Kórónuþvottur og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Prófessor í umhverfis- og auðlindafræði veltir fyrir sér, í ljósi samfélagslegs rekstrarleyfis, hversu alvarlegum augum ákvarðanir stöndugra fyrirtækja að nýta sér hlutabótaleiðina séu og verði litnar.

Auglýsing

Hug­takið kór­ónu­þvottur (e. coronawas­hing) hefur skotið upp koll­inum og kannski ekki að ástæðu­lausu. Því svipar til hug­taks­ins græn­þvottur (e. greenwas­hing), sem vísar til blekk­inga af hálfu fyr­ir­tækja sem þykj­ast vera græn en eru það í raun og veru ekki. Kór­ónu­þvottur felst í því að stjórn­endur og eig­endur láta líta út fyrir að fyr­ir­tæki séu styðj­andi afl á þessum erf­iðu tím­um, en stuðn­ing­ur­inn er fyrst og fremst veittur í mark­aðs- og ímynd­ar­legum til­gangi. Fyr­ir­tækin nota smá­aura í gjafir eins og and­lits­grímur og gjafa­körfur á sama tíma og þau hrifsa til sín háar fjár­hæðir úr vösum skatt­borg­ara. Í þessu ljósi er áhuga­vert að rýna í aðgerðir íslenskra fyr­ir­tækja með gler­augum sam­fé­lags­á­byrgð­ar. Vert er að hafa í huga að fyr­ir­tæki sem slík taka ekki ákvarð­an­ir. Þau eru ein­ungis skeljar eða rek­star­form utan um ákvarð­anir sem teknar eru af ein­stak­lingum sem eru eig­endur og stjórn­endur fyr­ir­tækja.   

Sam­kvæmt hlut­hafa­kenn­ingu Miltons Fried­man er það skylda fyr­ir­tækja að hámarka arð­semi af rekstri fyr­ir­tækja og virði fyrir hlut­hafa. Sam­fé­lags­legt virði felst í því að fyr­ir­tækin fram­leiði vörur og þjón­ustu og skapi störf, en þó þannig að þau starfi innan ramma lag­anna. Skamm­tíma­hugsun getur verið nei­kvæð með til­liti til lang­tíma frammi­stöðu fyr­ir­tækja. Kenn­ing Fried­mans hefur verið gagn­rýnd fyrir það að hún stuðli að skamm­tíma­hugsun innan fyr­ir­tækj­anna, en þar má nefna skráð félög þar sem hugsað er út frá árs­fjórð­ungs­upp­gjör­um.

Auglýsing
Haghafakenning R. Edward Freeman felur í sér að fyr­ir­tæki beri ekki ein­ungis ábyrgð gagn­vart hlut­höf­um, heldur einnig gagn­vart hag­höf­um. Hag­hafar eru þeir aðilar sem verða fyrir áhrifum af rekstri fyr­ir­tækja eða geta haft bein eða óbein áhrif á rekst­ur­inn. Auk eig­enda telj­ast meðal ann­ars við­skipta­vin­ir, starfs­fólk, stjórn­end­ur, birgjar, stjórn­völd, nær­sam­fé­lagið til hag­hafa (Óli Freyr Krist­jáns­son. (2017). Umboðs­skylda. Reykja­vík, Arion banki). Í fyr­ir­tækjum sem ætla sér að eiga langa líf­daga skiptir fram­tíð­ar­sýnin og hag­hafar máli, en ekki ein­göngu dag­leg rekstr­ar­vanda­mál.   

Ástæður þess að fyr­ir­tæki ákveða að axla sam­fé­lags­lega ábyrgð skýrist af tveimur megin þrýstiöfl­um. Ytir þrýst­ingur kemur frá þeim sem láta sig mál­efni varða og eru í aðstöðu til að þrýsta á um breyt­ing­ar. Má þar nefna lög­gjaf­ar­vald, sam­keppn­is­að­ila, neyt­end­ur, frjáls félaga­sam­tök og háskóla. Auk­inn ytri þrýst­ingur á fyr­ir­tæki er meðal ann­ars til­kom­inn vegna sam­fé­lags­miðla. Innri þrýst­ingur skipt­ist í sið­ferði­leg sjón­ar­mið og fjár­hags­legan ávinn­ing. Sið­ferði­legu sjón­ar­miðin byggja á  gild­is­mati stjórn­enda og eig­enda sem gera grein­ar­mun á réttu og röngu og því sem sam­fé­lag­inu þykir sann­gjarnt og eðli­legt (Tu­tore, I. (2010). Key dri­vers of cor­porate green stra­tegy, EDAMBA Sum­mer Academy 2010. Soréze). Fjár­hags­legur innri hvati teng­ist því að sam­fé­lags­leg ábyrgð dragi úr kostn­aði fyr­ir­tækja eða auki tekjur fyr­ir­tækja.

Stjórn­völd veita fyr­ir­tækjum form­legt leyfi til rekstr­ar. Fyr­ir­tæki þurfa líka óform­legt rekstr­ar­leyfi, en það er komið frá sam­fé­lag­inu. Sam­fé­lags­legt rekstr­ar­leyfi fæst með því að fyr­ir­tæki starfi í sátt við sam­fé­lagið og byggir á því að fólk vilji eiga í við­skiptum við fyr­ir­tækin (Lára Jóhanns­dótt­ir. (2013). Sam­fé­lags­legt rekstr­ar­leyfi. Reykja­vík. Við­skipta­blað Mbl.). Tapi fyr­ir­tæki sam­fé­lags­legu rekstr­ar­leyfi getur verið erfitt, kostn­að­ar­samt eða jafn­vel óger­legt að vinna upp traust, eða lappa upp á skað­aða ímynd. Áhrif þess að fyr­ir­tæki tapi sam­fé­lags­legu rekstr­ar­leyfi á rekst­ur­inn eru skað­leg. Í versta falli getur nei­kvæð umfjöllun leitt til þess að fyr­ir­tæki fara í þrot, eins og raunin varð með Brú­negg. Ára­tug eftir banka­hrunið búa bankar enn við skaðað orð­spor og skert traust almenn­ings. Nei­kvæð umfjöllum um fyr­ir­tæki getur dreifst eins og eldur í sinu um netheima. Hún dreif­ist hraðar en kórónuveiran og stjórn­endur og eig­endur fyr­ir­tækja hafa tak­mark­aða getu til þess að stöðva fram­gang slíkrar umfjöll­un­ar.

Hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda var hugsað sem skamm­tíma stuðn­ingur við fyr­ir­tæki í alvar­legum rekstr­ar­vanda, en ekki fyrir stöndug fyr­ir­tæki eða fyr­ir­tækja­sam­stæður í fjár­hags­legri stöðu til að greiða stjórn­endum ofur­laun, hlut­höfum arð og/eða eru í aðstöðu til end­ur­kaupa á eigin hluta­bréf­um. Fyr­ir­tækin vísa í það óvissu­á­stand sem ríkir í sam­fé­lag­inu og að þau hafi verið hvött til þess að nýta sér þessa ráð­stöfun frekar en að segja starfs­fólki upp störf­um. 

Speglað í kenn­ingum um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja má segja að áherslur hlut­hafa­kenn­ing­ar, innri fjár­hags­legir hvatar og skamm­tíma sjón­ar­mið séu ein­kenn­andi fyrir ákvarð­anir eig­enda og stjórn­enda fyr­ir­tækja sem ekki glímdu við alvar­legan rekstr­ar­vanda en ákváðu að nýta sér hluta­bóta­leið rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þá eru vís­bend­ingar um að ákvarð­an­irnar hafi ekki verið end­ur­skoð­aðar út frá sið­rænum sjón­ar­miðum ('its the right thing to do'), heldur vegna þrýst­ings frá utan­að­kom­andi aðil­um, t.d. stjórn­völd­um, stofn­unum sam­fé­lags­ins og neyt­end­um.

Það má velta fyrir sér í ljósi sam­fé­lags­legs rekstr­ar­leyfis hversu alvar­legum augum ákvarð­an­irnar eru og verða litn­ar. Jafn­vel þó að fyr­ir­tækin eða fyr­ir­tækja­sam­steyp­urnar hætti að nýta sér úrræði stjórn­valda og í sumum til­vikum end­ur­greiði kostn­að­inn sem féll á rík­is­sjóð, má vera að skað­inn sé skeð­ur. Vegna fákeppni getur verið erfitt fyrir við­skipta­vini að leita annað með sín við­skipti og þeir til­neyddir til að halda áfram við­skipt­unum með óbragð í munni. Við þessu þurfa stjórn­endur og eig­endur fyr­ir­tækj­anna að bregð­ast og sýna fram á að þeir ætli, með heil­indum og heill sam­fé­lags­ins að leið­ar­ljósi, að leggj­ast á árarnar og hjálpa þannig stjórn­völdum og sam­fé­lag­inu að kom­ast út úr þessu ástandi, sem hafa má í hug að er tíma­bund­ið. Þannig öðl­ast þau traust sam­fé­lags­ins að nýju og von­andi sam­fé­lags­legt rekstr­ar­leyfi.

Höf­undur er pró­fessor í umhverf­is- og auð­linda­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar