Verjum stöðu fjölskyldna og styðjum þær með róttækum aðgerðum

Heilsuhagfræðingur leggur fram jöfnunaraðgerðir sem miða að því að verja fjölskyldur og sérstaklega barnafjölskyldur fyrir áhrifum kreppunnar.

Auglýsing

Nú eru erfiðir tímar. Kreppa er skollin á í efnahagsmálum  og sér ekki fyrir endann á henni. Atvinnuleysi er komið í tveggja stafa tölu. Samdráttur er í nánast öllum sviðum þjóðfélagsins og er spáð 7-10 prósenta samdrætti í vergri landsframleiðslu í ár.

Stjórnvöld bæði ríki og sveitarfélög hafa brugðist við þessari kreppu með margvíslegum hætti til að dempa áhrif kreppunnar sem er tilkomin vegna COVID-19 faraldursins. 

Stjórnvöld hafa ekki með sínum aðgerðum reynt að verja ákveðna hópa meir en aðra fyrir þessari kreppu fyrir utan tímabundna hækkun barnabóta sem er á bilinu um 30.000–42.000 kr.(fer eftir tekjum) og er of lítið. 

Auglýsing
Tilgangur þessarar greinar er að hvetja stjórnvöld til að gera meira til að verja fjölskyldur og sérstaklega barnafjölskyldur við þessari kreppu og auka jöfnuð í samfélaginu, því kreppan hefur verri áhrif á barnafjölskyldur og fólk með lágar tekjur en aðra þjóðfélagshópa með hærri tekjur.

Ég legg til að það verði alvarlega skoðað af stjórnvöldum að hrinda eftirfarandi aðgerðum til framkvæmda.

  1. Taka upp sk. „barnabox fyrirkomulag“ sem þekkist í Finnlandi. Þessi aðgerð yrði hluti af mæðravernd. Með þessari aðgerð yrði nýju barni og foreldri þess tryggð flest það sem barnið þarf á sínum fyrstu sex mánuðum í lífi sínu, foreldrum að kostnaðarlausu. Í barnaboxinu yrði föt, bleyjur, rúmföt, baðvörur og sjálft boxið væru hægt að nota sem svefnaðstöðu fyrir barnið fyrstu sex mánuðina. Þeir sem af einhverjum ástæðum myndu ekki vilja þessi barnabox myndu fá í staðinn eingreiðslu sem næmi helming af kostnaði við barnaboxin.
  2. Lækka hámarksþak í almenna greiðsluþátttökukerfinu í heilbrigðisþjónustu strax í haust úr 75.802 kr. á tólf mánaða tímabili niður í 45.000 kr. Sambærileg hlutfallslækkun yrði á hámarki fyrir aldraða, lífeyrisþega og öryrkja. Kostnaður barna vegna heilbrigðisþjónustu verði felldur niður.
  3. Stórauka, í þrepum, kostnaðarhlutdeild ríkisins í tannréttingakostnaði, þannig að úr því að vera um 12,5% í dag, í 90% eftir þrjú ár.
  4. Lækka hámarksþak í greiðsluþátttökukerfi lyfja strax í haust, úr 62.000 á tólf mánaða tímabili í 35.000 kr. og sambærileg hlutfallslækkun fyrir aldraða, lífeyrisþega, örykja og börn.
  5. Sveitarfélög lækki í áföngum kostnað við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum og að þær verði með öllu gjaldfrjálsar eftir 3 ár. 
  6. Kostnaður foreldra vegna leikskólagjalda verði lækkaður um helming strax í haust. 
  7. Lægstu lífeyrisgreiðslur til aldraðra og öryrkja og atvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 336.916 sem m.v. lægsta tekjuskattshlutfall.
  8. Fólk sem þiggur lífeyrisgreiðslur eða atvinnuleysisbætur heldur sínum lífeyri eða bótum ef það ákveður að fara í nám.
  9. Greiðendur námslána geta frestað greiðslu afborgana og vaxta af námslánum næstu tvö árin. Þetta nýtist sérstaklega ungu fólki sem er nýbyrjað að greiða af námslánum.
  10. Hækka tekjuhámark einstaklinga og hjóna sem vilja leigja af óhagnaðadrifnum leigufélögum í 7.560.000 kr á ári fyrir einstakling og 10.560.000 fyrir hjón og sambúðarfólk. Þessi aðgerð myndi gera fleirum kleift að að leigja hjá óhagnaðadrifnum leigufélögum og um leið yrði þetta hvatning fyrir óhagnaðardrifin leigufélög að byggja fleiri íbúðir.

Ofangreindar aðgerðir eru jöfnunaraðgerðir og miða að því að verja fjölskyldur og sérstaklega barnafjölskyldur fyrir áhrifum kreppunnar. Jöfnuður verður meiri með því að að lækka kostnað t.d. við skólagöngu barna og heilbrigðisþjónustu og einnig með því að auka stuðning til þeirra, sérstaklega hvað varðar að hækka lífeyri og til foreldra nýbura með sk. barnaboxi.

Höfundur er heilsuhagfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar