Kóróna og félagsvísindin

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson fjallar um samspil kórónuveirunnar og félagsvísinda og spyr meðal annars af hverju við höfum hlýtt Víði?

Auglýsing

Svokallaðar hlýðnitilraunir eru um margt áhugaverðar og ein alfrægasta tilraunin af slíkum toga er Milgram-tilraunin, sem sálfræðingurinn Stanley Milgram gerði árið 1961 í Yale-háskólanum í Bandaríkjunum. Í henni fólst að þátttakendur voru látnir gefa viðföngum rafstraum við ranga svörun við ákveðnum orðaþrautum. Mesta magn rafstraums sem „gefið var“ var banvænt. Að sjálfsögðu fékk enginn rafstraum, en verið var að mæla hlýðni við (vísinda)menn í hvítum sloppum, þeim sem stjórnuðu rannsókninni, og valdi þeirra. Tilraunin var í raun sviðsetning. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu hinsvegar að verulegur fjöldi hlýddi einfaldlega því sem þeim var sagt að gera og „gáfu“ viðföngunum banvænan skammt af rafmagni. En, sem betur fer dó enginn.

Segja má að líf heimsbyggðarinnar hafi undanfarið verið ein ristastór hlýðnitilraun og frasar á borð við „Hlýðum Víði“ heyrst. Allt að sjálfsögðu vegna hinnar skæðu kórónaveiru, sem smitað hefur milljónir og fellt meira en 250.000 manns. 

En hvernig horfir þessi faraldur við félagsvísindunum? Í þessari grein verður gerð tilraun til þess að „máta“ kórónuveiruna inn í nokkrar greinar félagsvísinda.

Auglýsing

Kóróna og kenningar

Félagsvísindin eru fræðigreinin um samfélagið og þá einstaklinga og hópa sem þar búa og starfa. Fjölmargar greinar félagsvísinda eru til, en kannski má segja að fremst meðal jafningja sé félagsfræðin sjálf, það sem á ensku/latínu kallast „sociology“ (fræðin um samfélagið).

Innan hennar eru í grófum dráttum þrír flokkar kenninga sem leitast við að útskýra það sem fram fer í samfélaginu hverju sinni; samvirknikenningar, samskiptakenningar og átakakenningar. Þær horfa með mismunandi hætti á samfélagið. 

Samvirknikenningar líkja samfélaginu við lífveru, þar sem kerfum samfélagsins er líkt við líffærakerfi. Til þess að heildin virki, þá verða öll kerfin að virka. Undanfarið höfum við séð hrikta svakalega í mörgum þessara kerfa og þar á ég fyrst og fremst við efnahagkerfin og heilbrigðiskerfin. Þetta eru tvö af hinum svokölluðu „félagslegu festum“ samfélagsins (hlutir sem eru orðnir „fastir“ í samfélaginu – búnir að vera til lengi), en fjölskyldan er einnig félagslegt festi. Ástand undanfarinna vikna hefur reynt mjög mikið á margar fjölskyldur, en segja má að hér á landi hafi samstaða fólks aukist, en samstaða og það hvernig þjóðfélög haldast saman er einmitt ein af stóru spurningunum innan samvirknikenninga. Þegar á heildina er litið þá hafa Íslendingar staðið saman á kórónatímanum, það sem af er.

Sé litið til samskiptakenninga, þá er grunnpunkturinn þar að það sem við getum kallað „dagleg samskipti“ séu í raun það sem samfélagið byggir á. Kórónaveiran hefur svo sannarlega sýnt okkur að þessi samskipti, sem við tökum oft ekki eftir, þau eru svo ,,venjuleg“, skipta okkur gríðarlegu máli. Allt í einu voru öll þessi samskipti komin á hvolf, „tveggja metra reglan“ innleidd, orðið stórfurðulegt að fara í búðina, mæta fólki út á götu, fara í strætó, snerting og handabönd orðin mjög óæskileg fyrirbæri, andlitsgrímur urðu daglegt brauð. Ekki laust við að raunveruleg „paranoja“ hafi gert vart við sig og áður frekar saklaus fyrirbæri eins og hnerri nú orðinn eitthvað stórhættulegt fyrirbæri. 

Öll rútína fór út í veður og vind, vinnustöðvum var lokað, heilu starfsstéttirnar fóru á Zoom-fundi heiman frá sér og kennarar breyttu heimilum sínum í skólastofur. Hlutverk og stöður margra breyttust mikið (einnig t.d. vegna atvinnumissis). Já, samskiptin voru bara með allt öðrum hætti en áður og sumir segja að þau muni ekki fara algerlega í fyrra horf. Það á þó eftir að koma í ljós.

Átakakenningar eru svo þriðji flokkur kenninga í félagsfræði, en þær líta á samfélagið sem vettvang átaka á milli hópa sem hafa mismunandi hagsmuni, stöðu, völd og áhrif. Ef til vill má segja þessi flokkur kenninga muni kannski spila inní kóróna-dæmið á seinni stigum, þegar áhrif atvinnumissis og tekjuleysis fara að segja til sín fyrir alvöru. Þá eykst ef til vill ójöfnuður í hinum ýmsu samfélögum, en ójöfnuður er jafnan grundvöllur og rót ósættis og jafnvel átaka.

Valdið og þríeykið

Ef við horfum á kórónaveirun útf frá sjónarhóli stjórnmálafræðinnar má segja að þar blasi við okkur grundvallarhugtakið í henni, sem er VALD. Hver getur gert hvað, hvenær og hvernig? Þetta er ein af grunnspurningunum í stjórnmálum og þar af leiðandi í stjórnmálafræðinni. Í tilfelli okkar hér á Íslandi má kannski segja að ,,þríðeykið“ (Alma, Víðir og Þórólfur) hafi orðið að einskonar litlum valdahópi. Orð þeirra hafa nánast fengið lagaígildi og völd þeirra yfir lýðnum (okkur) hafi verið mikil.

Ef til vill má segja að ákveðin valdatilfærsla hafi átt sér stað frá ríkisstjórninni, til þeirra. Og hér á landi hafa stjórnmálamenn verið mun minna í sviðsljósinu, miðað við t.d Damörku, Bandaríkin og Bretland þar sem stjórnmálamenn hafa verið daglega í fjölmiðlum. Heldur minna hefur borið á hinum löglega kjörnu yfirvöldum hér, nema þá helst við kynningu á „aðgerðpökkum“ sem stjórnvöld hafa verið að setja saman. 

Séð frá sjónarhóli fjölmiðlafræðinnar höfum við séð daglega fréttamannafundi með þríeykinu, þar sem þau nota máttugasta miðil heims, sjónvarp til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri. Það heitir fjöldaboðskipti, sem eru í eðli sínu ópersónuleg, þrátt fyrir að við séum með þríeykið inni í stofu hjá okkur. Þetta er ekki tveggja manna tal. Þegar sjónvarp kom fram voru menn fljótir að sjá möguleikana á notkun þess til að ná til stórs hóps manna í einu. Og beita því t.d. til áróðurs („þvoum okkar vel“ „virðum 2ja metra regluna“). 

Þríeykið veit þetta, en líkja má kannski undanförnum vikum við einskonar ofur-raunveruleikasjónvarp, þar sem við vorum daglega mötuð á upplýsingum um smit, jafnvel dauðsföll, handþvott, sprittun  og fleira slíkt. Hér er því talsverður slatti af áróðri á ferðinni líka, þar sem verið er að innræta okkur „rétta“ hegðun og láta okkur hlýða yfirvöldum. Aðilar þríeyksins hafa svo einnig birst í myndböndum á jútúb, sem og í spjall og skemmtiþáttum. Þau hafa sem sagt verið daglegir gestir í mismunandi samhengi hjá stórum hluta þjóðarinnar.  En nú þegar faraldurinn virðist vera að deyja út þá minnkar viðvera þríeyksins í fjölmiðlum.

Kastljós á heimilisofbeldi

Ef við svo horfum á þetta frá sjónarhóli afbrotafræðinnar hefur ýmislegt áhugavert komið í ljós. Nú erum við t.d. að ræða heimilisofbeldi meira en áður, þar sem allt opinbert skemmtanahald hefur lagst af og færst yfir í heimahús. Ofbeldi á götum úti, tengt skemmtanahaldi, hefur minnkað stórkostlega, enda nánast enginn verið á „djamminu“. Þá hefur umræða um innlenda fíkniefnaframleiðslu verið nokkuð áberandi. „Frávikshegðun“ okkar sem samfélags hefur því breyst, en líklegt er að hún fari í fyrra horf, þegar almennt ástand samfélagsins ferð aftur að verða „eðlilegt“. Frávik er grundvallarhugtak í afbrotafræði, en það á við hegðun þegar við víkjum frá viðteknum reglum samfélagsins, skráðum eða óskráðum.

Hvers vegna hlýðum við Víði?

Margt af því sem hér hefur verið nefnt tengist svo einnig inn á sálfræði, sem er jú fræðigreinin sem rannsakar hugarstarfsemi og atferli. Hvað fær okkur t.d. til að hlýða Víði? Ekki erum við hrædd við hann? Hlýðum við Víði af því hann er lögga og hefur stundum skammað okkur í sjónvarpinu? Eða erum við bara í því að vera eins og allir hinir, ekki vera „öðruvísi“ (frávik) og gefa bara skít í það sem þríeykið segir? Sennilega botnar þetta þó í félagsmótuninni, allt frá unga aldri, þar sem okkur er kennt að hlýða foreldrum, kennurum og fleiri slíkum. Löghlýðni og undirgefni gagnvart yfirvaldi er eitt af því sem okkur er kennt.

Það hefur t.d. gerst í Bandaríkjunum að þar hafa stórir hópar einfaldlega gefið skít í boð kjörinna valdhafa og mótmælt þeim (afsakið orðbragðið!). Af hverju mótmæla þeir en við ekki? Er þjóðarsál Íslendinga öðruvísi en Bandaríkjamanna? Já, sennilega er um eitthvað slíkt að ræða, en þetta fjallar líka um sögu okkar og menningu, um félagsmótun einstaklinganna í samfélaginu, viðhorf og gildismat. 

Með þessum hætti, eða álíka, má kannski tengja þessa sérkennilegu tíma við félagsvísindin, en hér hefur t.d. verð sleppt greinum eins og hagfræði og þjóðhagfræði, en vitað er að þessi tími, sem sennilega verður kallaður „kórónaskeiðið“ eða álíka á spjöldum sögunnar, á eftir að hafa veruleg áhrif á hagkerfi heimsins og þar með líf okkar á næstu misserum. 

Hvernig við bregðumst svo við sem samfélag og alheimssamfélag skiptir miklu máli um framhaldið, en það eru ákvarðanir sem einstaklingar taka; forsetar, forsætisráðherrar, ríkisstjórnir, sem og almennir borgarar. Við sitjum nefnilega öll í kóróna-súpunni, hvort sem okkur líkar betur eða verr og hún fer ekki í manngreiningarálit.

Höfundur er stjórnmálafræðingur og félagsgreinakennari í FG, Garðabæ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar