Jafnt vægi atkvæða

Dr. Haukur Arnþórsson fjallar um jafnt vægi atkvæða en hann telur að jafna megi vægið án þess að til stjórnarskrárbreytinga komi og þurfi málið því ekki endilega að ganga til formannahóps þingflokkanna sem nú vinnur að stjórnarskrárbreytingum.

Auglýsing

Yrði vægi atkvæða jafnað myndi það stað­festa áhuga þjóð­ar­innar á mann­rétt­indum og lýð­ræði. Það má gera með breyt­ingu á almennum lög­um, kosn­inga­lög­un­um, þannig að atkvæði vegi jafnt í næstu kosn­ing­um; það væri eðli­legt fyrsta skref, en stjórn­ar­skrá­breyt­ing sam­hliða frek­ari þróun kosn­inga­lag­anna yrði síð­ara skrefið og þá yrði mótað fram­tíð­ar­skipu­lag kosn­inga­mála.

Misvægi atkvæða getur verið þjóð­inni hættu­legt vegna ólíkrar stjórn­mála­menn­ingar lands­byggðar ann­ars vegar og höf­uð­borgar hins vegar og unnið gegn fram­þróun atvinnu­hátta, nýsköp­unar og upp­komu arð­bærra nútíma­legra atvinnu­vega í takt við hraða fram­þróun á flestum svið­um.

Sjón­ar­mið mann­rétt­inda og lýð­ræðis

Á vegum Ráð­stefn­unnar um Öryggi og sam­vinnu í Evr­ópu voru á árinu 1990 sam­þykktar grunn­reglur um mann­rétt­indi og frelsi í aðild­ar­ríkj­unum og m.a. skuld­bundu ríkin sig til að halda lýð­ræð­is­legar kosn­ingar sam­kvæmt til­greindum regl­um. Þessar reglur eru skráðar í Kaup­manna­hafn­ar­skjalið. Skjalið var m.a. samið til að tryggja að nýfengið frelsi í  ríkjum Aust­ur-­Evr­ópu bæri með sér þau rétt­indi og skyldur milli íbúa og yfir­valda sem gilda í lýð­ræð­is­ríkj­um. Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu (ÖSE) sér nú um fram­kvæmd Kaup­manna­hafn­ar­skjals­ins. Á hennar vegum er eft­ir­lit með kosn­ingum í ríkjum Aust­ur-­Evr­ópu og yfir­völdum þeirra ríkja eru send til­mæli þegar eitt­hvað er athuga­vert við kosn­ing­arnar – sem alloft kemur fyr­ir.

Auglýsing

Á síð­ari árum hefur stofn­unin beint ljósi reglna Kaup­manna­hafn­ar­skjals­ins að kosn­ingum í Vest­ur­-­Evr­ópu með eft­ir­liti og fundið ýmis­legt athuga­vert, enda grund­völlur margra kosn­inga­kerfa frá því fyrstu öld­ina eftir frönsku bylt­ing­una og end­ur­speglar hann ekki alltaf nútíma hug­myndir um mann­rétt­indi, jöfnuð og lýð­ræði – eða vand­aða fram­kvæmd.

Á vef Alþingis eru þrjár skýrslur ÖSE: frá 2009, 2013 og 2017, en stofn­unin skoð­aði fram­kvæmd kosn­inga sem haldnar voru þessi ár. Í þeim fyrri eru gerðar athuga­semdir um vægi atkvæða og sagt að misvægið brjóti í bága við ákvæði 5.10 í Kaup­manna­hafn­ar­skjal­inu þar sem segir að kosn­inga­kerfi verði að virða grund­vall­ar­mann­rétt­indi og laga­legan heil­leika. Þannig er í skýrsl­unum bent á að jafn­ræð­is­regla stjórn­ar­skrár (65. gr.) er brotin með ójöfnu vægi atkvæða – og á það þá jafn­framt við um yfir­stæðar jafn­ræð­is­reglur í alþjóð­legum mann­rétt­inda­samn­ingum og -yf­ir­lýs­ingum sem Ísland er aðili að. Í síð­ustu skýrsl­unni eru fyrri til­mæli ítrek­uð. Það skal tekið fram að íslensk stjórn­völd hafa brugð­ist við hluta af ábend­ingum ÖSE og eru að bregð­ast við öðr­um.

Svar íslenskra stjórn­valda frá 2009 var að ekki sé um stjórn­ar­skrár­brot að ræða af því að ójafnt vægi atkvæða er varið í stjórn­ar­skrá (31. gr.) og er það ákvæði jafn­hátt skipað jafn­væg­is­regl­unni og fellir hana að þessu leyti. Þetta svar er þó ekki full­nægj­andi af því að með ákvæð­inu um ójafnt vægi atkvæða eru tekin niður grund­vall­ar­mann­rétt­indin um jöfnuð og þótt það stand­ist íslenskan rétt, er ljóst að ákvæði 5.10 í Kaup­manna­hafn­ar­skjal­inu er engu að síður brot­ið, enda vísar það til yfir­stæðra alþjóð­legra mann­rétt­inda­á­kvæða. Þessu breyta önnur sjón­ar­mið í raun­inni ekki held­ur, s.s. að hefð er fyrir þessu hér á landi og að mis­mun­andi ójafn­vægi milli atkvæða og önnur brot á þess­ari reglu eru stað­reynd í mörgum öðrum Vest­ur­-­Evr­ópu­ríkj­um.

Lítið hefur borið á stjórn­mála­legum sjón­ar­miðum sem hafna jafn­vægi atkvæða, en þó settu Ágúst Þór Árna­son og Grétar Þór Eyþórs­son fram það sjón­ar­mið 2013 að sam­hliða jöfnun þyrfti að „leið­rétta land­fræði­legan aðstöðumun“. Miklu frekar beita and­stæð­ingar breyt­inga ómögu­leg­heitarök­um.

Þá er ógern­ingur annað en nefna að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla var um vægi atkvæða haustið 2012 og voru 2/3 hlutar kjós­enda hlynntir jöfnun atkvæða­vægis og kjós­endur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í tæp­lega 80% til­fella. Um þessar kosn­ingar er þrennt að segja: (i) Að þær voru snið­gengnar af  um helm­ingi kjós­enda, sem í fljótu bragði virð­ist veikja lög­mæti þeirra, en gerir það ekki sam­kvæmt alþjóð­lega við­ur­kenndum for­send­um, því kjós­endur sem sitja heima fram­selja atkvæði sitt ein­fald­lega til þeirra sem kjósa (þetta er ein af ástæðum þess að beint lýð­ræði leiðir oft til meiri­hluta­valds minni­hlut­ans og er þar af leið­andi ekki æski­leg­t), (ii) að ekki er eðli­legt að kjósa um grund­vall­ar­mann­rétt­indi eins og þau eru skil­greind í alþjóð­legum samn­ing­um, kjós­endum á ekki að standa til boða að kjósa frá sér mann­rétt­indi. Að því leyti er málið ein­kenni­legt. (iii) Nið­ur­stöður þess­arar atkvæða­greiðslu hafa ekki komið til fram­kvæmda af póli­tískum ástæðum – og er það virðing­ar­leysi gagn­vart lýð­ræð­inu fáheyrt ef ekki ein­stakt í Vest­ur­-­Evr­ópu. 



Það þarf ekki stjórn­ar­skrár­breyt­ingu

Jafna má vægi atkvæða án þess að til stjórn­ar­skrár­breyt­inga komi og þarf málið því ekki endi­lega að ganga til for­manna­hóps þing­flokk­anna sem nú vinnur að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um. Jöfnun atkvæða næst fram með breyt­ingu á kosn­inga­lögum nr. 24/2000, en tekið skal fram að 2/3 hluta atkvæða alþing­is­manna þarf til að breyta þeim lög­um. Á þetta benti Þor­kell Helga­son í grein á árinu 2014 þar sem hann segir að tryggja megi fulla jöfnun milli kjör­dæma og þing­flokka með breyt­ingum á kosn­inga­lög­un­um, annað hvort með breyt­ingu á kjör­dæma­mörk­um, sem hann ræðir ekki frekar - eða að kjör­dæma­kjörnir þing­menn verði aðeins 6 eins og stjórn­ar­skráin gerir ráð fyrir að sé lág­mark frá hverju kjör­dæmi. Þeir yrðu þá að lág­marki 36. Jöfn­un­ar­þing­sætum yrði fjölgað í allt að 27 til að þetta gæti orðið að veru­leika. Þannig má ná fram jöfn­uði með fjölgun jöfn­un­ar­sæta, en þess þarf hvort sem er, því þau eru ekki nógu mörg til að jafna milli stjórn­mála­flokka nú. Þessi leið er auð­farin og gæti því vægi atkvæða verið jafnt næst þegar kosið verður til Alþing­is. Vilji er allt sem þarf.

Eðli­legt væri að breyta kosn­inga­kerf­unum í tveimur skref­um. Fyrst kosn­inga­lög­unum til að ná fram jöfnun strax og síðan bæði stjórn­ar­skrá og kosn­inga­lög­unum til að móta kosn­inga­kerfin til fram­tíð­ar.



Fjöldi og hlut­föll

Nú eru 28 lands­byggð­ar­þing­menn og 35 frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem þýðir að frá lands­byggð eru þing­menn 27% fleiri en hlut­fall kjós­enda segir fyrir um og þing­menn höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru um 86% af þeim fjölda sem þeir ættu að vera. Miða má við að þrjú atkvæði þurfi frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu á móti tveimur frá lands­byggð­inni. Það jafn­gildir því að 53 þús­und kosn­inga­bærra manna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi ekki kosn­inga­rétt og skipt­ast þeir jafnt á alla stjórn­mála­flokka. Þetta hlut­fall mið­ast við NV, NA og SU kjör­dæmi ann­ars vegar og hins vegar SV, RN og RS.

Hér er tafla yfir þing­manna­fjölda af lands­byggð og höf­uð­borg­ar­svæði. Bæði raun­tölur og tölur í hlut­falli við kjós­enda­fjölda. Taflan er tekin úr bók­inni: Um Alþingi: Hver kennir kenn­ar­an­um? bls. 202.



Aðsend mynd



Hættu­legt misvægi

Í bók minni „Um Alþingi: Hver kennir kenn­ar­an­um?“ kemur fram, með úrvinnslu gagna frá gagna­grunnum Alþingis frá árunum 1991-2018, að þing­menn höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og lands­byggð­ar­innar starfa veru­lega ólíkt á þingi. Hags­muna­gæsla gömlu atvinnu­veg­anna, land­bún­aðar og sjáv­ar­út­vegs, er í höndum lands­byggð­ar­þing­manna. Þeir raða sér í atvinnu­vega­nefnd­ir, en snið­ganga umhverf­is­nefnd­ir. Í stjórn­mála­fræð­inni er talað um „tru­stee“ eða umboðs­menn sem þá eru sjálf­stæðir full­trúar kjós­enda og hins vegar „del­egates“ eða full­trúa ákveð­inna aðila, hags­muna eða kjör­dæma. Það er skemmti­legt að nefna að stjórn­ar­skráin segir að þing­menn séu engu háðir nema sann­fær­ingu sinni, þannig að hún segir að þeir eigi að vera umboðs­menn. Það er ekki gerð krafa um það í öllum ríkj­um.

Í þessum mis­mun milli umboðs­manna og full­trúa end­ur­spegl­ast ólík nálgun þing­manna höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og lands­byggð­ar­innar í þing­störfum og þá þannig að almanna­hagur er fremur til hlið­sjónar hjá þing­mönnum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (vel­ferð­ar­mál. umhverf­is­mál, mennta­mál o.s.frv.) meðan hags­munir kjör­dæm­is­ins og atvinnu­vega þess er efst á blaði hjá lands­byggð­ar­þing­mönnum – en stað­bundnir hags­munir geta vegið að þjóð­ar­hag þótt þeir geri það kannski ekki oft. Þetta má greina af nefnda­setum hópanna, þing­málum og -ræð­u­m. 

Þessi hags­muna­bar­átta sem blasir við þegar störf þing­manna eru skoðuð getur verið hættu­leg út af fyrir sig og borið með sér að Alþingi sé ofur­selt hags­munum þess­ara atvinnu­greina – en lands­byggð­ar­þing­menn sem ekki berj­ast fyrir atvinnu­málum síns kjör­dæmis ná ekki end­ur­kjöri og virð­ast því í sjálf­heldu eigin stjórn­mála­menn­ingar – og eftir því sem hlutur þess­ara atvinnu­greina í efna­hag þjóð­fé­lags­ins minnkar er hætt við því að þær hafi ruðn­ings­á­hrif hvað varðar opin­bera athygli, reglu­setn­ingu og aðbúnað gagn­vart öðrum atvinnu­greinum og þá ekki síst nýjum atvinnu­greinum og nýsköp­un.

Athygl­is­vert er að í störfum sínum á þingi sýna þing­menn lands­byggðar ekki áhuga á nátt­úru­vernd, sam­kvæmt því sem gögn Alþingis um nefnd­ar­setur sýna, en þeir eru í ákveðnum skiln­ingi vernd­arar stærsta hluta lands­ins. Enn er staðan sú á árinu 2020 að margar hug­myndir um upp­bygg­ingu í land­inu ganga gegn nátt­úru­vernd – og má nefna fisk­eldi í fjörðum sem dæmi, en það hefur reynst ótækt í Nor­egi.

Þá er ljóst af ýmsum gögn­um, s.s. gögnum um stöðu kynj­anna á Alþingi að nýjar hug­myndir ber­ast seint eða ekki út á lands­byggð­ina, t.d. hug­myndir um kven­frelsi, en staða þing­kvenna frá lands­byggð­inni hefur verið afleit og er enn. Konur hafa nýverið náð 30% mark­inu frá lands­byggð­inni sem er þrösk­uldur fyrir áhrif þeirra og alls ekki hjá öllum stjórn­mála­flokk­um. Þá fá ný fram­boð lít­inn hljóm­grunn á lands­byggð­inni. Þannig takast að sumu leyti á eldri stjórn­mála­menn­ing frá hálfu lands­byggð­ar­innar og nýjar hug­mynd­ir, fram­þróun og alþjóð­legir straumar frá hálfu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þetta má því miður lesa úr gögnum Alþing­is.

Margir hafa haft áhyggjur af þessum mót­sögnum af því að fram­þróun hefur aldrei verið hrað­ari í sögu mann­kyns­ins en nú og vex hún með veld­is­vexti. Þannig þarf íslenska þjóð­fé­lagið að takast á við hrað­fleygar breyt­ingar í fram­tíð­inni, ekki síst tækni­breyt­ingar og líf­tækni­breyt­ingar og nýsköpun á þeim sviðum gefur mest af sér á ýmsum mæli­kvörðum – þannig að misvægi atkvæða getur verið hættu­legt. Við getum orðið á eftir ef fram­sýni er ekki næg á Alþingi.

Þá er það ósagt að fram­þróun atvinnu­hátta og menn­ingar er lífs­spurs­mál fyrir fram­tíð lands­byggð­ar­innar og gæti stjórn­mála­menn­ingin unnið gegn henni.

Nið­ur­lag

Að lokum skal það tekið fram að höf­undur þess­ara orða er frá lands­byggð­inni og ann henni og íbúum henn­ar. En margt bendir til þess að stjórn­mála­menn­ing lands­byggð­ar­innar þurfi gagn­gerrar end­ur­nýj­unar við og megi ekki hafa meira vægi í lands­stjórn­inni en íbúa­fjöldi segir fyrir um. Í öllu falli er engum greiði gerð­ur, hvar sem hann býr og hvað sem hann hefur fram að færa, að veita honum for­rétt­indi í lýð­ræð­inu.

Höf­undur er stjórn­sýslu­fræð­ing­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar