Íslenska er alls konar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur tólfti pistillinn.

Auglýsing

12. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að gera sér grein fyrir því að íslenska er alls konar og ýmis til­brigði í máli auðga það en spilla því ekki.

Okkur hættir til að halda að sú íslenska sem við erum sjálf alin upp við, hvert og eitt, sé betri og rétt­ari en sú sem fólk af öðru lands­horni eða á öðrum aldri tal­ar, og okkur hættir til að telja að annað en það sem við þekkjum sjálf eða erum vön­ust sé rangt. Um þetta má t.d. sjá fjöl­mörg dæmi í Mál­vönd­un­ar­þætt­inum á Face­book. Þar er dag­legt brauð að fólk setji inn dæmi um eitt­hvert orð eða orða­lag sem það hefur heyrt eða séð og kann­ast ekki við – oft­ast til að furða sig eða hneyksl­ast á því, ef ekki for­dæma það. Iðu­lega er þó um að ræða orð eða orða­lag sem er gam­al­gróið í mál­inu, en e.t.v. bundið við ákveð­inn lands­hluta eða ald­urs­hóp, eða hefur látið undan síga fyrir öðru afbrigði.

Það er líka mjög algengt að fólk hafi áhyggjur af því að til­tekið orð sé að útrýma öðru sem hafi verið hefð­bundið að nota um sama fyr­ir­bæri. Ég veit ekki hvað oft ég hef séð fólk gera athuga­semdir við að orðið snjóstormur komi í stað­inn fyrir hríð, bylur og ýmis önnur orð sem fólk til­fær­ir, og nýlega var fólk að láta í ljós áhyggjur af því að orðið snjó­fjúk væri að útrýma skafrenn­ingi. Þegar að er gáð kemur yfir­leitt í ljós að því fer fjarri að eldri orð­in, þau sem fólk hefur áhyggjur af, séu að hverfa úr mál­inu – þau eru oft­ast mun algeng­ari en hin, sem fólki finnst vera að útrýma þeim. En við tökum meira eftir nýj­ungum en því sem við erum vön.

Setn­inga­fræði­legar breyt­ingar geta líka auðgað mál­ið. Sam­bandið getur hafa virð­ist koma fram á 19. öld og var áður iðu­lega leið­rétt í hefur getað – en merk­ing þess­ara tveggja sam­banda er hreint ekki sú sama, enda lifa þau hlið við hlið. Svipað má segja um sam­bandið vera að gera eitt­hvað, en iðu­lega er amast við auk­inni notkun þess í setn­ingum eins og Þeir voru að spila vel og Ég er ekki að skilja þetta í stað Þeir spil­uðu vel og Ég skil þetta ekki. En nýja afbrigðið útrýmir ekki hinu eldra, heldur bæt­ist við, enda er merk­ingin ekki alveg sú sama. Það má þess vegna halda því fram að þessar nýj­ungar geri okkur kleift að tjá fín­gerð­ari merk­ing­ar­blæ­brigði en áður var hægt.

Auglýsing

Fólk hefur það stundum á móti nýj­ungum í máli, bæði nýjum orðum og nýjum setn­inga­gerð­um, að þær séu óþarfar og seg­ist vera „á móti því að breyta mál­inu nema þörf sé á því“. Þó er iðu­lega lögð áhersla á mik­il­vægi þess að íslenska sé „auð­ugt og blæ­brigða­ríkt mál“. Þetta kemur ekki alveg heim og sam­an. Nýj­ungar í máli eru iðu­lega óþarfar, strangt tek­ið, en þær auðga samt málið – gera okkur kleift að tjá sömu hugsun á mis­mun­andi hátt. Í íslensku hafa alla tíð verið margs konar til­brigði – í fram­burði, orða­fari, beyg­ing­um, setn­inga­gerð og merk­ingu. Slík til­brigði eru eðli­leg og mik­il­væg í lif­andi máli. Íslenskan er nefni­lega alls konar – fögnum fjöl­breyti­leik­an­um!Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiÁlit