To be or not to be inspired by Iceland

Grímur Atlason segir að nú sé tækifærið til að gera hlutina rétt og skipuleggja markaðsátak fyrir Ísland með þar fyrir augum að nota það sem þjóðin á og hefur skilað henni mestum hróðri langt út fyrir landsteinana.

Auglýsing

Í kjöl­far hruns­ins 2008 var ráð­ist í verk­efnið Inspired by Iceland sem hafði það að mark­miði að fjölga ferða­mönnum einkum utan hefð­bund­ins ferða­manna­tíma. Íslands­stofa hafði veg og vanda af verk­efn­inu og setti rík­is­sjóður Íslands veru­legar upp­hæðir í það sem að stórum hluta fóru í mark­aðsá­tak sem keyrt var áfram á aug­lýs­ing­um. Her­ferð­in, sem að miklu leyti var unnin í sam­vinnu við aug­lýs­inga­stof­una Brook­lyn Brothers í New York og London, vann til ýmissa verð­launa en menn deila enn um það hvort hún hafi skilað því sem stefnt var að. Eld­gos og veik staða krón­unnar hafi mögu­lega haft þar meira að segja en aug­lýs­ingar í neð­an­jarð­ar­lest­ar­kerfum stór­borg­anna. En auð­vitað studdi þetta mark­aðsá­tak við og hjálp­aði en spurn­ingin er hvort ekki hefði mátt nýta pen­ing­ana bet­ur. 

Fyrir hrunið 2008 þá fengu margir Íslend­ingar þá flugu í höf­uðið að við værum bestu banka­menn í heimi. Hér væri að rísa fjár­mála­mið­stöð hins vest­ræna heims eða í það minnsta eitt af stærstu úti­búum fjár­mála­mark­að­anna. Þjóð sem hafði stærstan hluta 20. ald­ar­innar búið við höft, óða­verð­bólgu, helm­inga­skipta­kerfi stjórn­mála­flokka og gjald­miðil sem fallið hafði í gengi um 99,5% frá árinu 1930 átti að eiga bestu banka­menn heims­ins rétt tveimur til fjórum árum eftir að bank­arnir voru einka­vina­vædd­ir. Gull­gerð­ar­meist­arar eru ekki til og þegar ein­hver telur sig hafa fundið upp­skrift­ina ber að var­ast hana með öllu. Enda kom það á dag­inn og bestu banka­menn heims­ins í gær urðu að þeim allra léleg­ustu í dag. 

Auglýsing
Undirritaður starf­aði á þessum tíma sem fram­kvæmda­stjóri Iceland Airwa­ves og tal­aði fyrir daufum eyrum um að nota efni­við­inn sem menn­ing og listir gátu af sér við mark­aðs­setn­ingu lands­ins. Hug­myndin var að halda við­burði erlendis þar sem lagt væri í verk­efnið marg­falt meira fjár­magn en áður hafði verið gert. Hugsa um að ná til þess fólks sem tæki við sem ráð­andi stétt innan sinna landa eftir ára­tug eða svo. Tæki­færin væru til staðar – það þyrfti bara að grípa þau. Þeir fáu við­burðir sem haldnir voru í þessum til­gangi leiddu til mik­illar fjöl­miðlaum­fjöll­unar og land­kynn­ingar fyrir til­tölu­lega lít­inn kostn­að. Þetta fólk kom hingað í skipu­legar ferðir til þess að drekka í sig menn­ingu t.a.m. á Iceland Airwa­ves hátíð­ina o.fl. slíka við­burði. En því miður þá var þessi leið ekki farin og fljót­lega breytt­ist sam­setn­ing ferða­manna sem hingað kom og mass­inn tók yfir. Ósjálf­bærni ein­kenndi greinina og allt var þanið í botn. Nú er svo komin alvar­leg­asta kreppa heims­ins frá krepp­unni miklu 1929 jafn­vel dýpri – það á bara eftir að koma í ljós. 

Covid-19 hefur sett sam­fé­lög heims­ins í hálf­gerða kyrr­stöðu. Það þrengir veru­lega að og fyr­ir­tæki jafnt sem ein­stak­lingar sjá fram á fjár­hags­lega erf­ið­leika og óvissu. Á Íslandi hefur far­ald­ur­inn nú þegar haft gríð­ar­legar afleið­ingar bæði fjár­hags­legar sem og sam­fé­lags­leg­ar. Ferða­þjón­ust­an, sem á síð­asta ári var orðin ein af megin stoðum hag­kerf­is­ins, er í veru­legum þreng­ing­um. En það eru fleiri greinar sem þannig er ástatt með. Tón­list­ar­menn og þeir sem starfa í kringum tón­list­ar­geir­ann urðu nán­ast tekju­lausir yfir nótt. Vor­ver­tíðin sem alla jafna er aðal­ver­tíð geirans var blásin af. Sum­arið virð­ist vera að fara sömu leið. Þannig var tón­list­ar­há­tíð­inni Secret Sol­stice frestað um eitt ár og út í heimi hafa Gla­ston­bury, Rosk­ilde festi­val, SXSW, Coachella, The Great Escape auk fjölda ann­arra hátíð verið frestað til hausts­ins eða til næsta árs. 

Núna er tæki­færi til að gera hlut­ina rétt. Nú þegar stjórn­völd sitja með hinum klass­ísku ráð­gjöfum sínum að skipu­leggja boðað mark­aðsá­tak fyrir Ísland og ferða­manna­iðn­að­inn megum við ekki falla aftur í Brook­lyn Brothers gryfj­una frá 2010. Gerum þetta að þessu sinni með það fyrir augum að nota það sem við eigum og hefur skilað okkur mestum hróðri langt út fyrir land­stein­ana. Það eru ekki banka­menn­irnir heldur menn­ing og list­ir. Höldum við­burði á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna, á aust­ur­strönd­inni og í mið­ríkj­un­um. Höldum við­burði í norður og suður Evr­ópu og höldum við­burði í Jap­an, Kína og Ástr­al­íu. Kynnum menn­ingu, list­ir, nýsköpun og nátt­úru lands­ins með þeim hætti sem aldrei hefur áður verið gert. Sláum með því margar flugur í ein höggi: Lista­menn fá vinnu, nýsköpun verður gef­inn frek­ari gaumur og land­kynn­ingin fær raun­veru­legt and­lit í stað gjald­þrota gervis hins liðna tíma. Fram­tíðin liggur í þessum raun­veru­legu verð­mætum þjóð­ar­innar sem við skulum nota á þessum tímum – það er eina leið­in. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri og tón­leika­hald­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar