Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar

Þrír verkfræðingar og einn tæknifræðingur segja að það þurfi sérfræðikunnáttu til að leysa byggingareðlisfræðileg vandamál þegar glímt er við íslenskt veðurfar og aukið rakaálag innandyra.

fórir.jpg
Auglýsing

Í mars­mán­uði 2001 skrif­aði einn grein­ar­höf­unda ásamt fleirum grein í Verk­tækni sem bar nafn­ið: Ísland í dag – Auknar kröfur til húsa og hönn­uða

Í umræddri grein er litið til þáver­andi stöðu nýrra ráð­gjafasviða á íslenskum bygg­inga­mark­aði, sem voru bruna­hönn­un, hljóð­hönnun og ráð­gjöf í bygg­ing­ar­eðl­is­fræði. Rök voru færð fyrir því að full ástæða væri til þess að leita sér ráð­gjafar á þessum sviðum við hús­bygg­ing­ar, ekki síður en á hefð­bundnum hönn­un­ar­sviðum burð­ar­þols, lagna og raf­magns.

Nú eru um 19 ár liðin og segja má að staða bruna- og hljóð­hönn­unar hafi tekið stakka­skipt­um. Í öllum stærri verkum er það orðið við­tekið að leita til bruna- og hljóð­hönn­uða. Opin­bert eft­ir­lit er mjög virkt á sviði bruna­varna en stjórn­sýslan getur gert betur í eft­ir­liti með full­nægj­andi hljóð­hönn­un. Það stendur von­andi til bóta.

Það er slá­andi að ráð­gjöf og hönnun á sviði bygg­ing­ar­eðl­is­fræði hefur nán­ast ekk­ert fleytt fram á þessum bráðum tveimur ára­tug­um. Því verður að breyta. Við erum að gera alvar­leg mis­tök sem leiða af sér leka­vanda­mál, raka- og myglu­skemmdir sem kosta sam­fé­lag okkar for­múg­ur.

Hvað felur verk­fræði­ráð­gjöf í bygg­ing­ar­eðl­is­fræði mann­virkja í sér og hvernig getur hún bætt hönn­un? 

Á und­an­förnum árum hefur umræða á Íslandi um raka­skemmdir og myglu í mann­virkjum færst í auk­ana. Fréttir af him­in­háum fjár­hæðum sem varið er í við­gerðir og við­hald vegna þessa gætu útskýrt þessa vit­und­ar­vakn­ingu sem og að fólk er meira með­vitað um slæm heilsu­fars­leg áhrif myglu. Talið er að fólk í Íslandi verji um 90% af tíma sínum inn­an­dyra og er flestum því ljóst mik­il­vægi þess að búa við full­nægj­andi inni­vist og loft­gæði í híbýlum sín­um. Þörfin fyrir vatns- og raka­held hús er því aðkallandi hér á land­i. 

Auglýsing
Raki í bygg­ingum getur bæði verið af völdum nátt­úr­unnar og rangrar hönn­un­ar.  Regn­vatn er algeng upp­spretta raka í bygg­ing­um. Í Reykja­vík mælist úrkoma um 200 daga á ári. Vegna sterkra vinda fellur mikið af rign­ing­unni sem slagregn og því eru lóð­réttir bygg­ing­ar­hlutar útsettir fyrir vætu. Hafi bygg­ing­ar­efni ein­hverja hol­rýmd drekka þau í sig vatn vegna hár­pípu­krafta. 

Í núgild­andi bygg­ing­ar­reglu­gerð er mælt fyrir um að mann­virki séu þannig hönnuð og byggð að vatn eða raki geti ekki valdið skaða á mann­virk­inu og gerð er krafa um að grein­ar­gerð um hita- og raka­á­stand sé hluti af hönn­un­ar­gögn­um. Í grein­ar­gerð­inni skal, svo dæmi séu nefnd, gerð grein fyrir kulda­brúm, döggv­un­ar­punkt­um, hættu á raka­skemmd­um, sem og raka- og vind­vörn­um.

Nýstár­legar bygg­ingar og nýjar bygg­in­garð­ferðir krefj­ast oft flók­inna tækni­legra hönn­un­ar­lausna. Sífellt koma inn á mark­að­inn nýjar bygg­ing­ar­vörur og lausn­ir. Hvernig þær reyn­ast til lengri tíma hefur oft á tíðum ekki verið rann­sakað með til­liti til íslensks veð­ur­fars. Mik­il­vægt er í ljósi hraðrar fram­þró­unar að fleiri rann­sóknir séu gerðar á þessu sviði sem gætu leitt til bættrar hönn­unar og verk­lags í mann­virkja­gerð hér á landi.

Þekk­ing á eðl­is­fræði­legum ferlum sem lýsa hita-og raka­streymi í bygg­ingum gerir okkur kleift að spá betur fyrir um hegðun bygg­ing­ar­hluta í breyti­legu veð­ur­fari. Í gegnum tíð­ina hefur þessi hegðun bygg­ing­ar­hluta, með til­liti til hita og raka, verið spáð með ein­föld­uðum útreikn­ingum út frá með­al­gildum í stöð­ugu ástandi. Nú hefur rutt sér til rúms ný tækni og þró­aður hug­bún­aður sem gera ráð­gjafa kleift að reikna út, herma og meta með nákvæm­ari hætti en áður, eðl­is­fræði­lega eig­in­leika hönn­un­ar­lausna.

Þessir útreikn­ingar eru gang­fræði­legir (e. dyna­mic) og nýtir tæknin sér raun veð­ur­gögn. Klukku­stund­ar­gildi fyrir úrkomu, vind­hraða, loft­þrýst­ing, sól­ar­geislun auk hita­stigs og hlut­falls­raka, bæði inn­an- og utandyra, eru notuð til þess að meta eðl­is­fræði­lega hegðun bygg­ing­ar­hluta. Kostir hug­bún­að­ar­ins eru marg­þætt­ir. Fljót­legt er að bera saman hættu á raka­þétt­ingu fyrir mis­mun­andi hönn­un­ar­lausnir, herma hita­dreif­ingu, varmatap og ákvarða U-gildi með meiri nákvæmni en áður. Með varma- og rakaflæð­is­hermun er hita­stig, hlut­falls­raki og vatns­magn í bygg­ing­ar­hlut­anum reiknað yfir löng tíma­bil. Út frá sam­spili þess­ara þátta má kanna hvort upp­söfnun raka eða útþornun eigi sér stað og þannig er hætta á raka­skemmd eða myglu­vexti met­in.

Ljóst er að oft má rekja tjón og skemmdir vegna raka og vatns til rangra hönn­un­ar­lausna sem ekki henta þeim öfga­fullu veð­ur­að­stæðum sem við búum yfir á Íslandi. Verk­fræði­ráð­gjöf sem snýr að bygg­ing­ar­eðl­is­fræði mann­virkja kemur hér til sög­unn­ar. Það þarf sér­fræði­kunn­áttu til að leysa bygg­ing­ar­eðl­is­fræði­leg vanda­mál þegar glímt er við íslenskt veð­ur­far og aukið raka­á­lag inn­an­dyra.

Fyrir bráðum 20 árum sáu grein­ar­höf­undar ekki fyrir að nýtt fræða­svið var að ryðja sér til rúms þ.e. hönnun dags­lýs­ingar og raf­lýs­ing­ar; í einu orði nefnt lýs­ing­ar­hönn­un. Það er ekki síður mik­il­vægt hönn­un­ar­svið. Að tryggja næga dags­lýs­ingu á heim­ilum og í atvinnu­hús­næði er mjög áríð­andi. Hér erum við sömu­leiðis að gera dýr mis­tök sem vönduð ráð­gjöf gæti komið í veg fyrir með litlum til­kostn­aði.

Í dag vitum við að góð lýs­ing­ar­hönnun bætir lífs­gæði með því að veita góða upp­lifun rýma, bætt afköst og svefn­gæði. Dags­ljósið er besta lýs­ing sem hægt er að fá yfir dag­inn og þá sér­stak­lega að morgni til. Á Íslandi var á árum áður dags­ljós í bygg­ingum tryggt með því að byggja lágt og hafa gott bil á milli húsa. Með slíku borg­ar­skipu­lagi duga ein­faldar þum­al­putta­reglur til að tryggja næga dags­birtu í hús­um.

Á síð­ustu árum hefur íslenskur bygg­ing­ar­iðn­aður þró­ast í þá átt að byggja sem flesta fer­metra á hverri lóð; bæði á hverri hæð og með hærri bygg­ing­um. Það er hér sem vanda­málin við að tryggja nægt dags­ljós í bygg­ingum byrja. Þegar borg­ar­skipu­lag hvetur til þétt­ingar byggðar þýðir ekki lengur að treysta á úreltar þum­al­putta­reglur til að tryggja dags­ljós í hús­um. Það segir sig sjálft að þegar háar og breiðar bygg­ingar standa nærri hvor annarri er dags­ljós skert; sér­stak­lega á neðri hæð­um. Þétt­ing byggðar er vel þekkt á suð­rænum slóðum með hærri sól­stöðu en okk­ar. Þar er mark­miðið að tak­marka hita­myndun í húsum frá sól­ar­ljósi; enda dvelja íbúar á þeim slóðum lang­tímum saman utandyra; þar sem þeir fá nægt dags­ljós. Ólíkt því sem hér er.

Á Íslandi er veð­ur­far sem ýtir undir inni­veru og því sér­stak­lega mik­il­vægt að tryggja nægt flæði dags­ljóss inn í bygg­ing­ar. Lág sól­staða og miklar sveiflur í dags­ljósa­stundum á sól­ar­hring gera þær kröfur til okkar við tryggjum nægt dags­ljós við þétt­ingu byggð­ar. Með því að horfa fram hjá því erum við hrein­lega að skerða lífs­gæði íbúa. Fyrir umrædda þétt­ingu byggðar er núgild­andi bygg­ing­ar­reglu­gerð úrelt í þessu efni. Góð raf­lýs­ing tekur mið að dags­lýs­ingu í rým­inu en kemur aldrei í stað­inn fyrir hana; nema í þeim fáu til­vikum sem þar sem dags­ljósið skaðar starf­sem­ina.

Það er við­eig­andi að enda þessa grein með bráðum 20 ára gömlum loka­orð­um: „Hér verður okk­ur, ágætu arki­tekt­ar, verk- og tækni­fræð­ing­ar, að renna blóðið til skyld­unn­ar: Komum málum í betra horf og ræðum stöð­una í alvöru við við­skipta­vini okkar og verk­kaupa. Við getum ekki aðgerða­laus látið almanna­heill lönd og leið. Í sam­fé­lagi sem okk­ar, þar sem hver og einn verður að eign­ast sína eigin íbúð, eru þeir fjöl­margir sem tapa stórum hluta eigna sinna vegna þess að við höfum ekki komið réttri þekk­ingu nægi­lega vel á fram­færi. Hags­munir fyr­ir­tækja og opin­berra aðila eru þeir söm­u.“

Ólafur Hjálm­ars­son er verk­fræð­ingur hjá Tri­vium ráð­gjöf, Ásta Loga­dóttir er verk­fræð­ingur hjá Lotu, Krist­inn Alex­and­ers­son er tækni­fræð­ingur hjá VSÓ ráð­gjöf og Jóhann Björn Jóhanns­son er verk­fræð­ingur hjá VSÓ ráð­gjöf.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar