Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar

Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands segir að atvinnuleysisbætur verði að vera hærri til þess að létta undir með helstu fórnarlömbum kreppunnar. Hann bendir á að bilið á milli lágmarkslauna og grunnatvinnuleysisbóta hafi víkkað undanfarin ár.

Auglýsing

Við Íslend­ingar höfum verið svo lánsöm að hér hefur lengst af verið lítið atvinnu­leysi. Það þýðir að fáir hafa þurft að stóla á flatar atvinnu­leys­is­bætur sem taka við eftir fyrstu þrjá mán­uð­ina í atvinnu­leysi á 70% af fyrri heild­ar­laun­um. Atvinnu­leys­is­bóta­kerfið íslenska hefur ekki verið mjög örlátt og því veitt frekar laka trygg­inga­vernd. 

Þegar fáir hafa verið atvinnu­lausir hefur lítið reynt á þetta. Nú þegar mun fleiri hafa misst vinn­una vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins en áður hefur sést er staðan orðin allt önn­ur. 

Þegar líður á sum­arið og upp­sagna­frestir líða út og þau sem þá verða enn atvinnu­laus klára rétt til 70% af fyrri heild­ar­launum (3 fyrstu mán­uð­irn­ir) þá falla þau á flötu bæt­urnar sem eru tæpar 290 þús­und krónur á mán­uði.

Auglýsing

Þá lenda þau flest í mik­illi kjara­skerð­ingu með til­heyr­andi erf­ið­leikum við að standa við skuld­bind­ingar sín­ar. Þau sem eru á með­al­launum missa meira en helm­ing tekna sinna og lág­launa­fólk með um 400 þús­und krónur fær hátt í 30% kjara­skerð­ingu.

Þetta er hóp­ur­inn sem er í hættu á því að verða fyrir mestum áhrifum af Covid-krepp­unni  – þau sem munu bera þyngstu efna­hags­legu byrð­arn­ar. 

Atvinnu­leys­is­bóta­kerfið ætti að verja slíkt fólk mun betur en nú er. Það blasir því við að ef við viljum létta undir með helstu fórn­ar­lömbum krepp­unnar þá þarf að hækka flötu atvinnu­leys­is­bæt­urn­ar. Einnig þyrfti að lengja í tíma­bil­inu á 70% af fyrri heild­ar­laun­um, helst úr 3 í 6 mán­uði.

Þegar við skoðum sam­band milli flötu atvinnu­leys­is­bót­anna og lág­marks­launa á vinnu­mark­aði yfir tíma, þá má sjá að atvinnu­leys­is­bætur hafa dreg­ist umtals­vert aft­urúr launum á síð­ustu árum (sjá mynd­ina hér að neð­an).

Það er því mikið til­efni til að hækka bæt­urnar mynd­ar­lega.

Þróun atvinnuleysisbóta og lágmarkslauna 2004 til 2020.

Árið 2009 mun­aði litlu á upp­hæðum atvinnu­leys­is­bóta og lægstu launa en nú er mun­ur­inn veru­leg­ur, eða sem nemur 45.490 krón­um. Stjórn­völd hafa ekki staðið sig nógu vel á þessu sviði.

Ég hef ítrekað bent á að trygg­inga­vernd íslensku atvinnu­leys­is­bót­anna er of lít­il, í greinum hér á Kjarn­anum (sjá hér og hér). 

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur und­an­farið lagt ríka áherslu á mik­il­vægi þess að bæta úr á þessu sviði, meðal ann­ars í stefnuplaggi ASÍ („Rétta leið­in“ út úr krepp­unni).

En slíkt umbóta­starf væri ekki bara rétt­læt­is­mál heldur myndi það einnig gagn­ast atvinnu­líf­inu sem örvun inn­lendrar eft­ir­spurnar ef kaup­geta lang­tíma atvinnu­lausra væri betur tryggð. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar