gert innan fjölda starfs­manna-­sam­vinnu­fé­laga úti í heimi í sein­ustu kreppu. Starfs­fólk ákvað lýð­ræð­is­lega að það vildi frekar skerða sín kjör, heldur en þurfa að fórna vinum og sam­starfs­mönnum á alt­ari hag­kerf­is­ins til að bjarga sjálfu sér. Þetta fólk sagði að þó það hafi verið erfitt að lifa á skertum kjörum þá hefði það verið verra að þurfa að hafa það á sam­visk­unni að lífi fárra hafi verið fórnað til þess að halda þeirra kjörum uppi. Að fólk þyrfti að missa vinn­una, ekki geta borgað lán eða náð endum sam­an, missa heim­ili sín og mögu­lega aldrei ná að vinna upp það sem það tap­aði. Þarna var fólk virki­lega á sama báti og hegð­aði sér þannig.

En mik­il­vægi mun­ur­inn á þeim og okkur er sá að þetta voru, eins og áður sagði, starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög. En það eru félög sem eru algjör­lega í eigu starfs­mann­anna sem þar vinna og lýð­ræð­is­lega rek­in. 

Auglýsing
Til þess að fólk geti fórnað sér fyrir hvort ann­að, þarf að ríkja mikið traust en það traust er ómögu­legt á milli atvinnu­rek­enda og verka­fólks. Þó svo báðir hópar hljóti skaða af því að fyr­ir­tæki og vinnu­staður þeirra fari á hausinn, er það grund­vallar sann­leikur að hags­munir þeirra eru gagn­stæð­ir. Atvinnu­rek­endur vilja fá eins mikil verð­mæti (vinnu) frá verka­fólk­inu fyrir eins lág laun og hægt er; á meðan verka­fólkið vill fá eins há laun frá atvinnu­rek­endum fyrir eins litla vinnu og hægt er. Þessir hópar eru því óum­flýj­an­lega and­stæð­ingar hvors ann­ars.

Það er því ljóst að hið nauð­syn­lega traust getur ekki lifað milli þeirra og því mun öll von um skyn­sama sam­vinnu þeirra alltaf bregð­ast. Vinn­andi fólk lætur ekki blekkja sig til að bjarga skip­inu á meðan atvinnu­rek­endur sigla burt í eina björg­un­ar­bátn­um. Vinn­andi fólk treystir ekki atvinnu­rek­endum til að end­ur­gjalda þetta þegar betur geng­ur. Það treystir því ekki að atvinnu­rek­endur mundu fórna sínum kjörum til að bjarga starfs­fólk­inu.

Þegar atvinnu­rek­andi borgar þér lág­marks­laun, hefur hann ákveðið að þú eigir ekki meira skil­ið. Þegar atvinnu­rek­andi borgar þér fátækt­ar­laun þá hefur hann ákveðið að þú eigir ekki skilið að lifa mann­sæm­andi lífi. Ef börnin þín verða svöng seinni part mán­aðar þá er það atvinnu­rek­and­inn sem hefur ákveðið að börnin þín eiga ekki skilið að vera södd. Rekstur sem getur ekki borgað starfs­fólki sínu laun sem hægt er að lifa á er rekstur sem virkar ekki og á ekki rétt á sér. Samt sem áður greiða fjár­festar sér arð úr fyr­ir­tækjum sem borga starfs­fólki sínu fátækt­ar­laun. Ef þú sættir þig ekki við þessi kjör þá er röð af fólki úti til­búið að taka starf­inu í þinn stað. 

Á meðan starfs­fólkið fær lág­marks­laun greiða atvinnu­rek­endur sér millj­ónir með þeirri rétt­læt­ingu að þeir séu að taka áhættu. En starfs­fólk tekur líka áhættu. Þegar þú tekur starfi setur þú fram­tíð þína í hendur atvinnu­rek­and­ans. Ákvarð­anir atvinnu­rek­and­ans hafa bein áhrif á þitt líf og þína fram­tíð, því hann ákveður lífs­gæði þín með því að ákveða hversu mikið þú hefur á milli hand­anna. Þegar fyr­ir­tæki fer á haus­inn þarf starfs­fólkið að taka afleið­ing­unum af fullum þunga. Það tekur afleið­ing­un­um, en fékk samt aldrei að taka þátt í þeim ákvörð­unum sem leiddu til gjald­þrots. Skip­stjór­inn sigldi skip­inu á sker og óbreyttir sjó­menn þurftu að horfa á það ger­ast með ekk­ert vald til að reyna að breyta stefn­unn­i. 

Þetta er full­komið dæmi um þegar eign­ar­rétt­ur­inn þykir mik­il­væg­ari en lýð­ræðið eða líf starfs­manna. Það er því ekki von á öðru en að verka­fólk líti það horn­auga, að vera beðið að fórna sínu til að bjarga atvinnu­rek­and­anum og þeirra fyr­ir­tæki, þó svo það sjálft gæti sokkið með skip­inu.

Kerfi sem gerir skyn­samar ákvarð­anir ómögu­legar er kerfi sem er ekki þess virði að verja. Við munum aldrei hafa traust á meðan sumir vinna vinn­una og aðrir græða á vinn­unni. Á meðan hlut­hafar græða millj­arða á striti verka­fólks­ins og borga svo starfs­fólki sínu lægstu laun sem þeir laga­lega mega borga þeim. 

Við þurfum nýtt fyr­ir­komu­lag. Við þurfum að lýð­ræð­i­svæða vinnu­stað­inn því án þess mun aldrei ríkja það traust sem er nauð­syn­legt til að takast á við þetta ástand núna eða end­ur­tekn­ingu þess seinna. Því þetta verður hvorki sein­asta kreppan né sein­asti heims­far­ald­ur­inn. 

Búa þarf til lög um starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög sem gefa þeim sömu rétt­indi og kjör eins og hluta­fé­lög hafa í dag. Hvetja þarf til stofn­ana slíkra fyr­ir­tækja og eru margar aðferðir til þess.

Ríkið getur tekið gjald­þrota fyr­ir­tæki og gefið til starfs­fólks. Ef fyr­ir­tæki er selt getur ríkið gert kröfu um að starfs­fólk eigi for­kaups­rétt á fyr­ir­tæk­inu, með hag­stæðu láni frá rík­inu. Vinnu­mála­stofnun gæti leyft hóp atvinnu­lausra að taka út atvinnu­leys­is­bætur sínar í formi stofn­fjár ef það yrði nýtt til að stofna starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lag. Í öðrum fyr­ir­tækjum er hægt að gefa starfs­fólki þann rétt að eiga full­trúa í stjórnum fyr­ir­tækja sem hags­muna­að­ilar en ekki aðeins hlut­haf­ar.

Núna er tími fyrir ríkið til að ákveða hvort lýð­ræði sé mik­il­væg­ara en réttur lít­illa ein­ræð­is­herra til að hafa vald á lífi og vinnu verka­fólks. 

Núna er tím­inn til að end­ur­hugsa hvernig við viljum að sam­fé­lagið líti út þegar við göngum út úr þessu ástandi. Tím­inn er aldrei rétt­ur, ef ekki núna.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í VR.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar