Af sykurpúðum

Þórólfur Matthíasson prófessor segir að rýmkandi ákvarðanir í sóttvörnum og um opnun landamæra virðast hafa verið teknar á grundvelli þrýstings hagsmunagæslumanna og þröngra hagsmuna umbjóðenda þeirra, ekki á grundvelli hagræns uppgjörs.

Auglýsing

Í frægri til­raun lögðu sál­fræð­ingar við Stan­ford háskóla eft­ir­far­andi þraut fyrir börn á leik­skóla­aldri: Barnið kom inn í her­bergi þar sem fyrir voru stóll, borð, diskur með girni­legu sæl­gæti (syk­ur­púða), auk stjórn­anda til­raun­ar­inn­ar. Stjórn­and­inn sagði barn­inu að hann þyrfti að skreppa frá. Barn­inu var jafn­framt sagt að það mætti eiga og borða sæl­gæt­ið. Enn­fremur að ef sæl­gæt­is­mol­inn væri óhreyfður þegar stjórn­and­inn kæmi til baka (eftir 15 mín­út­ur) myndi öðrum mola verða bætt við. Nið­ur­stöður til­raun­ar­innar voru þær að um þriðj­ungur barna sem tók þátt fékk 2 sæl­gæt­is­mola. 

Meiri­hlut­inn, tvö af hverjum þremur börn­um, höfðu ekki þraut­seigju eða sjálfs­stjórn til að bíða þó í boði væri tvö­földun ávinn­ings. End­ur­teknar til­raunir hafa gefið sömu nið­ur­stöðu. Síðan hafa sál­fræð­ingar eytt miklu púðri í að skýra skap­gerð, bak­grunn og upp­eldi þeirra barna bíða eftir seinni mol­anum og borið saman við sömu eig­in­leika hinna sem láta sér nægja einn mola „strax“. Skal það ekki rakið frekar í bili. En þann lær­dóm má af til­raun­inni hafa að mann­fólk­inu er ekki áskapað að neita sér tíma­bundið um glaðn­ing, jafn­vel þó ávinn­ingur af frest­un­inni sé ríku­legur (100% ávöxtun á 15 mín­út­u­m). Sú hugsun að það geti verið hag­stætt að neita sér um eitt­hvað gott í dag ef meir gæði eru í boði síðar er lærð, ekki með­fædd.

Auglýsing
Því er þetta rifjað upp að Covid-19 býður upp á syk­ur­púða-til­raun í breyttu formi og á áður óþekktum skala. Með því að beita tak­mörk­unum á fjölda þeirra sem geta komið saman í opin­beru rými og með því að fyr­ir­skipa „sam­skipta­fjar­lægð“ (social distancing) er hægt að „fletja kúr­f­una“ og draga mjög úr áhrifum far­sótt­ar­innar á líf og heilsu heilu þjóð­anna. En rétt eins og á sér stað í syk­ur­púða­til­raun­inni sem lýst var að framan kemur ávinn­ing­ur­inn af að beita sam­skipta­fjar­lægð og sam­komu­banni ekki í ljós fyrr en eftir ákveð­inn bið­tíma. Og lok­aður bar eða mat­sölu­staður sem lokar mat­salnum skapa hvorki tekjur fyrir eig­and­ann eða neyslu­á­nægju fyrir neyt­and­ann. Af þessu getur orðið óþol og pirr­ing­ur: Við­skipta­vina­hóp­ur­inn (eða a.m.k. hluti hans) er til­bú­inn til að borða og drekka, fara í lík­ams­rækt, láta klippa sig. Og þá velta eig­endur (eða tals­menn veit­inga­grein­ar­inn­ar, lík­ams­rækt­ar­greinar­inn­ar, hót­el­anna, flug­fé­lag­anna) fyrir sér rétt eins og leik­skóla­börnin í Stan­fordtil­raun­inni: Af hverju ekki að hunsa sam­skipta­fjar­lægð og sam­komu­bann og borða syk­ur­púð­ann strax? Hann er þarna núna! Rétt er að halda því til haga að eig­endur þeirra fyr­ir­tækja sem verða fyrir barð­inu á sam­skipta­fjar­lægð­ar­reglu eru ekki að sækj­ast eftir gróða og sæl­gæti, þeir vilja forð­ast tap. En vand­inn er sá að það tap sem má forða á fyrstu stigum stig­mögn­unar far­sóttar er svo marg­falt minna en það tap sem má forða tak­ist að „fletja kúr­f­una“ og koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar sam­kvæmt veld­is­vaxt­ar­for­múlu.

Hvað skal gera þegar eðl­is­á­vísun og með­fædd við­bragðs­mynstur knýr marga til að valda sér og öðrum tjóni? Gott for­dæmi, upp­lýs­ing, kennsla og fræðsla auk laga­boða eru þau tæki sem notuð eru. Kristnum er kennt að breyta eins og frels­ari þeirra breytti (þó sumum gangi það illa), reynt er að kenna börnum og ung­lingum að spara og fjár­festa (fjár­mála­læsi). Laun­þegum og sjálf­stætt starf­andi er skylt sam­kvæmt laga­boði að leggja umtals­verðan hluta tekna í líf­eyr­is­sjóð, enda sýnir syk­ur­púða­til­raunin að ótryggt er að treysta því að ung­lingar hugsi til elli­ár­anna.

Til­rauna­sál­fræð­ing­arnir í Stan­ford fylgd­ust með atferli þátt­tak­end­anna í syk­ur­púða­til­raun­inni eftir að stjórn­and­inn fór úr her­berg­inu á sjón­varps­skjá. Eins og við mátti búast reyndu margir þátt­tak­enda bæði að borða syk­ur­púð­ann og geyma hann með því að taka örlitla flís. Þeim sem lengst komst tókst að borða megnið af púð­anum en skilja „skurn“eftir svo það leit út fyrir að ekki hefði verið hreyft við sæl­gæt­inu!

Í bar­áttu við drep­sótt grípa margir til svip­aðra aðferða og reyna að sann­færa stjórn­völd um að það sé í lagi að und­an­þiggja þeirra rekstur frá ákvæðum um sam­skipta­fjar­lægð og sam­komu­bönn. Að ekki þurfi að taka sýni af öllum sem koma erlendis frá, að ekki þurfi að íþyngja með greiðslu fyrir sýna­töku, að ekki sé neinn munur á að loka öld­ur­húsum og veit­inga­húsum klukkan ell­efu að kvöldi eða tólf að kvöldi (eða eitt að nóttu eða....). Þetta er full­orð­ins­að­ferðin við að borða flís af syk­ur­púð­anum í þeirri von að það skaði ekki ávinn­ing­inn sem gæti orð­ið.

Auglýsing
Í bar­áttu við drep­sótt þarf að beita öllum brögð­unum í bók­inni ef vel á að takast. Gott upp­lýs­inga­flæði frá sótt­varn­ar­yf­ir­völdum og góðar til­lögur almanna­varn­ar­yf­ir­valda duga skammt ef rík­is­stjórn og póli­tískir áhrifa­menn tala við­brögðin niður eins og dæmin sanna. Það þarf stað­festu og skýra sýn og skiln­ing til að standa gegn öllum hags­muna­að­il­unum sem vilja fá smá flís af syk­ur­púð­an­um, bara smá rýmkun á regl­um, bara smá fleiri erlenda ferða­menn, bara smá lengri opn­un­ar­tíma, bara smá rýmri fjölda­reglur fyrir sam­kom­ur.

Reynsla síð­ustu daga sýnir svart á hvítu að eft­ir­láts­semi gagn­vart sam­skipta­fjar­lægð og smit­vörnum er fljót að verða kostn­að­ar­söm. Nú virð­ist sem rýmkun á skimun­ar­skyldu á landa­mærum Íslands geti sett stórt strik í reikn­ing­inn þegar kemur að skóla­haldi í haust. Sömu­leiðis er lík­legt að ótíma­bær og/eða of víð­tæk opnun landamæra dragi mjög úr mögu­leikum fyrir tón­leika­hald, leik­hús og aðrar fjölda­sam­komur sem fyrst og fremst eru sóttar af inn­lendum neyt­end­um. Ákvarð­anir um beit­ingu sam­skipta­fjar­lægðar og sam­komu­tak­mark­ana og skimun á landa­mærum voru, að því er virð­ist, teknar á grund­velli þrýst­ings hags­muna­gæslu­manna og þröngra hags­muna umbjóð­enda þeirra. Ekki á grund­velli hag­ræns upp­gjörs á kostn­aði og ábata. Nágrannar okkar í Nor­egi létu vinna slíkt upp­gjör í apríl s.l. Þar kom fram að mestu skiptir að halda útbreiðslu niðri og kom­ast hjá að loka skólum og leik­skólum vegna þess hversu hamlandi slíkar lok­anir eru á atvinnu­lífið almennt. Íslensk stjórn­völd þekkja til þeirrar vinnu en hafa ekki látið vinna til­svar­andi álits­gerð mér vit­an­lega. Það er skaði því hugs­an­lega hefði nið­ur­staða slíkrar vinnu haft áhrif. Kannski værum við ekki að velta fyrir okkur að Zoom-væða skóla­kerfið annað miss­erið í röð, hver veit?

Höf­undur er pró­­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar