Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu

Hjálmar Gíslason segir að það besta sem Ísland hefði getað gert til að takast á við núverandi ástand hefði verið að setja stóraukinn kraft í nýsköpun fyrir 5-10 árum síðan. Næstbesta ráðið er að gera það núna.

Auglýsing

Ég ætla ekki að fagna sigri eða setj­ast í spá­manns­sæti um það hvenær eða hvernig þessum far­aldri sem nú gengur yfir lýk­ur, en einn dag­inn ger­ist það og þegar vís­inda­menn­irnir og heil­brigð­is­starfs­menn­irnir hafa lokið sínu starfi við að bjarga lífi og lim­um, þurfum við hin að takast á við upp­bygg­ing­ar­starfið sem við tekur í efna­hags­líf­inu og sam­fé­lag­inu öllu.

Þessi pist­ill er til­raun til að koma í orð nokkrum atriðum sem ég tel að við ættum að hafa að leið­ar­ljósi við það starf.

Ef velja ætti eitt orð til að lýsa því sem gengið hefur á síð­ustu vikur er það orðið „breyt­ing­ar”. Þar til fyrir fáeinum vikum var mikið talað um þær öru breyt­ingar sem hin svo­kall­aða 4. iðn­bylt­ing átti að hafa í för með sér, og þau tæki­færi og ógnir sem í því fælust. Talað var um að hraði þess­arra breyt­inga yrði ólíkur nokkru sem við hefðum áður séð.

Að ein­hverju leyti má segja að nú hafi 4. iðn­bylt­ing­unni hafi verið flýtt:

 • Tækni­væð­ing í skólum sem hefði auð­veld­lega tekið 20 ár með hefð­bund­inni stefnu­mörkun hefur orðið á 20 dög­um.
 • Breyt­ingar á ferða­venjum sem hörð­ustu lofts­lags­að­gerðir hefðu ekki getað fært í orð að ná fyrir árið 2040 eða 2050 urðu á 2-3 vik­um.
 • Breyt­ing á starfs­háttum fyr­ir­tækja og stofn­ana sem hefði verið óhugs­andi með öllu hefur víða verið gerð á einni nóttu.

Þessar breyt­ingar eru allar öfga­kenndar og því fer fjarri að við viljum halda í þær, en þær opna lík­lega augu okkar fyrir því að það voru allskyns milli­vegir fær­ir. Milli­vegir sem við hrein­lega sáum ekki áður.

Þegar breyt­ingar verða svona hratt, höfum við til­hneig­ingu til að halda að að þeim loknum verði ekk­ert eins og áður. Að allt muni breyt­ast – og nú sé tæki­færi til að laga allt og byggja nýja hluti á nýjum grunni.

Við munum það sjálf­sagt mörg í banka­hrun­inu: Þá átti allt að breyt­ast og ekk­ert að verða samt aft­ur. Auð­vitað breytt­ist margt, en í raun var sam­fé­lagið sem smám saman reis upp úr því senni­lega lík­ara því sem fyrir var en nokkurn óraði fyrir á meðan á því stóð.

Íhalds­semi er nefni­lega sterkt afl – og oft ágætt. Hlut­irnir hafa til­hneig­ingu til að leita í sama far­ið, og ef við ætlum að breyta öllu er kröft­unum dreift svo víða að ekk­ert breyt­ist. Allt verður eins á ný. Fæst okkar myndu lík­lega gráta það. Þaðan sem við horfum í dag, er það sam­fé­lag sem við bjuggum við fyrir bara 2-3 mán­uðum ákaf­lega eft­ir­sókn­ar­vert. En það var sann­ar­lega ekki galla­laust.

Ég held að það sé hollt að nálg­ast upp­bygg­ing­ar­verk­efni næstu ára með þetta í huga. Hlut­irnir hafa til­hneig­ingu til að leita í sama far­ið, en við höfum tæki­færi til að horfa á það far, hugsa um það sem betur mátti fara og reyna að stýra hlut­un­um. Þannig getum við ýtt undir æski­legar breyt­ing­ar, en forð­ast end­ur­hvarf til þeirra hluta sem ef til vill voru það síð­ur.

Og hver eru þá brýn­ustu úrlausn­ar­efnin þegar kemur að atvinnu­líf­inu?

Þegar ég þarf að útskýra Ísland og íslenskt efna­hags­líf fyrir fólki erlendis nota ég und­an­tekn­ing­ar­lítið þessa mynd:Útflutningstekjur Íslands 2019.

Tekju­öfl­unin okkar sam­anstendur af þremur stórum stoðum og svo „ein­hverju öðru”. Síðan ég byrj­aði í „business” fyrir bráðum 25 árum hefur umræðan um þetta alltaf skotið upp koll­inum öðru hverju. Fyrst var það „Fjórða stoð­in” svo „Al­þjóða­geir­inn”, en óháð því hvað það er kallað og hugs­an­legum blæ­brigða­mun á skil­grein­ingum er í raun verið að kalla eftir auk­inni fjöl­breytni og þar með mót­vægi við áföllum í einni eða jafn­vel fleirum af þessum stóru stoð­um.

Með þetta í huga ann­ars veg­ar, og hins vegar þá stað­reynd að við stöndum frammi fyrir stórri áskorun við að milda höggið nú, þurfum við að horfa á það hvernig sem mest af þeim kostn­aði sem fer í björg­un­ar­að­gerð­irnar getur nýst til að fjár­festa í fjöl­breytt­ari fram­tíð. Beina fólk­inu og fjár­magn­inu sem nú leitar að far­vegi í upp­bygg­ingu sem leiðir af sér fjöl­breytt­ara efna­hags­líf sem er þoln­ara fyrir áföll­um.

Og þetta má ekki gera á kostnað núver­andi burð­ar­stoða umfram þær breyt­ingar sem óum­flýj­an­legar eru þar. Þessar burð­ar­stoðir þarf að verja. En það þarf að byggja upp sam­hliða þeim.

Upp með inn­við­ina

Ég ætla að koma ykkur á óvart með því að byrja á að tala um steypu. Fram­kvæmdir í einka­geir­anum munu lík­lega svo gott sem stöðvast í bili, en þá er tæki­færi til að byggja upp inn­viði sem mæta kröfum fram­tíð­ar­inn­ar.

 • Ferða­manna­staðir og þjóð­veg­ir: Verum til­búin að taka á móti gest­unum þegar þeir fara að koma aft­ur.
 • Umhverf­is- og lofts­lags­mál:
  • Orku­skipt­i: Ef eitt­hvert land á að skara framúr þegar kemur að raf­bíla­væð­ingu er það Ísland. Allur fólks­bíla­flot­inn notar innan við þriðj­ung þeirrar orku sem notuð er í álver­inu í Straums­vík. Í dag er öll sú orka aðkeypt fyrir tugi millj­arða í gjald­eyri á ári hverju. Sú inn­viða­upp­bygg­ing sem þarf hér kallar á mörg störf iðn­að­ar­manna um allt land. Og ekk­ert eitt skref kæmi okkur nær því að standa við skuld­bind­ingar okkar sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu en einmitt þetta. Af öllu því sem unnt væri að ráð­ast í nú er þetta aug­ljós­asta fær­ið. Þetta hefur hrein­lega ALLT með sér.
  • Almenn­ings­sam­göng­ur: Herðum á upp­bygg­ingu almenn­ings­sam­gangna. Það kallar á störf, léttir á öðrum innviðum og eykur lífs­gæði bæði þeirra sem nota almenn­ings­sam­göng­urnar og hinna sem áfram nota (raf­magns­)bíl­inn.
 • Staf­rænt Ísland: Nú er lag. Fólk hefur þurft að læra og kom­ist að því að það er hægt að leysa ótrú­leg­ustu hluti yfir netið og með staf­rænum hætti. Opin­berir aðilar hafa dreg­ist langt aft­urúr í því að veita þannig þjón­ustu. Hrað­ari upp­bygg­ing hér eykur skil­virkni og þjón­ustu­stig hins opin­bera, öllum til hags­bóta.

Samt ekki „tóm steypa”

Stóru geir­arnir okkar þrír eru auð­linda­geir­ar. Mér vit­an­lega eru ekki miklar líkur á því að við finnum nýja auð­lind sem skapar við­líka verð­mæti og þess vegna þurfum við að beina sjónum okkar að hug­vit­inu. Það er líka á því sviði sem verð­mæti geta orðið til úr „engu” öðru en því að veita hug­mynda­ríku og dríf­andi fólki gott kaffi og gott starfs­um­hverfi.

Auglýsing
Það besta sem Ísland hefði getað gert til að takast á við núver­andi ástand hefði verið að setja stór­auk­inn kraft í nýsköpun fyrir 5-10 árum síð­an. Næst­besta ráðið er þess vegna að gera það núna!

 • Ekki gleyma litlu fyr­ir­tækj­un­um: 70% lands­manna vinna hjá litlum fyr­ir­tækjum (færri en 50 starfs­menn) og þar verða ný störf til hraðar en hjá stórum fyr­ir­tækj­um. Litlu fyr­ir­tækin hafa samt ekki sterka rödd og margar þeirra aðgerða sem henta stórum fyr­ir­tækj­um, henta litlum fyr­ir­tækjum síður – hvað þá ein­yrkj­um.
 • Gefum fyr­ir­tækjum sem eru komin af stað „tíma­vél”: Þau fyr­ir­tæki sem eru – og hafa verið – í upp­bygg­ingu miðað við þann raun­veru­leika sem þangað til nýlega var, munu eiga erfitt á næstu miss­er­um. Margir mark­aðir eru í algeru frosti og fjár­mögn­un­ar­leiðum hefur snar­lega fækkað og orðið erf­ið­ari. Hættan er að þessi fyr­ir­tæki falli um koll núna og verði ekki á staðnum til að grípa tæki­færin þegar allt lifnar við á ný. Hvata­sjóð­ur­inn Kría er mik­il­vægur þáttur hér og hann þarf að kom­ast af stað strax og jafn­vel stækka. En það þarf lík­lega líka að skoða aðrar leið­ir, eins og víkj­andi lán til fyr­ir­tækja sem lenda í þess­ari bið­stöðu. Hið hefð­bundna banka­kerfi sinnir ekki þessum fyr­ir­tækjum og mun ekki geta gert það á sínum for­sendum í þessu umhverfi held­ur.
 • Hjálpum nýjum að kom­ast af stað: Þau sprota­fyr­ir­tæki sem hafa verið að ná árangri á und­an­förnum árum fóru nær öll af stað í síð­ustu kreppu. Ég þekki það ágæt­lega sjálf­ur, stofn­aði fyr­ir­tæki 2008 og seldi það 2014. Sú sala mæld­ist alveg á hag­vís­um. Og aðrir sem þá fóru af stað hafa náð miklu lengra. Nú er los á góðu fólki, gefum því tæki­færi til að láta hug­myndir sínar verða að veru­leika. Hér liggur beint við að stór­efla Tækni­þró­un­ar­sjóð (og þar er hreyf­ing nú þegar), og stuðla að þekk­ing­ar­miðlun milli þeirra aðila sem eru að fara af stað og hinna sem hafa reynsl­una með mark­vissum sprota­hröðlum eða álíka verk­efn­um.

Opið og sterkt sam­fé­lag

Að lokum megum við ekki gleyma því að Ísland þarf alþjóð­legt sam­starf og við­skipti eins og mara­þon­hlaup­ari þarf súr­efni.

Sú lexía sem við megum allra síst draga af þessu ástandi er að nú skuli hver hugsa um sig, loka landa­mærum og draga sig inn í skel­ina. Þvert á móti þurfum við að efla alþjóð­legt sam­starf og sam­skipti, draga hingað alþjóð­lega þekk­ingu og fjár­magn og þora að vera þjóð á meðal þjóða.

Þetta er ekki bara mik­il­væg brýn­ing vegna þess að aðgangur að alþjóða­mörk­uðum er nauð­syn­legur bæði stóru greinum dags­ins í dag og nýju greinum fram­tíð­ar­inn­ar, heldur liggur kannski hérna eitt stærsta tæki­færið í þessu öllu sam­an.

Krísan sem nú gengur yfir heims­byggð­ina er að sýna svo ekki verður um villst hversu mik­ils virði það er að búa í sam­fé­lögum með öfl­uga inn­viði, örygg­is­net og sam­fé­lags­gerð. Það er sann­ar­lega of snemmt að hrósa sigri, en ef svo fer fram sem horfir er Ísland að fara nokkuð vel útúr þessum far­aldri heilsu­fars­lega séð og í sterkri stöðu til að takast á við það sem á eftir kemur efna­hags­lega.

Sam­fé­lög sem sýna þann styrk munu verða eft­ir­sókn­ar­verð sam­fé­lög. Sam­fé­lögin þar sem brest­irnir koma í ljós síð­ur. Þegar upp úr þessum átökum er staðið munu margt dríf­andi fólk horfa til þess hvort hags­munum þeirra og öryggi sé kannski betur borgið á öðrum stað í heim­in­um. Ef vel tekst til hjá okkur munu sum þeirra horfa til Íslands. Við eigum að taka vel á móti þeim öll­um, en sér­stak­lega ekki leggja stein í götu þeirra sem geta hjálpað til við upp­bygg­ing­una. Við þurfum ekki að mennta öll þau sem eiga að standa undir atvinnu­lífi fram­tíð­ar­innar – við getum boðið þau vel­komin að flytja hing­að. Ég trúi því að þarna verði stórt sókn­ar­færi á næstu árum.

Ég held með öðrum orðum að Ísland verði aftur eft­ir­sókn­ar­verður áfanga­stað­ur. En ekki bara fyrir ferða­menn­ina – sem munu koma aftur – heldur líka fyrir fólk sem er að leita að betra og örugg­ara sam­fé­lagi til að búa og starfa í.

Lok­aðra Ísland er ávísun á meiri fábreytni og færri tæki­færi, en opið á fjöl­breytni, aukna við­spyrnu við áföllum og fleiri tæki­færi.

Höf­undur er fram­­kvæmda­­stjóri GRID og stjórn­­­ar­­for­­maður Kjarn­ans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðuneytin byrjuðu á föstudag að birta upplýsingar úr málaskrám sínum, eins og þeim ber að gera samkvæmt breytingum á upplýsingalögum.
Óvart of mikið gagnsæi hjá heilbrigðisráðuneytinu
Persónuverndarfulltrúi stjórnarráðsins tilkynnti í gær öryggisbrest til Persónuverndar vegna mistaka sem urðu við birtingu á upplýsingum úr málaskrá heilbrigðisráðuneytisins. Rangt skjal með of miklum upplýsingum fór á vefinn í skamma stund.
Kjarninn 3. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar