Hvað eru „þau“ að spá?

Verkefnastjóri hjá Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð, bendir á að í Bangladesh tekur það verkafólk í fataverksmiðjum fimm stærstu tískuvelda heims alla starfsævina að vinna sér inn þá upphæð sem forstjórar þeirra fyrirtækja vinna sér inn á fjórum dögum.

Auglýsing

Um allan heim standa stjórn­völd og fyr­ir­tæki frammi fyrir þeirri áskorun að byggja upp efna­hag­inn í kjöl­far COVID-19.  Þá erum við á sama tíma að sjá millj­ónir rísa upp og þrýsta á aðgerðir gegn því órétt­læti sem svart fólk í Banda­ríkj­unum og litað fólk um allan heim býr við. Heim­ur­inn allur er í raun á tíma­mótum sem bjóða upp á ótal tæki­færi til að tryggja okkur gæði á borð við félags­legt rétt­læti, öfl­uga nýsköpun í heilsu­lausnum, lofts­lags­að­gerðir sem virka, líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika og hringrás með auð­lind­ir.

Fyr­ir­tæki sem heims­borg­arar

Fyr­ir­tæki finna fyrir auk­inni kröfu til að vera hluti að lausn­inni og huga að hags­munum heild­ar­inn­ar, huga að umhverf­inu, félags­legum þáttum og góðum stjórn­ar­háttum (UFS). Magnús Harð­ar­son for­stjóri Nas­daq Iceland ritar í nýút­gefnu frétta­bréfi Festu – mið­stöð um sam­fé­lags­á­byrgð um auknar áherslur fyr­ir­tækja á UFS mál­efni og með þeim áherslum séu þau að svara kalli fjár­festa, við­skipta­vina, starfs­fólks og almenn­ings. „Fyr­ir­tækin skynja að til þess að vera líf­væn­leg þurfa þau að lífa í sátt og sam­lyndi við sam­fé­lag­ið“. En pist­ill Magn­úsar ber yfir­skrift­ina „Gerð sam­fé­lags­skýrslna er arð­bær iðja“.

Auglýsing
Simon Zadek leggur til að fyr­ir­tæki fari í gegnum fimm stiga sjálf­bærni lær­dóms­ferli. Á efsta stigi þessa lær­dóms­fer­ils hafa fyr­ir­tæki inn­leitt sjálf­bærni og sam­fé­lags­á­byrgð í sína kjarna­starf­semi og efla aðra í sama geira til að gera slíkt hið sama. Með slíkri sam­vinnu þvert á fyr­ir­tæki um allan heim má ná fram gíf­ur­legri fram­þróun í átt að sjálf­bærri þró­un. Fyr­ir­tæki sjá þá hag sinn í að deila með mark­aðnum lausnum og nýsköpun og ótt­ast ekki að tapa mark­aðs­hlut­deild með því að leggja sitt af mörkum til að byggja upp sjálf­bært umhverfi og rétt­lát­ari heim fyrir heild­ina. Þau verða í raun ein­ing sem sér sig sem heims­borg­ari og sér hag sinn í því að búa í rétt­látum og sjálf­bærum heimi.

COVID-19, lofts­lags­að­gerðir og Black Lives Matter

Lise Kin­go, frá­far­andi fram­kvæmd­ar­stjóri UN Global Compact, leggur áherslu á skýra teng­ingu milli lausna á efna­hags­vand­anum tengdum COVID-19, lofts­lags­vand­anum og því órétt­læti sem mót­mælt er um allan heim í Black Lives Matt­ers mót­mæl­un­um. Fyr­ir­tæki hafi þarna hlut­verki að gegna og stjórn­endur geta verið hreyfi­afl sjálf­bærrar þró­unar með því að ljá bar­átt­unni fyrir rétt­látum heimi rödd sína og á sama tíma byggja upp rekstur sem í hví­vetna hugar að því að eng­inn verði skilin eftir í sjálf­bærri, efna­hags­legri upp­bygg­ingu.

Á nýaf­stöðnu alþjóð­legu þingi UN Global Compact, tók Al Gore, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, í sama streng og lagði til að við stæðum frammi fyrir fjöl­breyti­leika krísu (e. crisis of diversity) og að lausnin við þeirri krísu lægi sam­hliða lausnum við lofts­lagskrís­unni. Með því að skapa raun­veru­legt hag­kerfi hag­að­ila (e. stakeholder economy) líkt og Klaus Schwab stofn­andi World Economic Forum hefur talað fyr­ir, þá sé haft sam­ráð við hag­að­ila um rekstr­ar­tengdar ákvarð­anir hverju sinni til að gæta ábyrgðar og stuðla að sjálf­bærn­i. 

Frans van Hou­ten for­stjóri Phillips lét þau orð falla í vor að það yrði þau fyr­ir­tæki sem byggja á sterkum sam­fé­lags­lega ábyrgum gildum og eru í grunn­inn til­gang­smiðuð sem munu koma sterk­ari út úr þeirri krísu sem nú gengur yfir. En gildi Phillipis eru í grunn­inn byggð á heims­mark­miðum SÞ og telur van Hou­ten það hafa reynst þeim mik­ill styrkur og eflt sam­keppn­is­for­skot þeirra. Nú höfum við á síð­ustu dögum séð fyr­ir­tæki á borð við Adi­das og vöru­merki á borð við Cross­fit missa trú­verð­ug­leika og stöðu sína á mark­aði þar sem starfs­menn og við­skipta­vinir hafa sagt skilið við þau vegna aðgerða­leysis þegar kemur að gildum þeirra í bar­átt­unni við kyn­þátta­hat­ur. 

Líkt og í bar­átt­unni við lofts­lags­vánna og COVID-19, þá hafa vís­indin vísað leið­ina að lausnum í fjöl­breyti­leika krís­unni en samkvæmt könn­unum McK­insey þá eru fyr­ir­tæki sem huga að fjöl­breytni í stjórn­enda­hóp sín­um, bæði þegar kemur að kyni og kyn­þáttum (e. ethnic diversity) arð­bær­ari en þau sem ekki huga að fjöl­breytn­i. 

Hvað eru „þau“ að spá?

Nú þegar við erum öll að vanda okkur við að fara eftir fyr­ir­mælum vís­inda­fólks í gegnum COVID-19 far­ald­ur­inn, kemur það lík­lega fyrir hjá okkur flestum að líta til hegð­unar vissra hópa og hugsa „Hvað eru „þau“ að spá? Hvernig getur fólk tekið sína eigin stundar hags­muni yfir hags­muni heild­ar­inn­ar? Og jafn­vel fram yfir mögu­leika þeirra sem verst standa til að lifa þetta af?“

Eins óþægi­legt og það er þá getum við á sama hátt mátað þessar vanga­veltur við hinar krís­urnar sem hér um ræð­ir. Hvað erum við að spá þegar við tökum okkar stundar hags­muni fram yfir hags­muni fram­tíðar kyn­slóða þegar kemur að kolefn­is­fótspori fyr­ir­tækja og okkar sem ein­stak­linga? Hvað erum við að spá þegar við horfum fram hjá órétt­læti og mann­rétt­inda­brotum og látum ekki í okkur heyra? 

Hvað erum við að spá?

Í Bangla­desh tekur það verka­fólk (sem flest eru kon­ur) í fata­verk­smiðjum fimm stærstu tísku­velda heims alla starfsæv­ina að vinna sér inn þá upp­hæð sem for­stjórar þeirra fyr­ir­tækja vinna sér inn á fjórum dög­um. Til að bæta á þau óþæg­indi sem fylgja þeirri stað­reynd, þá sýna grófir útreikn­ingar frá árinu 2017 að til að tvö­falda mán­að­ar­laun (eru um 12.000 ISK) alls verka­fólks „fast-fas­hion“ keðj­unnar H&M í Bangla­desh, þyrfti ekki að hækka verð hvers selds stutt­erma­bols um nema ca 25-40 kr. Hvað erum við að spá? Hrað­tísku geir­inn, með 52 árs­tíðir í nýjum fötum og til­heyr­andi offram­leiðslu, er skýrt dæmi um við­skipta­módel sem býður ekki upp á sjálf­bærni. Þá má nefna að fata­fram­leiðsla í heim­inum losar meira magn CO2 en allar flug- og sjó­sam­göngur heims­ins. Hvað erum við að spá? Í Banda­ríkj­unum hefur hin meðal svarta fjöl­skylda mögu­leika á að vinna sér inn um 1/10 af því virði sem meðal hvít fjöl­skylda vinnur sér inn á sama tíma. Hvað erum við að spá? Dæmin eru því miður fjöl­mörg og alls staðar liggja tæki­færi til að byggja upp ný við­skipta­módel sem byggja á félags­legu rétt­læti, arð­semi og sjálf­bærni.

Gerum bet­ur 

Að reka sjálf­bært til­gangs­miðað fyr­ir­tæki þýðir að við byggjum á gildum sem miða að því að byggja upp betri heim fyrir alla - þar sem við stöndum vörð um mann­rétt­indi, plánet­una og líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika, og sjáum í því arð­bært við­skipta­tæki­færi til langs tíma.

Höf­undur er verk­efna­stjóri hjá Festu – mið­stöð um sam­fé­lags­á­byrgð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar