Bandaríkin: Hnignandi heimsveldi?

Prófessor við Háskóla Íslands spyr hvernig sé hægt að hafa sem fyrirmynd samfélag sem nái ekki máli sem mannréttindasamfélag, sem beygir lýðræðið undir peningaöflin og viðheldur ójöfnuði og fátækt sem myndi aldrei líðast á Norðurlöndum?

Auglýsing

Fyrir um þremur árum skrif­aði banda­ríski stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Ric­hard Haass bók­ina World in Dis­array (Heims­skipan í upp­lausn). Þar færði hann marg­vís­leg rök fyrir því að staða Banda­ríkj­anna sem for­ystu­ríkis í heim­inum hafi veikst. Heims­skip­anin sem mót­að­ist í kjöl­far seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar, öðru fremur undir for­ystu Banda­ríkj­anna og vest­rænna sam­herja þeirra, væri nú í vax­andi upp­lausn. 

Í tíð Trump-­stjórn­ar­innar hafa Banda­ríkin svo dregið sig enn meira út úr virkri þátt­töku í alþjóða­sam­fé­lag­inu og hirt lítt um lang­tíma sam­herja, hvort sem er á vett­vangi NATO, Sam­ein­uðu þjóð­anna, eða ann­arra alþjóð­legra sam­starfs- og sam­ráðs­stofn­ana. Þessu fylgir aukið tóma­rúm sem skapar meiri tæki­færi fyrir ólýð­ræð­is­leg stjórn­völd, eins og Kína og Rúss­land o.fl., til að gera sig fyr­ir­ferða­meiri á alþjóða­vett­vangi.

Alþjóð­lega sam­ráðs­kerfið virkar ekki eins vel og oft áður. Samt eru ein­stök þjóð­ríki nú meira háð alþjóð­legum áhrifaöflum vegna alþjóða­væð­ing­ar­inn­ar. Geta til að taka á sam­eig­in­legum vanda­mál­um, svo sem hnatt­rænni hlýn­un, hættu­legum smit­sjúk­dóm­um, fjár­málakrepp­um, hryðju­verkum og alþjóð­legum glæpum hefur rýrnað að sama skapi.

Í apríl síð­ast­liðnum og nú í byrjun júní hefur Ric­hard Haass skrifað greinar í tíma­ritið For­eign Affairs þar sem hann fjallar enn frekar um þessi mál og hvernig Covid-19 far­ald­ur­inn og efna­hag­skreppan sem honum fylgir hefur áhrif á þessa und­ir­liggj­andi þróun sem hann fjall­aði um í ofan­greindri bók sinni (sjá t.d. hér).

Oft hafa djúpar krepp­ur, eins og sú sem nú gengur yfir, verið rótin að breyttri stefnu í heim­in­um. Þannig leiddi seinni heims­styrj­öldin í kjöl­far Krepp­unnar miklu til nýrrar heims­skip­anar á alþjóða­vísu (valda­jafn­vægi í kalda stríð­in­u), sem og nýrrar skip­anar þjóð­mála innan vest­rænna landa (einkum með til­komu bland­aða hag­kerf­is­ins og vexti vel­ferð­ar­rík­is­ins). Ric­hard Haass á ekki vona á slíkum grund­vall­ar­breyt­ingum núna, heldur því að und­ir­liggj­andi þróun í heims­kerf­inu muni áfram vera á sömu upp­lausn­ar­leið­inni – en þó á meiri hraða en áður. 

Lakur árangur Banda­ríkj­anna í glímunni við veiruna, víð­tæk mót­mæli vegna kyn­þátta­mis­rétt­is, óreiðu­kennd stefna og væg­ast sagt óvenju­legir starfs­hættir rík­is­stjórnar Don­alds Trump hafa orðið Banda­ríkj­unum álits­hnekkir, sem veikir stöðu þeirra á heims­vett­vangi enn frekar, segir Haass. Hugs­an­lega gætu Banda­ríkja­menn tekið sig á og breytt um kúrs, en það verður hæg­ara sagt en gert. Demókratar virð­ast heldur ekki til stór­ræð­anna um þessar mund­ir.

Auglýsing
En Haass talar einnig um að banda­ríska sam­fé­lags­mód­elið njóti almennt minnk­andi aðdá­unar í heim­inum og að það veiki einnig stöðu þeirra sem heims­veld­is. Rót­gróin mann­rétt­inda­brot gegn svörtum og veikt vel­ferð­ar­kerfi tengj­ast miklum sam­fé­lags­meinum sem aðrar vest­rænar þjóðir hafa leyst með betri árangri en Banda­rík­in. Covid-veiran hefur svo opin­berað þessa veik­leika enn frekar en áður var – með meiri smit­hættu og hærri dán­ar­tölum svartra og fátækra almennt. 

Þetta er allt í beinni útsend­ingu fyrir heim­inn allan að sjá og það lítur ekki vel út fyrir Banda­rík­in, segir Ric­hard Haass. Fleiri nafn­tog­aðir fræði­menn hafa nýlega fært rök í þessa veru, svo sem Francis Fuku­yama, Jos­eph Stigl­itz, Daron Acemoglu, Jos­eph S. Nye og Christopher R. Hill (sjá nýlegar greinar í For­eign Affairs og á Project Synd­icate).

Föln­andi fyr­ir­mynd – mis­heppnuð sam­fé­lags­stefna

Banda­ríkin voru almennt talin fyr­ir­mynd­ar­ríki á fyrstu ára­tug­unum eftir seinni heims­styrj­öld­ina. Þau voru helstu sig­ur­veg­arar stríðs­ins, kyndil­beri vest­ræns lýð­ræð­is, frjálsra við­skipta og hag­sældar fyrir alla; rísandi milli­stétt­ar­sam­fé­lag sem veitti almenn­ingi og inn­flytj­endum tæki­færi til að bæta hag sinn og kom­ast áfram í líf­inu. Amer­íski draum­ur­inn stóð fyrir þá ímynd.

Upp úr 1980 fór nýfrjáls­hyggjan að breið­ast út, en hvergi var henni fylgt jafn langt og í Banda­ríkj­un­um. Sú stefna var umtals­vert frá­vik frá þjóð­fé­lags­sátt­mála eft­ir­stríðs­ár­anna og jók hún ójöfnuð og veikti vel­ferð­ar­ríkið enn frek­ar. Í stað þess að hag­vöxt­ur­inn færi í að bæta hag allra rann hann nú að stærstum hluta til fámennrar ofur­ríkra yfir­stétt­ar, sem einnig naut auk­inna skatta­lækk­ana um leið og skuldir hins opin­bera og alþýðu­heim­ila juk­ust. Ekk­ert lát er á þeirri þró­un, eins og Thomas Piketty og félagar hafa sýnt. Blár skuggi féll á amer­íska draum­inn.

Nýfrjáls­hyggjan varð síðan í vax­andi mæli hluti af alþjóða­væð­ing­unni sem tengd hefur verið hnignun iðn­aðar í vest­rænum ríkj­um, auk­inni fjár­mála­væð­ingu og óstjórn í fjár­mála­kerfum (með auk­inni hættu á fjár­málakrepp­um) og vexti skatta­skjóla. Þetta hefur allt falið í sér auk­inn ójöfn­uð, aukna skulda­söfnun og veik­ara rík­is­vald í mörgum löndum (sjá t.d. hér). 

Banda­ríkin eru auð­vitað enn mesta her­veldi plánet­unnar og búa enn að miklum efna­hags­legum styrk, þó þeim gæðum sé meira mis­skipt en ann­ars staðar á Vest­ur­lönd­um. Vegna stærðar sinnar er Kína hins vegar nú þegar komið með stærri hluta heims­fram­leiðsl­unnar en Banda­rík­in. Því fylgir aukið póli­tískt og sam­fé­lags­legt vægi í heim­in­um. Kína er þó ekki freist­andi fyr­ir­mynd vest­rænna lýð­ræð­is­sinna né nor­rænna vel­ferð­ar­sinna

Eftir því sem sam­fé­lags­meinin í Banda­ríkj­unum hafa orðið sýni­legri hefur staða Banda­ríkj­anna sem fyr­ir­mynd­ar­ríkis og heims­veldis orðið létt­væg­ari, segja ofan­greindir fræði­menn. Það er verð­ugt umhugs­un­ar­efni.

Banda­ríska leiðin var og er leið Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Banda­ríkin höfðu auð­vitað mikil áhrif hér á landi, bæði sem heims­veldi í kalda stríð­inu og sem fyr­ir­mynd að “frjáls­lyndu lýð­ræð­is­sam­fé­lag­i”. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mót­aði stefnu sína mjög í anda banda­rísku leið­ar­inn­ar. Banda­ríkin voru höf­uð­bólið og Ísland hjá­leiga þess.

Þegar nýfrjáls­hyggjan breidd­ist út upp úr 1980 fylgdu helstu boð­berar hennar í Sjálf­stæð­is­flokknum banda­rískum útfærslum kenn­ing­ar­innar – og gengu langt í því. Sú stefna náði hámarki í taum­lausri græðg­i­svæð­ingu yfir­stétt­ar­innar í aðdrag­anda fjár­málakrepp­unnar 2008 og féll svo end­an­lega í hrun­inu. Samt hafa tals­menn hennar látið eins og ekk­ert sé og róa enn á sömu mið­um.

Frá þessum hug­mynda­fræð­ingum heyr­ist lítið nú um aug­ljósar mein­semdir banda­rísku leið­ar­inn­ar, þar sem lýð­ræði er und­ir­lagt af auð­ræði, mann­rétt­indi minni­hluta­hópa eru gróf­lega brot­in, fátækt við hlið ofur­ríki­dæmis sker í augu og for­set­inn beitir rík­is­vald­inu ítrekað í þágu sinna eigin per­sónu­legu hags­muna – svo fátt eitt sé nefnt. Hið meinta gagn­virka aðhald í banda­ríska stjórn­kerf­inu (e: checks and balances) virð­ist létt­vægt þegar á reyn­ir.

Hvernig er hægt að hafa sem fyr­ir­mynd sam­fé­lag sem nær ekki máli sem mann­rétt­inda­sam­fé­lag, sem beygir lýð­ræðið undir pen­inga­öflin og við­heldur ójöfn­uði og fátækt sem myndi aldrei líð­ast á Norð­ur­lönd­um?

En eins og sjá má af skrifum hins virta sér­fræð­ings um alþjóða­mál, Ric­hards Haass, sem ég hef hér greint frá, sem og margra ann­arra fræði­manna, þá sjá menn þar vestra nú æ betur hvernig gallar banda­rísku leið­ar­innar eru farnir að skaða heims­veld­is­stöðu Banda­ríkj­anna. Það eru tíð­indi, svo ekki sé meira sag­t. 

Sjálf­stæð­is­menn neit­uðu að horfast í augu við afleið­ingar af nýfrjáls­hyggju­stefnu sinni í kjöl­far hruns­ins og brenndu skýrslu end­ur­skoð­un­ar­nefndar flokks­ins, með eft­ir­minni­legum hætti. Skyldu þeir end­ur­skoða sín stefnu­mál núna, í ljósi afleitrar reynslu af banda­rísku leið­inni á höf­uð­bólinu sjálfu? 

 Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar