Von

Dóra Björt Guðjónsdóttir segir að það þurfi að festa nýja stjórnarskrá í sessi og tryggja til framtíðar réttlæti fyrir almenning.

Auglýsing

Ég vakn­aði upp við minn­ingu á Face­book um að ég hafi fyrir sjö árum síðan á þessum degi verið að baka íslenskar pönnu­kökur í Osló í Nor­egi þar sem ég bjó árum sam­an. Stúd­ínan stendur gal­vösk, prýdd nátt­föt­um, í eld­húsi íbúðar sem ég deildi með norskum vin­um. Til­efnið var þjóð­há­tíð­ar­dagur Norð­manna 17. maí sem er fagnað rösk­lega ár hvert með skrúð­klæddum land­anum í morg­un­verð­ar­pálínu­boðum þar sem hjörtu slá í takt og sam­ein­ast í gleði líð­andi stund­ar.Í Osló fyrir sjö árum.

Upp­haf­lega þótti mér þessi hefð und­ar­leg. Þegar ég flutti til Nor­egs árið 2009 var hrunið í algleym­ingi sem fletti ofan af yfir­gengi­legri græðgi, land­lægri spill­ingu og hræsni. Á örskammri stundu var hul­unni svipt af þessu húsi sem var byggt á sandi, af blekk­ingum ráða­manna og við­skipta­lífs­ins þar sem almenn­ingur var hafður að leiksoppi og hagur lands­ins með­höndl­aður sem spila­pen­ingur í vafasömum leik þar sem einu sig­ur­veg­ar­arnir gátu verið þeir sem öll völdin höfðu. Ég fann satt best að segja fyrir bit­urð í garð lands­ins míns, langt umfram stoltið sem Norð­menn­irnir virt­ust deila. Fyrir mér var Ísland land órétt­læt­is­ins, spill­ing­ar­innar og óvand­aðra vinnu­bragða þar sem einn flokkur var búinn að vaða uppi allt of lengi til þess eins að skapa kerfi sem þjón­aði vinum þeirra fremur en almanna­hag.

Eftir að hafa séð og upp­lifað árum saman hvernig hægt var að standa betur að skipu­lagi sam­fé­lags­ins fór mig að klæja í fing­urna að hjálpa til við að raun­gera þau tæki­færi til breyt­inga sem ég hafði orðið vitni að erlend­is. Sú til­finn­ing leiddi að end­ingu til þess að ég kom aftur til Íslands.

Eftir hrunið sáum við upp­risu almenn­ings sem neit­aði að taka áfram þátt í því órétt­læti og þeim ófag­leg­heitum sem höfðu lagt grunn að fall­inu. Þrýst­ingur var á raun­veru­legar breyt­ingar til fram­búðar til að varna því að sagan gæti end­ur­tekið sig. Skrifuð var ný stjórn­ar­skrá af fólk­inu fyrir fólkið þar sem sam­eig­in­legum grunn­gildum var stillt upp sem leið­ar­stefi þjóð­fé­lags­ins. Þar sem almenn­ingi yrðu færð aukin sam­fé­lags­leg völd en einnig aukin stjórn yfir þeim perlum sem Ísland býr yfir, þeirri nátt­úru og þeim auð­lindum sem hafa skil­greint okkur sem þjóð og hafa mótað okkar sögu. Þar sem tryggt skyldi raun­veru­legt jafn­ræði og jafn­rétti fyrir lögum í rétt­ar­ríki. Við eygðum von um breyt­ing­ar. Enn bíðum við þó eftir nýrri stjórn­ar­skrá.

Auglýsing
Í störfum mínum sem kjör­inn full­trúi hef ég haft aukið rétt­læti fyrir almenn­ing og fram­tíð­ar­kyn­slóðir og öfl­ugra lýð­ræði að leið­ar­ljósi. Ég hef unnið að því að auka gagn­sæið í stjórn­sýsl­unni, dreifa vald­inu meðal minni­hluta og meiri­hluta og að fest séu í sessi reglur og kerfi þar sem yfir allan vafa er hafið og öllum er ljóst að vinnu­að­ferðum for­tíðar þar sem flokks­hestar fengu útdeilt góðum bit­um, hvort sem það voru valda­mikil störf eða önnur gæði, er úthýst. Nú síð­ast hafa nýjar reglur um ráðn­ingu æðstu emb­ætt­is­manna borg­ar­innar skilað okkur borg­ar­rit­ara sem eng­inn kjör­inn full­trúi kom að því að ráða á nokkru stigi máls fyrr en hæfn­is­nefnd skil­aði end­an­legri nið­ur­stöðu sinni og hæf­asti ein­stak­ling­ur­inn sam­kvæmt hennar mati var ráð­inn. Sem betur virð­ist víða skiln­ingur á mik­il­vægi gagn­sæis og vand­aðra vinnu­bragða hafa náð að hreiðra um sig við rekstur inn­viða sam­fé­lags­ins eftir hrun, þó sami rétt­læt­is­and­inn ríki ekki alls­stað­ar. En við þurfum að festa nýja stjórn­ar­skrá í sessi og tryggja til fram­tíðar rétt­læti fyrir almenn­ing.

Eftir lær­dóm síð­ustu krísu um að spill­ing, frænd­hygli og óvönduð vinnu­brögð geti orðið okkur öllum að falli stöndum við nú frammi fyrir nýju hruni, nýrri krísu. Á meðan við verðum að halda í hávegum þennan lær­dóm og vanda okkur við að deila út gæðum almenn­ings til að koma land­inu á réttan kjöl virð­ist flæða yfir okkur ný þekk­ing, nýr skiln­ing­ur. Það er hægt að lifa án þess að hlaupa í hjóli hamst­urs­ins. Taktur sam­fé­lags­vélar nútím­ans hefur róast og sums staðar staðnað og mörg fagna hvíld­inni frá því að vera hlekkur mót­ors sem aldrei stopp­ar. Það er hægt að fagna 1. maí og nú 17. maí án skrúð­göngu. Að sama skapi sjáum við að nútím­inn getur ein­kennst af öðru en að meng­un­ar­gildin séu stans­laust yfir hættu­mörk­um. Þegar við mann­fólkið höldum okkur til hlés stíga dýrin fram og taka svið­ið. Líf­ríkið teygir úr sér eins og köttur eftir blund og nær áður fjar­ver­andi jafn­vægi. Það sem við hrædd­umst að væri ómögu­legt í nútíma­sam­fé­lagi hefur orðið raun­in. Kannski það sé enn von um líf fyrir fram­tíð­ar­kyn­slóð­ir?

Spurn­ingin er hvort þessi nýja vit­neskja fái að fest­ast í sessi og breyta sam­fé­lög­unum til fram­tíð­ar. Hvort sam­fé­lag óstöðv­andi neyslu, hvort sem það er í iðn­aði eða per­sónu­legum lífum okk­ar, fái að deyja dauða sínum og að við fæð­umst öll á ný úr nýjum kjarna. Rísum úr ösk­unni eins og Fön­ix­inn. Eða hvort henni verði ýtt til hlið­ar, eins og stjórn­ar­skránni eftir síð­asta hrun.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Pírata.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar