Kærleiksrík fræðsla í forvarnarskyni

Ungir foreldrar og pör þurfa á stuðningi að halda. Kærleiksrík fræðsla og ráðgjöf er sterkasta leiðin til að vinna gegn óöryggi og hjálpa fólki að fóta sig í foreldrahlutverkinu, skrifar Ólafur Grétar Gunnarsson.

Auglýsing

„Vitið þið um spen­dýr sem er eins lítið und­ir­búið fyrir lífið við fæð­ingu og börnin okk­ar?“ spurði Andrea Leadsom landa sína. Og rök­studdi þannig mik­il­vægi þess að sinna litlu barni af alúð. Af nátt­úru­legum ástæðum fylgir því mikið álag að taka við litlu barni og sýna því kær­leik og ást.

Við getum spurt að auki: „Veistu um þjóð sem hefur breytt lifn­að­ar­háttum sínum jafn hratt og Íslend­ing­ar?“ Breyt­ingum fylgja áskor­an­ir, þær flækja hlut­ina enn frek­ar. Það eru ekki allir jafn vel í stakk búnir að bregð­ast við því álagi sem fylgir með­göngu, fæð­ingu og til­komu lít­ils barns. Þetta er afar við­kvæmt ferli sem má ekki við mik­illi trufl­un. 

Við­kvæmni ung­barna gerir gríð­ar­legar kröfur á for­eldra, sem birt­ist t.d. í því að skiln­að­ar­tíðni for­eldra yngstu barna eru mjög há. Til­koma nýs barns eykur álag og streitu, sem getur valdið ýmiss konar erf­ið­leik­um.Þannig eru 36 pró­sent af alvar­leg­ustu barna­vernd­ar­mál­unum í Bret­landi vegna barna á fyrsta ári. For­eldrar sem eru óör­uggir í upp­eld­is­hlut­verk­inu, e.t.v. vegna erf­iðs bak­grunns, eiga frekar á hættu að ná ekki að mynda örugg tengsl við börn sín. Erlendar rann­sóknir sýna að 65-70 pró­sent barna eru með örugg tengsla­mynstur og rúm 30 pró­sent eru með óör­ugg tengsla­mynst­ur. Það getur aukið líkur á ýmiss konar geð­rænum vanda­málum síðar á ævinni. Hér á landi hefur þessu verið mætt með dýrum stofn­ana úrræðum og meiri notkun á lyfjum en víð­ast ann­ars­stað­ar.

Auglýsing

Alþjóð­legar rann­sóknir sýna að 30 pró­sent af heim­il­is­of­beldi hefst á með­göngu. Inn­lendar rann­sóknir sýna að um 20 pró­sent íslenskra mæðra eru beittar ofbeldi á með­göngu. Rann­sóknir benda til að álag á með­göngu geti leitt til ýmiss konar heilsu­far­s­vanda­mála. Í kjöl­far hruns­ins komu aðvar­anir frá Land­lækni og fleirum og árið 2013 sýndu tölur að létt­bura­fæð­ingum hafði fjölgað frá hruni. Fjöl­þjóð­legar rann­sóknir sýna að þegar þroski barns er undir með­al­lagi fyrsta ævi­árið er barnið lík­legt til að drag­ast enn meira aftur úr jafn­öldrum sínum næstu árin.

Ungir for­eldrar og pör þurfa á stuðn­ingi að halda. Kær­leiks­rík fræðsla og ráð­gjöf er sterkasta leiðin til að vinna gegn óör­yggi og hjálpa fólki að fóta sig í for­eldra­hlut­verk­inu. Fræðsla byggð á starfi Gott­man-hjón­anna er nú notuð í 30 lönd­um, en þau eru oft nefnd þekktasta með­ferð­ar­par ver­ald­ar. Gott­man-hjónin hafi verið tíðir gestir á Norð­ur­lönd­unum og voru þau hér á landi árið 2012. Fjöldi bóka þeirra hefur verið gef­inn út í Nor­egi og ein bók er nú til á íslensku. Þau  leggja mikla áherslu á fræðslu og aðstoð sem þjónar þörfum beggja kynja á með­göngu og fyrstu árin í for­eldra­hlut­verk­inu og hjálpar til að að fyr­ir­byggja álag og streitu. Reykja­vík­ur­borg var fyrsta höf­uð­borgin til að nota fræðslu Gott­man hjón­anna í grunn­þjón­ustu árið 2008-2009. Svo vel tókst til að Jafn­rétt­is­ráð veitti starf­inu við­ur­kenn­ingu árið 2009. En síðan kom hrun­ið...

Höf­undur er ­fjöl­skyldu- og hjóna­ráð­gjafi.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar