Ekkert pukur með styrki

Þingmaður Viðreisnar vill að allar upplýsingar um þá sem fái styrki úr ríkissjóði vegna efnahagsaðstæðna verði birtar opinberlega og eigi að vera aðgengilegar öllum.

Auglýsing

Ríkið það er ég – er haft eftir Loð­vík 14. kon­ungi Frakka. Það var í þá tíð þegar ein­valdar þáðu vald sitt frá guði og réðu lögum og lofum í bók­staf­legri merk­ingu.

Nú er nær lagi að segja – Ríkið það erum við. Vald­hafar stjórna í umboði okkar allra og í krafti þess deila þeir út gæð­um, rétt­indum og skyld­um, í nafni rík­is­ins sam­kvæmt þeim leik­reglum sem við höfum sett þeim með lýð­ræð­is­legum leik­regl­um.

Hjálp­ar­hönd rík­is­ins

Við höfum ákveðið að úr sam­eig­in­legum sjóðum okkar séu veittir styrkir af ýmsu tagi til margs konar starf­semi og rekstr­ar. Við höfum ákveðið að stíga stór skref í þessum efnum til þess að draga úr alvar­legum efna­hags­legum afleið­ingum COVID-19. 

Kast­ljósið bein­ist að mik­il­vægi þess að full­komið gagn­sæi ríki um hverjir njóta rík­is­styrkja og af hvaða til­efn­i.  Í for­tíð hefur það verið feimn­is­mál og hjúpað leynd þegar ríkið hefur veitt styrki, a.m.k á sumum svið­um. Sem betur fer hafa orðið fram­farir og við­horfs­breyt­ing í þá veru að leynd­ar­hulu skuli svipt í burt­u. 

Engin fyr­ir­staða birt­ingar

Nýj­ustu dæmin um þetta eru ann­ars vegar upp­lýs­ingar sem land­bún­að­ar­ráðu­neytið sá sig knúið til að leggja fram um styrki til bænda í svari við fyr­ir­spurn minni á Alþingi, reyndar hafði þar úrslita­á­hrif úrskurður Úrskurð­ar­nefndar upp­lýs­inga­mála. Afleið­ingin er sú að í fyrsta sinn hafa allir lands­menn aðgang að sund­ur­lið­uðum upp­lýs­ingum eftir styrk­þegum og teg­und styrkja. Hins vegar má nefna glæ­nýtt bréf Per­sónu­verndar til Vinnu­mála­stofn­unar um birt­ingu upp­lýs­inga um þau fyr­ir­tæki sem hafa farið svo­kall­aða hluta­bóta­leið sem segir að per­sónu­vernd­ar­lög standi ekki í vegi fyrir slíkri birt­ingu.

Bæði Úrskurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála og Per­sónu­vernd leggja mikla áherslu á að ríkir almanna­hags­munir standi til þess að upp­lýs­ingar um úthlutun efna­hags­legra gæða séu aðgengi­leg­ar.

Auglýsing
Í bréfi Per­sónu­vernd­ar, dag­settu 12. maí segir m.a: 

„Per­sónu­vernd telur að leggja verði til grund­vallar að almanna­hags­munir standi til þess að upp­lýs­ingar um þau fyr­ir­tæki sem hafa starfs­menn, sem sótt hafa um bætur hjá Vinnu­mála­stofnun á grund­velli XIII. ákvæðis til bráða­birgða í lögum nr. 54/2006, verði gerðar aðgengi­leg­ar. Í því sam­bandi athug­ast að miklir efna­hags­legir hags­munir eru bundnir við greiðslu bóta sam­kvæmt ákvæð­inu. Þá verður að telja að slíkur aðgangur geti skapað aðhald fyrir fyr­ir­tæki sem kjósa að minnka starfs­hlut­fall starfs­manna sinna, með það fyrir augum að þeir fái bætur á grund­velli ákvæð­is­ins. “ 

Í úrskurði Úrskurð­ar­nefndar í máli 876/2020 vegna styrkja til land­bún­aðar seg­ir: 

„Það er mat úrskurð­ar­nefnd­ar­innar að þrátt fyrir að upp­lýs­ing­arnar varði greiðslur til lög­býla og þar með fjár­hags­mál­efni þeirra sem þiggja greiðslur vegna sauð­fjár­ræktar verði ekki talið að upp­lýs­ing­arnar gefi slíka inn­sýn í fjár­mál þeirra sem að rekstr­inum standa að rétt sé að tak­marka aðgang að upp­lýs­ingum um þær og víkja þannig til hliðar upp­lýs­inga­rétti almenn­ings um ráð­stöfun opin­berra fjár­muna.“

Traust og aðhald

Alþingi fer með fjár­veit­ing­ar­valdið og setur lög­in. Það hefur ákveðið að opna fjár­hirslur rík­is­ins, okkar sam­eig­in­legu sjóði, til þess m.a. að veita veiga­mik­inn fjár­stuðn­ing og fyr­ir­greiðslu til fyr­ir­tækj­anna í land­inu, stuðn­ing sem ríkið eitt getur veitt.

Krafa okkar á að vera ský­laus og for­taks­laus. Birta á allar upp­lýs­ingar og þær eiga að vera aðgengi­legar öllum og auð­veldar til leitar og aflestr­ar. Þannig sköpum við traust og nauð­syn­legt aðhald og vitum hverjir fá stuðn­ing og hvers vegna. Einu gildir hvort um er að ræða brú­ar­lán, lok­un­ar­styrki, stuðn­ings­lán, hluta­bóta­leið eða greiðslu launa í upp­sagn­ar­fresti.

Rík­is­stjórn­inni er ekk­ert að van­bún­aði að gefa út fyr­ir­mæli þessa efnis til allra þeirra sem ráð­stafa opin­berum fjár­munum til stuðn­ings fyr­ir­tækj­um. Það geta ekki verið hags­munir neins að leynd ríki um við­töku rík­is­stuðn­ings, hvorki fyr­ir­tækj­anna né almenn­ings.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar