Kóróna og félagsvísindin

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson fjallar um samspil kórónuveirunnar og félagsvísinda og spyr meðal annars af hverju við höfum hlýtt Víði?

Auglýsing

Svo­kall­aðar hlýðnitil­raunir eru um margt áhuga­verðar og ein alfræg­asta til­raunin af slíkum toga er Milgram-til­raun­in, sem sál­fræð­ing­ur­inn Stanley Milgram gerði árið 1961 í Yale-há­skól­anum í Banda­ríkj­un­um. Í henni fólst að þátt­tak­endur voru látnir gefa við­föngum raf­straum við ranga svörun við ákveðnum orða­þraut­um. Mesta magn raf­straums sem „gefið var“ var ban­vænt. Að sjálf­sögðu fékk eng­inn raf­straum, en verið var að mæla hlýðni við (vís­inda)­menn í hvítum slopp­um, þeim sem stjórn­uðu rann­sókn­inni, og valdi þeirra. Til­raunin var í raun svið­setn­ing. Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar sýndu hins­vegar að veru­legur fjöldi hlýddi ein­fald­lega því sem þeim var sagt að gera og „gáfu“ við­föng­unum ban­vænan skammt af raf­magni. En, sem betur fer dó eng­inn.

Segja má að líf heims­byggð­ar­innar hafi und­an­farið verið ein rista­stór hlýðnitil­raun og frasar á borð við „Hlýðum Víði“ heyrst. Allt að sjálf­sögðu vegna hinnar skæðu kór­óna­veiru, sem smitað hefur millj­ónir og fellt meira en 250.000 manns. 

En hvernig horfir þessi far­aldur við félags­vís­ind­un­um? Í þess­ari grein verður gerð til­raun til þess að „máta“ kór­ónu­veiruna inn í nokkrar greinar félags­vís­inda.

Auglýsing

Kór­óna og kenn­ingar

Félags­vís­indin eru fræði­greinin um sam­fé­lagið og þá ein­stak­linga og hópa sem þar búa og starfa. Fjöl­margar greinar félags­vís­inda eru til, en kannski má segja að fremst meðal jafn­ingja sé félags­fræðin sjálf, það sem á ensku/lat­ínu kall­ast „soci­ology“ (fræðin um sam­fé­lag­ið).

Innan hennar eru í grófum dráttum þrír flokkar kenn­inga sem leit­ast við að útskýra það sem fram fer í sam­fé­lag­inu hverju sinni; sam­virkni­kenn­ing­ar, sam­skipta­kenn­ingar og átaka­kenn­ing­ar. Þær horfa með mis­mun­andi hætti á sam­fé­lag­ið. 

Sam­virkni­kenn­ingar líkja sam­fé­lag­inu við líf­veru, þar sem kerfum sam­fé­lags­ins er líkt við líf­færa­kerfi. Til þess að heildin virki, þá verða öll kerfin að virka. Und­an­farið höfum við séð hrikta svaka­lega í mörgum þess­ara kerfa og þar á ég fyrst og fremst við efna­hag­kerfin og heil­brigð­is­kerf­in. Þetta eru tvö af hinum svoköll­uðu „fé­lags­legu fest­um“ sam­fé­lags­ins (hlutir sem eru orðnir „fast­ir“ í sam­fé­lag­inu – búnir að vera til leng­i), en fjöl­skyldan er einnig félags­legt festi. Ástand und­an­far­inna vikna hefur reynt mjög mikið á margar fjöl­skyld­ur, en segja má að hér á landi hafi sam­staða fólks aukist, en sam­staða og það hvernig þjóð­fé­lög hald­ast saman er einmitt ein af stóru spurn­ing­unum innan sam­virkni­kenn­inga. Þegar á heild­ina er litið þá hafa Íslend­ingar staðið saman á kór­óna­tím­an­um, það sem af er.

Sé litið til sam­skipta­kenn­inga, þá er grunn­punkt­ur­inn þar að það sem við getum kallað „dag­leg sam­skipti“ séu í raun það sem sam­fé­lagið byggir á. Kór­óna­veiran hefur svo sann­ar­lega sýnt okkur að þessi sam­skipti, sem við tökum oft ekki eft­ir, þau eru svo ,,venju­leg“, skipta okkur gríð­ar­legu máli. Allt í einu voru öll þessi sam­skipti komin á hvolf, „tveggja metra reglan“ inn­leidd, orðið stórfurðu­legt að fara í búð­ina, mæta fólki út á götu, fara í strætó, snert­ing og handa­bönd orðin mjög óæski­leg fyr­ir­bæri, and­lits­grímur urðu dag­legt brauð. Ekki laust við að raun­veru­leg „para­noja“ hafi gert vart við sig og áður frekar sak­laus fyr­ir­bæri eins og hnerri nú orð­inn eitt­hvað stór­hættu­legt fyr­ir­bæri. 

Öll rútína fór út í veður og vind, vinnu­stöðvum var lok­að, heilu starfs­stétt­irnar fóru á Zoom-fundi heiman frá sér og kenn­arar breyttu heim­ilum sínum í skóla­stof­ur. Hlut­verk og stöður margra breytt­ust mikið (einnig t.d. vegna atvinnu­miss­is). Já, sam­skiptin voru bara með allt öðrum hætti en áður og sumir segja að þau muni ekki fara alger­lega í fyrra horf. Það á þó eftir að koma í ljós.

Átaka­kenn­ingar eru svo þriðji flokkur kenn­inga í félags­fræði, en þær líta á sam­fé­lagið sem vett­vang átaka á milli hópa sem hafa mis­mun­andi hags­muni, stöðu, völd og áhrif. Ef til vill má segja þessi flokkur kenn­inga muni kannski spila inní kór­óna-­dæmið á seinni stig­um, þegar áhrif atvinnu­missis og tekju­leysis fara að segja til sín fyrir alvöru. Þá eykst ef til vill ójöfn­uður í hinum ýmsu sam­fé­lög­um, en ójöfn­uður er jafnan grund­völlur og rót ósættis og jafn­vel átaka.

Valdið og þrí­eykið

Ef við horfum á kór­óna­veirun útf frá sjón­ar­hóli stjórn­mála­fræð­innar má segja að þar blasi við okkur grund­vall­ar­hug­takið í henni, sem er VALD. Hver getur gert hvað, hvenær og hvern­ig? Þetta er ein af grunn­spurn­ing­unum í stjórn­málum og þar af leið­andi í stjórn­mála­fræð­inni. Í til­felli okkar hér á Íslandi má kannski segja að ,,þríðeyk­ið“ (Al­ma, Víðir og Þórólf­ur) hafi orðið að eins­konar litlum valda­hópi. Orð þeirra hafa nán­ast fengið laga­í­gildi og völd þeirra yfir lýðnum (okk­ur) hafi verið mik­il.

Ef til vill má segja að ákveðin valda­til­færsla hafi átt sér stað frá rík­is­stjórn­inni, til þeirra. Og hér á landi hafa stjórn­mála­menn verið mun minna í sviðs­ljós­inu, miðað við t.d Damörku, Banda­ríkin og Bret­land þar sem stjórn­mála­menn hafa verið dag­lega í fjöl­miðl­um. Heldur minna hefur borið á hinum lög­lega kjörnu yfir­völdum hér, nema þá helst við kynn­ingu á „að­gerð­pökk­um“ sem stjórn­völd hafa verið að setja sam­an. 

Séð frá sjón­ar­hóli fjöl­miðla­fræð­innar höfum við séð dag­lega frétta­manna­fundi með þrí­eyk­inu, þar sem þau nota mátt­ug­asta miðil heims, sjón­varp til þess að koma skila­boðum sínum á fram­færi. Það heitir fjölda­boð­skipti, sem eru í eðli sínu óper­sónu­leg, þrátt fyrir að við séum með þrí­eykið inni í stofu hjá okk­ur. Þetta er ekki tveggja manna tal. Þegar sjón­varp kom fram voru menn fljótir að sjá mögu­leik­ana á notkun þess til að ná til stórs hóps manna í einu. Og beita því t.d. til áróð­urs („þvoum okkar vel“ „virðum 2ja metra regl­una“). 

Þrí­eykið veit þetta, en líkja má kannski und­an­förnum vikum við eins­konar ofur-raun­veru­leika­sjón­varp, þar sem við vorum dag­lega mötuð á upp­lýs­ingum um smit, jafn­vel dauðs­föll, hand­þvott, spritt­un  og fleira slíkt. Hér er því tals­verður slatti af áróðri á ferð­inni líka, þar sem verið er að inn­ræta okkur „rétta“ hegðun og láta okkur hlýða yfir­völd­um. Aðilar þrí­eyks­ins hafa svo einnig birst í mynd­böndum á jút­úb, sem og í spjall og skemmti­þátt­um. Þau hafa sem sagt verið dag­legir gestir í mis­mun­andi sam­hengi hjá stórum hluta þjóð­ar­inn­ar.  En nú þegar far­ald­ur­inn virð­ist vera að deyja út þá minnkar við­vera þrí­eyks­ins í fjöl­miðl­um.

Kast­ljós á heim­il­is­of­beldi

Ef við svo horfum á þetta frá sjón­ar­hóli afbrota­fræð­innar hefur ýmis­legt áhuga­vert komið í ljós. Nú erum við t.d. að ræða heim­il­is­of­beldi meira en áður, þar sem allt opin­bert skemmt­ana­hald hefur lagst af og færst yfir í heima­hús. Ofbeldi á götum úti, tengt skemmt­ana­haldi, hefur minnkað stór­kost­lega, enda nán­ast eng­inn verið á „djamm­in­u“. Þá hefur umræða um inn­lenda fíkni­efna­fram­leiðslu verið nokkuð áber­andi. „Frá­viks­hegð­un“ okkar sem sam­fé­lags hefur því breyst, en lík­legt er að hún fari í fyrra horf, þegar almennt ástand sam­fé­lags­ins ferð aftur að verða „eðli­leg­t“. Frá­vik er grund­vall­ar­hug­tak í afbrota­fræði, en það á við hegðun þegar við víkjum frá við­teknum reglum sam­fé­lags­ins, skráðum eða óskráð­um.

Hvers vegna hlýðum við Víði?

Margt af því sem hér hefur verið nefnt teng­ist svo einnig inn á sál­fræði, sem er jú fræði­greinin sem rann­sakar hug­ar­starf­semi og atferli. Hvað fær okkur t.d. til að hlýða Víði? Ekki erum við hrædd við hann? Hlýðum við Víði af því hann er lögga og hefur stundum skammað okkur í sjón­varp­inu? Eða erum við bara í því að vera eins og allir hin­ir, ekki vera „öðru­vísi“ (frá­vik) og gefa bara skít í það sem þrí­eykið seg­ir? Senni­lega botnar þetta þó í félags­mót­un­inni, allt frá unga aldri, þar sem okkur er kennt að hlýða for­eldrum, kenn­urum og fleiri slík­um. Lög­hlýðni og und­ir­gefni gagn­vart yfir­valdi er eitt af því sem okkur er kennt.

Það hefur t.d. gerst í Banda­ríkj­unum að þar hafa stórir hópar ein­fald­lega gefið skít í boð kjör­inna vald­hafa og mót­mælt þeim (af­sakið orð­bragð­ið!). Af hverju mót­mæla þeir en við ekki? Er þjóð­ar­sál Íslend­inga öðru­vísi en Banda­ríkja­manna? Já, senni­lega er um eitt­hvað slíkt að ræða, en þetta fjallar líka um sögu okkar og menn­ingu, um félags­mótun ein­stak­ling­anna í sam­fé­lag­inu, við­horf og gild­is­mat. 

Með þessum hætti, eða álíka, má kannski tengja þessa sér­kenni­legu tíma við félags­vís­ind­in, en hér hefur t.d. verð sleppt greinum eins og hag­fræði og þjóð­hag­fræði, en vitað er að þessi tími, sem senni­lega verður kall­aður „kór­óna­skeið­ið“ eða álíka á spjöldum sög­unn­ar, á eftir að hafa veru­leg áhrif á hag­kerfi heims­ins og þar með líf okkar á næstu miss­er­um. 

Hvernig við bregð­umst svo við sem sam­fé­lag og alheims­sam­fé­lag skiptir miklu máli um fram­hald­ið, en það eru ákvarð­anir sem ein­stak­lingar taka; for­set­ar, for­sæt­is­ráð­herr­ar, rík­is­stjórn­ir, sem og almennir borg­ar­ar. Við sitjum nefni­lega öll í kór­óna-­súp­unni, hvort sem okkur líkar betur eða verr og hún fer ekki í mann­grein­ing­ar­á­lit.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og félags­greina­kenn­ari í FG, Garða­bæ.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar