Ekkert pukur með styrki

Þingmaður Viðreisnar vill að allar upplýsingar um þá sem fái styrki úr ríkissjóði vegna efnahagsaðstæðna verði birtar opinberlega og eigi að vera aðgengilegar öllum.

Auglýsing

Ríkið það er ég – er haft eftir Loð­vík 14. kon­ungi Frakka. Það var í þá tíð þegar ein­valdar þáðu vald sitt frá guði og réðu lögum og lofum í bók­staf­legri merk­ingu.

Nú er nær lagi að segja – Ríkið það erum við. Vald­hafar stjórna í umboði okkar allra og í krafti þess deila þeir út gæð­um, rétt­indum og skyld­um, í nafni rík­is­ins sam­kvæmt þeim leik­reglum sem við höfum sett þeim með lýð­ræð­is­legum leik­regl­um.

Hjálp­ar­hönd rík­is­ins

Við höfum ákveðið að úr sam­eig­in­legum sjóðum okkar séu veittir styrkir af ýmsu tagi til margs konar starf­semi og rekstr­ar. Við höfum ákveðið að stíga stór skref í þessum efnum til þess að draga úr alvar­legum efna­hags­legum afleið­ingum COVID-19. 

Kast­ljósið bein­ist að mik­il­vægi þess að full­komið gagn­sæi ríki um hverjir njóta rík­is­styrkja og af hvaða til­efn­i.  Í for­tíð hefur það verið feimn­is­mál og hjúpað leynd þegar ríkið hefur veitt styrki, a.m.k á sumum svið­um. Sem betur fer hafa orðið fram­farir og við­horfs­breyt­ing í þá veru að leynd­ar­hulu skuli svipt í burt­u. 

Engin fyr­ir­staða birt­ingar

Nýj­ustu dæmin um þetta eru ann­ars vegar upp­lýs­ingar sem land­bún­að­ar­ráðu­neytið sá sig knúið til að leggja fram um styrki til bænda í svari við fyr­ir­spurn minni á Alþingi, reyndar hafði þar úrslita­á­hrif úrskurður Úrskurð­ar­nefndar upp­lýs­inga­mála. Afleið­ingin er sú að í fyrsta sinn hafa allir lands­menn aðgang að sund­ur­lið­uðum upp­lýs­ingum eftir styrk­þegum og teg­und styrkja. Hins vegar má nefna glæ­nýtt bréf Per­sónu­verndar til Vinnu­mála­stofn­unar um birt­ingu upp­lýs­inga um þau fyr­ir­tæki sem hafa farið svo­kall­aða hluta­bóta­leið sem segir að per­sónu­vernd­ar­lög standi ekki í vegi fyrir slíkri birt­ingu.

Bæði Úrskurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála og Per­sónu­vernd leggja mikla áherslu á að ríkir almanna­hags­munir standi til þess að upp­lýs­ingar um úthlutun efna­hags­legra gæða séu aðgengi­leg­ar.

Auglýsing
Í bréfi Per­sónu­vernd­ar, dag­settu 12. maí segir m.a: 

„Per­sónu­vernd telur að leggja verði til grund­vallar að almanna­hags­munir standi til þess að upp­lýs­ingar um þau fyr­ir­tæki sem hafa starfs­menn, sem sótt hafa um bætur hjá Vinnu­mála­stofnun á grund­velli XIII. ákvæðis til bráða­birgða í lögum nr. 54/2006, verði gerðar aðgengi­leg­ar. Í því sam­bandi athug­ast að miklir efna­hags­legir hags­munir eru bundnir við greiðslu bóta sam­kvæmt ákvæð­inu. Þá verður að telja að slíkur aðgangur geti skapað aðhald fyrir fyr­ir­tæki sem kjósa að minnka starfs­hlut­fall starfs­manna sinna, með það fyrir augum að þeir fái bætur á grund­velli ákvæð­is­ins. “ 

Í úrskurði Úrskurð­ar­nefndar í máli 876/2020 vegna styrkja til land­bún­aðar seg­ir: 

„Það er mat úrskurð­ar­nefnd­ar­innar að þrátt fyrir að upp­lýs­ing­arnar varði greiðslur til lög­býla og þar með fjár­hags­mál­efni þeirra sem þiggja greiðslur vegna sauð­fjár­ræktar verði ekki talið að upp­lýs­ing­arnar gefi slíka inn­sýn í fjár­mál þeirra sem að rekstr­inum standa að rétt sé að tak­marka aðgang að upp­lýs­ingum um þær og víkja þannig til hliðar upp­lýs­inga­rétti almenn­ings um ráð­stöfun opin­berra fjár­muna.“

Traust og aðhald

Alþingi fer með fjár­veit­ing­ar­valdið og setur lög­in. Það hefur ákveðið að opna fjár­hirslur rík­is­ins, okkar sam­eig­in­legu sjóði, til þess m.a. að veita veiga­mik­inn fjár­stuðn­ing og fyr­ir­greiðslu til fyr­ir­tækj­anna í land­inu, stuðn­ing sem ríkið eitt getur veitt.

Krafa okkar á að vera ský­laus og for­taks­laus. Birta á allar upp­lýs­ingar og þær eiga að vera aðgengi­legar öllum og auð­veldar til leitar og aflestr­ar. Þannig sköpum við traust og nauð­syn­legt aðhald og vitum hverjir fá stuðn­ing og hvers vegna. Einu gildir hvort um er að ræða brú­ar­lán, lok­un­ar­styrki, stuðn­ings­lán, hluta­bóta­leið eða greiðslu launa í upp­sagn­ar­fresti.

Rík­is­stjórn­inni er ekk­ert að van­bún­aði að gefa út fyr­ir­mæli þessa efnis til allra þeirra sem ráð­stafa opin­berum fjár­munum til stuðn­ings fyr­ir­tækj­um. Það geta ekki verið hags­munir neins að leynd ríki um við­töku rík­is­stuðn­ings, hvorki fyr­ir­tækj­anna né almenn­ings.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar