Ríki óttans?

Fyrrverandi utanríkisráðherra skrifar um það sem hann kallar valdníðslu fjármála- og efnahagsráðherra á Þorvaldi Gylfasyni.

Auglýsing

„Ís­lend­ingar einskis meta alla sem þeir geta“ (Da­víð Stef­áns­son frá Fagraskóg­i).

Þegar ég sann­spurði, að fjár­mála­ráð­herra hefði rift ráðn­ingu Þor­valds Gylfa­son­ar, pró­fess­ors, í starf rit­stjóra tíma­rits, sem fjár­mála­ráðu­neyti Norð­ur­landa standa sam­eig­in­lega að, rifj­að­ist upp fyrir mér eft­ir­far­andi saga:

Ég var einu sinni fjár­mála­ráð­herra í fjórtán mán­uði á árunum 1987-88. Ég var þokka­lega undir það búinn, því að ég hafði sér­stak­lega lagt mig eftir rík­is­fjár­málum (skattapóli­tík og hlut hennar í hag­stjórn) í námi mínu við Edin­borg­ar­há­skóla. Á fyrsta vinnu­degi í ráðu­neyt­inu tók á móti mér ráðu­neyt­is­stjóri, sem var for­maður fjár­öfl­un­ar­nefndar Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ég komst ekki að því fyrr en seinna, að hann hafði verið lát­inn hætta í Seðla­bank­anum vegna leti. Þótt Seðla­banka­mönnum hafi gegnum tíð­ina verið um margt mis­lagðar hend­ur, ratað­ist þeim þarna satt á munn. 

Ég var til­bú­inn með vinnu­prógram. Það átti að end­ur­skipu­leggja frá grunni allt tekju­stofna- og skatta­kerfi rík­is­ins, og gera það strax. Ég boð­aði vinnufund með tekju­deild ráðu­neyt­is­ins þegar í stað. Ég lagði fram verk­lýs­ingu og bauð upp á umræður um útfærslu. Smám saman rann það upp fyrir mér, að þarna voru aðal­lega sam­an­komnir nýút­skrif­aðir ung­lingar úr lög­fræði­deild háskól­ans. Umræð­urnar leiddu í ljós, að þeir höfðu aldrei heyrt orðið virð­is­auka­skattur nefnt. Nið­ur­staða fund­ar­ins var, að ráðu­neytið réði ekki við verk­efn­ið.

Næstu daga þurfti ég að ráða átta manns, að mig minn­ir, með þekk­ingu og reynslu víðs vegar að úr þjóð­fé­lag­inu og atvinnu­líf­inu, utan stjórn­kerf­is­ins. Reyndar kom á dag­inn, að í ráðu­neyt­inu leynd­ust nokkrir menn, sem kunnu til verka og voru þar vegna eigin verð­leika en ekki út á flokks­skír­tein­ið. Þar fór fremstur í flokki Ind­riði H. Þor­láks­son, þýs­klærður sér­fræð­ingur í rík­is­fjár­málum og margra manna maki til verka. Hann hafði bara ekki verið boð­aður á fund­inn. Ind­riði tók að sér verk­stjórn­ina. 

Við unnum dag og nótt allt haust­ið, milli hátíða og fram á næsta ár. Þegar ráð­herr­ann loks­ins flutti fram­sögu­ræðu sína fyrir skatt­kerf­is­bylt­ing­unni – því að það var hún – á Alþingi, voru lokakafl­arnir enn í vél­ritun og sendir með hrað­boða frá Arn­ar­hvoli niður á Alþingi. Seinna, þegar ég lýsti þess­ari alls­herjar upp­stokkun á tekju­stofna­kerfi rík­is­ins, fyrir starfs­bræðrum mín­um, fjár­mála­ráð­herrum Norð­ur­landa, sagði sá sænski (Kjell- Olof Feld­t), að í Sví­þjóð hefði svona iðn­bylt­ing skatt­kerf­is­ins tekið að lág­marki níu ár. Við höfðum ekki þann tíma til ráð­stöf­un­ar. Rík­is­stjórnin sprakk í loft upp eftir 14 mán­uði. Skatt­kerf­is­breyt­ingin er því sem næst það eina, sem eftir hana ligg­ur.

Auglýsing
Hvað kemur þetta við vald­níðslu fjár­mála­ráð­herr­ans gagn­vart Þor­valdi Gylfa­syni? Jú, sjáið þið til: Fjár­mála­ráð­herr­ann segir okk­ur, að hann geti ekki staðið að ráðn­ingu Þor­valds, þrátt fyrir að hann var tal­inn hæf­astur umsækj­enda, af því að hann er ekki í Flokkn­um. Hann hafi m.a.s. lýst opin­ber­lega skoð­un­um, sem séu ekki þókn­an­legar for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, nefni­lega fjár­mála­ráð­herr­an­um. Það er mál­ið. Eng­inn rengdi yfir­burða­hæfni Þor­valds, né óvenju­lega alþjóð­lega reynslu, enda var hann met­inn af dóm­bærum aðilum hæf­astur umsækj­enda til starfs­ins. Það kemur bara ekki mál­inu við sam­kvæmt íslenskri stjórn­sýslu­hefð. Flokk­ur­inn verður að geta treyst sínum mönn­um. 

Gunnar Helgi Krist­ins­son, pró­fessor í félags­fræði við háskól­ann, stað­festir þetta í nið­ur­stöðu rann­sóknar á opin­berum emb­ætta­veit­ingum fyrir nokkrum árum. Ef ég man þetta rétt, komst hann að þeirri nið­ur­stöðu, að um það bil helm­ingur umsækj­enda í aug­lýst störf á vegum hins opin­bera, hafi sann­an­lega verið ráðnir út á flokks­skír­tein­in. Og trú­lega tals­vert fleiri en það, þótt sönn­unum verði varla við kom­ið. 

En þið megið ekki mis­skilja þetta. Það er ekki bannað að hafa skoð­an­ir. Það verða bara að vera réttar skoð­an­ir, að mati Flokks­ins. Var það ekki þessi sami fjár­mála­ráð­herra, sem réði Hannes Hólm­stein Giss­ur­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði, til þess að rann­saka orsakir Hruns­ins (og borg­aði honum tíu millj­ónir fyrir ómak­ið)? Það þurfti nefni­lega að hreinsa mann­orð fyrr­ver­andi for­manns flokks­ins, sem var bæði for­sæt­is­ráð­herra og Seðla­banka­stjóri í aðdrag­anda Hruns­ins. Þetta var vanda­verk og ekki á færi ann­arra en þess manns, sem er við­ur­kenndur helsti hug­mynda­fræð­ingur Flokks­ins. Og það þótti vel við hæfi, að skatt­greið­endur yrðu látnir borga fyrir þessa póli­tísku and­lits­lyft­ingu.

Já, en hvað kemur þetta mál­inu við? Jú, sjáðu til: Það eru póli­tískar manna­ráðn­ingar af þessu tagi, til að standa vörð um meinta hags­muni flokks­ins fremur en þjóð­ar­inn­ar, sem valda því, hvernig er komið málum þjóð­ar­innar í dag. Dæmin eru leg­io. Íslensk stjórn­sýsla er að verða fræg að endemum fyrir sjúsk og fúsk. Ég læt les­and­anum eftir að tíunda dæm­in. Það er auð­vitað grafal­var­legt mál, ef menn geta ekki treyst því, að menntun og starfs­reynsla sé metin að verð­leik­um. Geð­þótta­stjórn af þessu tagi rís ekki undir sæmd­ar­heit­inu rétt­ar­ríki. Og afleið­ing­arnar blasa við. Hversu margt hæfi­leika­fólk– í okkar þjóð­fé­lagi, þorir ekki fyrir sitt litla líf að tjá skoð­anir sínar opin­ber­lega eða að fylgja fram sann­fær­ingu sinni í þágu góðs mál­stað­ar, af ótta við að baka sér van­þóknun vald­hafanna? Ríki ótt­ans er and­stæðan við tján­ing­ar­frelsið og rétt­ar­rík­ið. Svo ein­falt er það.

Höf­undur er fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar