Íslenska er alls konar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur tólfti pistillinn.

Auglýsing

12. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að gera sér grein fyrir því að íslenska er alls konar og ýmis til­brigði í máli auðga það en spilla því ekki.

Okkur hættir til að halda að sú íslenska sem við erum sjálf alin upp við, hvert og eitt, sé betri og rétt­ari en sú sem fólk af öðru lands­horni eða á öðrum aldri tal­ar, og okkur hættir til að telja að annað en það sem við þekkjum sjálf eða erum vön­ust sé rangt. Um þetta má t.d. sjá fjöl­mörg dæmi í Mál­vönd­un­ar­þætt­inum á Face­book. Þar er dag­legt brauð að fólk setji inn dæmi um eitt­hvert orð eða orða­lag sem það hefur heyrt eða séð og kann­ast ekki við – oft­ast til að furða sig eða hneyksl­ast á því, ef ekki for­dæma það. Iðu­lega er þó um að ræða orð eða orða­lag sem er gam­al­gróið í mál­inu, en e.t.v. bundið við ákveð­inn lands­hluta eða ald­urs­hóp, eða hefur látið undan síga fyrir öðru afbrigði.

Það er líka mjög algengt að fólk hafi áhyggjur af því að til­tekið orð sé að útrýma öðru sem hafi verið hefð­bundið að nota um sama fyr­ir­bæri. Ég veit ekki hvað oft ég hef séð fólk gera athuga­semdir við að orðið snjóstormur komi í stað­inn fyrir hríð, bylur og ýmis önnur orð sem fólk til­fær­ir, og nýlega var fólk að láta í ljós áhyggjur af því að orðið snjó­fjúk væri að útrýma skafrenn­ingi. Þegar að er gáð kemur yfir­leitt í ljós að því fer fjarri að eldri orð­in, þau sem fólk hefur áhyggjur af, séu að hverfa úr mál­inu – þau eru oft­ast mun algeng­ari en hin, sem fólki finnst vera að útrýma þeim. En við tökum meira eftir nýj­ungum en því sem við erum vön.

Setn­inga­fræði­legar breyt­ingar geta líka auðgað mál­ið. Sam­bandið getur hafa virð­ist koma fram á 19. öld og var áður iðu­lega leið­rétt í hefur getað – en merk­ing þess­ara tveggja sam­banda er hreint ekki sú sama, enda lifa þau hlið við hlið. Svipað má segja um sam­bandið vera að gera eitt­hvað, en iðu­lega er amast við auk­inni notkun þess í setn­ingum eins og Þeir voru að spila vel og Ég er ekki að skilja þetta í stað Þeir spil­uðu vel og Ég skil þetta ekki. En nýja afbrigðið útrýmir ekki hinu eldra, heldur bæt­ist við, enda er merk­ingin ekki alveg sú sama. Það má þess vegna halda því fram að þessar nýj­ungar geri okkur kleift að tjá fín­gerð­ari merk­ing­ar­blæ­brigði en áður var hægt.

Auglýsing

Fólk hefur það stundum á móti nýj­ungum í máli, bæði nýjum orðum og nýjum setn­inga­gerð­um, að þær séu óþarfar og seg­ist vera „á móti því að breyta mál­inu nema þörf sé á því“. Þó er iðu­lega lögð áhersla á mik­il­vægi þess að íslenska sé „auð­ugt og blæ­brigða­ríkt mál“. Þetta kemur ekki alveg heim og sam­an. Nýj­ungar í máli eru iðu­lega óþarfar, strangt tek­ið, en þær auðga samt málið – gera okkur kleift að tjá sömu hugsun á mis­mun­andi hátt. Í íslensku hafa alla tíð verið margs konar til­brigði – í fram­burði, orða­fari, beyg­ing­um, setn­inga­gerð og merk­ingu. Slík til­brigði eru eðli­leg og mik­il­væg í lif­andi máli. Íslenskan er nefni­lega alls konar – fögnum fjöl­breyti­leik­an­um!Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiÁlit