Brjótum straum, því missmíði er á

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar um misvægi atkvæða.

Auglýsing

Nýleg ummæli þeirra Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar og Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar um jöfnun atkvæða milli lands­hluta má end­ur­segja þannig, að þeir telji jafn­ræði ekki for­gangs­mál. Ummæli Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar (SDG) komu mér ekki á óvart, önnur hefðu valdið von­brigð­um. Það sem Logi sagði gerði mig hins vegar agn­dofa. Jöfn­un  mann­rétt­inda hefur verið megin kenni­setn­ing jafn­að­ar­manna frá upp­hafi og Alþýðu­flokk­ur­inn, fyr­ir­renn­ari Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, barð­ist skel­eggur fyrir jöfnun atkvæða­vægis milli byggð­ar­laga, jafn­vel þótt það kost­aði hann áhrif og völd. Í þessu máli er hvert tæki­færi til leið­rétt­ing­ar,  for­gangs­mál. SDG lofar mis­munun á flestum sviðum sam­fé­lags­gerð­ar­inn­ar. Hann er því skoðun sinni trúr. Með Loga gegnir öðru máli. Hann má ekki undir neinum kring­um­stæðum melda sig í sama skip­rúm og SDG.

Hvað mikið misvægi?

Hvenær skyldi, að Loga mati, atkvæða­misvægi mega verða það mikið að leið­rétt­ing verði for­gangs­mál, þre­föld, fjór­föld eða kannski fimm­föld? Jöfnun atkvæða­vægis er merg­ur­inn máls­ins. Það er ekki og má aldrei  verða skipti­mynt, því þarna liggur lyk­ill­inn að sam­fé­lags­legum grund­velli lýð­ræð­is­legra stjórn­ar­hátta. Það er þó huggun harmi nær að Við­reisn heldur kúrs. Af hverju skiptir jafnt atkvæða­vægi máli? Af hverju skipta jöfn hlut­föll karla og kvenna á flestum sviðum svo miklu máli? Af hverju sömu laun fyrir sömu vinnu? Af hverju banna mann­rétt­inda­sátt­málar mis­munun eftir kyni, búsetu og kyn­þætti? Af því að við eigum öll að vera jöfn gagn­vart lög­unum og það erum við aðeins, séum við öll jafn mik­ils metin þegar við kjósum til æðstu valda. 

Auglýsing
Af hverju er jafn­ræði mæli­kvarði sem jafn­að­ar­menn líta á sem eins konar trú­ar­játn­ingu? Vegna þess að við erum öll fædd jöfn og teljum að við eigum að hafa jöfn tæki­færi til að þroskast og takast á við líf­ið. Mis­munun atkvæða­vægis er til­flutn­ingur á póli­tísku valdi, frá þeim sem búa við létt­væg­ari atkvæði til hinna sem búa á  þunga­vikt­ar­svæð­um. Það skekkir leik­reglur og litar laga­setn­ing­una. Og einmitt  til þess eru ref­irnir skorn­ir. Dreif­býl­is­flokkar fá fleiri þing­menn kjörna í krafti atkvæða­vægis – ekki í krafti mál­efna­yf­ir­burða eða sann­fær­ing­ar­krafts. Þetta kalla golfarar for­gjöf. 

Fýkur í flest skjól

Já, jafn atkvæð­is­réttur er vissu­lega mann­rétt­inda­mál. En það er ekki síður afdrifa­ríkt við val á vald­höfum því ákvarð­anir þeirra skipta oft sköpum fyrir þjóð­ir. Don­ald Trump, og margir aðrir skoð­ana­bræður SDG, náði völdum í krafti misvægis atkvæða milli kjör­dæma innan BNA. Hann var kos­inn af minni­hluta sem breytt­ist í meiri­hluta vegna þess að sum atkvæði voru hærra metin en önn­ur. Hér heima hafa flokkar einnig  stjórnað í krafti atkvæða­misvæg­is, því við búum einnig við kosn­inga­kerfi sem mis­mun­ar. Það erfðum við frá þeim tíma, þegar bænda­sam­fé­lagið hafði hér bæði tögl og hald­ir. Þau stjórn­mála­öfl sem öðl­uð­ust úrslita­á­hrif á alþingi í krafti misvægis atkvæða, hafa varið þetta kerfi með kjafti og klóm og aldrei hnikað til nema í fulla hnef­ana. Rökin fyrir mis­munun hafa verið svo­lítið á hjörum eftir tímum og aðstæð­um. Nú er sagt að misvægi atkvæða eigi að vega upp óskil­greindan aðstöðumun sem sagður sé t.d. vera á milli Akur­nes­inga og Hafn­firð­inga. 

Ætli það þætti ekki afkára­legt ef atkvæði Kjal­nes­inga við borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga væru þyngri en atkvæði okkar sem búum í 101 sem búum jú nær stjórn­ar­ráð­inu? Meti það hver sem vill. Hvar endum við ef mann­rétt­indi verða skipti­mynt í mati á aðstæðum milli hér­aða. Hvað er þá rétt­lát mis­mun­un? Við eigum okkar Trumpa og Borisa sem mæra mis­mun­un, ekki bara í mann­rétt­ind­um, heldur sem víð­ast. Eigum við að ganga þeim á hönd og láta þá ráða? Ef Sam­fylk­ingin hefur þetta sem auka­mál og leggst við stjóra, þá er í flest skjól fok­ið. 

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar