Hvers vegna eignumst við börn?

Ef allir Íslendingar byrjuðu í dag að setja barneignarákvarðanir sínar upp í Excel, þar sem þeir legðu saman mælanlegan bata og drægju frá honum mælanlegan kostnað, þá tæki það rétt rúmlega 100 ár fyrir þjóðina að þurrkast út.

Auglýsing

Árið 1960 mæld­ist frjó­semi okkar Íslend­inga rétt rúm­lega fjór­ir, sem þýðir að yfir ævi hverrar lif­andi konu árið 1960 fædd­ust fjögur börn; að með­al­tali átti hver kona fjögur börn. 

Til að við­halda mann­fjöld­anum þarf hver kona að eignast, að með­al­tali, 2,1 barn. Að sjálf­sögðu þurfa ekki að allar konur í land­inu að eign­ast tvö börn og einn lík­ams­hluta (til dæmis eyra), heldur þarf ein­fald­lega fjöldi fæddra barna, deilt í fjölda kvenna að vera 2,1. 

Ástæðan fyrir því að talan sé rétt rúm­lega tveir er að sjálf­sögðu sú að um helm­ingur Íslend­inga eru karl­ar, sem óal­gengt er að beri sjálfir börn. Því þarf með­al­kona að eign­ast eitt barn til að fylla upp í skarðið sem mynd­ast þegar hún deyr, annað til fylla í skarðið á karl­manni og svo smá til við­bótar til að bæta upp fyrir ótíma­bær dauðs­föll. 

Árið sem ég fædd­ist (1984) hafði frjó­semi helm­ing­ast og var þá í við­halds­fasa. Síðan þá hefur frjó­semi haldið áfram að falla og í dag er þjóðin dottin úr við­halds­fasa – yfir ævi hverrar konu fæð­ast nú tæp­lega tvö börn.

.

Sagan af fallandi frjó­semi og mink­andi fjöl­skyldum er ekki alís­lensk. Í nán­ast öllum löndum heims hefur sama þróun átt sér stað, sér­stak­lega í auð­ugri sam­fé­lög­um. 

.

Hvað skýrir fallandi frjó­semi?

Það eru ýmsar kenn­ingar á kreiki um fallandi frjó­semi. Ein­hverjar kenn­ingar eru af líf­fræði­legum toga – oft ganga þær út á að kenna meng­un, tölvu­spilum og klámi um –  þó ólík­legt sé að slíkar kenn­ingar skýri stóran hluta þessa mikla sam­drátt­ar. Lík­legri eru kenn­ingar félags­fræð­inga, sem hafa með val og getu kvenna til þess að stjórna hvenær og hversu mörg börn þær velja að eign­ast. 

Eftir að það komst í tísku að seinka barn­eignum þá dróst einnig fyr­ir­sjá­an­lega úr frjó­semi. Þeim mun seinna sem maður byrjar að búa til börn, þeim mun færri börn getur maður búið til og þeim mun lík­legra er það að maður detti úr barn­eign áður en maður býr til sitt síð­asta barn. Töl­fræðin sýnir þetta, svart á hvítu: Þegar ég fædd­ist árið 1984 var með­al­aldur móður við fæð­ingu frum­burðar síns 23 ár (feð­ur: 25); í fyrra var hann 29 ár (feð­ur: 31). 

.

Straumar sam­fé­lags­ins eru eins öfl­ugir og þeir eru óút­reikn­an­leg­ir. Seinkun barn­eigna er breyta í for­múlu sem ræður frjó­semi en það er þriðja – eða fjórða, jafn­vel fimmta – breytan sem ræður því hvort það kom­ist í tísku að seinka barn­eignum eða ekki. Fólk seinkar ekki barn­eignum „af því bara“, heldur mótar sam­fé­lagið hvata sem leiða til slíkrar ákvarð­ana.

Vöru­þróun getn­að­ar­varna ásamt kyn­fræðslu og auk­innar vit­undar hefur aug­ljós­lega eflt getu fólks til þess að velja hvenær og hversu mörg börn þau velja að eign­ast. Amma ætl­aði sér aldrei að eign­ast sjö börn, að stjórna því var þó hæg­ara sagt en gert á Djúpa­vogi fyrir 70 árum. 

Ég er þó kom­inn út af spor­inu, Eikonomics ekki kyn­fræðslu­dálk­ur, heldur hag­fræði­dálk­ur. Því er best að ég komi mér að verki og reyna að útskýra fallandi frjó­semi með hag­fræð­ina að leið­ar­ljósi, sem var upp­haf­leg hug­mynd grein­ar­inn­ar.

Gróði og gæði

Ég vill meina að hag­fræði og hag­vöxtur spili mik­il­vægt – ef ekki aðal – hlut­verk fallandi frjó­semi. Sér í lagi þá hefur aukin vel­megun gert okkur Íslend­ingum – sem og útlend­ingum – kleift að taka fleiri sam­fé­lags­þegna í kyn­fræðslu en nokkurn tíma fyrr, sem og að vel­meg­unin hefur gert fólki kleift að borga fyrir getn­að­ar­varn­ir. 

Þegar frum­kvöðlar sáu að fólk var til í að borga vel fyrir betri getn­að­ar­varnir keppt­ust þeir við að finna upp nýjar og betri varn­ir, til að græða pen­ing. Með tím­anum urðu varn­irnar betri – bæði í því að koma veg fyrir þungun og í því að hámarka ánægju elskenda – og ódýr­ari sem jók eft­ir­spurn­ina eftir þeim, sem aftur dró að sér fleiri frum­kvöðla sem bjuggu til enn betri og ódýr­ari getn­að­ar­varnir sem enn fleiri vildu nota.

Auglýsing
Getnaðarvarnir eru þó bara tól. Elsk­hugar nota þær ekki af því þær eru kúl, eins og der­húfu á ská. Elsk­hugar nota þær aða­l­ega af því að þeir vilja kom­ast hjá því að fara í sónar upp á Land­spít­ala 12 vikum eftir ást­ar­leik. Og ég vil meina að eitt af því sem hvetji fólk til að not­ast við getn­að­ar­varnir sé fórn­ar­kostn­aður barn­eigna, sem risið hefur ár eftir ár, í meira en öld.

Fórn­ar­kostn­að­ur: Það sem þú getur ekki gert af því að þú gerir eitt­hvað annað

Fórn­ar­kostn­aður er stór­feng­legt hag­fræði­hug­tak. Þeir sem hafa góð tök á hug­tak­inu og nota það í grein­ingu sinni hafa betri skiln­ing á umhverf­inu sínu og taka betri ákvarð­an­ir. Fórn­ar­kostn­aður hjálpar manni að skilja hvers vegna Íslend­ingar velja bíl fram yfir strætó, af hverju ekki er hægt að slökkva á íslenska hag­kerf­inu of lengi til þess að koma í veg fyrir hvert og eitt ein­asta COVID smit, sem og það gerir manni kleift að gefa kon­unni sinni róbótaryksugu í jóla­gjöf, án þess að enda á sóf­an­um.

Í grunn­inn er hug­takið eins ein­falt og það er mikil snilld: Fórn­ar­kostn­aður lýsir því sem þú getur ekki gert af því að þú ákveður að gera eitt­hvað ann­að. Til dæmis ef ég vinn 200.000 krónur á skaf­miða, þá get ég ann­ars vegar keypt mér 200 ham­borg­ara í Skalla (Ár­bæ, hvar ann­ar­stað­ar­?), eða hins vegar keypt mér glæ­nýtt Garmin Fenix Pro Solar Titanum hlaupa­úr.

Ef ég kaupi hlaupa­úrið, þá er fórn­ar­kostn­aður minn af úrkaup­unum 200 himneskir ham­borg­arar að hætti Óla í Skalla; en ef ég kaupi ham­borg­ar­ana þá er fórn­ar­kostn­að­ur­inn minn sá að ég þarf að sætta mig við að mæla hlaupin mín með lummu­legu TomTom Sport 3 hlaupa­úri (sem tekur þús­und ár að tengj­ast GPS gervi­hnatt­ar­tung­li) sem ég hef átt í hund­rað ár.

Hugsið um börn­in!

Und­an­farin 6 ár hafa verið ansi ljúf í lífi mínu. Í fyrsta skipti á ævi minni hafði ég ágætar og stöðugar tekj­ur. Því hef ég getað lifað lúxus lífi sem aldrei fyrr (það var svo sem ekki erfitt að toppa instant-núðlur og Slots í dós). Á sama tíma­bili kynnt­ist ég einnig kon­unni minni sem, fyrir utan að vera snill­ing­ur, er með fínar fastar tekj­ur. 

Það er svo skil­virkt að vera í barn­lausu sam­bandi að á ensku er til skamm­stöfun yfir fyr­ir­bærið: DINK („dou­ble income, no kids“). Skil­virknin fellst aða­l­ega í því að deila föstum kostn­aði lífs­ins (leiga, hús­gögn, Net­fl­ix, o.s.frv.) 

Við konan mín vorum lengi DINK-­arar og þar sem hvor­ugt okkar er mikið fyrir dýra neyslu­vöru (við höfum ekki áhuga á hrað­skeiðum bílum og sjáum ekki mun­inn á Hilton og Holi­day Inn) höfum við hingað til getað leyft okkur nokkurn veg­inn það sem okkur sýnist: Lost Bayou Ramblers á Blue Moon í Lafyett; Limoncello á Amal­fi; súrar gúrkur í Spreewald; og Schwarzriesl­ing í Die Pfalz. Ekk­ert Bjöggi Þór og Beck­ham að veiða lax með tæt­ara úr þyrlu, en samt mjög næs.

Þó það hafi alltaf verið draumur okkar að stofna fjöl­skyldu og var það nokkuð skýrt að ef og þegar til þess kæmi þá væri fórn­ar­kostn­aður fjöl­skyldu­lífs­ins fyrst og fremst nautna­líf­ið. Fimm rétta vín pöruðum mál­tíðum á Vanilla Black í London í skiptum fyrir stétt­ar­fé­lags­bú­stað í Blá­skóg­ar­byggð.

Nautna­lífið er þó ekki það eina sem fólk fórnar þegar það ákveður að eign­ast börn. Ef eitt­hvað er þá er það titt­linga­skítur sam­an­borið við þann fórn­ar­kostnað sem konur standa frammi fyrir á frama­braut­inni. Það er nefni­lega því miður þannig að konur greiða fyrir barn­eignir með fram­an­um. 

Hin svo­kall­aða lang­tíma barn­a­refs­ing lýsir tekju­tapi með­al­konu eftir að hún eign­ast sitt fyrsta barn, sam­an­borið við með­al­karl­mann eftir að hann eign­ast sitt fyrsta barn. Í nýlegri rann­sókn sem gerð var á íbúum jafn­að­ar­bæl­is­ins Dan­mörku mæld­ist lang­tíma barn­a­refs­ing kvenna 20%. Þ.e.a.s. kona sem áður var með 500 þús­und kall á mán­uði þarf að sætta sig við 400 þús­und kall á mán­uði það sem eftir er ævinn­ar, ef hún ákveður að eign­ast börn, á meðan sam­bæri­legur karl­maður heldur sínum 500 þús­und krónum eftir að hann eign­ast sitt fyrsta barn [1].

Því má ein­fald­lega færa rök fyrir því að síð­ast­liðin 60 ár hafi ein­kennst af hækk­andi fórn­ar­kostn­aði barn­eigna. Þ.e.a.s. laun (bæði kvenna og karla) hafa hækkað umtals­vert sem og tæki­færin til þess að eyða þessum hærri launum í alls­konar hressa neyslu. Þegar ég fædd­ist þá þótti fínt að fara á Hró­arskeldu á tón­leika eða í sól­ar­landa­ferð til Algar­ve. Í dag er maður algjört egg ef maður ferð­ast ekki í það minnsta til Kali­forníu á Coachella og alger auli ef maður fer styttra en til Bali til að baða sig.

Vanda­málið við hið mæl­an­lega

Eitt öfl­ug­asta og mest not­aða tól verk­færakistu hag­fræð­innar er svokölluð kostn­að­ar- og ábata­grein­ing. Þegar hag­fræð­ingar vilja vita hvort ákveðin verk­efni eru þess virði að ráð­ast í þá grípa þeir gjarnan til henn­ar. 

Í slíkri grein­ingu er verk­efni skil­greint, gert er grein fyrir öllum hugs­an­legum kostn­að­ar- og ábata­liðum sem verk­efn­inu tengj­ast og svo er ábat­inn lagður saman og kostn­að­ur­inn dregin frá. Ef ábat­inn er meiri en kostn­að­ur­inn, þá vilja hag­fræð­ingar meina að þess virði sé að ráð­ast í verk­efn­ið.

Ein­falt, ekki satt?

Fyrir ein­hverju síðan gaf Hag­fræði­stofnun út ágæta, þó mis­vin­sæla, skýrslu sem reyndi að meta sam­fé­lags­á­góð­ann af hval­veið­um. Tólið sem notað var til grein­ing­ar­innar var kostn­að­ar- og ábata­grein­ing. Eftir að hafa tekið saman allan mæl­an­legan kostnað og bata af hval­veiðum komst Hag­fræði­stofnun að þeirri nið­ur­stöðu að hval­veiðar marg­borg­uðu sig fyrir íslensku þjóð­ina. 

Nið­ur­staðan var þó tæp­ast háð hrá­vör­unni sjálfri – þó örfáir Jap­anir éti hval þá eru þeir ekki til í að borga mikið fyrir hann. En það kostar ekki mikið að kasta spjóti í stóran fisk og dauður stór fiskur borðar ekki litla fiska. Með því að láta Krist­ján í Hval slátra sam­keppn­inni geta Sam­herja­börn – og aðrir sem kvóta hafa – veitt fleiri litla fiska og grætt meiri pen­inga.

Í kostn­að­ar- og ábata­grein­ingum fær hið auð­mæl­an­lega oft hlut­falls­lega of mikið vægi. Almennt er beinn kostn­aður af barn­eignum nokkuð skýr: kúka­bl­eyj­ur; grenjuköst; svefn­leysi; fer­ils­hrun (fyrir mömm­ur); og að sjálf­sögðu hrein og bein pen­inga­leg útgjöld sem fylgja barn­eign­um. 

Ábat­inn, kost­irnir eða hvað sem maður vill kalla það, við barn­eignir eru aftur á móti eins og drauma­sena í sápu­óp­eru; þoku­kenndur og aðeins úr fók­us. Almennt þegar fólk talar um það sem þau fá út úr barn­eignum þá talar það um ein­hvers­konar draum­kennda og ómæl­an­lega ánægju. Fólk talar um til­finn­ingu sem oft er kölluð ást. Einnig talar fólk oft um það hvað börn eru skemmti­leg, jafn­vel snið­ug, eða þá góðu til­finn­ingu sem það upp­lifir við það að móta og skapa ein­stak­ling og sjá hann svo vaxa og dafna. 

Allar þessar til­finn­ingar eru auð­vita ein­hvers virði, en að mestu ómæl­an­leg­ar. Ef hægt er að færa á slíka til­finn­ingu tölu þá yrði sú tala lík­lega umdeild og í öllu falli auð­hrekj­an­leg.

Hval­veiði­skýrsla Hag­fræði­stofn­unar ræðir einnig kostnað sem hálf ómögu­legt var að mæla. Skýrslan bendir á að slíkur kostn­aður sé mögu­leg­ur, en reynir að sjálf­sögðu ekki að magn­færa hann af því að í eðli sínu er hann ómæl­an­leg­ur. Hvernig setur maður krónu­tölu á mann­orð Íslands? Hvers virði er synd­andi hvalur í sjó fyrir alla þá Íslend­inga (og útlend­inga) sem þykja hval­veiðar glat­að­ar? Hvers virði er hvalur í sjó fyrir vist­kerf­ið? Hvers virði er það að vernda þessa tign­ar­legu herra hafs­ins? 

Þetta er allt ein­hvers virði. Mögu­lega hell­ings virði. En eng­inn getur á sann­fær­andi hátt sagt nákvæm­lega hver talan á að vera, því nenna fæstir að reyna að magn­færa hið ill­magn­fær­an­lega. Hvort sem það er gleði hippa vegna hval­frið­un­ar, eða ást for­eldra á börn­unum sín­um. 

En það sem erfitt – jafn­vel ómögu­legt – er að mæla er oft mik­ils virði. Kannski er mann­orðs­blettur hval­veiða stærri en við höld­um. Kannski er lang­tíma verð­mæti hvals á vist­kerfið sitt meira en við­bótar EBITDA Sam­herja. Í öllu falli er ást móður á eigin barni meira virði en launa­skerð­ing og nautna­lífið sam­an­lagt. Ein­hverjir vilja meina að slík ást sé ómet­an­leg. En hver er mun­ur­inn á því ómælna­lega og ómet­an­lega? 

Þegar kostn­aður er í raun ábati

Ef allir Íslend­ingar byrj­uðu í dag að setja barn­eign­ar­á­kvarð­anir sínar upp í Excel, þar sem þeir legðu saman mæl­an­legan bata og drægju frá honum mæl­an­legan kostn­að, þá tæki það rétt rúm­lega 100 ár fyrir þjóð­ina að þurrkast út. Ekki af því að það er í raun og veru góð ákvörðun að hætta að eign­ast ekki börn, heldur af því að kostn­að­ur­inn er mæl­an­legur en ábat­inn ekki.

Kúka­bl­eyj­ur, svefn­leysi, gubb og grenjuköst er eru allt hlutir sem ég hefði gefið mér að væri kostn­að­ur, hefði ég sett ákvörðun mína að eign­ast barn í Excel. En þegar á hólm­inn var komið þá átt­aði ég mig á því að þó eitt­hvað sé erfitt þá þarf ekki að kalla það kostn­að. Þó eitt­hvað sé vinna, þá má vel vera að vinn­una sé þess virði að vinna án þess að þiggja fyrir hana laun. Í öllu falli er þetta vinna sem ég hefði síður viljað missa af.  

Að sjálf­sögðu væri ég til í að sofa meira, en ástæðan fyrir slæmum svefni er sá að ég þarf að ganga úr skugga um að strák­unum mínum líði vel. Í venju­legu árfari væri svefn­leysi kostn­að­ur, en þegar svefn­leysi er drifið af kúr­þörf hvít­voð­ungs þá er fórnin sem svefn­inn er jöfnuð af ábat­anum sem kúrið gef­ur. En þessa hluti veit maður ekki áður en maður upp­lifir þá, því gefur maður sér að þeir séu kostn­að­ur. 

Franski 17. aldar vís­inda­mað­ur­inn Bla­ise Pascal afsak­aði einu sinni langt bréf sem hann skrif­aði á þeim grund­velli að honum hafi ekki „gef­ist tími til að skrifa stutt bréf“. Upp­haf­lega lang­aði mig að skrifa stuttan pistil um fórn­ar­kostnað og barn­eign­ir, en í augna­blik­inu er fórn­ar­kostn­að­ur­inn minn of hár, því skrif­aði ég langan pistil. Punktar höf­undar

[1] Þetta er vissu­lega mikil ein­föld­un. Að sjálf­sögðu má reikna með því að laun kvenna hækki þegar fram líða stund­ir, en að öllu öðru óbreyttu, þá má með­al­kona í Dan­mörku búast við því að þéna 20% minna en sam­bæri­legur karl­mað­ur, eftir að þau eign­ast hvor sitt fyrsta barn (eða mögu­lega sam­an).Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics