Aldrei mikilvægara

Logi Einarsson segir að íslenskir stjórnmálamenn megi ekki bara halla sér aftur og dæsa þegar vinaþjóðir rata á villigötur varðandi grunngildi frelsis, lýðræðis og mannréttinda. Herlaus smáþjóð eigi allt undir að alþjóðareglur séu virtar.

Auglýsing

Mann­kynið stendur frammi fyrir marg­vís­legum áskor­unum sem krefj­ast náinnar og skil­virkrar alþjóða­sam­vinnu: nú síð­ast heims­far­aldri sem bæst hefur við flókin og við­var­andi verk­efni vegna ójöfn­uð­ar, stríðs­á­taka og lofts­lagsógn­ar.

Vart verður nóg­sam­lega und­ir­strikað hversu mik­il­vægar okkur Íslend­ingum eru ýmsar þær alþjóða­stofn­anir sem við eigum aðild að með einum eða öðrum hætti. Þær voru stofn­aðar til að standa vörð um mik­il­væg gildi – frið og lýð­ræði, frelsi og mann­rétt­indi; til að að skapa fólki betri lífs­gæði. Þeim er ætlað að auð­velda sam­vinnu ríkja og gera þeim kleift að veita hvert öðru aðhald. Stofn­anir hafa verið reistar um við­skipta­frelsi, heil­brigð­is­mál, öryggi, mennt­un, lofts­lags­breyt­ingar – í raun allt sem snertir okkar dag­lega líf og til­veru. En þessi sam­vinna hefur átt á bratt­ann að sækja og margar þessar stofn­anir glíma við mik­inn vanda.

Mörg lönd sem verið hafa virkir og mik­il­vægir leik­endur í slíkri fjöl­þjóð­legri sam­vinnu hafa jafn­vel snú­ist gegn henni. Eins og þekkt er hafa Banda­ríkin dregið sig út úr ýmsum alþjóða­stofn­unum og sagt sig frá ýmsum skuld­bind­ing­um. Bret­land hefur sagt skilið við Evr­ópu­sam­bandið og nokkur Evr­ópu­ríki sýnt á sér skugga­legar hliðar und­an­far­ið. Þegar leið­andi vest­ræn ríki snúa af braut þeirra grunn­gilda sem alþjóða­sam­fé­lagið er reist á, skap­ast ákveðið svig­rúm sem hætta er á að öfl og jafn­vel ríki, sem ala á ótta og for­dóm­um, nýti sér.

Auglýsing

Áætlun nýrrar rík­is­stjórnar Ísra­els um frek­ari inn­limun Palest­ínu, sem nýtur stuðn­ings og verndar Banda­ríkja­manna, er eitt dæmi. Ómann­úð­leg og and­lýð­ræð­is­leg hegðun leið­toga Pól­lands og Ung­verja­lands gagn­vart inn­flytj­endum og sam­kyn­hneigð­um, og erf­ið­leikar Evr­ópu­sam­bands­ins til að takast á við hana, ann­að.

Okkur Íslend­ingum er svo ferskt í minni hvernig þrjú ríki beittu sér með ómál­efna­legum hætti gegn áfram­hald­andi ráðn­ingu Ingi­bjargar Sól­rúnu Gísla­dóttur og fleiri stjórn­enda mik­il­vægra stofn­ana innan Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu.

Þau ríki sem vilja standa vörð um grunn­gildi lýð­ræð­is, frelsis og mann­rétt­inda verða að rísa undir nafni og leggj­ast á eitt um að takast á við þau vanda­mál sem steðja að. Þegar vina­þjóðir okkar eru á villi­götum megum við ekki bara að halla okkur aftur í sæt­inu og dæsa. Við þurfum að sýna kjark og þor, nota rödd okkar í alþjóða­sam­fé­lag­inu og halda á lofti þeim gildum og lausnum sem við teljum nauð­syn­leg­ar.

Þegar á reynir er nefni­lega hægt að ná ótrú­legum árangri með sam­vinnu þjóða. Nýleg áætlun Evr­ópu­sam­bands­ins í lofts­lags­mál­um, sú metn­að­ar­fyllsta í heimi, er gott dæmi um það. Einnig nokk­urra daga ákvörðun þess um stofnun 750 millj­arða evra bjarg­ráðs­sjóðs sem koma á til aðstoðar þeim ríkjum sem verst hafa farið út úr COVID-19 far­sótt­inni.

Her­laus smá­þjóð á allt undir því að alþjóða­reglur séu virtar og samn­ingar haldn­ir. Sagan kennir okkur líka að íslenskri þjóð vegnar best í miklum sam­skiptum við umheim­inn. Alþjóða­sam­starf hefur stuðlað að auk­inni efna­hags­legri vel­megun og blóm­legra menn­ing­ar­lífi, auk þess sem alþjóð­legar skuld­bind­ingar okkar hafa flýtt fyrir fram­förum á sviði jafn­rétt­is­mála, mann­rétt­inda, umhverf­is­mála og sam­keppn­is­mála.

Íslenskir stjórn­mála­menn verða að sýna auk­inn kjark og fram­sýni og beita sér fyrir öfl­ugra alþjóða­sam­starfi og enn nán­ari Evr­ópu­sam­vinnu. Nýleg dæmi sanna að þrátt fyrir smæð, er okkur treyst til að vera leið­andi afl t.d. í Mann­réttinda­ráði SÞ og Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu. Höldum áfram að efla tengsl okk­ar, sækj­umst eftir áhrifum og notum rödd okkar á alþjóða­vett­vangi í þágu frið­ar, mann­rétt­inda, frels­is, jöfn­uðar og lýð­ræð­is.

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar