Er verið að taka lýðræðið úr sambandi?

Eggert Gunnarsson og Markús Þ. Þórhallsson segja að þó fókusinn sé allur á það að kveða niður þá ógn sem farsóttin COVID-19 sé þá verði líka að gæta þess að tapa ekki margvíslegum réttindum fólks sem barist hefur verið fyrir í gegnum aldirnar.

collagemynd.jpg
Auglýsing

Fyrstu mán­uðir árs­ins 2020 hafa svo sann­ar­lega verið við­burða­ríkir og enn sér fyrir end­ann á þeim atburðum sem eru öllum efstir í huga.  

COVID-19 veiran sem sögð er eiga upp­tök sín á mat­ar­mark­aði í Wuhan í Kína hefur náð að dreifa sér um alla heims­byggð­ina á stuttum tíma og ekki hefur enn tek­ist að stöðva útbreiðslu henn­ar.  Það er ekki ofsögum sagt að heim­ur­inn er í sam­eig­in­legu tauga­á­falli sem von er þar sem ráða­menn hafa fæstir brugð­ist nægi­lega fljótt og vel við.  

Stjórn­kerfi heims­ins virð­ast ekki hafa verið undir þessi ósköp búin og eru varla enn komin í gang.  Nú eru mark­aðir ver­ald­ar­innar í frjálsu falli og miklar svipt­ingar eiga sér stað sem erfitt er að henda reiður á.  

Frétta­stofur og fjöl­miðlar fjalla vart um annað sem von er og fólk reynir að átta sig á því hvað þetta muni þýða.  Hvar endar þetta allt sam­an? Hvernig verður efna­hag­ur­inn þegar upp er stað­ið? Hversu margir munu falla í val­inn áður en þessum hild­ar­leik linn­ir?  Hvað tekur við?

Auglýsing
Undanfarna ára­tugi hefur ný-frjáls­hyggja verið sá -ismi sem megnið af stjórn­endum heims­ins hefur aðhyllst, jafnt í pólítík sem við­skipt­u­m.  Hún er mark­aðs­hyggja í sínu tærasta formi þar sem félags­hyggjan sem ruddi sér til rúms eftir seinni heims­styrj­öld­ina hefur átt undir högg að sækja og sum­staðar verið aflögð með öllu.  

Nið­ur­skurður á félags­legri þjón­ustu og laus­beislun allra hafta í við­skiptum hefur verið á boðstólum síðan Ron­ald Reagan og Marg­aret Thatcher komust til valda í lok átt­unda ártugs­ins og byrjun þess níunda.  Við tók heim­s­væð­ingin (e. Globalisation) sem var drifin áfram af risa­fyr­ir­tækj­um  og öfl­ug­ustu efn­hag­svæðum heims­ins.  

Heims­myndin breytt­ist mjög þegar Sov­ét­ríkin og önnur komm­ún­ista­ríki Aust­ur-­Evr­ópu féllu með brauki og bramli undir lok níunda ára­tug­ar­ins.  Þó að vest­ur­veldin hafi virst standa uppi sem sig­ur­veg­arar kalda stríðs­ins var það skamm­góður verm­ir.  

Kína hefur aftur á móti blandað saman sínum komm­ún­isma og gler­harðri mark­aðsvæð­ingu og varð æ sterkara í upp­hafi tutt­ug­ustu og fyrstu ald­ar­inn­ar.  Margir hafa velt þessum svipt­ingum fyrir sér og þar má nefna stjórn­mála­heim­spek­ing­inn Francis Fuku­yama sem til­kynnti „enda­lok sög­unn­ar“ þegar vest­rænar rík­is­stjórnir gátu ein­beitt sér að því að sam­eina alþjóða­kerfið undir einn hatt.

Hann sá fyrir sér enda­lok sög­unn­ar, enda­lok hug­mynda­fræði­legrar þró­unar mann­kyns og alþjóða­væð­ing frjáls­lynds lýð­ræðis vest­rænna ríkja sem end­an­legt stjórn­ar­form. Alþjóða­væddur kap­ít­al­ism­inn hefur þó aldeilis orðið fyrir sínum skakka­föllum líka, til að mynda þegar bank­arnir féllu hver á fætur öðrum 2008 og almannafé var notað til að koma í veg fyrir algert kerf­is­hrun.  

Banda­ríkin berj­ast nú við að halda áhrifum sínum sem mesta efna­hags­stór­veldið og það ríki sem hefur mest hern­að­ar­um­svif á heims­vís­u.  Enn er það svo, en Kína er það ríki sem fram­leiðir hvað mest af vörum og hefur nú orðið gíf­ur­leg ítök í ver­öld­inn­i.  

Kín­verjar eru það afl sem Banda­ríkja­menn telja sér standa hvað mest ógn af á sviði heims­mál­anna.  Rúss­land, undir stjórn Pútíns er einnig öfl­ugt en hefur ekk­ert í hin tvö risa­veld­in.  

Áhrifa­máttur Evr­ópu­sam­bands­ins er ekki langt frá áður­nefndum ríkjum en það á við sín vanda­mál að stríða. Til marks má nefna að ekki eru öll kurl komin til grafar um afleið­ingar útgöngu Bret­lands úr sam­band­in­u. 

Ind­land hefur stökk­breyst á und­an­förnum árum og er einnig vold­ugt en vegna gíf­ur­legrar fólks­mergðar og þeirra vanda­mála sem hún skapar hafa þeir ekki náð að kom­ast á almenni­legt flug efna­hags­lega.  

Brasilía sem var í skamman tíma mjög áber­andi og hafði burði til að verða eitt af hinum stóru á sviði efna­hags­mála, hefur dreg­ist nokkuð aftur úr vegna ófriðar í stjórn­málum inn­an­lands og mik­illar spill­ing­ar.  

Risa­fyr­ir­tæki hafa í raun meiri völd en flest ríki í heim­in­um. Velta þeirra er oft marg­föld á við fjölda þjóð­ríkja.  Mik­ill og ótrú­legur auður hefur safn­ast á fárra hend­ur.

Kína og Ind­land eru góð dæmi um mis­skipt­ing­una þar sem stór hluti af íbú­unum lifir rétt við eða undir fátækra­mörk­um.  

Sá auður sem hefur skap­ast með efna­hags­vexti þess­ara ríkja hefur eins og ann­ars staðar endað í fangi örfárra auð­kýf­inga.  Fyr­ir­tæki á borð við Microsoft, App­le, Amazon, Alp­habet, Face­book, Berks­hire Hat­haway, Tencent, Ali­baba, Visa og JPMorgan Chase sem eru svo stór að auður þeirra hefur bein áhrif hvert sem litið er.  

Þessi fyr­ir­tæki eru tví­mæla­laust áhrifa­valdar í kosn­ingum út um allan heim og geta haft áhrif á lýð­ræð­is­þróun hvar­vetna.  Talað hefur verið um að brjóta þurfi þessi fyr­ir­tæki upp í smærri ein­ingar til þess að sam­keppn­is­að­staðan lag­ist í heim­in­um.  

Sú þróun hefur ekki átt sér stað ennþá sem er að öllum lík­indum vegna þess að risarnir sjálfir eru hvorki til­búnir né fáan­legir til þess að breyta leik­regl­un­um.  Enda býr það fólk sem á þessi fyr­ir­tæki ekki í sama heimi og við hin. Þetta ofur­ríka fólk getur alveg kallað sig heims­borg­ara því það getur verið í Boston að morgni og í Hong Kong að kvöldi og komið til London kvöldið þar á eft­ir. 

All­staðar sem það kemur mætir því það sama; lúxus hót­el, límósín­ur, humar og kav­í­ar, kampa­vín og hvað sem hug­ur­inn girn­ist. Þetta er heim­ur­inn þess og það er eig­in­lega ekki bundið af neinum landa­mær­um. Þjóð­ríkin eru varla til í huga þessa fólks.  

Fyrir almúg­ann sem getur eða verður að ferð­ast á milli staða er þessu öðru­vísi farið og það sem við blasir er mögu­leg upp­lausn þjóð­ríkj­anna og hug­mynd­ar­innar um þau.  Á sama tíma og fyr­ir­bæri á borð við Evr­ópu­sam­bandið verða til er mikil krafa um sjálf­stæði og upp­skipt­ingu ríkja, bæði í Evr­ópu og jafn­vel ann­ars staðar í heim­in­um. 

Um leið er heim­ur­inn að verða eins­leit­ari því almúgi á far­alds­fæti sér sömu fyr­ir­tækin og fyr­ir­bærin hvort sem hann er staddur í London, Pek­ing eða Salt Lake City.

Auglýsing
Hér hefur verið dregin upp mjög ófull­komna heims­mynd sem hefur þann til­gang einan að setja sviðið varð­andi það sem væri hugs­an­lega eitt þeirra mál­efna sem brenna munu á heims­byggð­inni allri að COVID-19 far­aldr­inum yfir­stöðn­um.

Líkja má ástand­inu í heim­inum núna við styrj­ald­ar­á­stand að vissu marki.  Almenn­ingur fellir sig við ráð­legg­ingar og til­skip­anir ráða­manna, sem hefta per­sónu­legt frelsi. Fólk er til­búið til þess að leggja sín lóð á vog­ar­skál­arnar við að hefta útbreiðslu pest­ar­innar með því að ein­angra sig frá sam­skiptum við annað fólk.  

Í við­tali við RÚV sagði Guð­mundur Hálf­dán­ar­son pró­fessor í sagn­fræði að það „eina sem við getum kallað jákvætt eða hag­kvæmt við striðslík­ing­una er til að þjappa þjóðum sam­an. Til að fá fólk til að fórna ákveðnum hags­munum fyrir hags­muni heild­ar­inn­ar.“ Þarna átti hann við orð­ræðu stjórn­mál­anna víðs­vegar um heim í yfir­stand­andi far­aldri. Sam­lík­ingin er líka nátengd þjóð­rík­is­hug­mynd­inni.

Þetta sama fólk hefur misst tekjur eða jafn­vel sjálfa atvinn­una vegna þess að far­ald­ur­inn hefur orðið til þess að stór hluti vinnu­aflsins hefur verið sendur heim til sín. Til­gang­ur­inn er að gera það sem hægt er til  að hefta útbreiðslu veirunn­ar.  

Aðrar aðgerðir hafa fylgt í kjöl­farið og má hugsa sér að þær geti verið nauð­syn­legar á meðan á núver­andi neyð­ar­á­standi stend­ur, en stóra spurn­ingin er hvað mun fram­tíðin bera í skauti sér­?  

Á Íslandi hefur rakn­ing­arapp verið tekið í notk­un.  Það hefur verið sam­þykkt af per­sónu­vernd og er sak­leys­is­legt að því leyti að ein­stak­ling­arnir hlaða því sjálfir niður í snjall­tæki sín. Ef þurfa þykir gefa þeir svo yfir­völdum leyfi til notk­unar upp­lýs­ing­anna sem safn­ast hafa við að rekja hugs­an­legar smit­leið­ir. 

Slík aðferð kemur óneit­an­lega að gagni við að hefta úbreiðslu COVID-19.  Þessu er ekki að heilsa ann­ars staðar í heim­in­um.

Ísra­els­stjórn undir for­sæti Benja­mins Net­anyahu hefur lög­leitt notkun elti­tækni (e. track­ing) í far­símum til að fylgj­ast með þeim sem hefur verið skipað í sótt­kví vegna hugs­an­legs veirusmits.  

Ein­hugur var í  rík­is­stjórn­inni að gera þær laga­breyt­ingar sem hún taldi þurfa, þrátt fyrir miklar mót­bárur frá ýmsum hópum sem vildu vernda per­sónu­frelsi.  Það má vel vera að þetta sé hentug tækni til að hefta útbreiðslu COVID-19 en hvað ger­ist þegar sú ógn verður yfir­stað­in? 

Tævan not­ast einnig við staf­rænar upp­lýs­ingar frá far­síma­kerfum til að fylgja eftir kröfum og til­skip­unum um sótt­kví.  Sama er upp á ten­ingnum í Singa­pore þar sem rík­is­stjórnin hefur lengi haft til­hneig­ingu til að fylgj­ast náið með borg­ur­un­um.    Frakk­land og Þýska­land eru að und­ir­búa við­líka eft­ir­lit.

Núna er far­ald­ur­inn not­aður til að inn­leiða enn meira eft­ir­lit með íbú­un­um.  Kína hefur not­ast við and­lits-skimun (e. face recognition techniques) í bar­átt­unni við alheims­far­ald­ur­inn sem átti upp­tök sín þar.

Að auki hafa nokkrar rík­is­stjórnir tekið lýð­ræðið úr sam­bandi, að eigin sögn tíma­bund­ið, en hvort svo verður á eftir að koma í ljós. 

Viktor Orban for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands hefur verið veitt vald til að stjórna land­inu með til­skip­unum sem ekki þurfa að fara í gegnum þingið né aðrar stofn­anir áður en þær koma til fram­kvæmda.  Þingið er ekki starf­andi og kosn­ingar verða ekki haldn­ar.  

Stjórn­ar­and­staðan lagði til að tíma­mörk yrðu sett á til­skip­un­ar­vald Orbans en það var ekki sam­þykkt. Því hafa for­sæt­is­ráð­herr­ann og hans kónar frítt spil til að gera hvað­eina sem þeim sýn­ist um ókomna mán­uði og mögu­lega leng­ur.  

Nú þegar hafa verið settar á háar sektir og fanga­vist sem við­ur­lög við því að dreifa því sem stjórn­völd meta að séu rangar upp­lýs­ingar um far­ald­ur­inn.  

Í Serbíu ganga vopn­aðir menn um götur og gæta þess að útgöngu­bann sé virt.  Þar er einnig fylgst með ferðum fólks í gegnum far­síma­kerfi. Háar sektir liggja við því að brjóta útgöngu­bann og mann­rétt­inda­sam­tök hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þess að ekki fæst betur séð en að popúl­ískir flokkar séu að nota sér ástandið til að sanka að sér völd­um.  

For­seta­emb­ætti Serbíu er í raun­inni upp á punt en Aleksandar Vučić for­seti hefur tekið sér fullt vald varð­andi aðgerðir tengdum far­aldr­inum um ótak­mark­aðan tíma.   Bæði Orban og Vučić eru últra þjóð­ern­is­sinnar sem hafa engan áhuga á lýð­ræði eða mann­rétt­indum og þess vegna grunar flesta að þeir séu að nota sér ástandið sjálfum sér til hags­bóta.

Kúba er í svip­aðri stöðu og alræð­is­vald stjórn­ar­innar þar er í algleymi.    

Blaða­mað­ur­inn Simon Chandler fjall­aði um þessar breyt­ingar í grein á vef tíma­rits­ins For­bes þann 23. mars síð­ast­lið­inn. Hann full­yrðir að margar rík­is­stjórnir noti ástandið til að auka eft­ir­lit með borg­urum sínum langt umfram það sem nauð­syn­legt sé og ekki ein­göngu í þágu þeirrar bar­áttu sem háð er til að bjarga manns­líf­um.  

Nú hefur upp­lýs­inga­tækniris­inn Google ákveðið að veita 131 ríki aðgengi að gögnum sem það geymir um ferðir fólks.  Þessar upp­lýs­ingar sem fyr­ir­tækið gefur eru enn ekki rekj­an­legar til ein­stak­linga en spurn­ingin er hvort og hvenær þær verða tengdar við nöfn og kenni­töl­ur. 

Eftir hryðju­verka­árás­irnar á Banda­ríkin 11. sept­em­ber 2001 tóku ný lög gildi þar í landi. Það eru föð­ur­lands­vina­lögin svoköll­uðu (e. Pat­riot Act) sem gáfu hinum ýmsu deildum innan Banda­ríska stjórn­kerf­is­ins, m.a. FBI, CIA og Homeland Security sem var sett á lagg­irnar eftir árás­irnar mjög frjálsar hendur við öflun upp­lýs­inga um ein­stak­linga og hópa sem af ein­hverjum ástæðum töld­ust ógn við rík­ið.  

Þetta varð til þess að fyrr­nefndar deildir gátu nú fylgst með, aflað upp­lýs­inga á ýmsan hátt og kraf­ist upp­lýs­inga án úrskurðar dóm­ara eins og áður þurft­i.  

Þessi lög áttu aðeins að gilda í fjögur ár en á for­seta­tíðum George W. Bush og Baracks Obama var lög­unum breytt lít­il­lega en þau fram­lengd að mestu í upp­runa­legri mynd.  Lögin voru síð­ast til umfjöll­unar innan banda­ríska þings­ins 2019 sem gefur til kynna hversu erfitt það kann að vera að vinda ofan af neyð­ar­lög­um. Í mörgum til­vikum kann það að reyn­ast næsta ómögu­leg­t. 

Nú þegar er til mikið magn upp­lýs­inga um okkur flest; staf­rænar upp­lýs­ingar sem sam­fé­lags­miðl­ar, síma­fyr­ir­tæki, heil­brigð­is­kerf­ið, mennta­kerfið og allra­handa eft­ir­lits­stofn­anir hafa safnað og varð­veita um okk­ur.   

Að vissu leyti er ómögu­legt annað en að þessum upp­lýs­ingum sé safnað sam­an. Mik­il­væg per­sónu­vernd  hefur falist í því að leita hefur þurft heim­ildar ein­stak­ling­anna sjálfra og þeirra stofn­ana sem geyma þær  til að fá þær afhent­ar. 

Krafan um að auð­sótt­ara sé að nálg­ast slíkar upp­lýs­ingar hefur orðið hávær frá hægri væng stjórn­mál­anna og ný-frjáls­hyggj­unn­ar. 

Til­vist þéttrið­ins nets sem safnar staf­rænum upp­lýs­ingum um ein­stak­linga, athafnir þeirra og ferð­ir, jafn­vel hugs­an­ir, hefur verið umfjöll­un­ar­efni vís­inda­skáld­sagna um langt skeið. Í þeim heimi sem George Orwell skap­aði í skáld­sög­unni 1984 var hvergi hægt að fela sig fyrir alsjá­andi auga Stóra bróð­ur. 

Sagan, sem kom fyrst út 1949, er óneit­an­lega eitt besta dæmið um skáld­aðan eft­ir­lits­heim og lýs­ingar Orwells á tækn­inni sem not­ast var við þóttu einu sinni mjög fram­sækn­ar.  Í nútím­anum er raun­veru­leik­inn kom­inn langt fram úr spá­dómum vís­inda­skáld­sagn­anna.  

Það hefur gerst með til­komu almennrar net­notk­un­ar, mik­illi notkun snjall­tækja og ekki síst eft­ir­lits­mynda­véla sem mynda þéttriðið net sem getur fylgst með hverjum þeim sem er á rölti um götur borga heims­ins.  

Fyrir stuttu var talið að vinnslu­minni tölva dygði ekki til að vinna úr því gríð­ar­lega gagna­magni sem safn­að­ist en það hefur gjör­breyst.  Tölvur geta unnið hratt og örugg­lega úr miklu magni upp­lýs­inga og þær verða sífellt öfl­ugri. Það sem áður var tal­inn hreinn vís­inda­skáld­skapur er núna nán­ast hvers­dags­legur raun­veru­leik­i. 

Önnur ógn við lýð­ræðið og lýð­ræð­is­lega umræðu er sú stað­reynd að fjöl­miðlar sem höfðu frétta­flutn­ing og umræðu um mál líð­andi stundar í brenni­punkti eiga orðið í miklum fjár­hags­erf­ið­leik­um. 

Það basl er að miklum hluta komið til vegna þess að netrisarnir soga til sín megnið af því aug­lýs­ingafé sem áður rann til blaða, sjón­varps- og útvarps­stöðva.   Annað atriði sem má líka velta fyrir sér er að fjöl­miðlar sem hafa verið háðir aug­lýs­ingafé hafa orðið fyrir því að sterkir aug­lýsendur hafa hótað að að hætta að aug­lýsa vegna óþægi­legrar umræð­u.  Þetta hefur gert það að verkum að svæð­is­bund­inn frétta­flutn­ingur hefur dreg­ist mikið sam­an­.  

Fjöl­miðlar í almanna­eigu (og almanna­þágu) á borð við BBC, SVT, RÚV og fleiri hafa verið bit­bein stjórn­mála­manna leng­i.  Margir vilja leggja af rík­is­styrkta fjöl­miðla en þau áform hafa mætt mik­illi and­stöð­u.  

BBC hefur staðið af sér hvassa storma und­an­farið en ekki sér fyrir end­ann á þeim, enda er núver­andi rík­is­stjórn Bret­lands ekki vin­veitt fyr­ir­tæk­in­u.  

Aug­lýs­ingafé sem áður rann til einka­rek­inna fjöl­miðla­fyr­ir­tækja er nú af skornum skammti og því er krafan sú að rík­is­reknu fyr­ir­tækin víki í það minnsta af aug­lýs­inga­mark­að­i.  

Enn hefur ekki tek­ist að finna hag­stætt módel til að leysa þennan fjár­hags­vanda og á meðan dregst umfjöllun og umræða um það sem er að ger­ast í nærum­hverfi okkar saman og almenn lýð­ræðis­vit­und er í hætt­u.   

Auglýsing
Almenningur hefur fært rík­is­stjórnum einka­rétt til að setja lög og reglur og með þeim rétti fylgir réttur þess til beit­ingar valds, sem verður ætíð að vera í þágu almenn­ings. Þessu fylgir vald til að nota þær upp­lýs­ingar sem fyrir liggja til hags­bóta fyrir fjöld­ann en oft er lýð­ræð­inu ýtt til hlið­ar­.  

Ef við göngum út frá hug­myndum Lockes, Montesqui­eus og Rous­seau um skyn­sam­legt, þrí­skipt rík­is­vald sem sér um að hafa reglu á sam­fé­lag­inu, má greina ein­hvers konar afl sem hefur almanna­heill í þess orðs víð­ustu merk­ingu að leið­ar­ljósi. 

Enda er það svo í nútíma­lýð­ræð­is­ríkjum að til hefur orðið kerfi stofn­ana sem settar hafa verið á fót til að tryggja heill almenn­ings, og sam­tímis jafn­vel til að fram­fylgja almanna­vilj­an­um.

Auð­vitað þarf að vernda almenn­ing fyrir glæpum og hryðju­verka­árás­um.  Verj­ast þarf utan­að­kom­andi óvin­um, hefta þarf útbreiðslu far­sótta og fleira má telja til en er rétt­læt­an­legt að það sé gert án þess að eft­ir­lits­stofn­anir og dóms­kerfi séu höfð með í ráðum?  

Jafn­ramt stöndum við frammi fyrir þeim raun­veru­leika í upp­lýs­inga­flæði nútím­ans að almenn­ingur hefur í ein­hverjum mæli misst ástríð­una fyrir lýð­ræð­is­legri umræðu. Eftir efna­hags­hrunið bloss­aði áhug­inn upp og fjöl­margir hófu að berj­ast fyrir lýð­rétt­indum og jafn­vel ein­hvers konar sið­bót í stjórn­mál­u­m. 

Eftir að efna­hags­kerfi ver­ald­ar­innar réttu úr kútnum og allt tók að rölta sinn vana­gang dró úr eld­móðnum og áhug­an­um. 

Nú á tímum veirunnar situr fólk eitt eða með nær­fjöl­skyld­unni og er hrein­lega bannað að hafa bein sam­skipti við annað fólk.  Sam­komur af öllu tagi hafa verið blásnar af og hópa­söfnun er ekki leyfð. Sam­komu­staðir eins og kaffi­hús eða öld­ur­hús hafa skellt í lás og þannig hefur mann­legt sam­neyti verið tekið úr sam­band­i.  

Sam­skipti á þessum for­dæma­lausu tímum fara nær ein­vörð­ungu fram á sam­fé­lags­miðl­um, með sam­skipta­for­ritum eða í gegnum síma. Lang­tíma­af­leið­ingar þess eru enn óljós­ar. 

Er það sjálf­sagt að hægt sé án nokk­urra vand­kvæða að afla sér upp­lýs­inga um ein­stak­linga, ein­stak­linga sem erum ég og þú?  Hvernig munu þessar upp­lýs­ingar verða not­aðar í fram­tíð­inn­i?  

Verður fyr­ir­tækjum í verslun og þjón­ustu gef­inn óheftur aðgangur að per­sónu­legum upp­lýs­ing­um?  Þetta eru allt spurn­ingar sem við verðum að svara innan skamms vegna þess að vega verður og meta hversu dýr­mætt per­sónu­frelsið er. Á sömu vog­ar­skálar þarf að setja stærstu spurn­ing­una um hvort að nokkurn tíma sé rétt­læt­an­legt að taka lýð­ræðið úr sam­band­i.  

Með til­komu COVID-19 far­ald­urs­ins er allur heim­ur­inn í mjög ann­ar­legu ástandi og líkur eru á að þetta ástand vari lengur en okkur grun­ar.  Efna­hags­kerfi heims­ins stendur á brauð­fótum og gera má ráð fyrir að ef ekki næst að hemja far­sótt­ina innan skamms verði ókyrrð í heim­in­um.  

Enn hefur ekki frést af því að veiran hafi stungið sér niður í fátækra­hverfum eða ríkjum sem eru langt í frá að vera undir það búin að hefta útbreiðslu henn­ar.  Þegar það ger­ist mun mikil skelf­ing grípa um sig og hver veit hvað mun ger­ast í fram­hald­in­u?  

Heim­ur­inn stendur á kross­götum í dag og þó að fók­us­inn sé allur á það að kveða niður þá ógn sem far­sóttin COVID-19 svo sann­ar­lega er þá verðum við líka að gæta þess að tapa ekki marg­vís­legum rétt­indum okkar sem barist hefur verið fyrir í gegnum ald­irnar vegna tíma­bund­inna vanda­mála.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar