Aldrei mikilvægara

Logi Einarsson segir að íslenskir stjórnmálamenn megi ekki bara halla sér aftur og dæsa þegar vinaþjóðir rata á villigötur varðandi grunngildi frelsis, lýðræðis og mannréttinda. Herlaus smáþjóð eigi allt undir að alþjóðareglur séu virtar.

Auglýsing

Mann­kynið stendur frammi fyrir marg­vís­legum áskor­unum sem krefj­ast náinnar og skil­virkrar alþjóða­sam­vinnu: nú síð­ast heims­far­aldri sem bæst hefur við flókin og við­var­andi verk­efni vegna ójöfn­uð­ar, stríðs­á­taka og lofts­lagsógn­ar.

Vart verður nóg­sam­lega und­ir­strikað hversu mik­il­vægar okkur Íslend­ingum eru ýmsar þær alþjóða­stofn­anir sem við eigum aðild að með einum eða öðrum hætti. Þær voru stofn­aðar til að standa vörð um mik­il­væg gildi – frið og lýð­ræði, frelsi og mann­rétt­indi; til að að skapa fólki betri lífs­gæði. Þeim er ætlað að auð­velda sam­vinnu ríkja og gera þeim kleift að veita hvert öðru aðhald. Stofn­anir hafa verið reistar um við­skipta­frelsi, heil­brigð­is­mál, öryggi, mennt­un, lofts­lags­breyt­ingar – í raun allt sem snertir okkar dag­lega líf og til­veru. En þessi sam­vinna hefur átt á bratt­ann að sækja og margar þessar stofn­anir glíma við mik­inn vanda.

Mörg lönd sem verið hafa virkir og mik­il­vægir leik­endur í slíkri fjöl­þjóð­legri sam­vinnu hafa jafn­vel snú­ist gegn henni. Eins og þekkt er hafa Banda­ríkin dregið sig út úr ýmsum alþjóða­stofn­unum og sagt sig frá ýmsum skuld­bind­ing­um. Bret­land hefur sagt skilið við Evr­ópu­sam­bandið og nokkur Evr­ópu­ríki sýnt á sér skugga­legar hliðar und­an­far­ið. Þegar leið­andi vest­ræn ríki snúa af braut þeirra grunn­gilda sem alþjóða­sam­fé­lagið er reist á, skap­ast ákveðið svig­rúm sem hætta er á að öfl og jafn­vel ríki, sem ala á ótta og for­dóm­um, nýti sér.

Auglýsing

Áætlun nýrrar rík­is­stjórnar Ísra­els um frek­ari inn­limun Palest­ínu, sem nýtur stuðn­ings og verndar Banda­ríkja­manna, er eitt dæmi. Ómann­úð­leg og and­lýð­ræð­is­leg hegðun leið­toga Pól­lands og Ung­verja­lands gagn­vart inn­flytj­endum og sam­kyn­hneigð­um, og erf­ið­leikar Evr­ópu­sam­bands­ins til að takast á við hana, ann­að.

Okkur Íslend­ingum er svo ferskt í minni hvernig þrjú ríki beittu sér með ómál­efna­legum hætti gegn áfram­hald­andi ráðn­ingu Ingi­bjargar Sól­rúnu Gísla­dóttur og fleiri stjórn­enda mik­il­vægra stofn­ana innan Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu.

Þau ríki sem vilja standa vörð um grunn­gildi lýð­ræð­is, frelsis og mann­rétt­inda verða að rísa undir nafni og leggj­ast á eitt um að takast á við þau vanda­mál sem steðja að. Þegar vina­þjóðir okkar eru á villi­götum megum við ekki bara að halla okkur aftur í sæt­inu og dæsa. Við þurfum að sýna kjark og þor, nota rödd okkar í alþjóða­sam­fé­lag­inu og halda á lofti þeim gildum og lausnum sem við teljum nauð­syn­leg­ar.

Þegar á reynir er nefni­lega hægt að ná ótrú­legum árangri með sam­vinnu þjóða. Nýleg áætlun Evr­ópu­sam­bands­ins í lofts­lags­mál­um, sú metn­að­ar­fyllsta í heimi, er gott dæmi um það. Einnig nokk­urra daga ákvörðun þess um stofnun 750 millj­arða evra bjarg­ráðs­sjóðs sem koma á til aðstoðar þeim ríkjum sem verst hafa farið út úr COVID-19 far­sótt­inni.

Her­laus smá­þjóð á allt undir því að alþjóða­reglur séu virtar og samn­ingar haldn­ir. Sagan kennir okkur líka að íslenskri þjóð vegnar best í miklum sam­skiptum við umheim­inn. Alþjóða­sam­starf hefur stuðlað að auk­inni efna­hags­legri vel­megun og blóm­legra menn­ing­ar­lífi, auk þess sem alþjóð­legar skuld­bind­ingar okkar hafa flýtt fyrir fram­förum á sviði jafn­rétt­is­mála, mann­rétt­inda, umhverf­is­mála og sam­keppn­is­mála.

Íslenskir stjórn­mála­menn verða að sýna auk­inn kjark og fram­sýni og beita sér fyrir öfl­ugra alþjóða­sam­starfi og enn nán­ari Evr­ópu­sam­vinnu. Nýleg dæmi sanna að þrátt fyrir smæð, er okkur treyst til að vera leið­andi afl t.d. í Mann­réttinda­ráði SÞ og Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu. Höldum áfram að efla tengsl okk­ar, sækj­umst eftir áhrifum og notum rödd okkar á alþjóða­vett­vangi í þágu frið­ar, mann­rétt­inda, frels­is, jöfn­uðar og lýð­ræð­is.

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar