Breytingar á stjórnarskrá: Er jafnt atkvæðavægi „eindreginn þjóðarvilji“ eða kannski „mannréttindi“?

Sævar Finnbogason og Jón Ólafsson fjalla um stjórnarskrármál í aðsendri grein.

Sævar Finnbogason og Jón Ólafsson
Sævar Finnbogason og Jón Ólafsson
Auglýsing

Það er gott að sjá að stjórn­mála­menn eru farnir að gefa yfir­lýs­ingar um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar: krefj­ast breyt­inga eða mót­mæla mögu­legum breyt­ing­um. Og það fyllir alla áhuga­menn um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar örygg­is­til­finn­ingu þegar Birgir Ármanns­son byrjar að vara við breyt­ingum á stjórn­ar­skrá: Þá hlýtur eitt­hvað að vera að ger­ast.Stóra spurn­ingin nú er hvort stjórn­völdum tekst að leggja fram frum­varp um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar í tæka tíð til að geta afgreitt það fyrir lok kjör­tíma­bils­ins. Til að það sé mögu­legt þarf að verða nokkuð breið sam­staða um breyt­ing­arnar og vissa um að þær sam­ræm­ist því sem kjós­endur vilja. Stjórn­mála­menn tala gjarnan um vilja þjóð­ar­innar sem þeir telja sig yfir­leitt þekkja jafn­vel betur en þjóðin gerir sjálf. For­maður Við­reisnar hefur til dæmis lýst því yfir að það sé „ein­dreg­inn vilji þjóð­ar­innar að það eigi að end­ur­skoða það rang­læti sem felst í því misvægi atkvæða sem við búum við í dag.“ Fyrr­ver­andi stjórn­mála­maður sem um skeið var for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis hefur sagt á Face­book síðu sinni að jafnt atkvæða­vægi sé „mann­rétt­indi“ en for­maður Mið­flokks­ins, heldur því fram að „at­kvæð­is­réttur sé jafn eins og sakir standa.“

Auglýsing


Nú er það kannski tíma­eyðsla að elt­ast við yfir­lýs­ingar stjórn­mála­manna – þeir segja auð­vitað fyrst og fremst það sem þeir telja að komi sér best hverju sinni. En það má þó kannski benda á að veru­lega kær­leikstúlkun þarf til að fall­ast á að vægi atkvæða sé í raun jafnt og sömu­leiðis þarf mik­inn sveigj­an­leika um mann­rétt­inda­hug­takið til að geta sam­þykkt að jafnt atkvæða­vægi sé mann­rétt­indi. Aðferðir til að velja full­trúa á þing eru með ýmsu móti. Hlut­falls­leg kosn­ing er ein þeirra. Val full­trúa í ein­menn­ings­kjör­dæmum er önn­ur. Kerfi sem felur í sér að eitt kjör­dæmi hefur hlut­falls­lega fleiri full­trúa en annað kjör­dæmi getur verið rang­látt – eða rétt­látt. Það fer eftir því hverjar ástæð­urnar eru og hvað ræður því að slíku kerfi er komi á og haldið við. Það jafnar ekki atkvæða­vægi að jöfn­un­ar­kerfi dragi úr misvægi sæta­út­hlut­unar til flokka, þótt það kunni að draga úr afleiðingum ójafns vægis atkvæða og geti dregið úr fjölda atkvæða sem falla dauð.Og svo er það vilji þjóð­ar­inn­ar. Nú vill svo til að eitt af því sem gert var á síð­asta ári var vand­aðri könnun en dæmi eru um áður á við­horfum almenn­ings til breyt­inga á stjórn­ar­skrá. Athug­unin var gerð með hefð­bund­inni skoð­ana­könnun til að byrja með, og í fram­haldi af henni rök­ræðu­fundi hluta þeirra sem áður höfðu tekið þátt í skoð­ana­könn­un­inni. Við­horf þeirra voru könnuð aftur áður en tveggja daga rök­ræðu­fundur hóf­st, og enn aftur þegar honum lauk. Með því mátti sjá hvernig við­horfin breytt­ust við að fólk fengi tæki­færi til að kynna sér málin betur og rök­ræða þau við aðra. Skýrslu um fund­inn má sjá á vef Félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands.Það er því áhuga­vert að spyrja hvort slík rök­ræðukönnun í heild bendi til að það sé ein­dreg­inn vilji þjóð­ar­innar að jafna atkvæða­vægi. Svarið er í stuttu máli að þetta er alls ekki ekki svona ein­falt. Í fyrsta lagi er óljóst hvað átt er við með „ein­dregnum vilja þjóð­ar­inn­ar“, en við hljótum að gera ráð fyrir að það þurfi að vera vel umfram helm­ing kjós­enda, ef til vill þrír af hverjum fjórum? Í öðru lagi, jafn­vel þótt til­tekið við­horf njóti slíks fylgis þurfum við líka að vita eitt­hvað um tengsl þess við önnur við­horf. Það má taka ein­falt dæmi um þetta: Það er í ein­hverjum skiln­ingi ein­dreg­inn vilji þjóð­ar­innar að lækka skatta. En um leið og afleið­ingar þess að lækka skatta eru teknar með í reikn­ing­inn kemst þó stór hluti fólks að þeirri nið­ur­stöðu að kannski sé betra að lækka þá ekki. Nákvæm­lega sama á við þegar við skoðum við­horf fólks til ójafns atkvæða­væg­is. Þegar fólk var spurt í upp­haf­legri skoð­ana­könnun hversu hlynnt eða and­vígt það væri því að öll atkvæði á land­inu vægju jafnt sögð­ust 52% mjög hlynnt því og 22% frekar hlynnt því. Það gera 74% sem gæti lýst ein­dregnum þjóð­ar­vilja, eitt og sér. Í könnun á við­horfum full­trúa á rök­ræðu­fundi 9.-10. nóv­em­ber kom fram að 60% þeirra töldu jafnt atkvæða­vægi vera mik­il­væg­asta mark­mið breyt­inga á kjör­dæma­skip­an. Þegar spurt var um sama atriði í lok fundar hafði stuðn­ingur við það hækkað í 68%.En þetta segir ekki alla sög­una og það er vand­inn sem stjórn­mála­menn vilja gjarnan snið­ganga. Það sýnir sig nefni­lega þegar nið­ur­stöður kann­ana fyrir fund og eftir eru skoð­aðar að þátt­tak­endur setja margt fleira fyrir sig en ójafnt atkvæða­vægi. Mik­il­vægt atriði er til dæmis rödd lands­byggð­ar­innar og vægi lands­byggð­ar­sjón­ar­miða. Þannig telja 66% fyrir fund, 73% eftir fund að það sé mik­il­vægt að allir lands­hlutar eigi full­trúa á þingi. Með öðrum orð­um, það er ekki víst að þetta fólk væri til­búið til að berj­ast fyrir jöfnun atkvæða­vægis ef það hefði í för með sér að sumir lands­hlutar ættu enga full­trúa á Alþingi.Áhyggjur af svip­uðum toga koma fram í spurn­ing­unni um hvort rétt sé að gera landið að einu kjör­dæmi. Þegar fólk var spurt í upp­haf­legri skoð­ana­könnun hvaða kjör­dæma­skipt­ingu það teldi að ætti að hafa á Íslandi sögð­ust 38% vilja að landið væri eitt kjör­dæmi en 32% óbreytta kjör­dæma­skip­an. 16% vildu fækka kjör­dæmum en 13% fjölga þeim. Þegar horft er á rök­ræðu­fund­inn sést að tæp­lega 20% vildu fjölga kjör­dæmum (ekki var mark­tækur munur á við­horfi til þessa fyrir fund og eft­ir), rúm­lega 40% vildu gera landið að einu kjör­dæmi, en athygl­is­verð­ast var þó að stuðn­ingur við núgild­andi kjör­dæma­skipan jókst tals­vert: á rök­ræðu­fund­in­um. Fyrir umræður sögð­ust 26% vera full­kom­lega, mjög eða frekar sam­mála því að kjör­dæma­skipan skyldi halda óbreyttri, en eftir umræður var hlut­fallið komið í 36%.Þegar horft er á umræð­urnar sem fram fóru á fund­in­um, en þær voru bæði teknar upp í heild sinni, og helstu atriði þeirra skráð jafn­óðum af rit­urum á hverju umræðu­borði, má fá enn gleggri mynd af því hvernig auk­inn skiln­ingur á ástæð­um, rökum með og á móti og á fórn­ar­kostn­aði, hefur áhrif á við­horf fólks. Einnig má túlka nið­ur­stöð­urnar þannig að við það að eiga sam­ræður við fólk all­staðar af land­inu og heyra við­horf sér­fræð­inga um þetta mál auk­ist gagn­kvæmur skiln­ing­ur. Þannig virð­ist fólk af höf­uð­borg­ar­svæð­inu í auknum mæli hafa komið auga á kosti við það að tryggja að hags­munir og sjón­ar­mið ólíkra svæða ættu sér málsvara á Alþingi. Á sama hátt benda nið­ur­stöð­urnar til að fólk af lands­byggð­inni kunni að hafa sé betur að jafnt atkvæða­vægi er ekki endi­lega ógnun við áhrif lands­byggð­ar­inn­ar.En hver er þá nið­ur­stað­an: Er hún kannski sú að best sé að halda sig við óbreytt kerfi því breyt­ingar væru of áhættu­sam­ar? Það væri vissu­lega frekar óspenn­andi endir umræð­unnar – enda er það aug­ljós­lega rang­túlk­un. Nið­ur­staðan gefur okkur öllum skýra vís­bend­ingu um hvernig best er að halda á mál­um: Kerf­inu þarf að breyta, og atkvæða­vægi þarf að jafna, en það þarf að gera það þannig að ekki sé valtað yfir sjón­ar­mið fólks sem hefur full­kom­lega rétt­læt­an­legar efa­semdir um og áhyggjur af afleið­ing­un­um. Það er vissu­lega þjóð­ar­vilji að atkvæða­vægi eigi að vera jafnt. En það er líka þjóð­ar­vilji að staða lands­hluta eigi að vera sem jöfnust, og að ólíkir hópar þurfi að eiga málsvara á Alþingi. Vegna þess hvað rök­ræðukönn­unin gefur miklar upp­lýs­ingar um ástæður fólks fyrir við­horfum sínum og að ein­hverju leyti for­gangs­röðun þess, getum við líka séð að fólk vill ekki gera breyt­ingar nema góð vissa sé um að breyt­ing­arnar séu til bóta. Venju­legt fólk gerir sér vel grein fyrir því að það sér ekki endi­lega fyrir allar afleið­ingar þess sem það þó styð­ur. Það væri ráð fyrir þá sem bera ábyrgð á því hvaða breyt­ingar á stjórn­ar­skrá kom­ast í gegnum þingið nú að kynna sér vel það sem fór fram á rök­ræðu­fund­inum 9. til 10. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Það er ekki víst að til­efni sé til mik­ils rifr­ildis ef fólk skoðar þessar sam­ræður og áhrif þeirra á við­horf þátt­tak­enda vel. Í mörgum tifellum er nefni­lega hægt að fara eftir því sem þar kemur fram, og passa upp á komið sé til móts við sjón­ar­miðin sem þar birt­ast. Sjálf­sagt er ein­fald­ara að gefa bara yfir­lýs­ingar um það sem stendur hjarta manns næst og full­yrða annað hvort að þjóðin vilji jafna atkvæða­vægi eða að atkvæða­vægi sé þegar jafnt. Vand­inn er hins vegar sá að á end­anum sér fólk í gegnum slíkar yfir­lýs­ing­ar. Það ætl­ast til að kjörnir full­trúar skilji málin að minnsta kosti jafn vel og það gerir sjálft, þegar þeir véla um hvaða breyt­ingar eigi að gera og hvers vegna.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Kristbjörn Árnason
Sóttin hefur þegar bætt íslenska menningu
Leslistinn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar