Breytingar á stjórnarskrá: Er jafnt atkvæðavægi „eindreginn þjóðarvilji“ eða kannski „mannréttindi“?

Sævar Finnbogason og Jón Ólafsson fjalla um stjórnarskrármál í aðsendri grein.

Sævar Finnbogason og Jón Ólafsson
Sævar Finnbogason og Jón Ólafsson
Auglýsing

Það er gott að sjá að stjórn­mála­menn eru farnir að gefa yfir­lýs­ingar um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar: krefj­ast breyt­inga eða mót­mæla mögu­legum breyt­ing­um. Og það fyllir alla áhuga­menn um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar örygg­is­til­finn­ingu þegar Birgir Ármanns­son byrjar að vara við breyt­ingum á stjórn­ar­skrá: Þá hlýtur eitt­hvað að vera að ger­ast.



Stóra spurn­ingin nú er hvort stjórn­völdum tekst að leggja fram frum­varp um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar í tæka tíð til að geta afgreitt það fyrir lok kjör­tíma­bils­ins. Til að það sé mögu­legt þarf að verða nokkuð breið sam­staða um breyt­ing­arnar og vissa um að þær sam­ræm­ist því sem kjós­endur vilja. 



Stjórn­mála­menn tala gjarnan um vilja þjóð­ar­innar sem þeir telja sig yfir­leitt þekkja jafn­vel betur en þjóðin gerir sjálf. For­maður Við­reisnar hefur til dæmis lýst því yfir að það sé „ein­dreg­inn vilji þjóð­ar­innar að það eigi að end­ur­skoða það rang­læti sem felst í því misvægi atkvæða sem við búum við í dag.“ Fyrr­ver­andi stjórn­mála­maður sem um skeið var for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis hefur sagt á Face­book síðu sinni að jafnt atkvæða­vægi sé „mann­rétt­indi“ en for­maður Mið­flokks­ins, heldur því fram að „at­kvæð­is­réttur sé jafn eins og sakir standa.“

Auglýsing


Nú er það kannski tíma­eyðsla að elt­ast við yfir­lýs­ingar stjórn­mála­manna – þeir segja auð­vitað fyrst og fremst það sem þeir telja að komi sér best hverju sinni. En það má þó kannski benda á að veru­lega kær­leikstúlkun þarf til að fall­ast á að vægi atkvæða sé í raun jafnt og sömu­leiðis þarf mik­inn sveigj­an­leika um mann­rétt­inda­hug­takið til að geta sam­þykkt að jafnt atkvæða­vægi sé mann­rétt­indi. Aðferðir til að velja full­trúa á þing eru með ýmsu móti. Hlut­falls­leg kosn­ing er ein þeirra. Val full­trúa í ein­menn­ings­kjör­dæmum er önn­ur. Kerfi sem felur í sér að eitt kjör­dæmi hefur hlut­falls­lega fleiri full­trúa en annað kjör­dæmi getur verið rang­látt – eða rétt­látt. Það fer eftir því hverjar ástæð­urnar eru og hvað ræður því að slíku kerfi er komi á og haldið við. Það jafnar ekki atkvæða­vægi að jöfn­un­ar­kerfi dragi úr misvægi sæta­út­hlut­unar til flokka, þótt það kunni að draga úr afleiðingum ójafns vægis atkvæða og geti dregið úr fjölda atkvæða sem falla dauð.



Og svo er það vilji þjóð­ar­inn­ar. Nú vill svo til að eitt af því sem gert var á síð­asta ári var vand­aðri könnun en dæmi eru um áður á við­horfum almenn­ings til breyt­inga á stjórn­ar­skrá. Athug­unin var gerð með hefð­bund­inni skoð­ana­könnun til að byrja með, og í fram­haldi af henni rök­ræðu­fundi hluta þeirra sem áður höfðu tekið þátt í skoð­ana­könn­un­inni. Við­horf þeirra voru könnuð aftur áður en tveggja daga rök­ræðu­fundur hóf­st, og enn aftur þegar honum lauk. Með því mátti sjá hvernig við­horfin breytt­ust við að fólk fengi tæki­færi til að kynna sér málin betur og rök­ræða þau við aðra. Skýrslu um fund­inn má sjá á vef Félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands.



Það er því áhuga­vert að spyrja hvort slík rök­ræðukönnun í heild bendi til að það sé ein­dreg­inn vilji þjóð­ar­innar að jafna atkvæða­vægi. Svarið er í stuttu máli að þetta er alls ekki ekki svona ein­falt. Í fyrsta lagi er óljóst hvað átt er við með „ein­dregnum vilja þjóð­ar­inn­ar“, en við hljótum að gera ráð fyrir að það þurfi að vera vel umfram helm­ing kjós­enda, ef til vill þrír af hverjum fjórum? Í öðru lagi, jafn­vel þótt til­tekið við­horf njóti slíks fylgis þurfum við líka að vita eitt­hvað um tengsl þess við önnur við­horf. Það má taka ein­falt dæmi um þetta: Það er í ein­hverjum skiln­ingi ein­dreg­inn vilji þjóð­ar­innar að lækka skatta. En um leið og afleið­ingar þess að lækka skatta eru teknar með í reikn­ing­inn kemst þó stór hluti fólks að þeirri nið­ur­stöðu að kannski sé betra að lækka þá ekki. 



Nákvæm­lega sama á við þegar við skoðum við­horf fólks til ójafns atkvæða­væg­is. Þegar fólk var spurt í upp­haf­legri skoð­ana­könnun hversu hlynnt eða and­vígt það væri því að öll atkvæði á land­inu vægju jafnt sögð­ust 52% mjög hlynnt því og 22% frekar hlynnt því. Það gera 74% sem gæti lýst ein­dregnum þjóð­ar­vilja, eitt og sér. Í könnun á við­horfum full­trúa á rök­ræðu­fundi 9.-10. nóv­em­ber kom fram að 60% þeirra töldu jafnt atkvæða­vægi vera mik­il­væg­asta mark­mið breyt­inga á kjör­dæma­skip­an. Þegar spurt var um sama atriði í lok fundar hafði stuðn­ingur við það hækkað í 68%.



En þetta segir ekki alla sög­una og það er vand­inn sem stjórn­mála­menn vilja gjarnan snið­ganga. Það sýnir sig nefni­lega þegar nið­ur­stöður kann­ana fyrir fund og eftir eru skoð­aðar að þátt­tak­endur setja margt fleira fyrir sig en ójafnt atkvæða­vægi. Mik­il­vægt atriði er til dæmis rödd lands­byggð­ar­innar og vægi lands­byggð­ar­sjón­ar­miða. Þannig telja 66% fyrir fund, 73% eftir fund að það sé mik­il­vægt að allir lands­hlutar eigi full­trúa á þingi. Með öðrum orð­um, það er ekki víst að þetta fólk væri til­búið til að berj­ast fyrir jöfnun atkvæða­vægis ef það hefði í för með sér að sumir lands­hlutar ættu enga full­trúa á Alþingi.



Áhyggjur af svip­uðum toga koma fram í spurn­ing­unni um hvort rétt sé að gera landið að einu kjör­dæmi. Þegar fólk var spurt í upp­haf­legri skoð­ana­könnun hvaða kjör­dæma­skipt­ingu það teldi að ætti að hafa á Íslandi sögð­ust 38% vilja að landið væri eitt kjör­dæmi en 32% óbreytta kjör­dæma­skip­an. 16% vildu fækka kjör­dæmum en 13% fjölga þeim. Þegar horft er á rök­ræðu­fund­inn sést að tæp­lega 20% vildu fjölga kjör­dæmum (ekki var mark­tækur munur á við­horfi til þessa fyrir fund og eft­ir), rúm­lega 40% vildu gera landið að einu kjör­dæmi, en athygl­is­verð­ast var þó að stuðn­ingur við núgild­andi kjör­dæma­skipan jókst tals­vert: á rök­ræðu­fund­in­um. Fyrir umræður sögð­ust 26% vera full­kom­lega, mjög eða frekar sam­mála því að kjör­dæma­skipan skyldi halda óbreyttri, en eftir umræður var hlut­fallið komið í 36%.



Þegar horft er á umræð­urnar sem fram fóru á fund­in­um, en þær voru bæði teknar upp í heild sinni, og helstu atriði þeirra skráð jafn­óðum af rit­urum á hverju umræðu­borði, má fá enn gleggri mynd af því hvernig auk­inn skiln­ingur á ástæð­um, rökum með og á móti og á fórn­ar­kostn­aði, hefur áhrif á við­horf fólks. Einnig má túlka nið­ur­stöð­urnar þannig að við það að eiga sam­ræður við fólk all­staðar af land­inu og heyra við­horf sér­fræð­inga um þetta mál auk­ist gagn­kvæmur skiln­ing­ur. Þannig virð­ist fólk af höf­uð­borg­ar­svæð­inu í auknum mæli hafa komið auga á kosti við það að tryggja að hags­munir og sjón­ar­mið ólíkra svæða ættu sér málsvara á Alþingi. Á sama hátt benda nið­ur­stöð­urnar til að fólk af lands­byggð­inni kunni að hafa sé betur að jafnt atkvæða­vægi er ekki endi­lega ógnun við áhrif lands­byggð­ar­inn­ar.



En hver er þá nið­ur­stað­an: Er hún kannski sú að best sé að halda sig við óbreytt kerfi því breyt­ingar væru of áhættu­sam­ar? Það væri vissu­lega frekar óspenn­andi endir umræð­unnar – enda er það aug­ljós­lega rang­túlk­un. Nið­ur­staðan gefur okkur öllum skýra vís­bend­ingu um hvernig best er að halda á mál­um: Kerf­inu þarf að breyta, og atkvæða­vægi þarf að jafna, en það þarf að gera það þannig að ekki sé valtað yfir sjón­ar­mið fólks sem hefur full­kom­lega rétt­læt­an­legar efa­semdir um og áhyggjur af afleið­ing­un­um. 



Það er vissu­lega þjóð­ar­vilji að atkvæða­vægi eigi að vera jafnt. En það er líka þjóð­ar­vilji að staða lands­hluta eigi að vera sem jöfnust, og að ólíkir hópar þurfi að eiga málsvara á Alþingi. Vegna þess hvað rök­ræðukönn­unin gefur miklar upp­lýs­ingar um ástæður fólks fyrir við­horfum sínum og að ein­hverju leyti for­gangs­röðun þess, getum við líka séð að fólk vill ekki gera breyt­ingar nema góð vissa sé um að breyt­ing­arnar séu til bóta. Venju­legt fólk gerir sér vel grein fyrir því að það sér ekki endi­lega fyrir allar afleið­ingar þess sem það þó styð­ur. 



Það væri ráð fyrir þá sem bera ábyrgð á því hvaða breyt­ingar á stjórn­ar­skrá kom­ast í gegnum þingið nú að kynna sér vel það sem fór fram á rök­ræðu­fund­inum 9. til 10. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Það er ekki víst að til­efni sé til mik­ils rifr­ildis ef fólk skoðar þessar sam­ræður og áhrif þeirra á við­horf þátt­tak­enda vel. Í mörgum tifellum er nefni­lega hægt að fara eftir því sem þar kemur fram, og passa upp á komið sé til móts við sjón­ar­miðin sem þar birt­ast. Sjálf­sagt er ein­fald­ara að gefa bara yfir­lýs­ingar um það sem stendur hjarta manns næst og full­yrða annað hvort að þjóðin vilji jafna atkvæða­vægi eða að atkvæða­vægi sé þegar jafnt. Vand­inn er hins vegar sá að á end­anum sér fólk í gegnum slíkar yfir­lýs­ing­ar. Það ætl­ast til að kjörnir full­trúar skilji málin að minnsta kosti jafn vel og það gerir sjálft, þegar þeir véla um hvaða breyt­ingar eigi að gera og hvers vegna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar