Aldrei mikilvægara

Logi Einarsson segir að íslenskir stjórnmálamenn megi ekki bara halla sér aftur og dæsa þegar vinaþjóðir rata á villigötur varðandi grunngildi frelsis, lýðræðis og mannréttinda. Herlaus smáþjóð eigi allt undir að alþjóðareglur séu virtar.

Auglýsing

Mann­kynið stendur frammi fyrir marg­vís­legum áskor­unum sem krefj­ast náinnar og skil­virkrar alþjóða­sam­vinnu: nú síð­ast heims­far­aldri sem bæst hefur við flókin og við­var­andi verk­efni vegna ójöfn­uð­ar, stríðs­á­taka og lofts­lagsógn­ar.

Vart verður nóg­sam­lega und­ir­strikað hversu mik­il­vægar okkur Íslend­ingum eru ýmsar þær alþjóða­stofn­anir sem við eigum aðild að með einum eða öðrum hætti. Þær voru stofn­aðar til að standa vörð um mik­il­væg gildi – frið og lýð­ræði, frelsi og mann­rétt­indi; til að að skapa fólki betri lífs­gæði. Þeim er ætlað að auð­velda sam­vinnu ríkja og gera þeim kleift að veita hvert öðru aðhald. Stofn­anir hafa verið reistar um við­skipta­frelsi, heil­brigð­is­mál, öryggi, mennt­un, lofts­lags­breyt­ingar – í raun allt sem snertir okkar dag­lega líf og til­veru. En þessi sam­vinna hefur átt á bratt­ann að sækja og margar þessar stofn­anir glíma við mik­inn vanda.

Mörg lönd sem verið hafa virkir og mik­il­vægir leik­endur í slíkri fjöl­þjóð­legri sam­vinnu hafa jafn­vel snú­ist gegn henni. Eins og þekkt er hafa Banda­ríkin dregið sig út úr ýmsum alþjóða­stofn­unum og sagt sig frá ýmsum skuld­bind­ing­um. Bret­land hefur sagt skilið við Evr­ópu­sam­bandið og nokkur Evr­ópu­ríki sýnt á sér skugga­legar hliðar und­an­far­ið. Þegar leið­andi vest­ræn ríki snúa af braut þeirra grunn­gilda sem alþjóða­sam­fé­lagið er reist á, skap­ast ákveðið svig­rúm sem hætta er á að öfl og jafn­vel ríki, sem ala á ótta og for­dóm­um, nýti sér.

Auglýsing

Áætlun nýrrar rík­is­stjórnar Ísra­els um frek­ari inn­limun Palest­ínu, sem nýtur stuðn­ings og verndar Banda­ríkja­manna, er eitt dæmi. Ómann­úð­leg og and­lýð­ræð­is­leg hegðun leið­toga Pól­lands og Ung­verja­lands gagn­vart inn­flytj­endum og sam­kyn­hneigð­um, og erf­ið­leikar Evr­ópu­sam­bands­ins til að takast á við hana, ann­að.

Okkur Íslend­ingum er svo ferskt í minni hvernig þrjú ríki beittu sér með ómál­efna­legum hætti gegn áfram­hald­andi ráðn­ingu Ingi­bjargar Sól­rúnu Gísla­dóttur og fleiri stjórn­enda mik­il­vægra stofn­ana innan Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu.

Þau ríki sem vilja standa vörð um grunn­gildi lýð­ræð­is, frelsis og mann­rétt­inda verða að rísa undir nafni og leggj­ast á eitt um að takast á við þau vanda­mál sem steðja að. Þegar vina­þjóðir okkar eru á villi­götum megum við ekki bara að halla okkur aftur í sæt­inu og dæsa. Við þurfum að sýna kjark og þor, nota rödd okkar í alþjóða­sam­fé­lag­inu og halda á lofti þeim gildum og lausnum sem við teljum nauð­syn­leg­ar.

Þegar á reynir er nefni­lega hægt að ná ótrú­legum árangri með sam­vinnu þjóða. Nýleg áætlun Evr­ópu­sam­bands­ins í lofts­lags­mál­um, sú metn­að­ar­fyllsta í heimi, er gott dæmi um það. Einnig nokk­urra daga ákvörðun þess um stofnun 750 millj­arða evra bjarg­ráðs­sjóðs sem koma á til aðstoðar þeim ríkjum sem verst hafa farið út úr COVID-19 far­sótt­inni.

Her­laus smá­þjóð á allt undir því að alþjóða­reglur séu virtar og samn­ingar haldn­ir. Sagan kennir okkur líka að íslenskri þjóð vegnar best í miklum sam­skiptum við umheim­inn. Alþjóða­sam­starf hefur stuðlað að auk­inni efna­hags­legri vel­megun og blóm­legra menn­ing­ar­lífi, auk þess sem alþjóð­legar skuld­bind­ingar okkar hafa flýtt fyrir fram­förum á sviði jafn­rétt­is­mála, mann­rétt­inda, umhverf­is­mála og sam­keppn­is­mála.

Íslenskir stjórn­mála­menn verða að sýna auk­inn kjark og fram­sýni og beita sér fyrir öfl­ugra alþjóða­sam­starfi og enn nán­ari Evr­ópu­sam­vinnu. Nýleg dæmi sanna að þrátt fyrir smæð, er okkur treyst til að vera leið­andi afl t.d. í Mann­réttinda­ráði SÞ og Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu. Höldum áfram að efla tengsl okk­ar, sækj­umst eftir áhrifum og notum rödd okkar á alþjóða­vett­vangi í þágu frið­ar, mann­rétt­inda, frels­is, jöfn­uðar og lýð­ræð­is.

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar