Villuljós

Brynjar Níelsson fjallar um nýleg skoðanaskrif ritstjóra Kjarnans í aðsendri grein.

Auglýsing

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, slær öll fyrri met sín í rang­færsl­um, útúr­snún­ingi og dylgjum í grein sinni: „Gjörið svo vel, fáið ykkur þjóð­ar­eign“ sem birt­ist á vef Kjarn­ans hinn 28. maí síð­ast­lið­inn. Í grein­inni fjallar hann um upp­skipt­ingu Sam­herja upp í tvö félög sem ráð­ist var í á árinu 2018 og fram­sali hluta­bréfa í Sam­herja hf. frá stofn­endum félags­ins til barna sinna. 

Um upp­skipt­ingu Sam­herj­a­sam­stæð­unnar í tvö félög skrifar Þórður Snær eft­ir­far­andi: „Engin sér­stök skýr­ing var gefin á þess­ari aðgerð en innan íslenska stjórn­kerf­is­ins hafa verið uppi grun­semdir um að ástæð­una megi finna í því að Sam­herji vildi kom­ast hjá víð­tækri upp­lýs­inga­gjöf sem fylgir svo­kall­aðri rík­i-­fyr­ir­-­ríki skýrslu til rík­is­skatt­stjóra. Slíkri skýrslu þurfa fyr­ir­tæki að skila sem eru með veltu yfir ákveðnu og mjög háu við­mið­i.“

Rit­stjór­inn virð­ist gleyma fyrri frétta­flutn­ingi sínum um sama mál því eins og hann rit­aði sjálfur í leið­rétt­ingu við eigin frétta­skýr­ingu, sem birt­ist 21. nóv­em­ber 2019, þá hefði umrædd upp­lýs­inga­gjöf aldrei náð til Sam­herj­a­sam­stæð­unnar því sam­an­lögð velta sam­stæð­unnar var ekki nálægt við­mið­un­ar­mörk­un­um. Verður að telj­ast furðu­legt að hann stilli mál­inu fram með þessum hætti núna, hálfu ári eftir að hann þurfti að leið­rétta eigin frétta­flutn­ing um sama mál.

Auglýsing

Þórður Snær horfir síðan fram­hjá því, vís­vit­andi eða vegna fáfræði, að í afkomutil­kynn­ingu, vegna árs­upp­gjörs Sam­herja fyrir árið 2017 kom fram að til­gang­ur­inn með upp­skipt­ing­unni í tvö félög væri að aðgreina inn­lenda starf­semi sam­stæð­unnar með skýr­ari hætti frá erlendri. Þá kemur fram í skjölum vegna skipt­ingar (Dem­erger documents), sem voru send Fyr­ir­tækja­skrá rík­is­skatt­stjóra og birt­ast opin­ber­lega, að skipt­ingin í tvö félög hafi verið liður í að auka hag­kvæmni í rekstr­in­um. Í grein­ar­gerð stjórnar Sam­herja hf., sem er hluti af þessum skjöl­um, segir orð­rétt: „Skipt­ing þessi er liður í end­ur­skipu­lagn­ingu á Sam­stæðu Sam­herja hf., en með skipt­ing­unni er starf­semi félags­ins erlendis færð í við­töku­fé­lag­ið, sem miðar að því að ná meiri skil­virkni og hag­kvæmni í rekstri.“

Ónafn­greindir við­mæl­endur rit­stjóra Kjarn­ans „innan íslenska stjórn­kerf­is­ins“ eru alveg örugg­lega ekki starfs­menn skatt­yf­ir­valda því öll þessi gögn eru í vörslum þeirra. Það er ómögu­legt að geta sér til um hvaða ónafn­greindu manna rit­stjór­inn er að vísa til. Þó er ljóst að þeir hafa ekki kynnt sér málið vel. Kjarn­inn hefur vænt­an­lega aðgang að þessum sömu skjölum í gegnum áskrift að Credit­in­fo. Annað hvort hefur rit­stjór­inn vilj­andi kosið að líta fram­hjá þeim eða hann hefur hrein­lega ekki nennt að fletta skjöl­unum upp. 

Dylgjur um skatta­snið­göngu

Þórður Snær fjallar einnig um þá ákvörðun hlut­hafa Sam­herja hf. að fram­selja hluta­bréfa­eign sína í fyr­ir­tæk­inu til barna sinna. Ann­ars vegar með sölu hluta­bréfa og hins vegar með fyr­ir­fram­greiddum arfi. Rit­stjór­inn dylgjar í grein sinni um það að ekki verði greiddir skattar af fram­sali hluta­bréf­anna. Þannig skrifar hann: „Skatt­greiðsl­urnar af þessum gjörn­ingi ættu því nokkuð aug­ljós­lega að hlaupa á millj­örðum króna. Fróð­legt verður að fylgj­ast með því hvort svo verði. Margt bendir til að svo verði ekki.“ Þórður Snær gerir hins vegar enga til­raun til að útskýra fyrir les­endum sínum hvað þetta sé sem veiti vís­bend­ingu um að ekki verði greiddur skattur af fram­sali hluta­bréf­anna. 

Sam­kvæmt lögum um tekju­skatt myndar hagn­aður af sölu hluta­bréfa stofn til fjár­magnstekju­skatts en skattur á fjár­magnstekjur er 22% sam­kvæmt sömu lög­um. Erfða­fjár­skattur er 10% sam­kvæmt lögum um erfða­fjár­skatt.

Í 4. gr. laga um erfða­fjár­skatt kemur fram skil­grein­ing á skatt­stofni erfða­fjár­skatts en átt er við heild­ar­verð­mæti allra fjár­hags­legra verð­mæta og eigna sem liggja fyrir að frá­dregnum skuldum og kostn­aði. Með heild­ar­verð­mæti er átt við almennt mark­aðs­verð­mæti. Í ákvæð­inu kemur síðan fram upp­taln­ing á því hvaða verð­mæti falli hér undir en þar seg­ir: „Gildir þetta um öll verð­mæti sem metin verða til fjár, þ.m.t. inn­bú, hús­bréf, fast­eigna­veð­bréf, verð­tryggð spari­skír­teini rík­is­sjóðs, skulda­bréf, hug­verka­rétt­indi, líf­trygg­ing­ar, bif­reið­ar, afla­heim­ildir o.fl. ­Síðan kemur fram í ákvæð­inu nákvæm lýs­ing á því hvernig beri að haga skatt­greiðslum þegar um er að ræða hluta­bréf í óskráðum félög­um, eins og staðan er í til­viki Sam­herja hf. Þar seg­ir: „Ef hluta­bréf í félagi eru ekki skráð á skipu­legum verð­bréfa­mark­aði skal miða við gang­verð þeirra í við­skipt­um, ann­ars bók­fært verð eigin fjár sam­kvæmt síð­asta end­ur­skoð­aða árs­reikn­ingi eða árs­hluta­reikn­ingi við­kom­andi félags að við­bættum áunnum óefn­is­legum verð­mætum sem metin eru til fjár og gefa af sér arð í fram­tíð­inni en óheim­ilt er lögum sam­kvæmt að færa til bók­ar.“

Að fram­an­sögðu virtu kom­ast menn ekk­ert hjá því að greiða 10% erfða­fjár­skatt þegar þeir fram­selja hluta­bréf í fyr­ir­tækj­um, hvort sem þau hafa afla­heim­ildir eða ekki. Menn geta ekki bara giskað á ein­hverja tölu út í blá­inn enda veitir lög­gjaf­inn skýrar leið­bein­ingar um skatt­stofn­inn. Því er ljóst að skatt­greiðslur fyrr­ver­andi hlut­hafa Sam­herja hf., sem fram­seldu bréf í fyr­ir­tæk­inu með sölu hluta­fjár og fyr­ir­fram­greiddum arfi, hlaupa á millj­örðum króna og munu vænt­an­lega skipta veru­legu máli fyrir rík­is­sjóð. Rit­stjóri Kjarn­ans hefur ekki nennt að kynna sér reglur um um þetta gildir eða kýs  að horfa alveg fram­hjá þeim. Gera verður ríkar kröfur um vönduð vinnu­brögð hjá reynslu­miklum blaða­manni eins og Þórði Snæ sem ætti að þekkja umrædd laga­á­kvæði eða að minnsta kosti kynna sér þau áður en farið er fram á rit­völl­inn.  

Rit­stjór­inn hefur lengi verið upp­tek­inn af hug­tak­inu gas­lýs­ingu (e. gaslight­ing) sem felst í því að afvega­leiða, ljúga og hanna nýja atburða­rás í þágu til­tek­ins mál­stað­ar. Þannig skrif­aði hann grein um þetta fyr­ir­bæri sem birt­ist í Kjarn­anum hinn 24. sept­em­ber 2017. Hug­takið hefur einnig verið þýtt sem villu­ljós í íslensku máli. Undir þetta fyr­ir­bæri, sem rit­stjóra Kjarn­ans er svo hug­leik­ið, fellur einnig að sleppa með­vitað mik­il­vægum upp­lýs­ingum ef þær þjóna ekki þeim mál­flutn­ingi sem er bor­inn á borð. Má segja að umrædd grein Þórðar Snæs eitt­hvert tærasta dæmi um gas­lýs­ingu eða villu­ljós sem sést hefur í seinni tíð.

Þórður Snær virð­ist hafa sterkar skoð­anir á þeim málum sem hann fjallar um sem blaða­maður og hefur jöfnum höndum skrifað frétta­skýr­ingar og skoð­ana­greinar um umdeild mál. Hefur hann reglu­lega hoppað á milli þess­ara hlut­verka í miðli sín­um. Það virð­ist ekki þjóna mál­flutn­ingi pistla­höf­und­ar­ins Þórðar Snæs að upp­lýsa les­endur sína um að hlut­hafar Sam­herja hf. munu ekki kom­ast hjá því að greiða millj­arða króna í skatta vegna fram­sals hluta­bréfa í fyr­ir­tæk­inu til afkom­enda sinna. Það verður hins vegar að segj­ast að það er býsna ódrengi­legt af honum að fjalla ekk­ert um þá hlið máls­ins og gefa í skyn að því sé þver­öf­ugt far­ið. Í því sam­bandi skiptir engu máli þótt hann skrifi undir hatti pistla­höf­undar í umrætt sinn en ekki blaða­manns. Höf­undur er þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar