Verjum stöðu fjölskyldna og styðjum þær með róttækum aðgerðum

Heilsuhagfræðingur leggur fram jöfnunaraðgerðir sem miða að því að verja fjölskyldur og sérstaklega barnafjölskyldur fyrir áhrifum kreppunnar.

Auglýsing

Nú eru erf­iðir tím­ar. Kreppa er skollin á í efna­hags­mál­um  og sér ekki fyrir end­ann á henni. Atvinnu­leysi er komið í tveggja stafa tölu. Sam­dráttur er í nán­ast öllum sviðum þjóð­fé­lags­ins og er spáð 7-10 pró­senta sam­drætti í vergri lands­fram­leiðslu í ár.

Stjórn­völd bæði ríki og sveit­ar­fé­lög hafa brugð­ist við þess­ari kreppu með marg­vís­legum hætti til að dempa áhrif krepp­unnar sem er til­komin vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. 

Stjórn­völd hafa ekki með sínum aðgerðum reynt að verja ákveðna hópa meir en aðra fyrir þess­ari kreppu fyrir utan tíma­bundna hækkun barna­bóta sem er á bil­inu um 30.000–42.000 kr.(­fer eftir tekj­um) og er of lít­ið. 

Auglýsing
Tilgangur þess­arar greinar er að hvetja stjórn­völd til að gera meira til að verja fjöl­skyldur og sér­stak­lega barna­fjöl­skyldur við þess­ari kreppu og auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu, því kreppan hefur verri áhrif á barna­fjöl­skyldur og fólk með lágar tekjur en aðra þjóð­fé­lags­hópa með hærri tekj­ur.

Ég legg til að það verði alvar­lega skoðað af stjórn­völdum að hrinda eft­ir­far­andi aðgerðum til fram­kvæmda.

  1. Taka upp sk. „barna­box fyr­ir­komu­lag“ sem þekk­ist í Finn­landi. Þessi aðgerð yrði hluti af mæðra­vernd. Með þess­ari aðgerð yrði nýju barni og for­eldri þess tryggð flest það sem barnið þarf á sínum fyrstu sex mán­uðum í lífi sínu, for­eldrum að kostn­að­ar­lausu. Í barna­box­inu yrði föt, bleyj­ur, rúm­föt, bað­vörur og sjálft boxið væru hægt að nota sem svefn­að­stöðu fyrir barnið fyrstu sex mán­uð­ina. Þeir sem af ein­hverjum ástæðum myndu ekki vilja þessi barna­box myndu fá í stað­inn ein­greiðslu sem næmi helm­ing af kostn­aði við barna­box­in.
  2. Lækka hámarks­þak í almenna greiðslu­þátt­töku­kerf­inu í heil­brigð­is­þjón­ustu strax í haust úr 75.802 kr. á tólf mán­aða tíma­bili niður í 45.000 kr. Sam­bæri­leg hlut­falls­lækkun yrði á hámarki fyrir aldr­aða, líf­eyr­is­þega og öryrkja. Kostn­aður barna vegna heil­brigð­is­þjón­ustu verði felldur nið­ur.
  3. Stór­auka, í þrep­um, kostn­að­ar­hlut­deild rík­is­ins í tann­rétt­inga­kostn­aði, þannig að úr því að vera um 12,5% í dag, í 90% eftir þrjú ár.
  4. Lækka hámarks­þak í greiðslu­þátt­töku­kerfi lyfja strax í haust, úr 62.000 á tólf mán­aða tíma­bili í 35.000 kr. og sam­bæri­leg hlut­falls­lækkun fyrir aldr­aða, líf­eyr­is­þega, örykja og börn.
  5. Sveit­ar­fé­lög lækki í áföngum kostnað við gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir í grunn­skólum og að þær verði með öllu gjald­frjálsar eftir 3 ár. 
  6. Kostn­aður for­eldra vegna leik­skóla­gjalda verði lækk­aður um helm­ing strax í haust. 
  7. Lægstu líf­eyr­is­greiðslur til aldr­aðra og öryrkja og atvinnu­leys­is­bætur verði hækk­aðar í 336.916 sem m.v. lægsta tekju­skatts­hlut­fall.
  8. Fólk sem þiggur líf­eyr­is­greiðslur eða atvinnu­leys­is­bætur heldur sínum líf­eyri eða bótum ef það ákveður að fara í nám.
  9. Greið­endur náms­lána geta frestað greiðslu afborg­ana og vaxta af náms­lánum næstu tvö árin. Þetta nýt­ist sér­stak­lega ungu fólki sem er nýbyrjað að greiða af náms­lán­um.
  10. Hækka tekju­há­mark ein­stak­linga og hjóna sem vilja leigja af óhagn­aða­drifnum leigu­fé­lögum í 7.560.000 kr á ári fyrir ein­stak­ling og 10.560.000 fyrir hjón og sam­búð­ar­fólk. Þessi aðgerð myndi gera fleirum kleift að að leigja hjá óhagn­aða­drifnum leigu­fé­lögum og um leið yrði þetta hvatn­ing fyrir óhagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög að byggja fleiri íbúð­ir.

Ofan­greindar aðgerðir eru jöfn­un­ar­að­gerðir og miða að því að verja fjöl­skyldur og sér­stak­lega barna­fjöl­skyldur fyrir áhrifum krepp­unn­ar. Jöfn­uður verður meiri með því að að lækka kostnað t.d. við skóla­göngu barna og heil­brigð­is­þjón­ustu og einnig með því að auka stuðn­ing til þeirra, sér­stak­lega hvað varðar að hækka líf­eyri og til for­eldra nýbura með sk. barna­boxi.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar