„Hvaða Dúddi Majones er nú þetta?“ – Viðhorf til mótframboða gegn sitjandi forseta

Eggert Gunnarsson og Markús Þ. Þórhallsson skrifa um viðbrögð við mótframboðum við sitjandi forseta, þá kynlegu kvisti sem það hafa gert og aðra þá sem boðið hafa sig fram.

collagemynd.jpg
Auglýsing

Allur annar kafli stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins Íslands fjallar um emb­ætti for­seta Íslands, alls 28 grein­ar. Sá kafli hefur þótt mjög opinn til túlk­unar enda greinir bæði jafnt leika sem lærða á um hvert raun­veru­legt hlut­verk og vald­svið for­set­ans er. Sömu­leiðis hafa verið uppi vanga­veltur um eðli emb­ætt­is­ins, sam­spil og tengsl þess við þing, ráð­herra og aðra stjórn­sýslu. Til eru þeir fræði­menn sem hafa haldið því fram að á Íslandi ríkti í raun for­setaræði eða hálf­-­for­setaræð­i. 

Það verður ekki rakið frekar hér enda mögu­legt, og hefur verið gert, að skrifa langar greinar um eðli og völd for­seta­emb­ætt­is­ins. Hér verður nær ein­göngu horft til við­horfs­ins við mót­fram­boði gegn sitj­andi for­seta og hvernig það hefur þró­ast. 

Hér er heldur ekki ætl­unin að taka afstöðu til þeirra sem hafa gefið kost á sér til emb­ættis for­seta Íslands nú sum­arið 2020, heldur fyrst og fremst að ígrunda við­brögð við fram­bjóð­endum sem eru utan alfara­leiðar þjóð­fé­lags­ins og þeirra sem skorað hafa sitj­andi for­seta á hólm. 

Greinin byggir að hluta til á fræði­legri grein Mark­úsar „Ósvífnu for­seta­fram­boð­in“ sem birt­ist í tíma­rit­inu Sögnum árið 2018.

For­set­arnir sjálfir

Fyrstu tveir for­setar lýð­veld­is­ins voru í raun mjög póli­tískir, höfðu tals­verð afskipti leynt og ljóst af stjórn­málum og stjórn­mála­mönn­um. Enda voru þeir langt í frá óum­deild­ir, hið minnsta á póli­tíska svið­inu. Þriðji for­set­inn gegndi sínu emb­ætti á storma­sömum átt­unda ára­tugnum sem ein­kennd­ist af póli­tískum óstöð­ug­leika. Hann, eins og fleiri for­set­ar, íhug­aði jafn­vel myndun utan­þings­stjórnar þegar allt virt­ist í hnút. 

Fjórði for­set­inn þurfti svara spurn­ingum um kyn­ferði sitt, hjú­skap­ar­stöðu og yfir­staðin veik­indi meðan á kosn­inga­bar­átt­unni stóð. Henni tókst að sanna að ein­hleyp kona með barn geti hæg­lega gengt emb­ætt­inu þrátt fyrir háværar efa­semd­araddir um það. 

Þótt rík­is­stjórnir væru lang­líf­ari en ára­tug­inn á undan hefur sá for­seti sagt að síð­asta kjör­tíma­bil hennar hafi verið mjög erfitt á margan hátt. Einkum íþyngdu tvö mál mjög og annað þeirra er enn umdeilt á Íslandi; inn­gangan í EES. 

Hug­takið sam­ein­ing­ar­tákn þjóðar yfir for­set­ann virð­ist hafa orðið til ein­hvers staðar á fyrstu ára­tugum lýð­veld­is­ins og hún styrkti það mjög. 

Fimmti for­set­inn, áður mjög umdeildur stjórn­mála­mað­ur, setti mjög mark sitt á emb­ætt­ið. Hann beitti fyrstur mál­skots­rétti stjórn­ar­skrár­innar sem bæði stjórn­mála­menn og ýmsir fræði­menn sögðu dauðan eða jafn­vel hættu­legan bók­staf. 

Auglýsing
Hann byrj­aði for­seta­feril sinn rólega en varð æ aðsóps­meiri á póli­tíska svið­inu eftir því sem leið á tutt­ugu ára setu hans í emb­ætt­inu og lét mjög til sín taka. Vin­sældir hans og fylgi sveifl­uð­ust mjög eftir því hvaða ákvarð­anir hann tók enda kvaðst hann ekki hafa mik­inn áhuga á að vera sam­ein­ing­ar­tákn. 

Fyrstu fjögur ár núver­andi for­seta minna ef til vill svo­lítið á tíma þriðja og fjórða for­set­anna en breyttir tímar hafa leitt til þess að hann þykir ekki und­an­þeg­inn gagn­rýni. Honum er hrósað fyrir mildi og mann­gæsku en öðrum þykir hann t.a.m. ekki nægi­lega afger­andi í emb­ætt­i. 

Stundum virð­ast aðfinnsl­urnar byggja á ýmiss konar túlk­unum á hlut­verki og verk­sviði for­seta sem mögu­lega stand­ast ekki alltaf nán­ari skoð­un. Það kann að vera vegna þess að ákvæði stjórn­ar­skrár­innar er hægt að túlka á ýmsan hátt en við förum ekki nánar út í það hér enda senni­lega aðrir betur til þess falln­ir.

Að því sögðu er óhætt að full­yrða að hver ein­asti for­seti hafi í raun mótað emb­ættið eftir sínu höfði – og mögu­lega tíð­ar­and­anum hverju sinn­i.. 

Sitj­andi for­seti fær mót­fram­boð

Alþingi kaus fyrsta for­set­ann á Þing­völlum 17. júní 1944. Sveinn Björns­son sem hafði gengt emb­ætti rík­is­stjóra hlaut 30 atkvæði en Jón Sig­urðs­son skrif­stofu­stjóri fimm. Þing­menn voru 52.

Löngum hefur virst sem sú hug­detta ein að skora sitj­andi for­seta á hólm hafi dugað til að almenn­ingur teldi þá sem það gerðu heldur skrýtna, slíkt fram­boð væri „[há­mark rudda­mennsku eða dóm­greind­ar­leys­is­ins“ eins og Þór­lindur Kjart­ans­son hag­fræð­ingur orð­aði það árið 2004.

Þrisvar hefur sitj­andi for­seti þurft að heyja kosn­inga­bar­áttu, árin 1988, 2004 og 2012.  Svo er að sjá að nú orðið þyki ekki til­töku­mál þótt sitj­andi for­seti sé skor­aður á hólm, þótt ýmis konar við­horf séu enn uppi um það. 

Guðni Th. Jóhann­es­son sem kjör­inn var for­seti 2016 til­kynnti um ára­mót að hann gæfi kost á sér til áfram­hald­andi setu. Nú bendir flest til þess að hann fái að minnsta kosti þrjú mót­fram­boð. Axel Pétur Axels­son sem titlar sig þjóð­fé­lags­verk­fræð­ing og Guð­mundur Frank­lín Jóns­son við­skipta- og hag­fræð­ingur til­kynntu fyrir nokkru að þeir gæfu kost á sér. Sá síð­ar­nefndi hafði dregið fram­boð sitt til baka fyrir fjórum árum þegar Ólafur Ragnar lét í það skína að hann ætl­aði jafn­vel að bjóða fram krafta sína áfram. 

Báðir hafa verið iðnir við að kynna sig og komu strax fram með hug­myndir um hverju þeir myndu beita sér fyrir næðu þeir kjöri. Nýlega bætt­ist svo fjórði fram­bjóð­and­inn við, Arn­grímur Frið­rik Pálma­son að nafni. Hann er búfræð­ingur að mennt en hefur sjálfur sagt að hann sé senni­lega fyrsti fatl­aði for­seta­fram­bjóð­and­inn á Íslandi.

Þeir hafa allir haft sig frammi í þjóð­fé­lags­um­ræð­unni und­an­farin ár, hver með sínum hætt­i. 

Í athuga­semdum við fréttir um fyr­ir­huguð fram­boð þeirra Axels Pét­urs og Guð­mundar Frank­lín má sjá margs­konar við­horf til fyr­ir­ætl­unar þeirra. Mörg þeirra eða keim­lík hafa heyrst áður þegar sitj­andi for­seti hefur verið skor­aður á hólm.

Sumir höfðu á orði að þeir ættu að láta kyrrt liggja vegna kostn­aðar við kosn­ing­ar, aðrir fögn­uðu fram­boðum þeirra. Eins fengu þeir yfir sig tals­vert af háðs­glósum um per­sónu þeirra og skoð­an­ir. Eins var full­yrt að þeir skildu ekki hvert hlut­verk for­seta væri og að hug­myndir þeirra ættu frekar heima á Alþing­i. 

En vita­skuld styðja þá margir og hvetja til dáða. Þannig virkar lýð­ræð­ið. 

Við­brögð við mót­fram­boði gegn sitj­andi for­seta

Í hvert sinn er for­seti hefur til­kynnt emb­ætt­is­lok sín hafa bolla­legg­ingar um hugs­an­legan eft­ir­mann fljót­lega haf­ist. Yfir­leitt hafa þá nöfn áhrifa­fólks í sam­fé­lag­inu verið nefnd, þeirra sem fram­ar­lega hafa verið í stjórn­mál­um, stjórn­sýslu, við­skipt­um, menn­ingu og list­um. Fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 2012 velti Sig­ríður Dögg Auð­uns­dóttir fyrir sér hvaða eig­in­leikum góður for­seta­fram­bjóð­andi þyrfti að vera gædd­ur. 

Nið­ur­staðan var sú að hann þyrfti að vera vel mennt­að­ur, með fram­tíð­ar­sýn, tala erlend tungu­mál og vera lífs­reyndur heims­borg­ari sem kynni að taka mót­læti jafnt sem með­byr.  Síð­ast en ekki síst þyrfti hann að hafa það sem nefnt hefur verið kjör­þokki. Sjald­gæft er að óbreytt alþýðu­fólk hafi kom­ist á blað yfir mögu­lega for­seta­fram­bjóð­end­ur, og dytti því í hug að impra á mögu­legu fram­boði hafa við­brögð orðið hörð. 

Jóhannes Kr. Jóhann­es­son sem tal­inn var „kyn­legur kvist­ur“ mun hafa ætlað að gefa kost á sér þegar til stóð að efna til almennra for­seta­kosn­inga árið 1945. Jóhann­esi tókst ekki að safna til­skildum fjölda með­mæl­enda og því var Sveinn sjálf­kjör­inn. 

Fyrstu for­seta­kosn­ing­arnar á Íslandi fóru fram á vor­dögum 1952 eftir and­lát Sveins Björns­son­ar. Áður­nefndur Jóhannes mun hafa ætlað fram einu sinni enn en skil­aði inn með­mæl­enda­listum sem inni­héldu nöfn fólks sem ekki var til. 

Kosn­inga­bar­áttan var hörð og óvægin en lyktaði með því að Ásgeir Ásgeirs­son sigr­aði Bjarna Jóns­son vígslu­biskup naum­lega. Bæði fram­sókn­ar­menn og sjálf­stæð­is­menn höfðu stutt Bjarna opin­ber­lega. Þriðji fram­bjóð­and­inn Gísli Sveins­son, sem hlaut 6% atkvæða, er jafn­vel tal­inn hafa haft þau áhrif að Ásgeir sigr­aði. Um það er þó ekk­ert hægt að full­yrða.

Svo virð­ist vera sem ekki hafi þótt til­hlýði­legt að bjóða sig fram gegn sitj­andi for­seta, slíkt upp­á­tæki sýn­ist hafa þótt ósvífið og mót­fram­bjóð­end­urnir álitnir furðu­fugl­ar, auk þess sem kostn­aður við for­seta­kosn­ingar hefur þótt  mik­ill. 

Fram­boðs­raunir Pét­urs Hoff­mann Salómons­sonar

Pétur Hoff­mann Salómons­son var einn þeirra sem settu mark sitt á lífið í Reykja­vík um mið­bik 20. ald­ar. Hann sást oft ganga prúð­bú­inn um götur borg­ar­innar þar sem hann spjall­aði við hvern þann sem hlusta vild­i. 

Hann var sagður hafa lifað mjög ævin­týra­legu lífi, á að hafa sleg­ist við nokkra banda­ríska her­menn á heima­slóðum sínum í Selsvör og haft mik­inn sig­ur. Sömu­leiðis lét hann slá mynt með eigin mynd, átti að kunna Íslend­inga­sög­urnar utan að og skrif­aði sjálfur tals­vert. 

Hann gaf m.a. út lít­inn bæk­ling sem hann kall­aði Smá­djöfl­ar: liðið ofsótti mig, en smá­djöflar unnu á mér þar sem hann lýsti hvernig hann hefði hugsað sér að bjóða sig fram gegn Ásgeiri Ásgeirs­syni for­seta árið 1956, einkum vegna von­brigða með emb­ætt­is­færslur hans. 

Pétur hélt því fram að margir máls­met­andi menn, emb­ætt­is­menn sem aðrir hefðu gengið hver undir ann­ars hönd að hræða hann frá fram­boði. Sé eitt­hvað sann­leiks­korn í orðum Pét­urs eru við­brögðin keim­lík því sem síðar gerð­ist þegar venju­leg­ir, óþekktir og stundum svo­lítið sér­stakir borg­arar hugð­ust bjóða sig fram til emb­ætti for­seta Íslands. 

For­seta­kosn­ing­arnar 1980

Í ágúst­byrjun 1979 sagð­ist Albert Guð­munds­son alþing­is­maður ákveð­inn í að gefa kost á sér til emb­ættis for­seta Íslands, með fyr­ir­vara um að Krist­ján Eld­járn gæfi ekki kost á sér en hann hafði þá ekki gefið afger­andi svar um áfram­hald­andi setu sína. 

Mörgum þótti alþing­is­mað­ur­inn of fljótur til og sýna Krist­jáni og for­seta­emb­ætt­inu van­virð­ingu með yfir­lýs­inga­gleði sinni. Ein­ari Karli Har­alds­syni öðrum rit­stjóra Þjóð­vilj­ans fannst frétta­flutn­ingur Dag­blað­is­ins smekk­laus og að stjórn­mála­mað­ur­inn Albert myndi tapa vin­sældum og fylgi með því að gefa Krist­jáni ekki tóm til að taka ákvörðun um áfram­hald­andi setu í emb­ætt­i. 

Þegar leið á haustið án þess að for­seti tjáði hug sinn um fram­haldið var að sjá að Albert sjálfur og stuðn­ings­menn hans teldu lík­legt að þeir héldu fram­boði sínu til streitu hvaða ákvörðun sem Krist­ján tæki. 

Við það kom upp það sem hefur hvílt mjög á þjóð­inni þegar mót­fram­boð hefur komið gegn sitj­andi for­seta; kostn­að­ur­inn við kosn­ingar þar sem mót­fram­bjóð­andi gæti ekki átt mikla mögu­leika gegn for­set­an­um. Það er einmitt eitt af rök­unum gegn fyr­ir­hug­uðu fram­boði þre­menn­ing­anna nú. 

Auglýsing
Haustið 1979 gekk maður undir manns hönd við að hvetja Krist­ján til áfram­hald­andi setu, því þótt Albert byði sig fram gegn honum væru mögu­leikar hans á sigri taldir svo hverf­andi best færi á því að ríkið þyrfti aðeins að greiða einum for­seta laun. Í því felst þó sú rökvilla að í raun gæti for­seti ekki látið af emb­ætti nema við and­lát sitt til að spara rík­is­sjóði fé. 

Þrátt fyrir að snemm­búin yfir­lýs­ing Alberts Guð­munds­sonar um fram­boð hafi þótt ósmekk­leg og dóna­leg er ekki að sjá að hann hafi í raun ekki verið tal­inn eiga erindi í fram­boð, enda „máls­met­andi“ mað­ur, lands­þekktur og fremur vin­sæll stjórn­mála­mað­ur.  Krist­ján Eld­járn til­kynnti ákvörðun sína um að hætta um ára­mótin 1980 og kosn­inga­bar­átta fór í hönd. 

Einn þeirra sem til­kynntu um fram­boð sitt snemma árs 1980 var mál­ara­meist­ari úr Kópa­vogi, Rögn­valdur G. Páls­son að nafni. Hann hefur fengið þau eft­ir­mæli að hafa verið „stór karakter sem eng­inn komst hjá að taka eft­ir“, „.lit­ríkur og skemmti­legur kall“ og „merki­leg og sér­stök per­sóna sem setti svip á bæinn“. 

Lík­legt er að allt þetta hafi átt við um Rögn­vald sem gaf meðal ann­ars út þau kosn­inga­lof­orð að hann ætl­aði að hætta að veita fálka­orður og taka að selja þær frekar hæst­bjóð­endum og reisa for­seta­höll í Við­ey, enda Bessa­staðir full­lágreistir fyrir hann. Hann tal­aði fjálg­lega um stuðn­ings­manna­hóp sinn í fjöl­miðlum en virt­ist svo ætíð vera einn á ferð, við kynn­ingu og atkvæða­smöl­un. 

Ekki er annað að sjá en Rögn­valdur hafi fengið sömu tæki­færi til að kynna sig í fjöl­miðlum og aðrir fram­bjóð­endur en honum gekk illa að sann­færa fólk um að fram­boð hans væri í fullri alvöru, hann fékk lítið braut­ar­gengi í skoð­ana­könn­unum og dró að lokum fram­boð sitt til baka, að sögn vegna skorts á með­mæl­end­um. 

Þá sagð­ist Rögn­valdur ætla að snúa sér að stjórn­málum en byrja á að halda mál­verka­sýn­ingu. Sam­an­burður við Pétur Hoff­mann Salómons­son er nokkuð slá­andi, báðir voru þeir „kyn­legir kvist­ir“ sem virð­ast ekki hafa bundið bagga sína sömu böndum og sam­ferða­menn þeirra, t.d. varði Rögn­valdur löngum stundum á seinni hluta ævinnar til und­ir­skrifta­söfn­unar gegn þeirri vá sem hann taldi spila­kassa ver­a. 

Eins og alkunna er hafði Vig­dís Finn­boga­dóttir sigur í for­seta­kosn­ing­unum 1980.

For­seta­kosn­ingar 1988

Mikla athygli vakti þegar Sig­rún Þor­steins­dóttir ákvað að bjóða sig fram gegn Vig­dísi Finn­boga­dóttur árið 1988. Það var í fyrsta skipti sem mót­fram­boð gegn sitj­andi for­seta var boð­að.

Við­brögðin voru yfir­leitt þau að það væri dóna­skap­ur, hneyksli og fárán­legt að skora far­sælan for­seta á hólm, auk þess sem kostn­aður við „von­lausar kosn­ing­ar“ þótti allt of mik­ill. 

Sig­rún kveðst hafa boðið sig fram til að auka á lýð­ræði í land­inu, vildi virkja for­seta­emb­ættið enn frekar og fjölga þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­um. Því var þó haldið fram að fram­boð hennar væri til að vekja athygli á Flokki manns­ins, en að hið „ósvífna fram­boð“ myndi lík­lega verða flokknum end­an­lega að falli. Flokkur manns­ins var stofn­aður 1984 og byggði hug­myndir sínar á hug­mynda­fræði húman­ista enda starfar hann nú undir heit­inu Húman­ista­flokk­ur­inn. 

Vig­dís for­seti vildi lítið hafa sig frammi í kosn­inga­bar­átt­unni, með þeim rökum að þjóðin vissi hvað hún stæði fyr­ir. Eftir skoð­ana­könnun í byrjun júní sem sýndi slakt gengi Sig­rúnar sagði einn stuðn­ings­manna Vig­dísar að honum „eins og öðrum lands­mönn­um“ þætti eðli­legt að hún drægi fram­boð sitt til bak­a. 

And­staða við fram­boð Sig­rúnar virt­ist vera mikil í sam­fé­lag­inu, fjölda­margar greinar birt­ust um ósvífni hennar að bjóða sig fram, um þann óheyri­lega kostnað sem af fram­boð­inu hlyt­ist og annað í þeim dúr. Oft var fram­bjóð­and­inn dreg­inn sundur og saman í háði í aðsendum greinum og leið­urum blaða en jafn­framt birt­ust greinar í blöðum henni til stuðn­ings. 

Ragn­ari Sverris­syni járn­iðn­að­ar­manni fannst „út í hött“ að ætla að meta lýð­ræðið til fjár og Áshildi Jóns­dóttur fjöl­miðla­full­trúa Sig­rúnar fannst lág­kúru­legt af fjöl­miðlum að saka fram­bjóð­and­ann um að kosta sam­fé­lagið mikla pen­inga með fram­boði sín­u. 

Svo fór að sitj­andi for­seti fékk afger­andi meiri­hluta atkvæða sem túlkað hefur verið sem stað­fest­ing á stöðu hennar sem sam­ein­ing­ar­tákn. Kjör­sókn var ríf­lega 72 af hundraði og Sig­rún mat nið­ur­stöð­una þannig að þeir sem heima sátu hafi viljað virk­ari for­seta. 

Sig­rún kveðst hafa gefið kost á sér til að draga eðli for­seta­emb­ætt­is­ins fram og skyldur hans gagn­vart kjós­endum sem eini þjóð­kjörni emb­ætt­is­maður lands­ins. Sé svo er þá ekki nema að hluta rétt það sem Gunnar Helgi Krist­ins­son, Ind­riði H. Ind­riða­son og Viktor Orri Val­garðs­son héldu fram í grein sinni um for­seta­kosn­ing­arnar 2012 að þær hafi snú­ist meira um eðli for­seta­emb­ætt­is­ins en fyrri kosn­ing­ar.

For­seta­kosn­ingar 1996 og 2004

Ólafur Ragnar Gríms­son var kjör­inn for­seti Íslands árið 1996. Fjögur voru í fram­boði en fleiri hófu þó veg­ferð­ina. Einn þeirra var Ragnar Jón­as­son org­el­leik­ari og í frétt Alþýðu­blaðs­ins af fram­boð­inu var sér­stak­lega nefnt hversu „­ger­sam­lega óþekkt­ur“ hann væri. Til stæði þó að graf­ast fyrir um for­tíð hans og látið í það skína að þar væri óþægi­leg leynd­ar­mál að finna. Ragnar til­kynnti fljót­lega að hann væri hættur við enda hefðu „ákveðin dag­blöð […] farið offari í að sverta […] per­sónu“ hans. 

Auglýsing
Guðmundur Rafn Geir­dal nudd­ari hugð­ist ná fram hug­sjón sinni um frið á jörð með for­seta­fram­boði. Annað hvort voru Íslend­ingar ekki sér­lega spenntir fyrir heims­friði eða Guð­mundi. Hann náði ekki að safna nægi­legum fjölda með­mæl­enda, fáir mættu á fram­boðs­fundi hans og hann fékk afar lítið fylgi í skoð­ana­könn­un­um. Auk þess mun hafa verið and­staða við fram­boðið innan fjöl­skyldu hans.

Líða nú átta ár. Eftir ein­hverja hörð­ustu póli­tísku orra­hríð sem for­seti Íslands hafði lent í, synjun stað­fest­ingar fjöl­miðla­lag­anna árið 2004, buðu tveir menn sig fram gegn sitj­andi for­seta, „[h]vor­ugur … þunga­vigt­ar­mað­ur“ eins og Guð­jón Frið­riks­son sagn­fræð­ingur orð­aði það í bók sinni Saga af for­seta. 

Eftir átta ár á for­seta­stóli þurfti Ólafur að etja kappi að nýju við Ást­þór Magn­ús­son sem hafði einmitt fengið á sig svipað orð og Pétur Hoff­mann og Rögn­valdur Páls­son, að vera „furðu­fugl“, til alls lík­leg­ur. Ást­þór var for­víg­is­maður sam­taka sem köll­uðu sig Frið 2000, vildi „virkja Bessa­staði“ og seg­ist hafa orðið fyrir miklu mót­læti á Íslandi síðan hann stofn­aði þau árið 1995. 

Hann á án efa nokkurn þátt í að skapa sér kostu­lega ímynd með atferli sínu, t.d. mætti hann við fyr­ir­töku í dóms­sal íklæddur jóla­sveina­bún­ingi og full­yrti í kosn­inga­bar­átt­unni 2004 að Ólafur Ragnar Gríms­son hegð­aði sér eins og krakki. 

Ást­þóri tókst að safna nægi­legum fjölda með­mæl­enda og það tókst einnig kaup­sýslu­mann­inum Baldri Ágústs­syni sem taldi brýnt að auka á virð­ingu fyrir for­seta­emb­ætt­in­u. 

Fjórði mað­ur­inn hugð­ist bjóða sig fram, Snorri Ásmunds­son lista­mað­ur, sem hætti við fram­boð sitt á síð­ustu stundu með þeim orðum að kosn­ing­arnar bæru yfir­bragð „skrípa­leiks og sirkuss“, auk þess sem hann hefði ekki tíma til að standa í því að vera for­seti vegna mik­illa anna í mynd­list­ar­heim­in­um. 

Í BA rit­gerð í list­fræði við Háskóla Íslands stað­hæfir Hildur Jör­unds­dóttir að með fram­boði sínu hafi Snorri verið að fram­kvæma list­rænan gjörn­ing, sem ein­hverjir í sam­fé­lag­inu hafi áttað sig á, en aðrir tekið alvar­lega og gagn­rýnt virð­ing­ar­leysi Snorra fyrir for­seta­emb­ætt­inu harð­lega.   

Snorri hafði fengið mjög lélegar und­ir­tektir í skoð­ana­könn­un­um, Ást­þór Magn­ús­son galt mikið afhroð í kosn­ing­unum og fékk aðeins 1.5% greiddra atkvæða. Baldur virt­ist frekar ná eyrum kjós­enda og fékk tæp 10% meðan sitj­andi for­seti, fékk 63 af hundrað­i. 

„Ólafur Ragnar Gríms­son náði vita­skuld end­ur­kjöri en erfitt var að túlka úrslitin honum í vil“ skrif­aði Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur árið 2010. Ólafur hafði staðið í mik­illi orra­hríð við rík­is­stjórn og alþingi vegna synj­unar fjöl­miðla­lag­anna og nið­ur­staða kosn­ing­anna bendir til að meiri­hluti kjós­enda hafi viljað hafa þann mann áfram í emb­ætti sem lík­leg­astur var að standa uppi í hár­inu á ríkj­andi stjórn­völd­um. 

Kjör­sókn var óvenju rýr, tæp 63% og um 21% skil­aði auð­u. 

For­seta­kosn­ingar 2012

For­seta­kosn­ing­arnar 2012 höfðu þá sér­stöðu að sitj­andi for­seti hafði gefið í skyn í ára­móta­ávarpi sínu að hann hygð­ist draga sig í hlé. Yfir­lýs­ing for­set­ans var nógu óljós til að mjög skiptar skoð­anir voru um hvort hann hygði á áfram­hald­andi setu eða ekki. 

Jón Lár­us­son, lög­reglu­maður og sagn­fræð­ing­ur, til­kynnti í við­tali á Útvarpi Sögu 9. jan­úar að hann byði sig fram til emb­ættis for­seta Íslands „ … að vel ígrund­uðu máli“. Við­brögð við fram­boði hins nán­ast óþekkta lög­reglu­manns létu ekki á sér standa, ein­staka fagn­aði fram­boði Jóns en athuga­semdir eins og „[h]vaða Dúddi Mæj­ónes er nú þetta?“ og „[e]r ekk­ert lengur hægt að gera hér á Íslandi svo sómi sé að?“ sáust á athuga­semda­kerfum vef­miðla. 

Ummæli sem þessi gætu bent til að til­tölu­lega óþekktur Íslend­ingur þætti þá ekki eiga erindi í for­seta­fram­boð. Svo fór að Jón dró fram­boð sitt til baka, að sögn vegna skorts á með­mæl­endum og kvaddi með þeim orðum að fjöl­miðlar hefðu ekki álitið fram­boð hans „al­vöru“ og:  

Sá tími sem lið­inn er frá því að ég gaf kost á mér, hefur opin­berað fyrir mér það sem ég í raun taldi mig vita, að þó við viljum meina að við séum öll jöfn, þá eru sumir jafn­ari en aðr­ir.

Þessi orð Jóns Lár­us­sonar lýsa vel því við­horfi sem til­tölu­lega óþekktir ein­stak­lingar hafa mátt þola þegar þeir hafa reynt að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta Íslands. Sé fram­bjóð­and­inn ekki landskunn mann­eskja er lík­legt að við­kom­andi fái þann dóm að vera furðu­fugl með ann­ar­legar hug­myndir og sé ein­göngu að valda rík­is­sjóði miklum útgjöldum með fram­hleypn­inn­i. 

Hik for­seta að til­kynna fram­boð kann að hafa aukið umburð­ar­lyndi fjöl­miðla og almenn­ings fyrir fram­boðum gegn hon­um. Þótt Jón næði ekki til­skyldum með­mæl­enda­fjölda tókst alger­lega óþekktum Íslend­ingi búsettum í Nor­egi það, Hannes Bjarna­son fékk um 1% atkvæða að lok­um. 

Andreu J. Ólafs­dótt­ur, sem hafði staðið í mik­illi bar­áttu gegn stjórn­völdum og var nokkuð kunn fyrir störf sín fyrir Hags­muna­sam­tök heim­il­anna, gekk lítið betur en Ólafur Ragnar Gríms­son for­seti sigr­aði í kosn­ing­unum með um 53% atkvæða að baki.  Var það mun lægra hlut­fall en sitj­andi for­seti hafði áður fengið í kosn­ing­um. 

Helsti and­stæð­ingur Ólafs var Þóra Arn­órs­dóttir fjöl­miðla­kona sem var lands­þekkt og virt fyrir störf sín. 

For­set­inn, sem hafði tvisvar á kjör­tíma­bil­inu synjað lögum stað­fest­ing­ar, hlaut þó enn braut­ar­gengi, lík­lega vegna þess að hann hafði verið stað­fastur í afstöðu sinni gagn­vart stjórn­völd­um. Blogg­ari nokkur hafði enda full­yrt að fram­boð gegn Ólafi gæti „rústa[ð] for­seta­emb­ætt­inu í þeirri mynd sem það er í dag til þess að flokk­arnir og for­menn þeirra haldi þeim völdum sem þeir eitt sinn höfð­u.“ 

Óvenju margir hugð­ust bjóða sig fram í kosn­ing­unum 2016 en að lokum tók­ust níu mann­eskjur á um emb­ætt­ið. Svo fór að sagn­fræð­ing­ur­inn Guðni Th. Jóhann­es­son hafði sigur með ríf­lega 39% atkvæða. Nú stefnir í lok fyrsta kjör­tíma­bils hans og allt útlit er fyrir kosn­inga­bar­áttu.

Lýð­ræðið

En má ekki líta á fram­boð gegn for­seta sem einn þátt þess lýð­ræðis sem við teljum okkur búa við?

Í athuga­semd við frétt af fram­boði Arn­gríms Pálma­sonar sagði Hálf­dán Ing­ólfs­son: 

„Er slæmt að allir og amma þeirra geti boðið sig fram til for­seta? Þetta er síð­asta vígið þar sem ein­stak­lingar geta farið fram, stjórn­mála­flokk­arnir eru búnir að sauma utan um öll önnur fram­boð. Flokk­arnir hafa full tök á prinsipp­inu "Mér er sama hverjir kjósa ef ég fæ að ráða hverjir eru í fram­boði". Alvöru lýð­ræði kostar fé og fyr­ir­höfn, sýnd­ar­lýð­ræði eins og hér ríkir að mestu leyti kostar samt miklu meira fyrir sam­fé­lagið [svo] þegar upp er stað­ið.“ 

Minnið er skondin skepna, fjar­lægðin gerir fjöllin blá og menn­ina mikla. Þegar frá líður gleym­ast ágrein­ings­mál nema þau allra svæsn­ustu en það góða situr frekar eft­ir. 

Franski félags­fræð­ing­ur­inn Maurice Hal­bwachs setti fram kenn­ingar um sam­eig­in­legar minn­ing­ar. Þær byggja á því að að fólk end­ur­skoði ekki aðeins liðna atburði í huga sér heldur lag­færi þá. Í hug­anum styttir fólk atburða­r­ás, gerir hana betri en efast ekki um að þessar end­urunnu minn­ingar séu nákvæm­ar. For­tíðin (og þá fólkið og atburð­irnir í henni) verði því yfir­leitt mun betri í minn­ing­unni en hún á skil­ið.

For­vitni­legt er í því sam­hengi að rifja upp að raun­veru­lega var ekki alltaf logn­molla um Svein og Ásgeir, nú eða Ólaf Ragn­ar. Hann var hugs­an­lega sá for­seti sem mest hefur kveðið að opin­ber­lega og enn eru mjög skiptar skoð­anir um emb­ætt­is­tíð hans. Það var tíma­bil mik­illa umbrota og ein­hverra mestu sveiflna í íslensku efna­hags­lífi á lýð­veld­is­tím­an­um. 

Hann kom líka sjálfur úr hörðum heimi stjórn­mál­anna líkt og Ásgeir og þeir áttu það sam­eig­in­legt að vera óhræddir við að láta aðra kjörna full­trúa finna fyrir sér. Krist­ján Eld­járn var lítt umdeildur og Vig­dís var ferskur blær í kar­lægt emb­ætt­ið. Þau stóðu þó oft í ströngu og þurftu að taka óvin­sælar ákvarð­an­ir, sem hefur þó fennt yfir í tím­ans rás. 

Framan af lýð­veld­is­tím­anum og jafn­vel fram yfir kjör Ólafs er líkt og kjör­inn for­seti öðlist ákveðna tign. Á stuttum tíma fennir yfir fyrra líf þeirra og það sem þeim var talið til hnjóðs á meðan á kosn­inga­bar­áttu stóð vék fyrir mik­il­vægi mann­eskj­unnar í hinu nýja emb­ætti. Það hefur þó eitt­hvað breyst.

Ólafur Ragnar fór sér fremur hægt á fyrsta kjör­tíma­bili sínu og grjót­harði stjórn­mála­mað­ur­inn vék fyrir nokkuð alþýð­legum for­seta að því er virt­ist. Per­sónu­legur harmur hans við and­lát Guð­rúnar Katrínar Þor­bergs­dóttur eig­in­konu hans setti án efa mikið mark á upp­hafsár hans sem for­seta. 

Óhætt er að ætla að núver­andi for­seti standi enn, að loknu heilu kjör­tíma­bili, frammi fyrir miklum sam­an­burði við for­vera sinn. Hann sat í tutt­ugu ár, lengur en nokkur annar for­seti, varð æ póli­tískt aðsóps­meiri eftir því sem á leið og mót­aði emb­ættið mjög og við­horf almenn­ings til þess. 

Mögu­lega er arf­leifð Ólafs svo sterk að ákvæði stjórn­ar­skrár­innar um emb­ættið gætu raun­veru­lega þurft á veru­legri end­ur­skoðun að halda. Sömu­leiðis hefur und­an­far­inn rúman ára­tug heyrst rík krafa eftir end­ur­mati á þjóð­fé­lags­gerð­inni og styrk­ingu lýð­ræð­is­ins enda þykir mörgum of fátt hafa breyst eftir efna­hags­hrunið 2008. 

Auglýsing
Eftir hrun var samin ný stjórn­ar­skrá sem ekki hefur enn hlotið sam­þykki þings­ins. Sú sem nú gildir er frá lýð­veld­is­stofnun 1944 og byggir á eldri útgáfum sem eiga inni­hald sitt að rekja allt til upp­hafs nítj­ándu ald­ar. Nægi­lega miklu var breytt til að mögu­legt væri að stofna lýð­veld­ið, t.a.m. var orð­inu for­seti meira og minna skeytt inn fyrir kon­ung í kafl­anum um emb­ætt­ið.  

Nokkrar breyt­ingar hafa þó verið gerðar á stjórn­ar­skránni, sú viða­mesta var mann­rétt­inda­kafl­inn frá miðjum tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Óum­deilt er að ætlan þeirra stjórn­mála­manna sem aðlög­uðu stjórn­ar­skrána fyrir lýð­veld­is­stofnun var að hana skyldi end­ur­skoða hið fyrsta. Sveinn Björns­son kall­aði iðu­lega eftir þeirri end­ur­skoðun í sinni for­seta­tíð. 

Reiði var mikil í hrun­inu og árin á eft­ir, og sárin virð­ast ekki alveg gró­in. Gremja sprettur iðu­lega fram þegar á bjátar í sam­fé­lag­inu og for­set­inn fer ekk­ert var­hluta af henni. Ætl­ast er til að hann bregð­ist við og bjargi því sem bjargað verð­ur, þótt það sé ekki alltaf í hans verka­hring. 

Það gæti skýrt að hluta til þá við­horfs­breyt­ingu að ekki þyki lengur jafn ósvífið og áður að bjóða sig fram gegn sitj­andi for­seta. 

Sam­an­tekt

Sitj­andi for­seti hefur þrisvar þurft að berj­ast fyrir end­ur­kjöri, 1988, 2004 og 2012. Að óbreyttu stefnir í kosn­ingar í sum­ar. Albert Guð­munds­son þótti ósvíf­inn að til­kynna um fram­boð sitt áður en Krist­ján Eld­járn hafði opin­ber­lega ákveðið hvað hann hygð­ist fyr­ir, árið 1979. 

Lík­ast til komst hann upp með ósvífn­ina vegna þess hve þekktur hann var, enda máls­met­andi stjórn­mála­mað­ur. Rögn­valdur Páls­son hugð­ist bjóða sig fram til for­seta 1980 en náði ekki til­skyldum fjölda með­mæl­enda. Hann þótti nokkuð sér­stakur í háttum og virt­ist hafa ein­kenni­legar hug­myndir um eðli emb­ætt­is­ins og hlut­verk. 

Þegar Sig­rún Þor­steins­dóttir bauð sig fram gegn Vig­dísi Finn­boga­dóttur 1988 fannst fjöl­miðla­mönnum mörg­um, og almenn­ingi hún harla ósvífin að ráð­ast gegn far­sælum for­seta og valda sam­fé­lag­inu kostn­að­i. 

Harla erfitt hefur verið fyrir „meðal­jón“ að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta, fram­bjóð­andi virð­ist hafa þurft að hafa náð að sanna sig með ein­hverjum hætti frammi fyrir alþjóð áður en hæfi­legt þykir að gefa kost á sér til emb­ættis for­seta Íslands. 

Hvor­ugur and­stæð­inga Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar árið 2004 var álit­inn þunga­vigt­ar­maður og nokkrir með­/­mót­fram­bjóð­enda hans árið 2012 guldu þess að vera ekki nægi­lega þekktir í sam­fé­lag­in­u. 

Að ein­hverju leyti virð­ist svip­aðra við­horfa gæta gagn­vart fram­komnum for­seta­fram­bjóð­endum árs­ins 2020. Þó fer mun minna fyrir því en á árum áður. Með til­komu sam­fé­lags­miðla af ýmsu tagi er orðið mun ein­fald­ara að koma skoð­unum sínum á fram­færi og verða áber­andi í þjóð­fé­lags­um­ræð­unn­i. 

Tveir þeirra a.m.k. eru nokkuð kunnir sem við­mæl­endur og álits­gjafar í fjöl­miðlum og allir fyrir skrif sín og fram­komu á ver­ald­ar­vefnum og víð­ar. Ekki virð­ist mikið um að þeim sé brigslað um dóna­skap fyrir að skora for­seta á hólm en þeir hafa þurft að sitja undir margs­konar öðru ámæli. En ekki má gleyma að fjöldi fólks styður þá og hvetur til dáða. 

Lengi virð­ist sem ekki hafi þótt við­eig­andi að bjóða sig fram gegn sitj­andi for­seta, þótt ósvífið og fólk sem það reyndi stundum álitið furðu­fugl­ar. Það við­horf sýn­ist á und­an­haldi af ýmsum ástæðum sem velt var upp í grein­inn­i. 

Ennþá er tals­vert rætt um að kostn­aður við „ónauð­syn­leg­ar“ for­seta­kosn­ingar sé of mik­ill. Hávær­ustu rökin gegn því eru að lýð­ræði kosti pen­inga og að þjóð­fé­lagið verði að sætta sig við þau útgjöld.

Áhuga­vert verður að fylgj­ast með bar­áttu for­seta­fram­bjóð­enda á þessum for­dæma­lausu tím­um.

Við­auki – atkvæða­hlut­fall kjör­ins for­seta og fjöldi fram­bjóð­enda 

1952: Ásgeir Ásgeirs­son 46.7% (Þrír fram­bjóð­end­ur) 

1968: Krist­ján Eld­járn 65,6% (Tveir fram­bjóð­end­ur) 

1980: Vig­dís Finn­boga­dóttir 33,8% (fjórir fram­bjóð­end­ur) 

1988: Vig­dís Finn­boga­dóttir 92,7% (Tveir fram­bjóð­end­ur) 

1996: Ólafur Ragnar Gríms­son 41,4% (Fjórir fram­bjóð­end­ur) 

2004: Ólafur Ragnar Gríms­son 67,5 (Þrír fram­bjóð­end­ur) 

2012: Ólafur Ragnar Gríms­son 52,78 (Sex fram­bjóð­end­ur) 

2016: Guðni Th. Jóhann­es­son 39,1% (Níu fram­bjóð­end­ur)



 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar