Bjartsýna sviðsmyndin fyrir Ísland

Prófessor segir að á Íslandi sé augljóslega útlit fyrir þokkalega endurreisn í sumar og vonandi enn frekar á næsta ári. Hann segir svartsýnustu spár hagsmunasamtaka atvinnulífsins byggja á veikum forsendum.

Auglýsing

Við erum nátt­úru­lega í tals­verðri óvissu um fram­hald­ið, bæði fram­vindu veiru­far­ald­urs­ins og efna­hags­lífs­ins. ­Samt spá menn í þróun hag­vaxtar og atvinnu­leysis næstu mán­uði og miss­eri, jafn­vel upp á pró­sentu­brot. Bankar, hags­muna­sam­tök og opin­berar stofn­anir hafa sett fram form­legar spár um þetta fyrir árið og það næsta. Út­komurnar eru nokkuð breyti­legar – raunar mjög breyti­leg­ar.

Þau svart­sýn­ustu spá allt að 18% sam­drætti þjóð­ar­fram­leiðslu á árinu en þau bjart­sýnni eru nær 7-9%.

Erlendis ótt­ast svart­sýn­is­menn að kreppu­þró­unin geti orðið eft­ir­far­andi: Heilsu­kreppa> Efna­hag­skreppa> Fjár­málakreppa. Eftir að sótt­vörnum lýkur ríki djúp efna­hag­skreppa sem gæti leitt af sér enn meiri skulda­vanda en þegar var orð­inn, sem geti svo af sér greiðslu­þrot banka og stjórn­valda í fjár­málakreppu, bæði í þró­un­ar­löndum og í hag­sæld­ar­ríkj­unum (sjá hér). Þá færi sann­ar­lega allt á versta veg, með langvar­andi og ófyr­ir­séðum afleið­ing­um. Und­ir­stöður alþjóð­lega kap­ít­al­ism­ans eru veik­ari en menn grun­aði.

Auglýsing
Þetta þarf þó ekki að fara á alversta veg. En ef við beinum sjónum ein­göngu að Íslandi þá sýn­ist mér að svig­rúm sé fyrir nokkra bjart­sýni – þrátt fyrir allt.

Ýkjur Við­skipta­ráðs og Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA)

Þegar svart­sýn­asta spáin er skoð­uð, sú sem kom nýlega frá Við­skipta­ráði og SA upp á 18% sam­drátt í ár, þá virð­ist hún byggð á veik­ari for­sendum en hóf­sam­ari spárnar (sjá hér).  Þar gætir kannski líka þess að þetta eru hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja sem eru að þrýsta á stjórn­völd um styrk­veit­ingar og aðstoð til fyr­ir­tækja. 

Þau sjá sér hag í að dekkja mynd­ina til að auka slag­kraft sinn á bón­bjarg­ar­veg­inum sem liggur til rík­is­ins – sem þau sjá þó gjarnan í líki and­skot­ans í venju­legu árferði! Við höfum því ríka ástæðu til að hafna spá Við­skipta­ráðs og SA.

Lands­banki, Íslands­banki og fjár­mála­ráðu­neytið hafa spáð djúpri en skamm­vinnri sam­drátt­ar­kreppu, upp á í kringum 9%. Góður vöxtur taki svo við strax á næsta ári. Atvinnu­leysið gæti þó orðið að með­al­tali allt að 11% á árinu, segja þau. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafði spáð 7,2% sam­drætti og með­al­at­vinnu­leysi um 8% í ár. Hann spáði líka mjög örum upp­gangi á næsta ári, eða allt að 6% hag­vexti og að atvinnu­leysi fari þá niður í um 7% hér á landi.

Ég held að for­sendur þess­ara hóf­sam­ari spáa eða sviðs­mynda séu lík­legri til að ræt­ast. Það kemur meðal ann­ars í ljós þegar við förum betur ofan í nær­mynd­ina á Íslandi.

Ísland: Almenn kreppa breyt­ist í kreppu ferða­þjón­ust­unnar

Eftir vel heppn­aðar sótt­varn­ar­að­gerðir erum við að opna atvinnu­lífið – skref fyrir skref. Þegar er farið að draga úr atvinnu­leysi, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Vinnu­mála­stofn­un­ar. Atvinnu­leysi fór í 17,8% í apríl (sam­tals á atvinnu­leys­is­skrá og í hluta­bóta­leið). Á fyrstu tveimur vik­unum í maí fækk­aði um 7500 manns í hluta­bóta­leið (sjá hér). Það mun halda áfram.

Vinnu­mála­stofnun spáir nú að atvinnu­leysi í maí fari niður í 14,8%. 

Með enn meiri opnun fer atvinnu­leysis síðan neð­ar. Gæti orðið á bil­inu 10-12% í júní og síðan lækkað frek­ar. Það sem ger­ist er að með meiri opnun fer meg­in­hluti atvinnu­lífs­ins aftur á þokka­legt ról. Ekk­ert góð­æri en starf­semi ætti víða að vera alveg við­un­andi.

Ferða­þjón­usta og greinar bein­tengdar henni verða áfram í vanda, raunar í sér­stöðu. Skoðum það nánar í sam­hengi. Á mynd­inni hér að neðan má sjá sam­hengi ferða­þjón­ust­unnar í atvinnu­líf­inu á Íslandi, út frá skipt­ingu vinnu­afls milli atvinnu­greina.Heimild: Hagstofa Íslands

Í lok árs 2019 var ferða­þjón­usta og tengdar greinar með um 14,4% af vinnu­afl­inu á Íslandi. Það hafði lækkað lít­il­lega frá 2018. Gisti- og veit­inga­staðir voru með um 7,5% vinnu­aflsins. Um 85% vinn­andi fólks var í öðrum greinum en ferða­þjón­ustu. Megnið af því fólki ætti að geta verið í þokka­legri stöðu. Stærstur hluti íslenska atvinnu­lífs­ins ætti því að geta verið kom­inn á þokka­legan skrið í sum­ar.

En ef ferða­þjón­usta og tengdar greinar verða áfram í djúpri kreppu eigum við þá að búast við að allt starfs­lið þeirra greina, 14-15% vinnu­aflsins, verði áfram atvinnu­laust, eins og svart­sýn­ustu spárnar gera ráð fyr­ir?

Nei, það er ólík­legt og órök­rétt.

Ferða­þjón­usta og tengdar greinar munu ekki deyja alveg út. 

Íslend­ingar munu nota ein­hvern hluta ferða­þjón­ustu og veit­inga­staða í sumar og síðan losnar smám saman um flug milli landa. Ein­hver hluti ferða­þjón­ust­unnar mun hafa ein­hverja starf­semi í sum­ar. Rík­is­stuðn­ing­ur­inn mun einnig tryggja það.

Annað sem léttir róð­ur­inn er eft­ir­far­andi:

Í venju­legu árferði stólar ferða­þjón­ustan í stórum stíl á erlent skamm­tíma­vinnu­afl. Allt að helm­ingur starfs­fólks á hót­el­um, veit­inga­stöðum og bíla­leigum er af þeim toga. Það sem meira er, stór bylgja af erlendu skamm­tíma­vinnu­afli hefur á síð­ustu árum verið flutt til lands­ins í mars til maí til að vinna við ferða­þjón­ust­una á háanna­tím­an­um. Síðan hverfur drjúgur hluti þess fólks aftur á brott yfir vetr­ar­tím­ann.

Það fólk hefur ekki komið inn til lands­ins núna í vor og því þarf ekki að greiða þeim atvinnu­leys­is­bætur í sum­ar. 

Með öðrum orð­um, atvinnu­leys­is­vand­inn tengdur ferða­þjón­ustu verður ekki eins stór og hefði orðið ef kreppan hefði byrjað í júlí eða ágúst. Þetta léttir róð­ur­inn í sum­ar. Mikil not ferða­þjón­ust­unnar á erlendu skamm­tíma­vinnu­afli end­ur­speglar mik­inn sveigj­an­leika sem gerði þann ofur­vöxt sem varð hér í ferða­þjón­ustu á skömmum tíma mögu­leg­an. Ferða­þjón­usta er við­kvæm atvinnu­grein og ekki heppi­leg und­ir­staða atvinnu­lífs í of mik­illi stærð. Við blasir að hún mun drag­ast saman til skemmri tíma og senni­lega er skyn­sam­legt að hafa meira hóf á vexti hennar í fram­tíð­inni.

Því þarf nú að flytja vinnu­afl þaðan að ein­hverju leyti til ann­arra greina, með skyn­sam­legri atvinnu­stefnu, eins og ASÍ hefur bent á (sjá hér).

Þetta verður við­ráð­an­legt

Ef allt ferð á besta veg og veiran losar tökin á heims­hag­kerf­inu þá gæti atvinnu­leysi hér verið komið niður í 6-8% í haust. En ef veiran nær sér á nýtt flug með haustinu, hér eða í heim­inum almennt, þá getur þetta auð­vitað orðið verra.

Læknar segja þó að nýr far­aldur verði við­ráð­an­legri í heil­brigð­is­kerf­inu, með­ferð hafi batnað með auk­inni þekk­ingu og ein­hver lyf finn­ast sem að gagni koma. Úr dán­ar­líkum dreg­ur. 

Það verður því varla þörf fyrir jafn víð­tækar lok­anir í seinni bylgju far­ald­urs­ins. Á næsta ári gæti bólu­setn­ing komið til sög­unnar og gjör­breytt stöð­unni til hins betra – jafn­vel leyst vand­ann meira og minna.

Á Íslandi er aug­ljós­lega útlit fyrir þokka­lega end­ur­reisn í sumar og von­andi enn frekar á næsta ári.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar