Hvað á að koma í staðinn?

Þorsteinn Úlfar Björnsson skrifar um stríðið gegn fíkniefnum.

Auglýsing

Er yfir­leitt hægt að stoppa fíkni­stríð­ið? Mann­leg fyr­ir­bæri hafa löngum haft til­hneig­ingu til að öðl­ast sjálf­stætt líf, ann­ars glat­ast hags­munir ein­hverra. Og er það í alla staði æski­legt að enda það? Það er aug­ljós­lega ekki að virka og hefur aldrei gert. Við höfum nálega hálfrar alda reynslu af því.

Mitt mat er, að ef svarið við báðum þessum spurn­ingum er já, þá er hægt að enda fíkni­stríðið og ég held að ein­faldasta leiðin til að hætta því og koma á skikk­an­legu ástandi sé að henda lyfja­til­vís­ana­kerf­inu og láta apó­tekin sinna sínu upp­runa­lega hlut­verki. Að selja lyf. Hætta að höndla með hár­bönd, rak­vélar og snyrti­vörur og sinna hlut­verki sala og fræð­ar­a. 

Þú ferð til lækn­is. Hann segir þér hvað þjáir þig. Skrifar upp á lyf sem hann heldur að gagn­ist inn á Heilsu­veru. Þú trítlar í apó­tek, hittir sér­hæfðan starfs­mann. Þið ræðið lyfja­gjöf­ina og lyfin inni á þínu svæði á Heilsu­veru og hvernig þau virka, auka­verk­anir og ann­að. Svo ákveður þú í sam­ráði við starfs­mann­inn hvaða lyf þú vilt nota. Starfs­mað­ur­inn sendir tölvu­póst um söl­una á lækn­inn sem getur þá gripið inn í ef eitt­hvað er ekki í lagi.

Það mundi ein­falda líf þeirra sem þurfa á lyfjum að halda, minnka álag á heilsu­gæslu­stöðvar og læknar hefðu meiri tíma til að sinna sjúk­ling­unum í stað þess að skrifa bara lyfja­á­vísun á þeim tíma sem þeim er skammt­aður á hvern sjúk­ling af rekstr­ar­stjóra heilsu­gæslu­stöðv­ar­innar hvar þeir vinna. Sem mun vera sam­kvæmt amer­íska kerf­inu, 10 mín­útur á hvern sjúk­ling.

Gerum okkur grein fyrir því að þau lyf sem læknar ávísa eru í mörgum til­fellum ein­göngu hönnuð til að slá á ein­kennin en ekki lækna þau. Á því bygg­ist við­skipta­módel fyr­ir­tækj­anna sem fram­leiða þau. Lang­tíma áskrift að lyfi kemur fram­leið­anda til góða og er ekk­ert öðru­vísi en hjá dópsal­anum á göt­unni. Að þessu hátta­lagi lyfja­fyr­ir­tækj­anna hafa verið leiddar fjarska sterkar líkur í könnun eftir könn­un.

Auglýsing
Læknir myndi eftir sem áður setja lyfja­upp­lýs­ingar inn í lyfja­grunn sjúk­lings­ins þar sem þær væru aðgengi­legar fyrir sjúk­ling­inn, eft­ir­lits­að­ila og apó­tek­in. Fólk með vímu­vanda fengi þá vímu­gjafann sinn úr apó­tek­inu svo það vissi hvað það væri með í hönd­un­um. Það myndi leiða til minni áhættu við neyslu og færri ofskömmt­un­ar­til­fella. Þau apó­tek sem það kysu gætu sett upp vöktuð og örugg neysl­urými.

Dópsalar ólög­legu vímu­efn­anna eru ekk­ert mikið ólíkir lyf­söl­um. Þeir flytja inn, leggja á, dreifa og selja. Rétt eins og lyf­salar í apó­tek­um. Helsti mun­ur­inn er sá að lyf­sal­inn getur illa svindlað á kúnn­an­um, hann borgar laun og greiðir skatta. Dópsal­inn aftur á móti drýgir yfir­leitt hrá­efnið (svindl­ar) og stingur ágóð­anum í vas­ann. Og það eru veru­lega háar fjár­hæð­ir.

Setjum nú svo að fíkni­stríð­inu yrði hætt, hvað á að koma í stað­inn? Eitt­hvað verður að koma í stað­inn því sagan og reynslan kennir okkur að það er aldrei hægt að skilja eftir tóm. Ein­hverjir verða fljótir að fylla það. Sér­stak­lega þegar það eru eins miklir pen­ingar í spil­inu og í vímu­efna­við­skipt­um. Reyndir lög­gæslu­menn hafa sagt að við hvert höfuð sem sé höggvið af, komi ný í fleir­tölu, í stað­inn.

Það sem ég sé fyrir mér að kæmi í stað­inn er yfir­bót. Að því leyti að farið væri að umgang­ast neyt­end­ur, sér­stak­lega þá sem eru í neyslu­tengdum vand­ræð­um, sem mann­eskj­ur, fólk og sjúk­linga. Það væri hætt að jað­ar­setja það. Talað við það og um það af virð­ingu og því væri hjálpað til að ná tökum á lífi sínu aft­ur. Allt þetta felst í einu orði og kostar lít­ið; skaða­minnk­un.

Eins og umgjörðin og lögin eru núna eru hvatar til að efn­ast bein­línis inn­byggðir í það, en bara fyrir dópsal­ann. Hvað annað er hægt að kalla það þegar fjöl­menn atvinnu­grein með gríð­ar­mikla veltu veldur tjóni og óstöð­ug­leika en þarf ekki að standa skil á sköttum sem færu í inn­viði þess þjóð­fé­lags sem þeir starfa í?

Hverju mundi það breyta fyrir neyt­endur að hætta að berja á þeim? Jú, aug­ljós­lega minni bar­smíð­ar, en fyrir þau 90% neyt­enda sem ekki eru í vímu­vanda mundi það breyta tvennu. Ódýr­ari vímu­gjafi og vottuð fram­leiðsla, rétt eins og vín­búð­irnar eru nú. Fyrir þau 10% sem út af standa myndi það öllu breyta því að þeir væru ekki eins illa sett­ir. Hvorki fjár­hags­lega né félags­lega. 

Reglu­væð­ing minnk­aði álag á heilsu­gæslu, lög­gæslu, toll­gæslu og félags­mála­yf­ir­völd. Kostn­aður refsi­vörslu­kerf­is­ins myndi snar­minnka og sparn­aður yrði í dóms­kerf­inu og minna álag. Auðg­un­ar­glæpum eins og inn­brotum og svikum myndi senni­lega fækka umtals­vert og öðrum smá­glæp­um. Þá mundi hand­rukkun nálega leggj­ast af og senni­lega yrði kyn­lífsm­an­sal úr sög­unni að miklu leyti.

Á móti ykist kostn­aður vegna með­ferðar og for­varna eitt­hvað en kann­anir af virtum fræði­mönnum í félags­vís­indum hafa sýnt að þær marg­borga sig því fólk í vímu­vanda er eins og annað fólk, því öll erum við eins, og vilja stjórna sinni neyslu þannig að þeir fún­keri í þjóð­fé­lag­inu. Mis­not­endur vímu­efna og ég nota það orð um þá sem láta neyslu trufla dag­legt líf, vilja ekk­ert frekar en næsti maður vera jað­ar­settir og lifa til­gangs­lausu lífi. Þá er lík­legt að HIV og lifr­ar­bólgu C smit minn­ki, með minna álagi og minni kostn­aði fyrir heil­brigð­is­kerf­ið.

Eitt enn mundi ger­ast því rann­sóknir sem gerðar hafa verið erlendis sýna að félags­leg ein­angrun og ein­mana­leiki hafa sitt að segja af hverju fólk fer að reiða sig á ákveðna vímu­gjafa og mis­nota til að kom­ast gegnum líf­ið. Ef farið væri að koma fram við fólk, þar á meðal mis­not­end­ur, eins og mann­eskjur mundi hvort tveggja minnka.

Hér er ég ekki að tala um hvort mann­eskja sé innan um fólk, heldur þessa ömur­legu til­finn­ingu að vera ein­mana, utan­veltu, þekkja engan, hafa engan til að deila með, engan til að elska, til­heyra engum hópi, vera utan sam­fé­lags­ins þótt mætt sé í vinnu eða nám. Hafa engan annan til­gang en að redda sér næsta skammti. Það er ekki hlut­skipti sem ég óska neinum og er næsta viss um að eng­inn vill upp­lifa. Ég hef litla trú á að ein­hver vakni einn góðan veð­ur­dag og ákveði að ger­ast mis­not­andi vímu­efna. Mis­notkun sem starfs­fer­il. Held að það sé næstum óþekkt.

Svo endum þetta fárán­lega fíkni­stríð og leggjum áherslu á skaða­minnkun og reglu­væð­ingu. Það er full­reynt að fíkni­stríðið er tap­að. Reynum að tapa ekki frið­inum líka. Fólk verður að fá frelsi og tíma til að lifa. Ann­ars hrakar geð­heils­unni og það er afar dýrt fyrir þjóð­fé­lag­ið. Og eykur mis­notk­un.

Þetta er seinni grein af tveim­­ur. Höf­undur er áhuga­­maður um sögu menn­ing­­ar­bundnar vímu­efna­­not­k­un­­ar.

Höf­undur er áhuga­maður um sögu menn­ing­ar­bund­innar vímu­efna­notk­un­ar,

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar