Upplýsingaóeirðaseggurinn játar

Auglýsing

Í morgun sátum við hjónin með sitt­hvorn kaffi­boll­ann og hlust­uðum á útvarps­fréttir af kosn­inga­úr­slitum næt­ur­inn­ar. Í frétta­tím­anum var spilað við­tal við annan fram­bjóð­and­ann, Guð­mund Frank­lín Jóns­son, sem tekið var í gær­kvöldi. Þar sagð­ist hann hæstá­nægður með nýj­ustu töl­ur, hann hefði nefni­lega aldrei gert ráð fyrir að fylgið næði tveggja stafa tölu! Í morg­un, þegar allt hafði verið talið og úrslit end­an­lega ljós, náði fylgið reyndar ekki nema 7,8% en látum það liggja milli hluta. 

Það er annað sem ég vil ræða hér og það er að játn­ing Guð­mundar sem fylgdi í kjöl­far­ið. Frétta­mað­ur­inn hafði nefni­lega vit á að spyrja hann af hverju hann hefði þá talað eins og hann ætti séns og bygg­ist við öðrum úrslitum og þá sagði Guð­mundur að "hann hefði haft gott svar á reiðum hönd­um." Við­talið má heyra hér.

Hann við­ur­kennir sem sagt að hann hafi bara verið að ljúga. Í kosn­inga­sjón­varpi á föstu­dags­kvöldið gerði hann engu að síður lítið úr fag­legum skoð­ana­könn­unum sem hafa mælt fylgi hans nokkuð nærri lagi og reyndi að rugla um fyrir spyrli og ekki síst áhorf­endum heima í stofu og spurði hvort Gallup, MMR, Félags­vís­inda­stofnun og fleiri væru ekki bara með net­kann­anir og gaf í skyn að slíkar kann­anir sem byggja á fag­legum for­sendum séu ekki betri eða merki­legri en þeir sam­kvæm­is­leikir sem Útvarp Saga býður upp á vef sínum en kallar skoð­ana­kann­an­ir. Fag­legar kann­anir eru vissu­lega ekki bara gerðar í gegnum síma heldur líka með spurn­inga­listum á net­inu en mestu skiptir að spyrja hóp sem end­ur­speglar þjóð­ina. Sem betur fer end­ur­speglar umferðin á vef Útvarps Sögu ekki þjóð­ina. "Kann­anir" þar sýndu afger­andi sigur Guð­mundar en nú ætti öllum að vera ljóst að það voru einkum 7,8% þjóð­ar­innar sem tóku þátt. 

Auglýsing

Guð­mundur þótt­ist ekki skilja þetta á föstu­dags­kvöldið en ját­aði að hann hefði fullan skiln­ing á þessum vís­indum í gær­kvöldi. Hann við­ur­kenndi fús­lega að hafa logið í kosn­inga­bar­átt­unni og raunar var þetta ekki í eina skiptið sem hann varð upp­vís að því. Á föstu­dags­kvöldið kann­að­ist hann heldur ekk­ert við að hafa nefnt að hann hefði sagt að ef 10% kjós­enda myndu krefj­ast þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu myndi hann, sem for­seti, verða við því. Þann 20. mars 2016 þegar hann til­kynnti um fram­boð sagði hann þó: „Ég mun ekki hika við að beita 26. grein­inni, um mál­skots­rétt, og þá myndi ég miða við að tíu pró­sent atkvæða­bærra manna skor­uðu á mig.“ Á föstu­dags­kvöldið sagði hann hins vegar for­seta lýð­veld­ins­ins, Guðna Th. Jóhann­es­son, fara með fleypur þegar hann rifj­aði þetta upp. Eins og ekk­ert væri eðli­legra þegar hann var sjálfur að ljúga. Hvað heitir svona hegð­un? Sið­blinda?

Þetta ræddum við hjónin sem sagt yfir morg­un­kaff­inu og ég minnt­ist á "upp­lýs­inga­óreiðu" nema ég mis­mælti mig og sagði óvart "upp­lýs­inga­ó­eirðir". Seinna í dag, eftir að hafa séð skjá­skot frá stuðn­ings­mönnum Guð­mundar sem töldu ljóst að úrslit kosn­ing­anna væru byggð á svind­li, velti ég fyrir mér hvort "upp­lýs­inga­ó­eirðir" væru hrein­lega ekki betra orð en "upp­lýs­inga­óreiða". 

Skjáskot af Facebook.

Skjáskot af Facebook.

Skjáskot af Facebook.

"Upp­lýs­inga­óreiða" eða "information entropy" er áhyggju­efni margra og nýlega var stofnuð nefnd til að reyna að vinna gegn fyr­ir­bær­inu. Íslenska orðið er svo sem ágætt en það felur ekki í sér neina sök eða söku­dólg. Og stundum er það líka þannig. Fals­fréttir fara af stað fyrir mis­skiln­ing og það getur verið erfitt að vinda ofan af þeim. Við trúum því sem við heyrðum eða lásum fyrst. En stundum eru fals­fréttir vilj­andi settar af stað vegna þess að ein­hver eða ein­hverjir hafa ávinn­ing af því að koma röngum upp­lýs­ingum á fram­færi eða grafa undan alvöru frétta­flutn­ingi og upp­lýs­inga­miðl­un. Og kannski væri nær­tækara að nota "upp­lýs­inga­ó­eirðir" eða jafn­vel "upp­lýs­inga­hryðju­verk" um slíkt. Og það sem nú er alveg ljóst er að fram­bjóð­andi til eins æðsta opin­bera emb­ættis Íslands, for­set­ans sem á að gæta hags­muna okkar allra og er treyst til að tala fyrir okkar hönd þjóð­ar­innar á opin­berum vett­vangi, laug blákalt að þjóð­inni eins og dæmin sanna ogfannst það ekk­ert stór­mál.

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son titlar sig "við­skipa- og hag­fræð­ing", hvað sem það nú er, og er háskóla­mennt­að­ur. Hann veit alveg hvernig fag­legar skoð­ana­kann­anir virka en sumir af þeim sem styðja hann vita það ekki og margir í þeim hópi hafa ekki átt þess kost að mennta sig. Þeir eru í hópi þeirra sem eru við­kvæm­astir fyrir "upp­lýs­inga­hryðju­verkum", öðru nafni lyg­um. 

Fyrir tíu árum eða svo hélt ég að stjórn­málin yrðu betri með meira aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ing­um. Saga síð­asta ára­tugar hefur sýnt okkur að það er alrangt. Það er hægt að gúggla sig að hvaða nið­ur­stöðu sem er með skelfi­legum afleið­ing­um. Millj­ónir manna um allan heim trúa því nú að COVID-19 veiran sé búin til á til­rauna­stofu eða runnin undan rifjum Bill Gates eða jafn­vel bara plat. Og millj­ónir halda áfram að veikj­ast og þús­undir deyja. 

Við getum líka gúgglað okkur að hvaða nið­ur­stöðu sem er þegar kemur að lofts­lags­breyt­ingum og ein­hver fjöldi fólks trúir í alvöru að jörðin sé flöt. Prófið bara að gúggla, það er alveg hægt að finna upp­lýs­ingar um að hún sé það, sé maður stað­ráðin í því. Sumt af því fólki sem heldur fram fals­fréttum eða upp­lýs­inga­óreiðu gerir það vegna þess að það trúir því að slíkum frétt­um. Ein­hverra hluta vegna hefur það ekki for­þekk­ingu til að meta hvort "skoð­ana­könnun" frá Útvarpi Sögu er byggð á meiri eða minni vís­indum en könnun frá Gallup. Og þegar Gallup-könn­unin reyn­ist nærri raun­veru­leik­anum hlýtur ein­hver að hafa falsað hann. 

Upp­lýs­inga­óreiða er hættu­leg því hún grefur undan trú­verð­ug­leika þess sem flestir kalla "áreið­an­legar upp­lýs­ingar", t.d. frá alþjóð­lega við­ur­kenndum frétta­stofum eða alþjóð­legum stofn­unum á borð við WHO. Frægt er þegar Kellyanne Conway, þáver­andi ráð­gjafi Don­ald Trump, tal­aði um "alt­ernative facts", eða "hlið­stæðar stað­reyndir" um fjölda þeirra sem höfðu verið við inn­setn­ing­ar­at­höfn for­set­ans. Tala þeirra sem þar voru var hins vegar fasti og hægt að telja hvern og einn á ljós­myndum sem teknar voru af atburð­inum og bera saman við inn­setn­ing­ar­at­hafnir ann­arra for­seta. Tala gesta var því alls ekki á reiki. Síðan þau orð féllu eru liðin ríf­lega þrjú ár og við erum löngu hætt að kippa okkur upp við vit­leys­una sem vellur upp úr Don­ald Trump og hans fólki. Og það eitt og sér er bæði hræði­legt og stór­hættu­leg­t. 

Í nýlið­inni kosn­inga­bar­áttu hef ég bæði lesið skjá­skot á sam­fé­lags­miðlum frá stuðn­ings­mönnum Guð­mundar og rek­ist á slíkat sjálf. Sumt af því sem ég hef séð þar hryggir mig óend­an­lega því mér tekst ekki með góðu móti að setja mig inn í hug­ar­heim þeirra sem þar skrifa og ég skynja raun­veru­lega ótta á bak við skrif­in. Hvernig í ósköp­unum stendur á því að ein­hver haldi í raun og veru að ekki verði hægt að þvo bíla á bens­ín­stöðum ef Guðni Th. heldur áfram að vera for­seti eins og ég sá í dag? Ég get ekki einu sinni ímyndað mér ástæð­una. 

Skjáskot af Facebook.

Hvað er til ráða? Ég hef því miður ekki svarið við því. 

Jú, vissu­lega er hægt að stofna nefnd um upp­lýs­inga­óreiðu og kannski skilar það ein­hverju. En það verður alltaf frétt­næmt hvað stjórn­mála­menn og fram­bjóð­endur segja, þrátt fyrir að það kunni að vera hel­ber vit­leysa. Hér, á hinum íslenska örmark­aði, eru flestir fjöl­miðlar í fjár­þröng. Aug­lýs­inga­tekjur hafa mikið til flust úr landi til google og sam­fé­lags­miðla sem gera lít­inn grein­ar­mun á bulli og stað­reynd­um. Og hluti þjóð­ar­inn­ar, kannski 7,8%, gerir engan grein­ar­mun á stað­reyndum og "hlið­stæðum stað­reyndum". Á sama tíma er fólk, eins og Guð­mundur Frank­lín Jóns­son, sem hefur átt þess kost að mennta sig og veit sann­ar­lega betur að grafa undan ábyrgum frétta­flutn­ingi og upp­lýs­inga­miðl­un. Og það er stór­mál.









Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None