Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar

Auglýsing

Bæj­ar­full­trúum og almennum Hafn­firð­ingum kross­brá þegar aug­lýs­ing frá Kviku banka um sölu á hlut Hafn­firð­inga í HS Veitum birt­ist í Frétta­blað­inu þann 7. maí síð­ast­lið­inn. Bæj­ar­full­trúar minni­hlut­ans voru hvorki upp­lýstir um að sölu­ferli væri hafið né heldur að Kviku banka hefði verið falið að sjá um það ferli enda hafði málið ekki verið tekið til umfjöll­unar á vett­vangi bæj­ar­ráðs, né heldur bæj­ar­stjórn­ar. Þessar upp­lýs­ingar fengu bæj­ar­full­trúar minni­hlut­ans því fyrst að lesa um í fjöl­miðl­um.

Margir hafa velt vöngum yfir því hvernig og af hverjum sú ákvörðun var tekin að fá Kviku banka til að ann­ast söl­una fyrir Hafn­ar­fjörð. Á fundi bæj­ar­ráðs þann 20. maí lagði Adda María Jóhanns­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fram fyr­ir­spurn um hvernig sú ákvörðun hafi verið tekin og hvaða for­sendur hafi legið þar að baki. Svörin eru vænt­an­leg á næsta fundi bæj­ar­ráðs á fimmtu­dag og verður áhuga­vert að sjá hvað kemur fram í þeim.

Þangað til­ hljótum við að spyrja okk­ur hvort tengsl Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra, og eig­in­manns hennar við lyk­il­menn í ­Kviku banka kunni að hafa leikið hlut­verk í þeirri skringi­legu atburð­ar­rás sem spil­ast hefur út í Hafn­ar­firði í tengslum við fyr­ir­hug­aða sölu á hlut bæj­ar­ins í HS Veit­um.

Auglýsing

BF-­út­gáfa, RNH og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn

Rósa Guð­bjarts­dóttir og eig­in­maður henn­ar, Jónas Sig­ur­geirs­son, tengj­ast tveimur lyk­il­starfs­mönnum Kviku banka á a.m.k. þrjá vegu. Jónas starfar sem fram­kvæmda­stjóri bóka­út­gáf­unnar BF-­út­gáfu sem gefur út undir heit­unum Bóka­fé­lag­ið, Almenna bóka­fé­lag­ið, Bóka­út­gáfan Björk og Unga ástin mín. Einn af eig­endum BF-­út­gáfu er Ármann nokkur Þor­valds­son, en Ármann er aðstoð­ar­for­stjóri Kviku banka. Aðrir eig­endur BF-­út­gáfu eru Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, stjórn­mála­fræði­pró­fess­or, Kjartan Gunn­ars­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Baldur Guð­laugs­son, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu sem dæmdur var í Hæsta­rétti árið 2012 fyrir inn­herja­svik og brot í opin­beru starfi. Auk þess að tengj­ast í gegnum BF-­út­gáfu voru þeir Ármann og Jónas einnig sam­starfs­fé­lagar í Kaup­þingi á árunum fyrir hrun.

Þræðir Kviku banka og Jónasar Sig­ur­geirs­son­ar liggja einnig saman í Rann­sókn­ar­setri um nýsköpun og hag­vöxt. Á vef ­rann­sókn­ar­set­urs­ins er Jónas titl­aður fram­kvæmda­stjóri auk þess sem hann situr í stjórn þess. Með Jónasi í stjórn RNH sit­ur Gísli Hauks­son, for­maður fjár­mála­ráðs Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­stjóri GAMMA. Gísli var sam­starfs­fé­lagi þeirra Jónasar og Ármanns Þor­valds­sonar í Kaup­þingi en hann seldi Kviku allt hluta­féð sitt í GAMMA í lok árs­ins 2018. Í stjórn­inni sitja einnig þeir Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­víkur og eig­andi Íslenskrar vatns­orku hf, Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Jón­mundur Guð­mars­son, for­stöðu­maður sölu og við­skipta­tengsla hjá Kviku banka. 

Auk þess að tengj­ast Jónasi í gegnum RNH teng­ist Jón­mundur einnig Rósu í gegnum Sjálf­stæð­is­flokk­inn, en Jón­mundur var bæj­ar­stjóri á Sel­tjarn­ar­nesi árin 2002 til 2009 og fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá 2009 til 2014. Rósa var kjörin í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar árið 2006 og hefur verið odd­viti flokks­ins frá árinu 2010. Því hafa þau Rósa og Jón­mund­ur, sem nú starfar hjá Kviku banka, verið sam­verka­menn í flokknum í dágóðan tíma.

Sporin hræða

Spill­ing­ar­saga Sjálf­stæð­is­flokks­ins í tengslum við einka­væð­ing­u á eignum almenn­ings­ verður ekki rakin hér, þó af mörgu sé að taka. Hjá Sjálf­stæð­is­flokknum virð­ist vera regla frekar en und­an­tekn­ing að ­eignum almenn­ings sé ráð­stafað til vild­ar­vina í reyk­fylltum bak­her­bergjum í stað þess að reynt sé að fá ­fyrir þær ­sem hæst verð í opnu sölu­ferli. Ég ætla ekki að halda því fram að sú sé raunin nú og að ein­hvers staðar bíði vel tengdur aðili eftir því að fá hlut Hafn­firð­inga í HS Veit­u­m á vild­ar­kjör­um. Hins vegar hræða sporin í þessum efnum og ógagnsæ vinnu­brögð meiri­hluta bæj­ar­stjórnar í mál­inu vekja upp spurn­ingar um hvort ann­ar­legir hags­munir búi að baki áformum um einka­væð­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. 



Með þessum skrifum er ég heldur ekki að halda því fram að Kvika banki sé rangur aðili til að ann­ast sölu á hlut Hafn­firð­inga í HS Veit­um, sé það á annað borð vilji Hafn­firð­inga að selja hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu. Bæj­ar­stjóri hlýtur hins vegar að átta sig á því að tengsl hennar við lyk­il­menn í Kviku kunni að vekja upp spurn­ingar og ­gera málið tor­tryggi­leg­t, ­sér­stak­lega þar sem á­kvarð­anir hafa verið teknar með jafn ógagn­sæjum hætti og raun ber vitni.



Kallað hefur verið eftir gögn­um ­sem sýna að ákvörð­unin um að fela Kviku banka verk­efnið hafi verið tekin með fag­legum hætt­i. Von­and­i ­sýna þau með afger­andi hætti að hvorki flokks­tengsl bæj­ar­stjór­ans né við­skipta­tengsl eig­in­manns­ins hafi ráðið för. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None