Jafnt vægi atkvæða

Dr. Haukur Arnþórsson fjallar um jafnt vægi atkvæða en hann telur að jafna megi vægið án þess að til stjórnarskrárbreytinga komi og þurfi málið því ekki endilega að ganga til formannahóps þingflokkanna sem nú vinnur að stjórnarskrárbreytingum.

Auglýsing

Yrði vægi atkvæða jafnað myndi það stað­festa áhuga þjóð­ar­innar á mann­rétt­indum og lýð­ræði. Það má gera með breyt­ingu á almennum lög­um, kosn­inga­lög­un­um, þannig að atkvæði vegi jafnt í næstu kosn­ing­um; það væri eðli­legt fyrsta skref, en stjórn­ar­skrá­breyt­ing sam­hliða frek­ari þróun kosn­inga­lag­anna yrði síð­ara skrefið og þá yrði mótað fram­tíð­ar­skipu­lag kosn­inga­mála.

Misvægi atkvæða getur verið þjóð­inni hættu­legt vegna ólíkrar stjórn­mála­menn­ingar lands­byggðar ann­ars vegar og höf­uð­borgar hins vegar og unnið gegn fram­þróun atvinnu­hátta, nýsköp­unar og upp­komu arð­bærra nútíma­legra atvinnu­vega í takt við hraða fram­þróun á flestum svið­um.

Sjón­ar­mið mann­rétt­inda og lýð­ræðis

Á vegum Ráð­stefn­unnar um Öryggi og sam­vinnu í Evr­ópu voru á árinu 1990 sam­þykktar grunn­reglur um mann­rétt­indi og frelsi í aðild­ar­ríkj­unum og m.a. skuld­bundu ríkin sig til að halda lýð­ræð­is­legar kosn­ingar sam­kvæmt til­greindum regl­um. Þessar reglur eru skráðar í Kaup­manna­hafn­ar­skjalið. Skjalið var m.a. samið til að tryggja að nýfengið frelsi í  ríkjum Aust­ur-­Evr­ópu bæri með sér þau rétt­indi og skyldur milli íbúa og yfir­valda sem gilda í lýð­ræð­is­ríkj­um. Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu (ÖSE) sér nú um fram­kvæmd Kaup­manna­hafn­ar­skjals­ins. Á hennar vegum er eft­ir­lit með kosn­ingum í ríkjum Aust­ur-­Evr­ópu og yfir­völdum þeirra ríkja eru send til­mæli þegar eitt­hvað er athuga­vert við kosn­ing­arnar – sem alloft kemur fyr­ir.

Auglýsing

Á síð­ari árum hefur stofn­unin beint ljósi reglna Kaup­manna­hafn­ar­skjals­ins að kosn­ingum í Vest­ur­-­Evr­ópu með eft­ir­liti og fundið ýmis­legt athuga­vert, enda grund­völlur margra kosn­inga­kerfa frá því fyrstu öld­ina eftir frönsku bylt­ing­una og end­ur­speglar hann ekki alltaf nútíma hug­myndir um mann­rétt­indi, jöfnuð og lýð­ræði – eða vand­aða fram­kvæmd.

Á vef Alþingis eru þrjár skýrslur ÖSE: frá 2009, 2013 og 2017, en stofn­unin skoð­aði fram­kvæmd kosn­inga sem haldnar voru þessi ár. Í þeim fyrri eru gerðar athuga­semdir um vægi atkvæða og sagt að misvægið brjóti í bága við ákvæði 5.10 í Kaup­manna­hafn­ar­skjal­inu þar sem segir að kosn­inga­kerfi verði að virða grund­vall­ar­mann­rétt­indi og laga­legan heil­leika. Þannig er í skýrsl­unum bent á að jafn­ræð­is­regla stjórn­ar­skrár (65. gr.) er brotin með ójöfnu vægi atkvæða – og á það þá jafn­framt við um yfir­stæðar jafn­ræð­is­reglur í alþjóð­legum mann­rétt­inda­samn­ingum og -yf­ir­lýs­ingum sem Ísland er aðili að. Í síð­ustu skýrsl­unni eru fyrri til­mæli ítrek­uð. Það skal tekið fram að íslensk stjórn­völd hafa brugð­ist við hluta af ábend­ingum ÖSE og eru að bregð­ast við öðr­um.

Svar íslenskra stjórn­valda frá 2009 var að ekki sé um stjórn­ar­skrár­brot að ræða af því að ójafnt vægi atkvæða er varið í stjórn­ar­skrá (31. gr.) og er það ákvæði jafn­hátt skipað jafn­væg­is­regl­unni og fellir hana að þessu leyti. Þetta svar er þó ekki full­nægj­andi af því að með ákvæð­inu um ójafnt vægi atkvæða eru tekin niður grund­vall­ar­mann­rétt­indin um jöfnuð og þótt það stand­ist íslenskan rétt, er ljóst að ákvæði 5.10 í Kaup­manna­hafn­ar­skjal­inu er engu að síður brot­ið, enda vísar það til yfir­stæðra alþjóð­legra mann­rétt­inda­á­kvæða. Þessu breyta önnur sjón­ar­mið í raun­inni ekki held­ur, s.s. að hefð er fyrir þessu hér á landi og að mis­mun­andi ójafn­vægi milli atkvæða og önnur brot á þess­ari reglu eru stað­reynd í mörgum öðrum Vest­ur­-­Evr­ópu­ríkj­um.

Lítið hefur borið á stjórn­mála­legum sjón­ar­miðum sem hafna jafn­vægi atkvæða, en þó settu Ágúst Þór Árna­son og Grétar Þór Eyþórs­son fram það sjón­ar­mið 2013 að sam­hliða jöfnun þyrfti að „leið­rétta land­fræði­legan aðstöðumun“. Miklu frekar beita and­stæð­ingar breyt­inga ómögu­leg­heitarök­um.

Þá er ógern­ingur annað en nefna að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla var um vægi atkvæða haustið 2012 og voru 2/3 hlutar kjós­enda hlynntir jöfnun atkvæða­vægis og kjós­endur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í tæp­lega 80% til­fella. Um þessar kosn­ingar er þrennt að segja: (i) Að þær voru snið­gengnar af  um helm­ingi kjós­enda, sem í fljótu bragði virð­ist veikja lög­mæti þeirra, en gerir það ekki sam­kvæmt alþjóð­lega við­ur­kenndum for­send­um, því kjós­endur sem sitja heima fram­selja atkvæði sitt ein­fald­lega til þeirra sem kjósa (þetta er ein af ástæðum þess að beint lýð­ræði leiðir oft til meiri­hluta­valds minni­hlut­ans og er þar af leið­andi ekki æski­leg­t), (ii) að ekki er eðli­legt að kjósa um grund­vall­ar­mann­rétt­indi eins og þau eru skil­greind í alþjóð­legum samn­ing­um, kjós­endum á ekki að standa til boða að kjósa frá sér mann­rétt­indi. Að því leyti er málið ein­kenni­legt. (iii) Nið­ur­stöður þess­arar atkvæða­greiðslu hafa ekki komið til fram­kvæmda af póli­tískum ástæðum – og er það virðing­ar­leysi gagn­vart lýð­ræð­inu fáheyrt ef ekki ein­stakt í Vest­ur­-­Evr­ópu. Það þarf ekki stjórn­ar­skrár­breyt­ingu

Jafna má vægi atkvæða án þess að til stjórn­ar­skrár­breyt­inga komi og þarf málið því ekki endi­lega að ganga til for­manna­hóps þing­flokk­anna sem nú vinnur að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um. Jöfnun atkvæða næst fram með breyt­ingu á kosn­inga­lögum nr. 24/2000, en tekið skal fram að 2/3 hluta atkvæða alþing­is­manna þarf til að breyta þeim lög­um. Á þetta benti Þor­kell Helga­son í grein á árinu 2014 þar sem hann segir að tryggja megi fulla jöfnun milli kjör­dæma og þing­flokka með breyt­ingum á kosn­inga­lög­un­um, annað hvort með breyt­ingu á kjör­dæma­mörk­um, sem hann ræðir ekki frekar - eða að kjör­dæma­kjörnir þing­menn verði aðeins 6 eins og stjórn­ar­skráin gerir ráð fyrir að sé lág­mark frá hverju kjör­dæmi. Þeir yrðu þá að lág­marki 36. Jöfn­un­ar­þing­sætum yrði fjölgað í allt að 27 til að þetta gæti orðið að veru­leika. Þannig má ná fram jöfn­uði með fjölgun jöfn­un­ar­sæta, en þess þarf hvort sem er, því þau eru ekki nógu mörg til að jafna milli stjórn­mála­flokka nú. Þessi leið er auð­farin og gæti því vægi atkvæða verið jafnt næst þegar kosið verður til Alþing­is. Vilji er allt sem þarf.

Eðli­legt væri að breyta kosn­inga­kerf­unum í tveimur skref­um. Fyrst kosn­inga­lög­unum til að ná fram jöfnun strax og síðan bæði stjórn­ar­skrá og kosn­inga­lög­unum til að móta kosn­inga­kerfin til fram­tíð­ar.Fjöldi og hlut­föll

Nú eru 28 lands­byggð­ar­þing­menn og 35 frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem þýðir að frá lands­byggð eru þing­menn 27% fleiri en hlut­fall kjós­enda segir fyrir um og þing­menn höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru um 86% af þeim fjölda sem þeir ættu að vera. Miða má við að þrjú atkvæði þurfi frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu á móti tveimur frá lands­byggð­inni. Það jafn­gildir því að 53 þús­und kosn­inga­bærra manna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi ekki kosn­inga­rétt og skipt­ast þeir jafnt á alla stjórn­mála­flokka. Þetta hlut­fall mið­ast við NV, NA og SU kjör­dæmi ann­ars vegar og hins vegar SV, RN og RS.

Hér er tafla yfir þing­manna­fjölda af lands­byggð og höf­uð­borg­ar­svæði. Bæði raun­tölur og tölur í hlut­falli við kjós­enda­fjölda. Taflan er tekin úr bók­inni: Um Alþingi: Hver kennir kenn­ar­an­um? bls. 202.Aðsend myndHættu­legt misvægi

Í bók minni „Um Alþingi: Hver kennir kenn­ar­an­um?“ kemur fram, með úrvinnslu gagna frá gagna­grunnum Alþingis frá árunum 1991-2018, að þing­menn höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og lands­byggð­ar­innar starfa veru­lega ólíkt á þingi. Hags­muna­gæsla gömlu atvinnu­veg­anna, land­bún­aðar og sjáv­ar­út­vegs, er í höndum lands­byggð­ar­þing­manna. Þeir raða sér í atvinnu­vega­nefnd­ir, en snið­ganga umhverf­is­nefnd­ir. Í stjórn­mála­fræð­inni er talað um „tru­stee“ eða umboðs­menn sem þá eru sjálf­stæðir full­trúar kjós­enda og hins vegar „del­egates“ eða full­trúa ákveð­inna aðila, hags­muna eða kjör­dæma. Það er skemmti­legt að nefna að stjórn­ar­skráin segir að þing­menn séu engu háðir nema sann­fær­ingu sinni, þannig að hún segir að þeir eigi að vera umboðs­menn. Það er ekki gerð krafa um það í öllum ríkj­um.

Í þessum mis­mun milli umboðs­manna og full­trúa end­ur­spegl­ast ólík nálgun þing­manna höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og lands­byggð­ar­innar í þing­störfum og þá þannig að almanna­hagur er fremur til hlið­sjónar hjá þing­mönnum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (vel­ferð­ar­mál. umhverf­is­mál, mennta­mál o.s.frv.) meðan hags­munir kjör­dæm­is­ins og atvinnu­vega þess er efst á blaði hjá lands­byggð­ar­þing­mönnum – en stað­bundnir hags­munir geta vegið að þjóð­ar­hag þótt þeir geri það kannski ekki oft. Þetta má greina af nefnda­setum hópanna, þing­málum og -ræð­u­m. 

Þessi hags­muna­bar­átta sem blasir við þegar störf þing­manna eru skoðuð getur verið hættu­leg út af fyrir sig og borið með sér að Alþingi sé ofur­selt hags­munum þess­ara atvinnu­greina – en lands­byggð­ar­þing­menn sem ekki berj­ast fyrir atvinnu­málum síns kjör­dæmis ná ekki end­ur­kjöri og virð­ast því í sjálf­heldu eigin stjórn­mála­menn­ingar – og eftir því sem hlutur þess­ara atvinnu­greina í efna­hag þjóð­fé­lags­ins minnkar er hætt við því að þær hafi ruðn­ings­á­hrif hvað varðar opin­bera athygli, reglu­setn­ingu og aðbúnað gagn­vart öðrum atvinnu­greinum og þá ekki síst nýjum atvinnu­greinum og nýsköp­un.

Athygl­is­vert er að í störfum sínum á þingi sýna þing­menn lands­byggðar ekki áhuga á nátt­úru­vernd, sam­kvæmt því sem gögn Alþingis um nefnd­ar­setur sýna, en þeir eru í ákveðnum skiln­ingi vernd­arar stærsta hluta lands­ins. Enn er staðan sú á árinu 2020 að margar hug­myndir um upp­bygg­ingu í land­inu ganga gegn nátt­úru­vernd – og má nefna fisk­eldi í fjörðum sem dæmi, en það hefur reynst ótækt í Nor­egi.

Þá er ljóst af ýmsum gögn­um, s.s. gögnum um stöðu kynj­anna á Alþingi að nýjar hug­myndir ber­ast seint eða ekki út á lands­byggð­ina, t.d. hug­myndir um kven­frelsi, en staða þing­kvenna frá lands­byggð­inni hefur verið afleit og er enn. Konur hafa nýverið náð 30% mark­inu frá lands­byggð­inni sem er þrösk­uldur fyrir áhrif þeirra og alls ekki hjá öllum stjórn­mála­flokk­um. Þá fá ný fram­boð lít­inn hljóm­grunn á lands­byggð­inni. Þannig takast að sumu leyti á eldri stjórn­mála­menn­ing frá hálfu lands­byggð­ar­innar og nýjar hug­mynd­ir, fram­þróun og alþjóð­legir straumar frá hálfu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þetta má því miður lesa úr gögnum Alþing­is.

Margir hafa haft áhyggjur af þessum mót­sögnum af því að fram­þróun hefur aldrei verið hrað­ari í sögu mann­kyns­ins en nú og vex hún með veld­is­vexti. Þannig þarf íslenska þjóð­fé­lagið að takast á við hrað­fleygar breyt­ingar í fram­tíð­inni, ekki síst tækni­breyt­ingar og líf­tækni­breyt­ingar og nýsköpun á þeim sviðum gefur mest af sér á ýmsum mæli­kvörðum – þannig að misvægi atkvæða getur verið hættu­legt. Við getum orðið á eftir ef fram­sýni er ekki næg á Alþingi.

Þá er það ósagt að fram­þróun atvinnu­hátta og menn­ingar er lífs­spurs­mál fyrir fram­tíð lands­byggð­ar­innar og gæti stjórn­mála­menn­ingin unnið gegn henni.

Nið­ur­lag

Að lokum skal það tekið fram að höf­undur þess­ara orða er frá lands­byggð­inni og ann henni og íbúum henn­ar. En margt bendir til þess að stjórn­mála­menn­ing lands­byggð­ar­innar þurfi gagn­gerrar end­ur­nýj­unar við og megi ekki hafa meira vægi í lands­stjórn­inni en íbúa­fjöldi segir fyrir um. Í öllu falli er engum greiði gerð­ur, hvar sem hann býr og hvað sem hann hefur fram að færa, að veita honum for­rétt­indi í lýð­ræð­inu.

Höf­undur er stjórn­sýslu­fræð­ing­ur. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hagkaupa. Hann útskýrist af miklum vexti í vörusölu, sérstaklega í sérvöru.
Verslunarrekstur Haga í blóma en eldsneytissala í mótvindi
Hagar, stærsta smásölufyrirtæki landsins, hagnaðist um 1,2 milljarða króna á fyrri helmingi rekstrarárs síns þrátt fyrir heimsfaraldur. Verslun skilaði auknum tekjum en tekjur af eldsneytissölu drógust saman um rúmlega fimmtung.
Kjarninn 30. október 2020
75 ný smit innanlands – Von er á hertum aðgerðum
Ríkisstjórnin stefnir á að halda blaðamannafund í dag þar sem hertar aðgerðir verða kynntar.
Kjarninn 30. október 2020
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar