Villuljós

Brynjar Níelsson fjallar um nýleg skoðanaskrif ritstjóra Kjarnans í aðsendri grein.

Auglýsing

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, slær öll fyrri met sín í rang­færsl­um, útúr­snún­ingi og dylgjum í grein sinni: „Gjörið svo vel, fáið ykkur þjóð­ar­eign“ sem birt­ist á vef Kjarn­ans hinn 28. maí síð­ast­lið­inn. Í grein­inni fjallar hann um upp­skipt­ingu Sam­herja upp í tvö félög sem ráð­ist var í á árinu 2018 og fram­sali hluta­bréfa í Sam­herja hf. frá stofn­endum félags­ins til barna sinna. 

Um upp­skipt­ingu Sam­herj­a­sam­stæð­unnar í tvö félög skrifar Þórður Snær eft­ir­far­andi: „Engin sér­stök skýr­ing var gefin á þess­ari aðgerð en innan íslenska stjórn­kerf­is­ins hafa verið uppi grun­semdir um að ástæð­una megi finna í því að Sam­herji vildi kom­ast hjá víð­tækri upp­lýs­inga­gjöf sem fylgir svo­kall­aðri rík­i-­fyr­ir­-­ríki skýrslu til rík­is­skatt­stjóra. Slíkri skýrslu þurfa fyr­ir­tæki að skila sem eru með veltu yfir ákveðnu og mjög háu við­mið­i.“

Rit­stjór­inn virð­ist gleyma fyrri frétta­flutn­ingi sínum um sama mál því eins og hann rit­aði sjálfur í leið­rétt­ingu við eigin frétta­skýr­ingu, sem birt­ist 21. nóv­em­ber 2019, þá hefði umrædd upp­lýs­inga­gjöf aldrei náð til Sam­herj­a­sam­stæð­unnar því sam­an­lögð velta sam­stæð­unnar var ekki nálægt við­mið­un­ar­mörk­un­um. Verður að telj­ast furðu­legt að hann stilli mál­inu fram með þessum hætti núna, hálfu ári eftir að hann þurfti að leið­rétta eigin frétta­flutn­ing um sama mál.

Auglýsing

Þórður Snær horfir síðan fram­hjá því, vís­vit­andi eða vegna fáfræði, að í afkomutil­kynn­ingu, vegna árs­upp­gjörs Sam­herja fyrir árið 2017 kom fram að til­gang­ur­inn með upp­skipt­ing­unni í tvö félög væri að aðgreina inn­lenda starf­semi sam­stæð­unnar með skýr­ari hætti frá erlendri. Þá kemur fram í skjölum vegna skipt­ingar (Dem­erger documents), sem voru send Fyr­ir­tækja­skrá rík­is­skatt­stjóra og birt­ast opin­ber­lega, að skipt­ingin í tvö félög hafi verið liður í að auka hag­kvæmni í rekstr­in­um. Í grein­ar­gerð stjórnar Sam­herja hf., sem er hluti af þessum skjöl­um, segir orð­rétt: „Skipt­ing þessi er liður í end­ur­skipu­lagn­ingu á Sam­stæðu Sam­herja hf., en með skipt­ing­unni er starf­semi félags­ins erlendis færð í við­töku­fé­lag­ið, sem miðar að því að ná meiri skil­virkni og hag­kvæmni í rekstri.“

Ónafn­greindir við­mæl­endur rit­stjóra Kjarn­ans „innan íslenska stjórn­kerf­is­ins“ eru alveg örugg­lega ekki starfs­menn skatt­yf­ir­valda því öll þessi gögn eru í vörslum þeirra. Það er ómögu­legt að geta sér til um hvaða ónafn­greindu manna rit­stjór­inn er að vísa til. Þó er ljóst að þeir hafa ekki kynnt sér málið vel. Kjarn­inn hefur vænt­an­lega aðgang að þessum sömu skjölum í gegnum áskrift að Credit­in­fo. Annað hvort hefur rit­stjór­inn vilj­andi kosið að líta fram­hjá þeim eða hann hefur hrein­lega ekki nennt að fletta skjöl­unum upp. 

Dylgjur um skatta­snið­göngu

Þórður Snær fjallar einnig um þá ákvörðun hlut­hafa Sam­herja hf. að fram­selja hluta­bréfa­eign sína í fyr­ir­tæk­inu til barna sinna. Ann­ars vegar með sölu hluta­bréfa og hins vegar með fyr­ir­fram­greiddum arfi. Rit­stjór­inn dylgjar í grein sinni um það að ekki verði greiddir skattar af fram­sali hluta­bréf­anna. Þannig skrifar hann: „Skatt­greiðsl­urnar af þessum gjörn­ingi ættu því nokkuð aug­ljós­lega að hlaupa á millj­örðum króna. Fróð­legt verður að fylgj­ast með því hvort svo verði. Margt bendir til að svo verði ekki.“ Þórður Snær gerir hins vegar enga til­raun til að útskýra fyrir les­endum sínum hvað þetta sé sem veiti vís­bend­ingu um að ekki verði greiddur skattur af fram­sali hluta­bréf­anna. 

Sam­kvæmt lögum um tekju­skatt myndar hagn­aður af sölu hluta­bréfa stofn til fjár­magnstekju­skatts en skattur á fjár­magnstekjur er 22% sam­kvæmt sömu lög­um. Erfða­fjár­skattur er 10% sam­kvæmt lögum um erfða­fjár­skatt.

Í 4. gr. laga um erfða­fjár­skatt kemur fram skil­grein­ing á skatt­stofni erfða­fjár­skatts en átt er við heild­ar­verð­mæti allra fjár­hags­legra verð­mæta og eigna sem liggja fyrir að frá­dregnum skuldum og kostn­aði. Með heild­ar­verð­mæti er átt við almennt mark­aðs­verð­mæti. Í ákvæð­inu kemur síðan fram upp­taln­ing á því hvaða verð­mæti falli hér undir en þar seg­ir: „Gildir þetta um öll verð­mæti sem metin verða til fjár, þ.m.t. inn­bú, hús­bréf, fast­eigna­veð­bréf, verð­tryggð spari­skír­teini rík­is­sjóðs, skulda­bréf, hug­verka­rétt­indi, líf­trygg­ing­ar, bif­reið­ar, afla­heim­ildir o.fl. ­Síðan kemur fram í ákvæð­inu nákvæm lýs­ing á því hvernig beri að haga skatt­greiðslum þegar um er að ræða hluta­bréf í óskráðum félög­um, eins og staðan er í til­viki Sam­herja hf. Þar seg­ir: „Ef hluta­bréf í félagi eru ekki skráð á skipu­legum verð­bréfa­mark­aði skal miða við gang­verð þeirra í við­skipt­um, ann­ars bók­fært verð eigin fjár sam­kvæmt síð­asta end­ur­skoð­aða árs­reikn­ingi eða árs­hluta­reikn­ingi við­kom­andi félags að við­bættum áunnum óefn­is­legum verð­mætum sem metin eru til fjár og gefa af sér arð í fram­tíð­inni en óheim­ilt er lögum sam­kvæmt að færa til bók­ar.“

Að fram­an­sögðu virtu kom­ast menn ekk­ert hjá því að greiða 10% erfða­fjár­skatt þegar þeir fram­selja hluta­bréf í fyr­ir­tækj­um, hvort sem þau hafa afla­heim­ildir eða ekki. Menn geta ekki bara giskað á ein­hverja tölu út í blá­inn enda veitir lög­gjaf­inn skýrar leið­bein­ingar um skatt­stofn­inn. Því er ljóst að skatt­greiðslur fyrr­ver­andi hlut­hafa Sam­herja hf., sem fram­seldu bréf í fyr­ir­tæk­inu með sölu hluta­fjár og fyr­ir­fram­greiddum arfi, hlaupa á millj­örðum króna og munu vænt­an­lega skipta veru­legu máli fyrir rík­is­sjóð. Rit­stjóri Kjarn­ans hefur ekki nennt að kynna sér reglur um um þetta gildir eða kýs  að horfa alveg fram­hjá þeim. Gera verður ríkar kröfur um vönduð vinnu­brögð hjá reynslu­miklum blaða­manni eins og Þórði Snæ sem ætti að þekkja umrædd laga­á­kvæði eða að minnsta kosti kynna sér þau áður en farið er fram á rit­völl­inn.  

Rit­stjór­inn hefur lengi verið upp­tek­inn af hug­tak­inu gas­lýs­ingu (e. gaslight­ing) sem felst í því að afvega­leiða, ljúga og hanna nýja atburða­rás í þágu til­tek­ins mál­stað­ar. Þannig skrif­aði hann grein um þetta fyr­ir­bæri sem birt­ist í Kjarn­anum hinn 24. sept­em­ber 2017. Hug­takið hefur einnig verið þýtt sem villu­ljós í íslensku máli. Undir þetta fyr­ir­bæri, sem rit­stjóra Kjarn­ans er svo hug­leik­ið, fellur einnig að sleppa með­vitað mik­il­vægum upp­lýs­ingum ef þær þjóna ekki þeim mál­flutn­ingi sem er bor­inn á borð. Má segja að umrædd grein Þórðar Snæs eitt­hvert tærasta dæmi um gas­lýs­ingu eða villu­ljós sem sést hefur í seinni tíð.

Þórður Snær virð­ist hafa sterkar skoð­anir á þeim málum sem hann fjallar um sem blaða­maður og hefur jöfnum höndum skrifað frétta­skýr­ingar og skoð­ana­greinar um umdeild mál. Hefur hann reglu­lega hoppað á milli þess­ara hlut­verka í miðli sín­um. Það virð­ist ekki þjóna mál­flutn­ingi pistla­höf­und­ar­ins Þórðar Snæs að upp­lýsa les­endur sína um að hlut­hafar Sam­herja hf. munu ekki kom­ast hjá því að greiða millj­arða króna í skatta vegna fram­sals hluta­bréfa í fyr­ir­tæk­inu til afkom­enda sinna. Það verður hins vegar að segj­ast að það er býsna ódrengi­legt af honum að fjalla ekk­ert um þá hlið máls­ins og gefa í skyn að því sé þver­öf­ugt far­ið. Í því sam­bandi skiptir engu máli þótt hann skrifi undir hatti pistla­höf­undar í umrætt sinn en ekki blaða­manns. Höf­undur er þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar