Ekkert pukur með styrki

Þingmaður Viðreisnar vill að allar upplýsingar um þá sem fái styrki úr ríkissjóði vegna efnahagsaðstæðna verði birtar opinberlega og eigi að vera aðgengilegar öllum.

Auglýsing

Ríkið það er ég – er haft eftir Loð­vík 14. kon­ungi Frakka. Það var í þá tíð þegar ein­valdar þáðu vald sitt frá guði og réðu lögum og lofum í bók­staf­legri merk­ingu.

Nú er nær lagi að segja – Ríkið það erum við. Vald­hafar stjórna í umboði okkar allra og í krafti þess deila þeir út gæð­um, rétt­indum og skyld­um, í nafni rík­is­ins sam­kvæmt þeim leik­reglum sem við höfum sett þeim með lýð­ræð­is­legum leik­regl­um.

Hjálp­ar­hönd rík­is­ins

Við höfum ákveðið að úr sam­eig­in­legum sjóðum okkar séu veittir styrkir af ýmsu tagi til margs konar starf­semi og rekstr­ar. Við höfum ákveðið að stíga stór skref í þessum efnum til þess að draga úr alvar­legum efna­hags­legum afleið­ingum COVID-19. 

Kast­ljósið bein­ist að mik­il­vægi þess að full­komið gagn­sæi ríki um hverjir njóta rík­is­styrkja og af hvaða til­efn­i.  Í for­tíð hefur það verið feimn­is­mál og hjúpað leynd þegar ríkið hefur veitt styrki, a.m.k á sumum svið­um. Sem betur fer hafa orðið fram­farir og við­horfs­breyt­ing í þá veru að leynd­ar­hulu skuli svipt í burt­u. 

Engin fyr­ir­staða birt­ingar

Nýj­ustu dæmin um þetta eru ann­ars vegar upp­lýs­ingar sem land­bún­að­ar­ráðu­neytið sá sig knúið til að leggja fram um styrki til bænda í svari við fyr­ir­spurn minni á Alþingi, reyndar hafði þar úrslita­á­hrif úrskurður Úrskurð­ar­nefndar upp­lýs­inga­mála. Afleið­ingin er sú að í fyrsta sinn hafa allir lands­menn aðgang að sund­ur­lið­uðum upp­lýs­ingum eftir styrk­þegum og teg­und styrkja. Hins vegar má nefna glæ­nýtt bréf Per­sónu­verndar til Vinnu­mála­stofn­unar um birt­ingu upp­lýs­inga um þau fyr­ir­tæki sem hafa farið svo­kall­aða hluta­bóta­leið sem segir að per­sónu­vernd­ar­lög standi ekki í vegi fyrir slíkri birt­ingu.

Bæði Úrskurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála og Per­sónu­vernd leggja mikla áherslu á að ríkir almanna­hags­munir standi til þess að upp­lýs­ingar um úthlutun efna­hags­legra gæða séu aðgengi­leg­ar.

Auglýsing
Í bréfi Per­sónu­vernd­ar, dag­settu 12. maí segir m.a: 

„Per­sónu­vernd telur að leggja verði til grund­vallar að almanna­hags­munir standi til þess að upp­lýs­ingar um þau fyr­ir­tæki sem hafa starfs­menn, sem sótt hafa um bætur hjá Vinnu­mála­stofnun á grund­velli XIII. ákvæðis til bráða­birgða í lögum nr. 54/2006, verði gerðar aðgengi­leg­ar. Í því sam­bandi athug­ast að miklir efna­hags­legir hags­munir eru bundnir við greiðslu bóta sam­kvæmt ákvæð­inu. Þá verður að telja að slíkur aðgangur geti skapað aðhald fyrir fyr­ir­tæki sem kjósa að minnka starfs­hlut­fall starfs­manna sinna, með það fyrir augum að þeir fái bætur á grund­velli ákvæð­is­ins. “ 

Í úrskurði Úrskurð­ar­nefndar í máli 876/2020 vegna styrkja til land­bún­aðar seg­ir: 

„Það er mat úrskurð­ar­nefnd­ar­innar að þrátt fyrir að upp­lýs­ing­arnar varði greiðslur til lög­býla og þar með fjár­hags­mál­efni þeirra sem þiggja greiðslur vegna sauð­fjár­ræktar verði ekki talið að upp­lýs­ing­arnar gefi slíka inn­sýn í fjár­mál þeirra sem að rekstr­inum standa að rétt sé að tak­marka aðgang að upp­lýs­ingum um þær og víkja þannig til hliðar upp­lýs­inga­rétti almenn­ings um ráð­stöfun opin­berra fjár­muna.“

Traust og aðhald

Alþingi fer með fjár­veit­ing­ar­valdið og setur lög­in. Það hefur ákveðið að opna fjár­hirslur rík­is­ins, okkar sam­eig­in­legu sjóði, til þess m.a. að veita veiga­mik­inn fjár­stuðn­ing og fyr­ir­greiðslu til fyr­ir­tækj­anna í land­inu, stuðn­ing sem ríkið eitt getur veitt.

Krafa okkar á að vera ský­laus og for­taks­laus. Birta á allar upp­lýs­ingar og þær eiga að vera aðgengi­legar öllum og auð­veldar til leitar og aflestr­ar. Þannig sköpum við traust og nauð­syn­legt aðhald og vitum hverjir fá stuðn­ing og hvers vegna. Einu gildir hvort um er að ræða brú­ar­lán, lok­un­ar­styrki, stuðn­ings­lán, hluta­bóta­leið eða greiðslu launa í upp­sagn­ar­fresti.

Rík­is­stjórn­inni er ekk­ert að van­bún­aði að gefa út fyr­ir­mæli þessa efnis til allra þeirra sem ráð­stafa opin­berum fjár­munum til stuðn­ings fyr­ir­tækj­um. Það geta ekki verið hags­munir neins að leynd ríki um við­töku rík­is­stuðn­ings, hvorki fyr­ir­tækj­anna né almenn­ings.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Kristbjörn Árnason
Sóttin hefur þegar bætt íslenska menningu
Leslistinn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar