Aldrei mikilvægara

Logi Einarsson segir að íslenskir stjórnmálamenn megi ekki bara halla sér aftur og dæsa þegar vinaþjóðir rata á villigötur varðandi grunngildi frelsis, lýðræðis og mannréttinda. Herlaus smáþjóð eigi allt undir að alþjóðareglur séu virtar.

Auglýsing

Mann­kynið stendur frammi fyrir marg­vís­legum áskor­unum sem krefj­ast náinnar og skil­virkrar alþjóða­sam­vinnu: nú síð­ast heims­far­aldri sem bæst hefur við flókin og við­var­andi verk­efni vegna ójöfn­uð­ar, stríðs­á­taka og lofts­lagsógn­ar.

Vart verður nóg­sam­lega und­ir­strikað hversu mik­il­vægar okkur Íslend­ingum eru ýmsar þær alþjóða­stofn­anir sem við eigum aðild að með einum eða öðrum hætti. Þær voru stofn­aðar til að standa vörð um mik­il­væg gildi – frið og lýð­ræði, frelsi og mann­rétt­indi; til að að skapa fólki betri lífs­gæði. Þeim er ætlað að auð­velda sam­vinnu ríkja og gera þeim kleift að veita hvert öðru aðhald. Stofn­anir hafa verið reistar um við­skipta­frelsi, heil­brigð­is­mál, öryggi, mennt­un, lofts­lags­breyt­ingar – í raun allt sem snertir okkar dag­lega líf og til­veru. En þessi sam­vinna hefur átt á bratt­ann að sækja og margar þessar stofn­anir glíma við mik­inn vanda.

Mörg lönd sem verið hafa virkir og mik­il­vægir leik­endur í slíkri fjöl­þjóð­legri sam­vinnu hafa jafn­vel snú­ist gegn henni. Eins og þekkt er hafa Banda­ríkin dregið sig út úr ýmsum alþjóða­stofn­unum og sagt sig frá ýmsum skuld­bind­ing­um. Bret­land hefur sagt skilið við Evr­ópu­sam­bandið og nokkur Evr­ópu­ríki sýnt á sér skugga­legar hliðar und­an­far­ið. Þegar leið­andi vest­ræn ríki snúa af braut þeirra grunn­gilda sem alþjóða­sam­fé­lagið er reist á, skap­ast ákveðið svig­rúm sem hætta er á að öfl og jafn­vel ríki, sem ala á ótta og for­dóm­um, nýti sér.

Auglýsing

Áætlun nýrrar rík­is­stjórnar Ísra­els um frek­ari inn­limun Palest­ínu, sem nýtur stuðn­ings og verndar Banda­ríkja­manna, er eitt dæmi. Ómann­úð­leg og and­lýð­ræð­is­leg hegðun leið­toga Pól­lands og Ung­verja­lands gagn­vart inn­flytj­endum og sam­kyn­hneigð­um, og erf­ið­leikar Evr­ópu­sam­bands­ins til að takast á við hana, ann­að.

Okkur Íslend­ingum er svo ferskt í minni hvernig þrjú ríki beittu sér með ómál­efna­legum hætti gegn áfram­hald­andi ráðn­ingu Ingi­bjargar Sól­rúnu Gísla­dóttur og fleiri stjórn­enda mik­il­vægra stofn­ana innan Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu.

Þau ríki sem vilja standa vörð um grunn­gildi lýð­ræð­is, frelsis og mann­rétt­inda verða að rísa undir nafni og leggj­ast á eitt um að takast á við þau vanda­mál sem steðja að. Þegar vina­þjóðir okkar eru á villi­götum megum við ekki bara að halla okkur aftur í sæt­inu og dæsa. Við þurfum að sýna kjark og þor, nota rödd okkar í alþjóða­sam­fé­lag­inu og halda á lofti þeim gildum og lausnum sem við teljum nauð­syn­leg­ar.

Þegar á reynir er nefni­lega hægt að ná ótrú­legum árangri með sam­vinnu þjóða. Nýleg áætlun Evr­ópu­sam­bands­ins í lofts­lags­mál­um, sú metn­að­ar­fyllsta í heimi, er gott dæmi um það. Einnig nokk­urra daga ákvörðun þess um stofnun 750 millj­arða evra bjarg­ráðs­sjóðs sem koma á til aðstoðar þeim ríkjum sem verst hafa farið út úr COVID-19 far­sótt­inni.

Her­laus smá­þjóð á allt undir því að alþjóða­reglur séu virtar og samn­ingar haldn­ir. Sagan kennir okkur líka að íslenskri þjóð vegnar best í miklum sam­skiptum við umheim­inn. Alþjóða­sam­starf hefur stuðlað að auk­inni efna­hags­legri vel­megun og blóm­legra menn­ing­ar­lífi, auk þess sem alþjóð­legar skuld­bind­ingar okkar hafa flýtt fyrir fram­förum á sviði jafn­rétt­is­mála, mann­rétt­inda, umhverf­is­mála og sam­keppn­is­mála.

Íslenskir stjórn­mála­menn verða að sýna auk­inn kjark og fram­sýni og beita sér fyrir öfl­ugra alþjóða­sam­starfi og enn nán­ari Evr­ópu­sam­vinnu. Nýleg dæmi sanna að þrátt fyrir smæð, er okkur treyst til að vera leið­andi afl t.d. í Mann­réttinda­ráði SÞ og Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu. Höldum áfram að efla tengsl okk­ar, sækj­umst eftir áhrifum og notum rödd okkar á alþjóða­vett­vangi í þágu frið­ar, mann­rétt­inda, frels­is, jöfn­uðar og lýð­ræð­is.

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar