Er verið að taka lýðræðið úr sambandi?

Eggert Gunnarsson og Markús Þ. Þórhallsson segja að þó fókusinn sé allur á það að kveða niður þá ógn sem farsóttin COVID-19 sé þá verði líka að gæta þess að tapa ekki margvíslegum réttindum fólks sem barist hefur verið fyrir í gegnum aldirnar.

collagemynd.jpg
Auglýsing

Fyrstu mán­uðir árs­ins 2020 hafa svo sann­ar­lega verið við­burða­ríkir og enn sér fyrir end­ann á þeim atburðum sem eru öllum efstir í huga.  

COVID-19 veiran sem sögð er eiga upp­tök sín á mat­ar­mark­aði í Wuhan í Kína hefur náð að dreifa sér um alla heims­byggð­ina á stuttum tíma og ekki hefur enn tek­ist að stöðva útbreiðslu henn­ar.  Það er ekki ofsögum sagt að heim­ur­inn er í sam­eig­in­legu tauga­á­falli sem von er þar sem ráða­menn hafa fæstir brugð­ist nægi­lega fljótt og vel við.  

Stjórn­kerfi heims­ins virð­ast ekki hafa verið undir þessi ósköp búin og eru varla enn komin í gang.  Nú eru mark­aðir ver­ald­ar­innar í frjálsu falli og miklar svipt­ingar eiga sér stað sem erfitt er að henda reiður á.  

Frétta­stofur og fjöl­miðlar fjalla vart um annað sem von er og fólk reynir að átta sig á því hvað þetta muni þýða.  Hvar endar þetta allt sam­an? Hvernig verður efna­hag­ur­inn þegar upp er stað­ið? Hversu margir munu falla í val­inn áður en þessum hild­ar­leik linn­ir?  Hvað tekur við?

Auglýsing
Undanfarna ára­tugi hefur ný-frjáls­hyggja verið sá -ismi sem megnið af stjórn­endum heims­ins hefur aðhyllst, jafnt í pólítík sem við­skipt­u­m.  Hún er mark­aðs­hyggja í sínu tærasta formi þar sem félags­hyggjan sem ruddi sér til rúms eftir seinni heims­styrj­öld­ina hefur átt undir högg að sækja og sum­staðar verið aflögð með öllu.  

Nið­ur­skurður á félags­legri þjón­ustu og laus­beislun allra hafta í við­skiptum hefur verið á boðstólum síðan Ron­ald Reagan og Marg­aret Thatcher komust til valda í lok átt­unda ártugs­ins og byrjun þess níunda.  Við tók heim­s­væð­ingin (e. Globalisation) sem var drifin áfram af risa­fyr­ir­tækj­um  og öfl­ug­ustu efn­hag­svæðum heims­ins.  

Heims­myndin breytt­ist mjög þegar Sov­ét­ríkin og önnur komm­ún­ista­ríki Aust­ur-­Evr­ópu féllu með brauki og bramli undir lok níunda ára­tug­ar­ins.  Þó að vest­ur­veldin hafi virst standa uppi sem sig­ur­veg­arar kalda stríðs­ins var það skamm­góður verm­ir.  

Kína hefur aftur á móti blandað saman sínum komm­ún­isma og gler­harðri mark­aðsvæð­ingu og varð æ sterkara í upp­hafi tutt­ug­ustu og fyrstu ald­ar­inn­ar.  Margir hafa velt þessum svipt­ingum fyrir sér og þar má nefna stjórn­mála­heim­spek­ing­inn Francis Fuku­yama sem til­kynnti „enda­lok sög­unn­ar“ þegar vest­rænar rík­is­stjórnir gátu ein­beitt sér að því að sam­eina alþjóða­kerfið undir einn hatt.

Hann sá fyrir sér enda­lok sög­unn­ar, enda­lok hug­mynda­fræði­legrar þró­unar mann­kyns og alþjóða­væð­ing frjáls­lynds lýð­ræðis vest­rænna ríkja sem end­an­legt stjórn­ar­form. Alþjóða­væddur kap­ít­al­ism­inn hefur þó aldeilis orðið fyrir sínum skakka­föllum líka, til að mynda þegar bank­arnir féllu hver á fætur öðrum 2008 og almannafé var notað til að koma í veg fyrir algert kerf­is­hrun.  

Banda­ríkin berj­ast nú við að halda áhrifum sínum sem mesta efna­hags­stór­veldið og það ríki sem hefur mest hern­að­ar­um­svif á heims­vís­u.  Enn er það svo, en Kína er það ríki sem fram­leiðir hvað mest af vörum og hefur nú orðið gíf­ur­leg ítök í ver­öld­inn­i.  

Kín­verjar eru það afl sem Banda­ríkja­menn telja sér standa hvað mest ógn af á sviði heims­mál­anna.  Rúss­land, undir stjórn Pútíns er einnig öfl­ugt en hefur ekk­ert í hin tvö risa­veld­in.  

Áhrifa­máttur Evr­ópu­sam­bands­ins er ekki langt frá áður­nefndum ríkjum en það á við sín vanda­mál að stríða. Til marks má nefna að ekki eru öll kurl komin til grafar um afleið­ingar útgöngu Bret­lands úr sam­band­in­u. 

Ind­land hefur stökk­breyst á und­an­förnum árum og er einnig vold­ugt en vegna gíf­ur­legrar fólks­mergðar og þeirra vanda­mála sem hún skapar hafa þeir ekki náð að kom­ast á almenni­legt flug efna­hags­lega.  

Brasilía sem var í skamman tíma mjög áber­andi og hafði burði til að verða eitt af hinum stóru á sviði efna­hags­mála, hefur dreg­ist nokkuð aftur úr vegna ófriðar í stjórn­málum inn­an­lands og mik­illar spill­ing­ar.  

Risa­fyr­ir­tæki hafa í raun meiri völd en flest ríki í heim­in­um. Velta þeirra er oft marg­föld á við fjölda þjóð­ríkja.  Mik­ill og ótrú­legur auður hefur safn­ast á fárra hend­ur.

Kína og Ind­land eru góð dæmi um mis­skipt­ing­una þar sem stór hluti af íbú­unum lifir rétt við eða undir fátækra­mörk­um.  

Sá auður sem hefur skap­ast með efna­hags­vexti þess­ara ríkja hefur eins og ann­ars staðar endað í fangi örfárra auð­kýf­inga.  Fyr­ir­tæki á borð við Microsoft, App­le, Amazon, Alp­habet, Face­book, Berks­hire Hat­haway, Tencent, Ali­baba, Visa og JPMorgan Chase sem eru svo stór að auður þeirra hefur bein áhrif hvert sem litið er.  

Þessi fyr­ir­tæki eru tví­mæla­laust áhrifa­valdar í kosn­ingum út um allan heim og geta haft áhrif á lýð­ræð­is­þróun hvar­vetna.  Talað hefur verið um að brjóta þurfi þessi fyr­ir­tæki upp í smærri ein­ingar til þess að sam­keppn­is­að­staðan lag­ist í heim­in­um.  

Sú þróun hefur ekki átt sér stað ennþá sem er að öllum lík­indum vegna þess að risarnir sjálfir eru hvorki til­búnir né fáan­legir til þess að breyta leik­regl­un­um.  Enda býr það fólk sem á þessi fyr­ir­tæki ekki í sama heimi og við hin. Þetta ofur­ríka fólk getur alveg kallað sig heims­borg­ara því það getur verið í Boston að morgni og í Hong Kong að kvöldi og komið til London kvöldið þar á eft­ir. 

All­staðar sem það kemur mætir því það sama; lúxus hót­el, límósín­ur, humar og kav­í­ar, kampa­vín og hvað sem hug­ur­inn girn­ist. Þetta er heim­ur­inn þess og það er eig­in­lega ekki bundið af neinum landa­mær­um. Þjóð­ríkin eru varla til í huga þessa fólks.  

Fyrir almúg­ann sem getur eða verður að ferð­ast á milli staða er þessu öðru­vísi farið og það sem við blasir er mögu­leg upp­lausn þjóð­ríkj­anna og hug­mynd­ar­innar um þau.  Á sama tíma og fyr­ir­bæri á borð við Evr­ópu­sam­bandið verða til er mikil krafa um sjálf­stæði og upp­skipt­ingu ríkja, bæði í Evr­ópu og jafn­vel ann­ars staðar í heim­in­um. 

Um leið er heim­ur­inn að verða eins­leit­ari því almúgi á far­alds­fæti sér sömu fyr­ir­tækin og fyr­ir­bærin hvort sem hann er staddur í London, Pek­ing eða Salt Lake City.

Auglýsing
Hér hefur verið dregin upp mjög ófull­komna heims­mynd sem hefur þann til­gang einan að setja sviðið varð­andi það sem væri hugs­an­lega eitt þeirra mál­efna sem brenna munu á heims­byggð­inni allri að COVID-19 far­aldr­inum yfir­stöðn­um.

Líkja má ástand­inu í heim­inum núna við styrj­ald­ar­á­stand að vissu marki.  Almenn­ingur fellir sig við ráð­legg­ingar og til­skip­anir ráða­manna, sem hefta per­sónu­legt frelsi. Fólk er til­búið til þess að leggja sín lóð á vog­ar­skál­arnar við að hefta útbreiðslu pest­ar­innar með því að ein­angra sig frá sam­skiptum við annað fólk.  

Í við­tali við RÚV sagði Guð­mundur Hálf­dán­ar­son pró­fessor í sagn­fræði að það „eina sem við getum kallað jákvætt eða hag­kvæmt við striðslík­ing­una er til að þjappa þjóðum sam­an. Til að fá fólk til að fórna ákveðnum hags­munum fyrir hags­muni heild­ar­inn­ar.“ Þarna átti hann við orð­ræðu stjórn­mál­anna víðs­vegar um heim í yfir­stand­andi far­aldri. Sam­lík­ingin er líka nátengd þjóð­rík­is­hug­mynd­inni.

Þetta sama fólk hefur misst tekjur eða jafn­vel sjálfa atvinn­una vegna þess að far­ald­ur­inn hefur orðið til þess að stór hluti vinnu­aflsins hefur verið sendur heim til sín. Til­gang­ur­inn er að gera það sem hægt er til  að hefta útbreiðslu veirunn­ar.  

Aðrar aðgerðir hafa fylgt í kjöl­farið og má hugsa sér að þær geti verið nauð­syn­legar á meðan á núver­andi neyð­ar­á­standi stend­ur, en stóra spurn­ingin er hvað mun fram­tíðin bera í skauti sér­?  

Á Íslandi hefur rakn­ing­arapp verið tekið í notk­un.  Það hefur verið sam­þykkt af per­sónu­vernd og er sak­leys­is­legt að því leyti að ein­stak­ling­arnir hlaða því sjálfir niður í snjall­tæki sín. Ef þurfa þykir gefa þeir svo yfir­völdum leyfi til notk­unar upp­lýs­ing­anna sem safn­ast hafa við að rekja hugs­an­legar smit­leið­ir. 

Slík aðferð kemur óneit­an­lega að gagni við að hefta úbreiðslu COVID-19.  Þessu er ekki að heilsa ann­ars staðar í heim­in­um.

Ísra­els­stjórn undir for­sæti Benja­mins Net­anyahu hefur lög­leitt notkun elti­tækni (e. track­ing) í far­símum til að fylgj­ast með þeim sem hefur verið skipað í sótt­kví vegna hugs­an­legs veirusmits.  

Ein­hugur var í  rík­is­stjórn­inni að gera þær laga­breyt­ingar sem hún taldi þurfa, þrátt fyrir miklar mót­bárur frá ýmsum hópum sem vildu vernda per­sónu­frelsi.  Það má vel vera að þetta sé hentug tækni til að hefta útbreiðslu COVID-19 en hvað ger­ist þegar sú ógn verður yfir­stað­in? 

Tævan not­ast einnig við staf­rænar upp­lýs­ingar frá far­síma­kerfum til að fylgja eftir kröfum og til­skip­unum um sótt­kví.  Sama er upp á ten­ingnum í Singa­pore þar sem rík­is­stjórnin hefur lengi haft til­hneig­ingu til að fylgj­ast náið með borg­ur­un­um.    Frakk­land og Þýska­land eru að und­ir­búa við­líka eft­ir­lit.

Núna er far­ald­ur­inn not­aður til að inn­leiða enn meira eft­ir­lit með íbú­un­um.  Kína hefur not­ast við and­lits-skimun (e. face recognition techniques) í bar­átt­unni við alheims­far­ald­ur­inn sem átti upp­tök sín þar.

Að auki hafa nokkrar rík­is­stjórnir tekið lýð­ræðið úr sam­bandi, að eigin sögn tíma­bund­ið, en hvort svo verður á eftir að koma í ljós. 

Viktor Orban for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands hefur verið veitt vald til að stjórna land­inu með til­skip­unum sem ekki þurfa að fara í gegnum þingið né aðrar stofn­anir áður en þær koma til fram­kvæmda.  Þingið er ekki starf­andi og kosn­ingar verða ekki haldn­ar.  

Stjórn­ar­and­staðan lagði til að tíma­mörk yrðu sett á til­skip­un­ar­vald Orbans en það var ekki sam­þykkt. Því hafa for­sæt­is­ráð­herr­ann og hans kónar frítt spil til að gera hvað­eina sem þeim sýn­ist um ókomna mán­uði og mögu­lega leng­ur.  

Nú þegar hafa verið settar á háar sektir og fanga­vist sem við­ur­lög við því að dreifa því sem stjórn­völd meta að séu rangar upp­lýs­ingar um far­ald­ur­inn.  

Í Serbíu ganga vopn­aðir menn um götur og gæta þess að útgöngu­bann sé virt.  Þar er einnig fylgst með ferðum fólks í gegnum far­síma­kerfi. Háar sektir liggja við því að brjóta útgöngu­bann og mann­rétt­inda­sam­tök hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þess að ekki fæst betur séð en að popúl­ískir flokkar séu að nota sér ástandið til að sanka að sér völd­um.  

For­seta­emb­ætti Serbíu er í raun­inni upp á punt en Aleksandar Vučić for­seti hefur tekið sér fullt vald varð­andi aðgerðir tengdum far­aldr­inum um ótak­mark­aðan tíma.   Bæði Orban og Vučić eru últra þjóð­ern­is­sinnar sem hafa engan áhuga á lýð­ræði eða mann­rétt­indum og þess vegna grunar flesta að þeir séu að nota sér ástandið sjálfum sér til hags­bóta.

Kúba er í svip­aðri stöðu og alræð­is­vald stjórn­ar­innar þar er í algleymi.    

Blaða­mað­ur­inn Simon Chandler fjall­aði um þessar breyt­ingar í grein á vef tíma­rits­ins For­bes þann 23. mars síð­ast­lið­inn. Hann full­yrðir að margar rík­is­stjórnir noti ástandið til að auka eft­ir­lit með borg­urum sínum langt umfram það sem nauð­syn­legt sé og ekki ein­göngu í þágu þeirrar bar­áttu sem háð er til að bjarga manns­líf­um.  

Nú hefur upp­lýs­inga­tækniris­inn Google ákveðið að veita 131 ríki aðgengi að gögnum sem það geymir um ferðir fólks.  Þessar upp­lýs­ingar sem fyr­ir­tækið gefur eru enn ekki rekj­an­legar til ein­stak­linga en spurn­ingin er hvort og hvenær þær verða tengdar við nöfn og kenni­töl­ur. 

Eftir hryðju­verka­árás­irnar á Banda­ríkin 11. sept­em­ber 2001 tóku ný lög gildi þar í landi. Það eru föð­ur­lands­vina­lögin svoköll­uðu (e. Pat­riot Act) sem gáfu hinum ýmsu deildum innan Banda­ríska stjórn­kerf­is­ins, m.a. FBI, CIA og Homeland Security sem var sett á lagg­irnar eftir árás­irnar mjög frjálsar hendur við öflun upp­lýs­inga um ein­stak­linga og hópa sem af ein­hverjum ástæðum töld­ust ógn við rík­ið.  

Þetta varð til þess að fyrr­nefndar deildir gátu nú fylgst með, aflað upp­lýs­inga á ýmsan hátt og kraf­ist upp­lýs­inga án úrskurðar dóm­ara eins og áður þurft­i.  

Þessi lög áttu aðeins að gilda í fjögur ár en á for­seta­tíðum George W. Bush og Baracks Obama var lög­unum breytt lít­il­lega en þau fram­lengd að mestu í upp­runa­legri mynd.  Lögin voru síð­ast til umfjöll­unar innan banda­ríska þings­ins 2019 sem gefur til kynna hversu erfitt það kann að vera að vinda ofan af neyð­ar­lög­um. Í mörgum til­vikum kann það að reyn­ast næsta ómögu­leg­t. 

Nú þegar er til mikið magn upp­lýs­inga um okkur flest; staf­rænar upp­lýs­ingar sem sam­fé­lags­miðl­ar, síma­fyr­ir­tæki, heil­brigð­is­kerf­ið, mennta­kerfið og allra­handa eft­ir­lits­stofn­anir hafa safnað og varð­veita um okk­ur.   

Að vissu leyti er ómögu­legt annað en að þessum upp­lýs­ingum sé safnað sam­an. Mik­il­væg per­sónu­vernd  hefur falist í því að leita hefur þurft heim­ildar ein­stak­ling­anna sjálfra og þeirra stofn­ana sem geyma þær  til að fá þær afhent­ar. 

Krafan um að auð­sótt­ara sé að nálg­ast slíkar upp­lýs­ingar hefur orðið hávær frá hægri væng stjórn­mál­anna og ný-frjáls­hyggj­unn­ar. 

Til­vist þéttrið­ins nets sem safnar staf­rænum upp­lýs­ingum um ein­stak­linga, athafnir þeirra og ferð­ir, jafn­vel hugs­an­ir, hefur verið umfjöll­un­ar­efni vís­inda­skáld­sagna um langt skeið. Í þeim heimi sem George Orwell skap­aði í skáld­sög­unni 1984 var hvergi hægt að fela sig fyrir alsjá­andi auga Stóra bróð­ur. 

Sagan, sem kom fyrst út 1949, er óneit­an­lega eitt besta dæmið um skáld­aðan eft­ir­lits­heim og lýs­ingar Orwells á tækn­inni sem not­ast var við þóttu einu sinni mjög fram­sækn­ar.  Í nútím­anum er raun­veru­leik­inn kom­inn langt fram úr spá­dómum vís­inda­skáld­sagn­anna.  

Það hefur gerst með til­komu almennrar net­notk­un­ar, mik­illi notkun snjall­tækja og ekki síst eft­ir­lits­mynda­véla sem mynda þéttriðið net sem getur fylgst með hverjum þeim sem er á rölti um götur borga heims­ins.  

Fyrir stuttu var talið að vinnslu­minni tölva dygði ekki til að vinna úr því gríð­ar­lega gagna­magni sem safn­að­ist en það hefur gjör­breyst.  Tölvur geta unnið hratt og örugg­lega úr miklu magni upp­lýs­inga og þær verða sífellt öfl­ugri. Það sem áður var tal­inn hreinn vís­inda­skáld­skapur er núna nán­ast hvers­dags­legur raun­veru­leik­i. 

Önnur ógn við lýð­ræðið og lýð­ræð­is­lega umræðu er sú stað­reynd að fjöl­miðlar sem höfðu frétta­flutn­ing og umræðu um mál líð­andi stundar í brenni­punkti eiga orðið í miklum fjár­hags­erf­ið­leik­um. 

Það basl er að miklum hluta komið til vegna þess að netrisarnir soga til sín megnið af því aug­lýs­ingafé sem áður rann til blaða, sjón­varps- og útvarps­stöðva.   Annað atriði sem má líka velta fyrir sér er að fjöl­miðlar sem hafa verið háðir aug­lýs­ingafé hafa orðið fyrir því að sterkir aug­lýsendur hafa hótað að að hætta að aug­lýsa vegna óþægi­legrar umræð­u.  Þetta hefur gert það að verkum að svæð­is­bund­inn frétta­flutn­ingur hefur dreg­ist mikið sam­an­.  

Fjöl­miðlar í almanna­eigu (og almanna­þágu) á borð við BBC, SVT, RÚV og fleiri hafa verið bit­bein stjórn­mála­manna leng­i.  Margir vilja leggja af rík­is­styrkta fjöl­miðla en þau áform hafa mætt mik­illi and­stöð­u.  

BBC hefur staðið af sér hvassa storma und­an­farið en ekki sér fyrir end­ann á þeim, enda er núver­andi rík­is­stjórn Bret­lands ekki vin­veitt fyr­ir­tæk­in­u.  

Aug­lýs­ingafé sem áður rann til einka­rek­inna fjöl­miðla­fyr­ir­tækja er nú af skornum skammti og því er krafan sú að rík­is­reknu fyr­ir­tækin víki í það minnsta af aug­lýs­inga­mark­að­i.  

Enn hefur ekki tek­ist að finna hag­stætt módel til að leysa þennan fjár­hags­vanda og á meðan dregst umfjöllun og umræða um það sem er að ger­ast í nærum­hverfi okkar saman og almenn lýð­ræðis­vit­und er í hætt­u.   

Auglýsing
Almenningur hefur fært rík­is­stjórnum einka­rétt til að setja lög og reglur og með þeim rétti fylgir réttur þess til beit­ingar valds, sem verður ætíð að vera í þágu almenn­ings. Þessu fylgir vald til að nota þær upp­lýs­ingar sem fyrir liggja til hags­bóta fyrir fjöld­ann en oft er lýð­ræð­inu ýtt til hlið­ar­.  

Ef við göngum út frá hug­myndum Lockes, Montesqui­eus og Rous­seau um skyn­sam­legt, þrí­skipt rík­is­vald sem sér um að hafa reglu á sam­fé­lag­inu, má greina ein­hvers konar afl sem hefur almanna­heill í þess orðs víð­ustu merk­ingu að leið­ar­ljósi. 

Enda er það svo í nútíma­lýð­ræð­is­ríkjum að til hefur orðið kerfi stofn­ana sem settar hafa verið á fót til að tryggja heill almenn­ings, og sam­tímis jafn­vel til að fram­fylgja almanna­vilj­an­um.

Auð­vitað þarf að vernda almenn­ing fyrir glæpum og hryðju­verka­árás­um.  Verj­ast þarf utan­að­kom­andi óvin­um, hefta þarf útbreiðslu far­sótta og fleira má telja til en er rétt­læt­an­legt að það sé gert án þess að eft­ir­lits­stofn­anir og dóms­kerfi séu höfð með í ráðum?  

Jafn­ramt stöndum við frammi fyrir þeim raun­veru­leika í upp­lýs­inga­flæði nútím­ans að almenn­ingur hefur í ein­hverjum mæli misst ástríð­una fyrir lýð­ræð­is­legri umræðu. Eftir efna­hags­hrunið bloss­aði áhug­inn upp og fjöl­margir hófu að berj­ast fyrir lýð­rétt­indum og jafn­vel ein­hvers konar sið­bót í stjórn­mál­u­m. 

Eftir að efna­hags­kerfi ver­ald­ar­innar réttu úr kútnum og allt tók að rölta sinn vana­gang dró úr eld­móðnum og áhug­an­um. 

Nú á tímum veirunnar situr fólk eitt eða með nær­fjöl­skyld­unni og er hrein­lega bannað að hafa bein sam­skipti við annað fólk.  Sam­komur af öllu tagi hafa verið blásnar af og hópa­söfnun er ekki leyfð. Sam­komu­staðir eins og kaffi­hús eða öld­ur­hús hafa skellt í lás og þannig hefur mann­legt sam­neyti verið tekið úr sam­band­i.  

Sam­skipti á þessum for­dæma­lausu tímum fara nær ein­vörð­ungu fram á sam­fé­lags­miðl­um, með sam­skipta­for­ritum eða í gegnum síma. Lang­tíma­af­leið­ingar þess eru enn óljós­ar. 

Er það sjálf­sagt að hægt sé án nokk­urra vand­kvæða að afla sér upp­lýs­inga um ein­stak­linga, ein­stak­linga sem erum ég og þú?  Hvernig munu þessar upp­lýs­ingar verða not­aðar í fram­tíð­inn­i?  

Verður fyr­ir­tækjum í verslun og þjón­ustu gef­inn óheftur aðgangur að per­sónu­legum upp­lýs­ing­um?  Þetta eru allt spurn­ingar sem við verðum að svara innan skamms vegna þess að vega verður og meta hversu dýr­mætt per­sónu­frelsið er. Á sömu vog­ar­skálar þarf að setja stærstu spurn­ing­una um hvort að nokkurn tíma sé rétt­læt­an­legt að taka lýð­ræðið úr sam­band­i.  

Með til­komu COVID-19 far­ald­urs­ins er allur heim­ur­inn í mjög ann­ar­legu ástandi og líkur eru á að þetta ástand vari lengur en okkur grun­ar.  Efna­hags­kerfi heims­ins stendur á brauð­fótum og gera má ráð fyrir að ef ekki næst að hemja far­sótt­ina innan skamms verði ókyrrð í heim­in­um.  

Enn hefur ekki frést af því að veiran hafi stungið sér niður í fátækra­hverfum eða ríkjum sem eru langt í frá að vera undir það búin að hefta útbreiðslu henn­ar.  Þegar það ger­ist mun mikil skelf­ing grípa um sig og hver veit hvað mun ger­ast í fram­hald­in­u?  

Heim­ur­inn stendur á kross­götum í dag og þó að fók­us­inn sé allur á það að kveða niður þá ógn sem far­sóttin COVID-19 svo sann­ar­lega er þá verðum við líka að gæta þess að tapa ekki marg­vís­legum rétt­indum okkar sem barist hefur verið fyrir í gegnum ald­irnar vegna tíma­bund­inna vanda­mála.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar