Okkar SORPA

Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, skrifar um mikilvægi framfara í úrgangsmálum.

Sigrún Guðmundsdóttir
Auglýsing

Það er áreið­an­lega þarft að fjalla um upp­byggi­lega þætti sorps, nánar til­tekið lífúr­gangs. Ekki er langt síðan ég skrif­aði hér um mál­efni SORPU enda um mik­il­vægan sam­fé­lags­þátt að ræða og úrgangs­mál eru yfir­leitt fyr­ir­ferð­ar­mikil í umræðum manna á milli, ef rætt er um umhverf­is­mál. Það er greini­legt að mjög mörgum finnst mik­il­vægt að flokka og end­ur­vinna úrgang, og það er frá­bært. Það er líka svo nær­tækt að pæla í rusl­inu, sem er alstaðar nálægt – á heim­il­inu, í fyr­ir­tæk­inu, opin­berum stofn­unum o.s.frv. Fyrir stuttu fór ég yfir ein­hæfa og nei­kvæða umfjöllun um SORPU hér í Kjarn­an­um. Auð­vitað á umræða um nei­kvæða þætti rétt á sér, en sam­fé­lags­lega mik­il­vægir þættir eiga það líka, sér­stak­lega ef mál­efnið er brýnt. 

Gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU er bráð­nauð­syn­leg breyt­ing, mikið fram­fara­skref. Það besta við stöð­ina er ábyggi­lega að það verður svo aug­ljóst að úrgangur er ekki úrgangur (= ves­en, mengun og ógeð) heldur hrá­efni, eins og allt er á ein­hverjum tíma­punkti í þessum heimi, þ.e.a.s. í líf­inu. Ekk­ert hverfur bara, ekki heldur þótt það hverfi okkur sjónum (hvort sem það endar í Álfs­nesi eða Lang­tí­burtistan), því í alvör­unni sjálfri eru líf og hrá­efni aðal – við þekkjum þetta alveg: Af jörðu ertu kom­in/n og allt það. Og úr hrá­efnum búum við til alls kyns afurðir og nú mun SORPA gera það líka úr sínu hrá­efni, sorp­inu, og það ekk­ert slor: Metan og moltu. Metanið er lofts­lags­hlut­laust elds­neyti og moltan inni­heldur mik­il­væg áburð­ar­efni og húmus sem eru mik­il­væg hringrás­ar­efni. Sumir kalla þessa breyt­ingu á með­ferð sorps bylt­ingu og ég tel það ekki orðum auk­ið. Og því fleiri sem þekkja og skilja hlutverk hennar og áhrif, því magn­aðri er bylt­ing­in. 

Metan úr auð­nið­ur­brjót­an­legum lífúr­gangi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Metanið er umhverf­is­vottað af Nor­rænni Umhverf­is­merk­ingu (Svan­ur­inn) – svo fyr­ir­hyggju­samir voru SORP­U-­stjórn­end­ur. Met­an­fram­leiðsla úr urðun hefur verið stunduð hjá SORPU í 20 ár, svo löng og góð reynsla er komin á þá fram­leiðslu. Metanið telur ekki eins og jarð­efna­elds­neytið í koldí­oxíð­bók­hald­inu. Þannig getum við núllað út tugi stræt­is­vagna og rútur og hund­ruð og jafn­vel þús­undir minni öku­tækja ár hvert. Við þetta bæt­ist að með stýrðri vinnslu nást mun betri heimtur met­ans og því minnkar losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna úrgangs tals­vert, sem er bráð­nauð­syn­legt og telur vænt­an­lega í bók­hald­inu í tengslum við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Með sam­stilltu átaki stjórn­valda og þar til bærra aðila, t.d.. nokk­urra bænda, væri vel mögu­legt að koma á met­an­væddu Íslandi. Þýskir bændur í þús­unda­vís stunda met­an­fram­leiðslu og dágóð reynsla og þekk­ing er til staðar af tækn­inn­i. 

Auglýsing
Rafvæðing bíla­flot­ans, ekki síst bíla­leig­anna, gengur eðli máls sam­kvæmt ekki sér­lega hratt og hleðsla raf­bíla er ansi hæg, sem hentar ekki í lang­ferð­um. Met­an­væð­ing upp að skyn­sam­legu marki (sem þarf að finna út hvert er) er hag­kvæm sjálf­bær þró­un. Sam­kvæmt sölu­að­ilum Scania stræt­is­vagna kom­ast met­an­vagnar þeirra frá Rvík til Akur­eyrar og til baka á einni hleðslu. Auk SORPU er unnið metan úr urð­un­ar­stað Akur­eyr­inga í Gler­ár­dal og þar í bæ ganga nokkrir vagnar á met­ani. Bændur gætu síðan séð um að fram­leiða metan á vel völdum stöð­um, með stuðn­ingi stjórn­valda og með auka­hrá­efni frá fisk­verk­endum eða öðrum mat­væla­fram­leið­end­um, svo bíla­leigur gætu hæg­lega boðið upp á met­an­bíla sem fengju metan í öllum lands­hlut­um. Nægt fram­boð er af tví­orku­bíl­um, sem sagt bílum sem ganga bæði fyrir bens­íni og metangasi, svo hægt væri að byrja strax að bjóða met­an­bíla að því marki sem lík­leg met­an­væðing býð­ur. Þetta myndi hraða orku­skiptum í sam­göngum veru­lega. Ég gæti best trúað að ég yrði ekki ein um að verða miklu stolt­ari af þjóð­inni ef hún skellti sér í að bjóða uppá jarð­ol­íu­lausar sam­göngur fyrir alla og það hefði áreið­an­lega jákvæð áhrif í ferða­þjón­ust­unn­i. 

Gull jarð­yrkj­ans

Oft hef ég heyrt og lesið það sem erlent jarð­yrkju­fólk hefur að segja um mik­il­vægi moltu sem jarð­vegs­bæt­is. Talið hana sinn helsta fjár­sjóð. Og það er gott að hafa það bak við eyrað, að mold­in, jarð­veg­ur­inn, er upp­spretta lífs­ins. Gróð­ur­inn lifir á jarð­veg­inum og dýrin á plönt­un­um. Molta er sam­bæri­leg við mik­il­vægan hluta jarð­vegs og inni­heldur m.a. hinn lífs­nauð­syn­lega fos­fór. Fos­fór er í öllum líf­verum, m.a. í kjarn­sýr­un­um, og hann er mik­il­vægur í orku­bú­skap frumna. Til­bú­inn fos­fórá­burður er unn­inn úr námum og rétt eins og jarð­ol­ían gengur hann til þurrð­ar. Því miður er ekk­ert sem kemur í hans stað, ekk­ert stað­geng­ils­efn­i. 

Fyrr en síðar þurfum við að end­ur­heimta þessi efni úr úrgangi, koma hringrásinni aftur í gang. Það er hrein­lega sið­ferði­lega rangt að láta hið góða hrá­efni sem lífúr­gangur er fara til spillis og þannig líf­efn­um. Ómeng­að­ur, rétt með­höndl­aður lífúr­gangur er gull garð­yrkju­fólks og bænda og grunnur að góðri rækt­un. Eins og ég ræddi í síð­ustu grein minni hér er þörf á þró­un­ar­vinnu hjá SORPU á moltu, svo hægt sé að selja hana. Eins er grund­vall­ar­at­riði að gæða­votta hana. Með hringrás­ar­hag­kerfi, sem mikið er talað um á tylli­dögum hér (en ESB hóf inn­leið­ingu á fyrir 4-5 árum) ætti mark­aður að fara að skap­ast fyrir moltu. Ekki að mark­aður sé nauð­syn­legur fyrir alla skap­aða hluti, en það er hefð­bundið kerfi nútím­ans. Öfugt við nátt­úru­lög­málin þá eru „mark­aðslög­mál­in“ nefni­lega ekki frum­for­senda sam­fé­lags­ins, enda eru þau til­bún­ingur mann­anna á meðan nátt­úru­lög­málin eru óbreyt­an­leg. Það væri áreið­an­lega góð til­högun að íbúar á starfs­svæði SORPU gætu fengið það moltu­magn sem sam­svarar lífúr­gangi þeirra frítt (þeir borga jú fyrir með­höndl­un­ina) og þetta fyr­ir­komu­lag byði jafn­framt upp á upp­byggi­lega teng­ingu við nátt­úr­una og hringrásir henn­ar.

Höf­undur er MSc. umhverf­is- og auð­linda­fræð­ing­­ur. Sér­­hæf­ing: Nýt­ing lífúr­­gangs (B.Sc. líf­fræð­ing­­ur) og sjálf­­bær þró­un. ­

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í stamtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar