Bubbi og sígarettan

Auglýsing

Stundum koma upp mál sem eru fárán­lega áhuga­verð og skemmti­legt að velta fyrir sér. Stóra Bubba-sí­gar­ett­u-­málið er einmitt þannig og ég er eig­in­lega sam­mála öllum sem segja eitt­hvað um það. Allir hafa eitt­hvað til síns máls þótt stað­hæf­ing­arnar séu tvist og bast og ósam­rým­an­legar með öllu.

Bara til að koma því frá, já, það er viss rit­skoðun í gangi. Hún fer bæði fram af hendi opin­berra aðila, svo sem Alþingis sem hefur sett lög um að reyk­ingar eigi ekki að sjást í aug­lýs­ingum en í 7. gr. laga um tóbaks­varnir seg­ir: "Bannað er enn fremur að sýna neyslu eða hvers konar með­ferð tóbaks eða reyk­færa í aug­lýs­ingum eða upp­lýs­ingum um ann­ars konar vöru eða þjón­ustu og í mynd­skreyt­ingu á varn­ingi." Og jú, jú, vissu­lega felst í þessu bæði viss for­ræð­is­hyggja og rit­stkoð­un. 

Svo eru það sam­fé­lags­miðl­arn­ir, sem lúta útlenskri og oft á tíðum púrít­anískri stjórn. Það veit ég vel enda vill svo til að ég bý með list­muna­sala sem lendir í því oft og iðu­lega að sam­fé­lags­miðlar stöðva aug­lýs­ingar á lista­verkum sem sýna nekt, jafn­vel í litlu mæli. Þegar verst lét bann­aði Face­book alla hlekki inn á vef gall­er­ís­ins í aug­lýs­ingum í marga mán­uði í kjöl­far birt­ingar nektar á lista­verki í aug­lýs­ingu. Allir sem reka fyr­ir­tæki í nútíma sam­fé­lagi ættu að átta sig á að það er ekk­ert grín. Það er auð­velt að segj­ast taka slag­inn en í raun­veru­leik­anum er úti­lokað að eiga við bákn­ið. Venju­lega stoppar mið­ill­inn þó bara birt­ingu aug­lýs­inga ef ein­hvers konar nekt er sjá­an­leg í verk­unum sem ætl­unin er að aug­lýsa. Í orði kveðnu á það þó ekki að vera þannig. Nekt á að vera heimil á Face­book í lista­verkum en gall­inn er bara að vél­mennin sem fara yfir fyr­ir­hug­aðar aug­lýs­ingar bera ekk­ert skyn­bragð á list. 

Auglýsing

Margir halda því fram, að Borg­ar­leik­húsið sé að rit­skoða list. Listin er þá vænt­an­lega myndin af Bubba að reykja, mynd sem tekin var fyrir um 40 árum. Gall­inn er bara sá að sú mynd er alls ekki notuð í aug­lýs­ingum Borg­ar­leik­húss­ins. Gamla myndin sem birt­ist á for­síðu Sam­ú­els og er eftir ljós­myndar­ann Björg­vin Páls­son er vissu­lega fyr­ir­mynd aug­lýs­inga­mynd­ar­inn­ar. Aug­lýs­inga­myndin er engu að síður ný mynd - nýtt sköp­un­ar­verk, sem hefur ýmis sér­kenni sem sú gamla hefur ekki og er að ýmsu leyti frá­brugðin henni. Hér má sjá þær báð­ar. 

Eins og sjá má er nýja myndin tölvu­gerð eft­ir­mynd og ýmsu hefur verið breytt. Bubbi er til dæmis ekki lengur með eyrna­lokk. Áferð mynd­ar­innar er lík­ari mál­verki en grófri ljós­mynd af þeim fremur sveitta manni sem myndin á Sam­úel sýnir okk­ur. Með því að gera allar línur mýkri svipar mynd­inni til gam­alla leik­ara­mynda og það fyrsta sem manni dettur í hug er James Dean. 

James dean







































Já, Bubbi er nefni­lega sann­ar­lega töff með þessa sígar­ett­u. 

Í dag hef ég séð, ja roskið fólk, segja frá því að áður fyrr hafi verið töff að reykja. Svo birtir það töff myndir af sér með rett­una í munn­vik­inu til að stað­festa að þetta hafi svo sann­ar­lega verið töff. En tekur jafn­framt fram að það sé gott að það sé alls ekki töff leng­ur. En senni­lega er það ekki töff lengur af því að við erum hætt að sjá stjörnur á borð við James Dean, Bubba og Hr. Hnetu­smjör reykja. Það er nefni­lega þannig sem áhrifa­valdar virka. Það er mun áhrifa­rík­ara fyrir fram­leið­enda vöru að fræg og töff mann­eskja noti vör­una en að verja miklu fé í að aug­lýsa hana. Og þess vegna hafa mörg ríki, meðal ann­ars Ísland, sett lög sem banna tóbaks­reyk­ingar í aug­lýs­ing­um, jafn­vel þótt verið sé að aug­lýsa eitt­hvað allt ann­að. Og jú, jú það er bæði for­sjár­hyggja og rit­skoð­un. 

Sígar­ettur höfðu á 20. öld­inni sér­staka merk­ingu í dæg­ur­menn­ingu. Þær til­heyrðu ekki bara þessum töff týpum heldur voru þær "nauð­syn­legar" í ýmsum aðstæð­um. Ég ólst upp við slíkar fyr­ir­myndir og þótt ég hafi sjálf aldrei reykt hef ég upp­lifað stundir þar sem mér hefur fund­ist það eina rétta í stöð­unni vera að halla mér upp að vegg, kveikja mér í sígar­ettu ofursvöl, og láta eins og til­veran í kringum mig komi mér ekki við. 

En aftur að mynd­inni af Bubba með sígar­ett­una lafandi. Ég hef séð því haldið fram að verið sé að rit­skoða list. Það er áhuga­verð skoðun sem ég er þó ekki sam­mála, ekki síst vegna þess að eftir sem áður er sígar­ettan í leik­rit­inu sjálfu, á bolum og varn­ingi tengdum sýn­ing­unni og í kynn­ing­ar­efn­inu inni í leik­hús­inu. Og það er þar sem listin fer fram og töfr­arnir ger­ast. Hún er hins vegar horfin af raf­rænu kynn­ing­ar­efni og stóru plakati utan á leik­hús­inu. Áhuga­verð­ast er samt að fólk virð­ist telja aug­lýs­ing­una sem slíka list og það hljóta að vera nýmæli þótt margar geti verið úthugs­að­ar, flottar og list­ræn­ar. Við gætum jafn­vel sagt að sumt fólk sem býr til aug­lýs­ingar sé lista­menn í sínu fagi. Það gerir aug­lýs­ing­arnar sjálfar þó ekki lista­verk. 

Aug­lýs­ingum er líka breytt á hverjum ein­asta degi, til að þjóna því sem á að aug­lýsa og fyrir því eru ótal ástæð­ur. Aug­lýsendur eru alltaf að láta búa til nýjar og nýjar aug­lýs­ingar og breyta göml­u­m. Þeim er breytt á hverjum deg­i. ­Yf­ir­leitt tekur eng­inn eftir því, frekar en því að eyrna­lokk­ur­inn sem Bubbi skart­aði framan á Sam­úel var horf­inn úr eyr­anu á honum á aug­lýs­inga­mynd­inni. Svo er þeim fargað með dag­blöðum eða þær hverfa sjónum okkar á vef­miðlum þegar nýjar birt­ast í stað­inn.

Myndin í aug­lýs­ing­unni byggir á ljós­mynd sem við getum alveg flokkað sem lista­verk en þetta er ekki hún. Þetta er önnur mynd; aug­lýs­ing. Aug­lýs­ing um leik­sýn­ingu en leik­sýn­ingin er sann­ar­lega list. Það gerir aug­lýs­ing­una þó ekki að list. Við getum sagt að aug­lýs­ing hafi verið rit­skoðuð og Borg­ar­leik­húsið breytt henni í kjöl­farið en það er illa hægt að halda því fram að list hafi verið rit­skoð­uð. 

Einu sinni rákum við hjónin lítið gall­erí í Kringl­unni. Mark­aðs­stjóri Kringl­unnar kom að máli við okkur og vildi endi­lega að við stæðum fyrir list­sýn­ingum í versl­un­ar­mið­stöð­inni og það fannst okkur hið besta mál. Listin á að vera sem víð­ast og ná til sem flestra. Fyrsti lista­mað­ur­inn sem var feng­inn til að sýna verk sín í hús­inu var Gunnar Karls­son. Rýmið sem var um að ræða var opið svæði á efri hæð þar sem hægt var að hengja verkin úr loft­inu þannig að þau voru sýni­leg bæði á efri og neðri hæð húss­ins. Sýn­ingin var fyr­ir­huguð haustið 1999 og allt sum­arið hengu þar aug­lýs­inga­borðar fyrir söng­leik­inn Rent sem þá var sýndur í Loft­kast­al­an­um. Einn borð­inn sýndi neta­sokka­buxna- og leð­ur­klædd­ann rass­inn á per­són­unni Mímí sem var 16 ára eyðni­sjúkur krakk­fík­ill og dans­ari á sadóma­sóklúbbi. Myndin hefði allt eins getað verið aug­lýs­ing fyrir slíkan klúbb en eng­inn hreyfði and­mælum við því. Þetta var jú bara aug­lýs­ing. 

Þegar setja átti upp sýn­ingu Gunn­ars kom hins vegar babb í bát­inn. Gunnar hafði tölvu­teiknað og prentað út myndir á nákvæm­lega jafn­stórum renn­ingum og höfðu hangið þarna allt sum­arið af Jesú reið­um. Verkið kall­aði hann Kringlu Krist. Og allt í einu var ómögu­legt að hafa verkin þarna, þau skyggðu á búð­ir, trufl­uðu fyr­ir­hug­aða upp­setn­ingu á jóla­skrauti (Jesú var senni­lega ekki nægi­lega jóla­leg­ur) og verkin voru því uppi í mun styttir tíma en fyr­ir­hugað hafði ver­ið. Listin trufl­aði sem sagt dag­lega starf­semi í Kringl­unni en aug­lýs­ing­arnar ekki. Lista­mað­ur­inn tók verkin að lokum niður en hengdi Jesú upp í Hús­dýra­garð­inum þar sem hann fékk inn í aðdrag­anda jól­anna. En hann var auð­vitað ekki með sígar­ettu.  



Kringlu Kristur













Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None