Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar

Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands segir að atvinnuleysisbætur verði að vera hærri til þess að létta undir með helstu fórnarlömbum kreppunnar. Hann bendir á að bilið á milli lágmarkslauna og grunnatvinnuleysisbóta hafi víkkað undanfarin ár.

Auglýsing

Við Íslend­ingar höfum verið svo lánsöm að hér hefur lengst af verið lítið atvinnu­leysi. Það þýðir að fáir hafa þurft að stóla á flatar atvinnu­leys­is­bætur sem taka við eftir fyrstu þrjá mán­uð­ina í atvinnu­leysi á 70% af fyrri heild­ar­laun­um. Atvinnu­leys­is­bóta­kerfið íslenska hefur ekki verið mjög örlátt og því veitt frekar laka trygg­inga­vernd. 

Þegar fáir hafa verið atvinnu­lausir hefur lítið reynt á þetta. Nú þegar mun fleiri hafa misst vinn­una vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins en áður hefur sést er staðan orðin allt önn­ur. 

Þegar líður á sum­arið og upp­sagna­frestir líða út og þau sem þá verða enn atvinnu­laus klára rétt til 70% af fyrri heild­ar­launum (3 fyrstu mán­uð­irn­ir) þá falla þau á flötu bæt­urnar sem eru tæpar 290 þús­und krónur á mán­uði.

Auglýsing

Þá lenda þau flest í mik­illi kjara­skerð­ingu með til­heyr­andi erf­ið­leikum við að standa við skuld­bind­ingar sín­ar. Þau sem eru á með­al­launum missa meira en helm­ing tekna sinna og lág­launa­fólk með um 400 þús­und krónur fær hátt í 30% kjara­skerð­ingu.

Þetta er hóp­ur­inn sem er í hættu á því að verða fyrir mestum áhrifum af Covid-krepp­unni  – þau sem munu bera þyngstu efna­hags­legu byrð­arn­ar. 

Atvinnu­leys­is­bóta­kerfið ætti að verja slíkt fólk mun betur en nú er. Það blasir því við að ef við viljum létta undir með helstu fórn­ar­lömbum krepp­unnar þá þarf að hækka flötu atvinnu­leys­is­bæt­urn­ar. Einnig þyrfti að lengja í tíma­bil­inu á 70% af fyrri heild­ar­laun­um, helst úr 3 í 6 mán­uði.

Þegar við skoðum sam­band milli flötu atvinnu­leys­is­bót­anna og lág­marks­launa á vinnu­mark­aði yfir tíma, þá má sjá að atvinnu­leys­is­bætur hafa dreg­ist umtals­vert aft­urúr launum á síð­ustu árum (sjá mynd­ina hér að neð­an).

Það er því mikið til­efni til að hækka bæt­urnar mynd­ar­lega.

Þróun atvinnuleysisbóta og lágmarkslauna 2004 til 2020.

Árið 2009 mun­aði litlu á upp­hæðum atvinnu­leys­is­bóta og lægstu launa en nú er mun­ur­inn veru­leg­ur, eða sem nemur 45.490 krón­um. Stjórn­völd hafa ekki staðið sig nógu vel á þessu sviði.

Ég hef ítrekað bent á að trygg­inga­vernd íslensku atvinnu­leys­is­bót­anna er of lít­il, í greinum hér á Kjarn­anum (sjá hér og hér). 

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur und­an­farið lagt ríka áherslu á mik­il­vægi þess að bæta úr á þessu sviði, meðal ann­ars í stefnuplaggi ASÍ („Rétta leið­in“ út úr krepp­unni).

En slíkt umbóta­starf væri ekki bara rétt­læt­is­mál heldur myndi það einnig gagn­ast atvinnu­líf­inu sem örvun inn­lendrar eft­ir­spurnar ef kaup­geta lang­tíma atvinnu­lausra væri betur tryggð. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar