Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar

Guðmundur Guðmundsson veltir því fyrir sér hvers vegna ekki sé rætt meira um hlutverk vetnis sem lausn á orku- og loftslagsvanda framtíðar hér á landi.

Auglýsing

Í 50 ár hefur fram­leiðsla á vetni verið mikið í opin­berri umræðu hér á landi, sér­stak­lega eftir að Háskóli Íslands stóð fyrir rann­sóknum á fram­leiðslu þess með raf­magni. Þá var aðal­mark­miðið að nýta vetnið beint sem elds­neyti, aðal­lega fyrir bíla.

Á síð­ustu árum hefur orðið ljóst að nýta má vetnið á miklu víð­tæk­ari hátt, til dæmis sem geymslu-, flutn­ings- og dreif­ing­ar-­mögu­leika fyrir raf­orku. Síð­ast en ekki síst felur vetni í sér mögu­leik­ann á að breyta koldí­oxíði í fljót­andi elds­neyti með svo­nefndri „orku breytt í vökva“ eða PtL (power to liquid) aðferð. Þannig hefur vetnið fengið mjög mik­il­vægt hlut­verk sem lausn á orku- og lofts­lags­vanda fram­tíð­ar­. Af hverju er ekki meiri umræða um þessa mik­il­vægu þróun hér á landi í dag, og rann­sóknir og fram­kvæmdir á þessu sviði? Er þetta ekki einmitt mögu­leik­inn, sem Alþjóða-orku­mála­stofn­unin hefur mælt með að nýta í fram­haldi Covid-19 heims­far­ald­urs­ins? Að staldra við og nýta tæki­færið til að færa okkur frá kolefn­is­orku yfir í hreina orku?

Í Þýska­landi fer um þessar mundir fram mikil umræða um hvort þar skuli veðja á vetnið sem fram­tíð­ar­lausn í orku­málum og sama má segja um Norð­ur­lönd­in. Er ekki ástæða fyrir Íslend­inga að hug­leiða aðra nýt­ingu á hreinni raf­orku en til málm­bræðslu?

Auglýsing

Frá lokum 20. ald­ar­innar hafa umræður um lofts­lags­mál, sem byggj­ast á kenn­ingum og mæl­ingum á hraðri hlýnun jarð­ar, verið aðal­málið á alþjóða­vett­vangi. Mikil vinna og rann­sóknir hafa verið lagðar í lausnir á loft­lags­vand­an­um, mik­il­vægar alþjóð­legar ráð­stefnur verið haldnar og alþjóð­legir samn­ingar verið gerð­ir. Þar hafa þjóðir lagt fram áætl­anir um aðgerðir sem þær ætla að ráð­ast í gegn vand­anum og tíma­sett mark­mið verið sett.

Alþjóða­orku­mála­stofn­un­in, IEA (International Energy Agency), hefur nú vísað til þess­ara aðgerða og áætl­ana í til­kynn­ingu til stjórn­valda víða um heim. Eru þau hvött til þess að nýta það sér­staka ástand, sem mynd­ast hefur í orku­fram­leiðslu, iðn­aði, sam­göngum og atvinnu­líf­inu í heim­inum á tímum Covid-19 heims­far­ald­urs­ins, til þess að flýta fram­kvæmd orku­skipta úr meng­andi jarð­efna­elds­neyti yfir í umhverf­is­væna eða græna orku. Bendir stofn­unin á þau sterku og jákvæðu áhrif, sem orku­skiptin myndu hafa á bar­átt­una gegn hlýnun jarð­ar­.  

Hver eru svo þessi jákvæðu áhrif hreinnar orku á hlýnun jarð­ar? Þau eru í meg­in­dráttum tví­þætt. Í fyrsta lagi er fram­leiðsla orku stærsta, ein­staka orsök koldí­oxíðslos­unar í heim­in­um. Og í öðru lagi er ýmis iðn­að­ar­starf­semi, sér­stak­lega málm­bræðsl­ur, næst stærsta upp­spretta koldí­oxíðslos­unar í heim­in­um.

Við málm­fram­leiðslu er orkan oft­ast lyk­il­at­riði. Þetta er þýð­ing­ar­mikið fyrir Ísland. Hér á landi er fram­leidd hrein og umhverf­is­væn orka (vatns- og jarð­varma­orka) í miklu magni, og hún skapar litla meng­un. Á hinn bóg­inn er hér stór­iðja sem bygg­ist mest á málm­bræðslu, aðal­lega fram­leiðslu á áli, sem hefur mikið útstreymi koldí­oxíðs og ann­ara gas­teg­unda, sem hafa gróð­ur­húsa­á­hrif í för með sér.

Nú má nýta orku til þess að minnka útstreymi koldí­oxíðs. Það er gert með því að breyta koldí­oxíð­inu efna­fræði­lega í annað efna­sam­band sem ekki er skað­legt umhverf­inu, eða binda það öðrum efn­um. Það kemst þá ekki í and­rúms­loftið til að valda lofts­lags­hlýn­un. Slíkar lausnir eru til nú þeg­ar, tæknin er fyrir hendi og hefur verið lengi. Þær hafa þó verið það kostn­að­ar­sam­ar, að þær hafa ekki verið sam­keppn­is­færar við aðrar og ódýr­ari lausn­ir.

Loft­hlýn­un­ar­vanda­málið var ekki tekið alvar­lega fyrr en fyrir um 30 árum. Lung­ann úr tutt­ug­ustu öld­inni þótti það ekki ámæl­is­vert að láta mikið magn þess­ara gróð­ur­húsa­loft­teg­unda streyma óheft út í and­rúms­loft­ið. Það var ekki fyrr en 1997 sem fyrsti alþjóða­samn­ing­ur­inn um lofts­lags­mál var und­ir­rit­aður í Kyoto Jap­an. Þar skuld­bundu ríki heims­ins sig til að draga úr losun þess­ara loft­teg­unda. Síðan hafa verið haldnar fleiri alþjóða­ráð­stefnur sem hertu enn frekar á skuld­bind­ing­un­um, þar sem fyrri aðgerðir virt­ust ekki nægja. Þá var einnig farið að huga að skatt­lagn­ingu meng­un­ar­valda og umræðan sner­ist um kolefn­is­skatt, kolefn­is­jöfnun og kolefn­is­spor.

Í Evr­ópu­sam­band­inu voru fyrst settar reglur um þetta í formi mark­aðs­kerf­is, sem náðu til iðn­fyr­ir­tækja og loft­ferða. Gefin voru út og seld los­un­ar­vott­orð, en verð­gildi þeirra var lengst af mjög lágt og hafði kerfið því lítil áhrif til útstreym­is­-minnk­un­ar. Fleiri fylgdu í kjöl­farið en alstaðar er gjaldið lágt og kerfið óskil­virkt. Það er fyrst núna sem víð­tækara skatt­kerfi er í vinnslu, þar sem gert er ráð fyr­ir, að kolefn­is­gjaldið verði veru­leg fjár­hæð. Þetta á sér­stak­lega við í Evr­ópu­sam­band­inu, sem hefur tekið for­ystu í þessu máli. Þessi þróun er talin hafa áhrif til þess að tækni­lausn­irn­ar, þó kostn­að­ar­samar séu, verði hag­stæðar fyrir til dæmis málm­fram­leið­end­ur, þar sem útstreymi skað­samra loft­teg­unda er hvað mest. Nú búa stál-, ál- og sem­ents-fram­leið­endur o.fl. sig undir stór­hækkun kolefn­is­skatta. Þeir sem lengi hafa greitt um 5 € fyrir koldí­oxíð-tonnið skv. evr­ópska mark­aðs­kerf­inu, sjá nú fram á hækkun sem nemur tugum evra á næsta ára­tug og jafn­vel meira, þegar lengra er litið til fram­tíðar.

Því er iðn­að­ur­inn nú í óða önn að leita hag­kvæm­ustu tækni­lausna, til þess að losna undan þess­ari skatt­heimtu. Fyrstu hug­myndir að ódýrum og skjót­fengnum lausnum ganga út á að dæla fljót­andi koldí­oxíði niður í tóma­rými neð­an­jarð­ar, t.d. í tæmdar olíu- eða gaslind­ir. Nefn­ist þessi aðferð kolefn­is­föngun og -geymsla eða CCS (car­bon-capt­ure-­stora­ge). Sem dæmi má nefna að norska sem­ents­fyr­ir­tækið Norcem gerir nú til­raunir með þessa aðferð. Koldí­oxíðið er fang­að, hreinsað og gert fljót­andi og síðan flutt með tank­bílum í birgða­tanka við næstu höfn. Þaðan flytja svo tank­skip þetta fljót­andi koldí­oxíð að tæmdum neð­an­sjáv­ar­ol­íu­lindum í Norð­ur­sjó til fram­tíð­ar­geymslu.

Þessi aðferð, að koma í veg fyrir útstreymi koldí­oxíðs í and­rúms­loftið með ein­faldri geymslu­að­ferð, er varla lang­tíma­lausn, þó að víða séu til stór neð­an­jarðar hol­rými eftir upp­dæl­ingu olíu og gass.

Þró­aðra afbrigði þess­arar lausnar er aðferð sem hefur hlotið nafnið Car­bFix, og hefur verið þróað á Íslandi við jarð­varma­orku­verið á Hell­is­heiði. Þar er rýmið sem heita vatnið skilur eftir sig við upp­dæl­ingu fyllt með fljót­andi koldí­oxíði, en ólíkt Norð­ursjáv­ar­-­dæm­inu hefur hér tek­ist að binda koldí­oxíðið með efna­skiptum í basalt-jarð­lög­unum

Car­bFix-að­ferðin gefur mögu­leika á betri lang­tíma­lausn en ein­föld neð­an­jarð­ar­geymsla, en við­eig­andi jarð­efna­steindir þurfa þó að vera til stað­ar. Af þeim sökum er enn verið að leita ann­arra og hald­bær­ari lang­tíma­lausna á svæðum þar sem slíkar stein­dir er ekki að finna.

Eins og fram kom hér að framan eru slíkar lausnir tækni­lega þekkt­ar, en hafa alla tíð verið of kostn­að­ar­samar til þess að þykja not­hæf­ar. Nú hefur lofts­lags­hlýn­unin breytt dæm­inu og hafin er viða­mikil þró­un­ar­starf­semi með það að mark­miði að gera þessar lausnir sam­keppn­is­fær­ar.

Þær ganga aðal­lega út á að fanga koldí­oxíðið og þétta, svipað og er um geymslu­að­ferð­ina, en í stað geymslu kemur nýt­ing, og því kall­ast aðferðin kolefn­is­föngun og -nýt­ing eða CCU (car­bon- capt­ure- util­ization). Í þessu felst að í stað þess að geyma koldí­oxið er því breytt með efna­skiptum í ný efna­sam­bönd, sem hægt er að nota beint sem elds­neyti eða í efna­iðn­aði, til dæmis við fram­leiðslu amm­on­i­aks í köfn­un­ar­efn­is-á­burð. Á þennan hátt er komin sú efna­hringrás, sem svo mikil áhersla er lögð á í nútíma-um­hverf­is­lausn­um.

En til þess að þessi lausn sé raun­veru­lega umhverf­is­væn, þarf hún að byggj­ast á umhverf­is­vænni orku. Og þá er komið að kjarna máls­ins. Sú efna­skipta­lausn, sem þekkt­ust er til efna­breyt­ingar koldí­ox­iðs og vetn­is, er svo­nefnd Fischer-Tropsch aðferð, sem þróuð var í Þýska­landi á þriðja ára­tug síð­ustu ald­ar. Með henni er koldí­oxíði og vetni breytt í kol­vetn­is-­sam­bönd, sem nýta má sem elds­neyti. Vegna hás verðs á grænu vetni var þessi aðferð ekki talin hag­nýt eða sam­keppn­is­fær fyrr en nú, þegar aðstæður hafa breyst vegna lofts­lags­vand­ans.

Við leit­ina að leið til lækk­unar á verði umhverf­is­væns eða græns vetnis voru einkum tveir þættir til skoð­un­ar. Í fyrsta lagi verð orkunnar og í öðru lagi fram­leiðslu­fer­ill­inn. Fram­leiðsla græns vetnis bygg­ist á raf­grein­ingu, þar sem vatn er greint í vetni og súr­efni. Raf­grein­ingin kallar á mikla raf­magns­notkun og er efna­fræði­lega óhag­kvæm og dýr. Því hefur vetni hingað til verið fram­leitt úr vatns­gufu með kolum eða jarð­gasi, sem kostar mun minna, en slíkt vetni er hvorki grænt né umhverf­is­vænt.

Umhverf­is­væn eða græn raf­orka er smám saman að ná meira vægi í orku­þróun heims­ins. Hita­orkan sem áður var mest unnin úr jarð­efna­elds­neyti er á nið­ur­leið vegna koldí­oxíðs-­mynd­unar við bruna. Þró­unin stefnir nú að fram­leiðslu raf­magns sem aðal­-orku­teg­undar fram­tíð­ar­inn­ar. Því er mikil áhersla lögð á að þróa umhverf­is­væna tækni til raf­orku­fram­leiðslu, á þann veg að hún verði hag­kvæm­ari en olía, gas eða kol, um leið og raf­magn verður hag­kvæm­ari orku­gjafi en hvers kyns jarð­efna­elds­neyti á sem flestum svið­um.

Þessi þróun er í miklum og örum vexti. Sér­stak­lega er nú lögð áhersla á vind- og sól­ar­orku­ver. En bæði vind- og sól­ar­orku fylgir það vanda­mál, að lítið er hægt að nýta hana nema á meðan fram­leiðsla orkunnar fer fram. Bein geymslu­tækni fyrir þessar orku­teg­undir felst helst í raf­hlöð­um, en það er flókin og kostn­að­ar­söm geymslu­að­ferð.

Og það er einmitt hér sem vetnið kemur til sög­unn­ar. Ef það tekst að fram­leiða vetni með raf­grein­ingu, þar sem notað er umhverf­is­vænt raf­magn, fram­leitt með vatns- vind- eða sól­ar­orku, og það á sam­keppn­is­hæfu verði, er komin leið til vinnslu græns vetn­is. Úr grænu vetni má svo auð­veld­lega aftur fram­leiða græna raf­orku með efn­ara­föl­um. Vetnið hefði þannig tvenns konar hlut­verk – að vera geymsla fyrir græna raf­orku og um leið hrá­efni í ný efna­sam­bönd með koldí­oxíði, og nýt­ast þannig í bar­átt­unni við lofts­lags­hlýn­un­ina.

Á tækni­svið­inu er nú unnið hörðum höndum við fram­leiðslu grænnar raf­orku og græns vetnis og eru fram­farir miklar á báðum svið­um. En við búum við efna­hags­stefnu þar sem mark­aðs­öflin ráða för og þar þarf margs að gæta. Alþjóða orku­stofn­unin minnir t.d. á og varar við því, að lækki verð grænnar raf­orku, þá muni selj­endur jarð­elds­neytis að lík­indum lækka sitt verð á móti og það yrði vanda­mál.

Aftur á móti hefur vænt­an­leg hækkun kolefn­is­gjalds jákvæð áhrif á inn­leið­ingu hreinnar orku og þróun við­eig­andi tækni­lausna sömu­leið­is. Og und­ir­staða alls þessa er svo grunn­verð raf­orkunnar eða orku­verð til stórnot­enda á hverjum stað. Upp­lýs­ingar um það liggja oft ekki á lausu eða erfitt er að skil­greina það. En Ísland hefur alltaf staðið fram­ar­lega hvað lágt orku­verð snert­ir.

Evrópska hagstofan, Eurostat, birtir árlega gögn um raforkukostnað mismunandi notenda. Landsvirkjun bendir á að miðað við gögn fyrir árið 2018 sjáist að heimili og fyrirtæki á Íslandi séu með lægsta raforkukostnaðinn af öllum Norðurlöndunum (ath: USD/MWSt = US mills/kwst). Mynd: Fréttablaðið

Til við­bótar við mögu­leik­ann að geyma raf­orku á formi vetn­is, er mikil þróun í gangi í Evr­ópu að finna hag­kvæm­ari flutn­ings­tækni fyrir raf­orku en nú er. Þar hefur vetnið einnig komið inn í umræð­una. Í Evr­ópu og víðar er víð­feðmt kerfi pípu­lagna fyrir gas. Sér­fræð­ingar telja að það sé mun hag­kvæm­ari lausn að nýta gasleiðslu­kerfin fyrir grænt vetn­is-­gas í fram­tíð­inni en að reisa áfram dýrar loft­línur eða leggja jarð­strengi fyrir raf­magn. Þessi þróun fer aðal­lega fram í Þýska­landi, þar sem vind­orku­ver eru í mik­illi sókn. Verið er að leggja niður kola­orku­ver og stál­iðn­að­ur­inn þar leitar leiða til notk­unar á grænu vetni í stað kol­anna við umbreyt­ingar járnoxíðs í járn.

Gasleiðslukerfi Evrópu (rauðar og bláar línur) og fyrstu áætlanir um aðalleiðslur í framtíðinni (rauðgular línur)  Tækniháskólinn í Delft vetni fyrir Evrópu, 40 gígawatta rafgreiningarverkefni.

Eins og fram kemur í línu­rit­inu að framan hefur Ísland alltaf staðið fram­ar­lega hvað orku­verð snert­ir. Eftir 1970 hófust umfangs­miklar rann­sóknir á vetni og notk­un­ar­mögu­leikum þess við Háskóla Íslands. Helsti hvata­maður þess­ara rann­sókna var dr. Bragi Árna­son pró­fess­or, sem átti eftir að fylgja mál­efn­inu fast eftir næstu ára­tug­ina. Var áherslan lögð á almennt nota­gildi vetn­is­fram­leiðslu á Íslandi jafnt til heima­brúks sem útflutn­ings. Rann­sókn­irnar end­uðu svo árið 2001 með fjög­urra ára til­rauna­verk­efni á vegum Nýorku ásamt erlendum fyr­ir­tækjum og inn­lendum stofn­un­um. Var þar lögð aðal­á­hersla á notkun vetnis í sam­göng­um, sér­stak­lega fyrir stræt­is­vagna. Nið­ur­staðan varð þó sú sama og ætíð fyrr; fram­leiðslu­verð vetn­is­ins var of hátt.

Allt frá 1970 til þessa dags hefur fram­tíð­ar­-vetn­is­fram­leiðsla svo verið í opin­berri umræðu; á Alþingi, á ráð­stefnum og í fjöl­miðl­um. Ekki hefur þó farið mikið fyrir áfram­hald­andi rann­sóknum eða til­raunum á þessu sviði hér á landi síð­ustu árin, en á því kann þó að verða breyt­ing innan skamms, eins og vikið verður að síð­ar.

Áður kom fram að Þjóð­verjar hafa mik­inn áhuga á að flýta þróun og verk­legri nýt­ingu á grænu vetni. Þaðan bár­ust svo fréttir um braut­ryðj­andi árangur lít­ils nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækis í Dres­den. Fyr­ir­tækið heitir Sun­fire GmbH og var stofnað 2010. Litlu síðar kynnti Sun­fire nýja tækni sem fyr­ir­tækið hafði þróað til raf­grein­ingar á vatni, þar sem fram­leiðslu­fer­ill­inn gaf miklu betri afköst en áður var þekkt. Var um að ræða háhita-raf­grein­ingu við 800-1000°C, með notkun nýrra efna­hvata.

Nokkrum árum seinna kynnir Sun­fire svo frek­ari þróun vetn­is­notk­unar í til­rauna-fram­leiðslu­sam­stæðu (test react­or), þar sem vetnið gengur í efna­sam­band við koldí­oxíð og myndar gas eða fljót­andi elds­neytis­teg­und­ir, svo sem met­an, bens­ín, dísilolíu eða flug­véla­bensin (ker­os­in). Þetta fram­leiðslu­kerfi nefndu þeir „orku breytt í vökva“ eða „power to liquid“, skamm­stafað PtL.

Aðsend mynd

Sun­fire setti þró­un­ar­skema sitt upp á ein­faldan hátt: Gert er ráð fyrir að grunnorkan sé sól­ar- eða vind­orka, en það er sú græna orka, sem Þýska­land byggir sínar fram­tíðar orku­á­ætl­anir á. Fyrsta skrefið er raf­grein­ing­in, í næsta efna­skipta­ferli gengur vetnið í sam­band við koldí­oxíð og það mynd­ast svo­nefnt „efnagas“ (synt­hese gas), sam­sett úr kolmónoxíði og vetni, sem í þriðja skrefi sam­ein­ast eftir Fischer-Tropsch efna­ferl­inum í blöndu af mis­mun­andi elds­neytis­teg­und­um, sem nota má sem elds­neyti á sam­göngu­tæki og í iðn­að­ar­fram­leiðslu. Sun­fire sýndi nokkrar svona til­rauna­sam­stæð­ur, sem fram­leiddu nokkra tugi lítra af mis­mun­andi elds­neyti á dag. Við kynn­ingu á fram­leiðslu­ein­ingu árið 2015 fram­leiddu starfs­menn Sun­fire græna dísilolíu á staðnum og dældu henni á bif­reið vís­inda­ráð­herra Þýska­lands, sem síðan ók til síns heima. Þarna var komin mögu­leg óska­staða fyrir orku­mál Þýska­lands, sem komin voru í mikinn hnút. Búið var að ákvarða nið­ur­lagn­ingu kola­vinnslu á næstu ára­tugum og verið er að loka kjarn­orku­ver­unum líka, einu af öðru. Stál­iðn­að­ur­inn þýski þarfn­ast mik­ils magns kola, bíla­iðn­að­ur­inn þar hefur treyst of lengi á jarð­ol­íu­elds­neyti og gasneysla til heim­il­is­nota og ann­ars er mik­il. Allt þetta má leysa með vetni. Þá er aðeins eftir spurn­ingin um kostn­að­inn.

Að sögn tals­manna Sun­fire skiptir verðið á grunnorkunni mestu máli. Að þeirra sögn töldu þeir að verðið fyrir t.d. bíla­elds­neyti frá þeim gæti verið sam­keppn­is­fært, ef verð grænnar raf­orku færi ekki yfir 5 evr­u-cent (50 evr­u-mills) á kWst., en tóku fram að enn væri það 8 evr­u-cent á kWst. í Þýska­landi.

Þró­unin hefur flogið áfram þessi fimm ár sem liðin eru frá kynn­ingu til­rauna­sam­stæð­unnar í Dres­den. Norð­ur­löndin hafa senni­lega lægstu raf­orku­verð­in. Því er ekki und­ar­legt að fyrsta iðn­að­ar­sam­stæðan er í bygg­ingu í Pors­grunn í Nor­egi. Nú hefur fyr­ir­tækja­sam­steypa í Dan­mörku gert áætlun um að þróa stærstu fram­leiðslu­ein­ingu á grænu elds­neyti í heim­inum með raf­grein­ingu á vatni með vind­orkuraf­magni. Þar er um að ræða stór­fyr­ir­tæki tengd flugi, skipa­flutn­ingum og bif­reiða­rekstri. Skal fram­leiðslu­ein­ingin fara í rekstur árið 2030. Hún á að fram­leiða 250.000 tonn af umhverf­is­vænu elds­neyti á ári fyrir rút­ur, flutn­inga­bif­reið­ar, skip og flug­vél­ar.

Þótt aðstæður til vetn­is­fram­leiðslu séu góðar hér, mikil nátt­úru­leg háhita- og vatns­orka fyrir hendi og verð orkunnar vel sam­keppn­is­fært, virð­ist Ísland ekki hafa tekið virkan þátt í þess­ari þróun síð­ustu árin. Nú er útlit fyrir að ein­hver breyt­ing sé að verða þar á, sam­kvæmt nýlegri frétt á vef Lands­virkj­un­ar. Þar kemur fram að und­ir­bú­ingur sé haf­inn fyrir fram­leiðslu á grænu vetni með raf­grein­ingu við Ljósa­foss­stöð. Ef af verð­ur, markar það þátta­skil í vetn­is- og orku­málum hér á landi.

Önnur leið, sem lítið eða ekki hefur verið rann­sökuð hér, er nýt­ing á koldí­oxíði frá stór­iðju. Sam­safn á koldí­oxíð-út­streymi er mikið frá stór­iðj­unni og bundið við fáa staði, þar sem á hverjum stað mætti reisa sjálf­stæðar PtL stöðv­ar. Þar myndi reyna á sam­keppni við Car­bFix aðferð­ina.

Og þó að segja megi, að Ísland sé vel sett gagn­vart geymslu­vanda­mál­inu, þar sem hér er nær ein­göngu um vatns­orku að ræða, er vind­orkan þegar komin í umræð­una. Og þar sem flytja má vetnið í tank­skip­um, bæði sem vetni á fljót­andi formi eða umbreytt í ammón­íak, er engin þörf fyrir sæstreng ef orka verður afgangs til útflutn­ings.

Aðal­málið er að vetnið er talið leika aðal­hlut­verk í orku- og lofts­lags­málum fram­tíð­ar. Þá skil­grein­ingu styðja nýj­ustu umræður í Þýska­landi, þar sem rætt er um það á æðstu stöð­um, að vetni verði lyk­il­at­riði í lausnum á orku­málum lands­ins. 

Að lokum má vísa til til­mæla Alþjóða orku­mála­stofn­un­ar­inn­ar, um að nýta aðstæð­urnar sem mynd­ast hafa í Covid-19 heims­far­aldr­inum til að beina orku­málum í far­veg hreinnar orku. Lofts­lags­váin og COVID-19 far­ald­ur­inn eru líka skyld fyr­ir­bæri að því leyti, að í báðum til­fellum er óvin­ur­inn ósýni­leg­ur.

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri tækni­mála hjá Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins á Akra­nesi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar