Verjum stöðu fjölskyldna og styðjum þær með róttækum aðgerðum

Heilsuhagfræðingur leggur fram jöfnunaraðgerðir sem miða að því að verja fjölskyldur og sérstaklega barnafjölskyldur fyrir áhrifum kreppunnar.

Auglýsing

Nú eru erf­iðir tím­ar. Kreppa er skollin á í efna­hags­mál­um  og sér ekki fyrir end­ann á henni. Atvinnu­leysi er komið í tveggja stafa tölu. Sam­dráttur er í nán­ast öllum sviðum þjóð­fé­lags­ins og er spáð 7-10 pró­senta sam­drætti í vergri lands­fram­leiðslu í ár.

Stjórn­völd bæði ríki og sveit­ar­fé­lög hafa brugð­ist við þess­ari kreppu með marg­vís­legum hætti til að dempa áhrif krepp­unnar sem er til­komin vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. 

Stjórn­völd hafa ekki með sínum aðgerðum reynt að verja ákveðna hópa meir en aðra fyrir þess­ari kreppu fyrir utan tíma­bundna hækkun barna­bóta sem er á bil­inu um 30.000–42.000 kr.(­fer eftir tekj­um) og er of lít­ið. 

Auglýsing
Tilgangur þess­arar greinar er að hvetja stjórn­völd til að gera meira til að verja fjöl­skyldur og sér­stak­lega barna­fjöl­skyldur við þess­ari kreppu og auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu, því kreppan hefur verri áhrif á barna­fjöl­skyldur og fólk með lágar tekjur en aðra þjóð­fé­lags­hópa með hærri tekj­ur.

Ég legg til að það verði alvar­lega skoðað af stjórn­völdum að hrinda eft­ir­far­andi aðgerðum til fram­kvæmda.

  1. Taka upp sk. „barna­box fyr­ir­komu­lag“ sem þekk­ist í Finn­landi. Þessi aðgerð yrði hluti af mæðra­vernd. Með þess­ari aðgerð yrði nýju barni og for­eldri þess tryggð flest það sem barnið þarf á sínum fyrstu sex mán­uðum í lífi sínu, for­eldrum að kostn­að­ar­lausu. Í barna­box­inu yrði föt, bleyj­ur, rúm­föt, bað­vörur og sjálft boxið væru hægt að nota sem svefn­að­stöðu fyrir barnið fyrstu sex mán­uð­ina. Þeir sem af ein­hverjum ástæðum myndu ekki vilja þessi barna­box myndu fá í stað­inn ein­greiðslu sem næmi helm­ing af kostn­aði við barna­box­in.
  2. Lækka hámarks­þak í almenna greiðslu­þátt­töku­kerf­inu í heil­brigð­is­þjón­ustu strax í haust úr 75.802 kr. á tólf mán­aða tíma­bili niður í 45.000 kr. Sam­bæri­leg hlut­falls­lækkun yrði á hámarki fyrir aldr­aða, líf­eyr­is­þega og öryrkja. Kostn­aður barna vegna heil­brigð­is­þjón­ustu verði felldur nið­ur.
  3. Stór­auka, í þrep­um, kostn­að­ar­hlut­deild rík­is­ins í tann­rétt­inga­kostn­aði, þannig að úr því að vera um 12,5% í dag, í 90% eftir þrjú ár.
  4. Lækka hámarks­þak í greiðslu­þátt­töku­kerfi lyfja strax í haust, úr 62.000 á tólf mán­aða tíma­bili í 35.000 kr. og sam­bæri­leg hlut­falls­lækkun fyrir aldr­aða, líf­eyr­is­þega, örykja og börn.
  5. Sveit­ar­fé­lög lækki í áföngum kostnað við gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir í grunn­skólum og að þær verði með öllu gjald­frjálsar eftir 3 ár. 
  6. Kostn­aður for­eldra vegna leik­skóla­gjalda verði lækk­aður um helm­ing strax í haust. 
  7. Lægstu líf­eyr­is­greiðslur til aldr­aðra og öryrkja og atvinnu­leys­is­bætur verði hækk­aðar í 336.916 sem m.v. lægsta tekju­skatts­hlut­fall.
  8. Fólk sem þiggur líf­eyr­is­greiðslur eða atvinnu­leys­is­bætur heldur sínum líf­eyri eða bótum ef það ákveður að fara í nám.
  9. Greið­endur náms­lána geta frestað greiðslu afborg­ana og vaxta af náms­lánum næstu tvö árin. Þetta nýt­ist sér­stak­lega ungu fólki sem er nýbyrjað að greiða af náms­lán­um.
  10. Hækka tekju­há­mark ein­stak­linga og hjóna sem vilja leigja af óhagn­aða­drifnum leigu­fé­lögum í 7.560.000 kr á ári fyrir ein­stak­ling og 10.560.000 fyrir hjón og sam­búð­ar­fólk. Þessi aðgerð myndi gera fleirum kleift að að leigja hjá óhagn­aða­drifnum leigu­fé­lögum og um leið yrði þetta hvatn­ing fyrir óhagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög að byggja fleiri íbúð­ir.

Ofan­greindar aðgerðir eru jöfn­un­ar­að­gerðir og miða að því að verja fjöl­skyldur og sér­stak­lega barna­fjöl­skyldur fyrir áhrifum krepp­unn­ar. Jöfn­uður verður meiri með því að að lækka kostnað t.d. við skóla­göngu barna og heil­brigð­is­þjón­ustu og einnig með því að auka stuðn­ing til þeirra, sér­stak­lega hvað varðar að hækka líf­eyri og til for­eldra nýbura með sk. barna­boxi.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar