Fordómar Sapiens

Nú er kominn til sögunnar hinn svonefndi pólitíski rétttrúnaður sem leyfir helst engin blæbrigði skoðana. Allir skulu hugsa og hegða sér á sama hátt ella vera útskúfaðir og jafnvel réttdræpir, skrifar Örn Bárður Jónsson.

Auglýsing

Þankar um bók­ina Sapi­ens A Brief History of Hum­an­k­ind eftir Yuval Noah Har­ari.Höf­undur bók­ar­innar Sapi­ens hefur vakið mikla athygli á síð­ustu árum. Bókin hefur selst í millj­ónum ein­taka. Ég las hana á ensku. Hér er ekki um neinn bæk­ling að ræða heldur tæp­lega 500 síðna doðr­ant.Nú er hún komin út hjá For­lag­inu og ber heitið Sapi­ens, Mann­kyns­saga í stuttu máli, í þýð­ingu Magneu J. Matth­í­as­dótt­ur.

Auglýsing


Fyrstu kafl­arnir eru virki­lega skemmti­legir og skrif­aðir af frjóum huga. Ég naut þess að lesa fyrri helm­ing bók­ar­innar og rúm­lega það en þá fann ég að farið var að dofna dálítið á höf­undi. Hver heldur stíl og kyngi­magni í gegnum 500 síð­ur?Mig fór fljótt að gruna að hann ætti ein­hverra harma að hefna. Ég skynj­aði und­ir­tón sem gaf til kynna for­dóma á vissum svið­um. Og þegar slíkt kemur fram í máli höf­unda sann­ast það að eng­inn er for­dóma­laus og eng­inn er heldur algjör­lega, hund­rað pró­sent, hlut­læg­ur. Homo sapi­ens, hin viti­borna mann­eskja, við öll, höfum þann djöful að draga að þurfa að reita arfa alla daga, hver úr sínum sinnis­garði.Mig fór snemma að gruna að honum lík­aði ekki við kirkju og kristni og það kann að vera vegna þess að hann er alinn upp sem Gyð­ing­ur. Hann er sagður á vefnum vera „secul­ar“ Gyð­ingur sem merkir að hann hafi ekki fengið strang­trú­ar­upp­eldi. Hann er þá kannski Gyð­ingur eins og margir Íslend­ingar eru kristnir án þess að fara mikið í kirkju eða lesa Bibl­í­una.Á vefnum fann ég svo umfjöllun um að hann væri sam­kyn­hneigð­ur.Þetta tvennt gefur til kynna að hann kunni að hafa fóstrað með sér for­dóma í garð kirkju og kristni sem hvílir á tveimur stoð­um, trú hans ann­ars vegar og kyn­hneigð hins veg­ar.Til­vitnun í frum­út­gáf­una styður mál mitt. Á bls. 370 í útgáfu Vin­tage sem er hluti Penguin Random House 2011 segir m.a.:„Some religions, such as Christ­i­anity and Nazism, have killed milli­ons out of burn­ing hatred.“Ég verð að við­ur­kenna að það þarf ögn útvíkkað ímynd­un­arafl, svo ekki sé dýpra í árinni tek­ið, til að spyrða þessi tvö fyr­ir­brigði saman og gera þau bæði að trú­ar­brögðum sem myrt hafi fólk í stórum stíl í brenn­andi hat­ur­sæði.Í íslensku þýð­ing­unni hljóðar til­vitn­unin svo:„Sum trú­ar­brögð, til dæmis kristni og nas­is­mi, hafa orðið millj­ónum mann að bana af log­andi hatri.“ (s. 357) Við augum blasir að nas­ism­inn fór fram með miklum gaura- og djöf­ul­gangi og drap fólk í millj­óna­vís. Nas­ism­inn óx upp í Þýzka­landi sem mótað er af kaþ­ólsku kirkj­unni og síðar sið­bót Lúth­ers. Landið má því skil­greina sem kristið land. En kristnin í Þýzka­landi var aldrei hund­rað pró­sent fylgj­andi Hitler og hans hirð­mönnum en það afsakar hins vegar ekki glæp­ina. Að kristnin (Christ­i­anity), hafi staðið að morð­unum með beinum hætti og sam­þykktum sín­um, stenst varla fræði­lega skoðun og hér finnst mér fræði­mað­ur­inn fara offari. Engar heim­ildir eru um að kirkju­þing, bisk­upa­fundir eða presta­stefn­ur, innan kaþ­ólsku kirkj­unnar eða meðal mót­mæl­enda, hafi setið á fundum og skipu­lagt hel­för­ina. 

Hitt er lík­legra að fólk, ein­stak­ling­ar, hafi sog­ast inn í nas­is­mann vegna blekk­ing­ar­leiks­ins sem var í gangi af hálfu nas­ista­flokks­ins, vegna þess að hjól atvinnu­lífs­ins tóku aftur að snú­ast undir stjórn Hitlers og efna­hagur vænk­að­ist hjá almenn­ingi. Það sáu ekki allir í gegnum lyga­vef­inn. Þótt ólíku sé saman að jafna þá skipt­ist til dæmis fólk í heim­inum í tvö horn þegar kemur að afstöð­unni til hlýn­unar jarð­ar. Hluti manna kennir mann­kyni um en hinn hlut­inn nátt­úr­unni og vill alls ekki láta hana njóta vafans. Hitt dæmið um blinda eft­ir­fylgni er hvernig kristnir hægri menn fylkja sér undir merki Trump for­seta. Þeir neita að sjá að mað­ur­inn er að margra áliti, sið­laus lýð­skrum­ari, dóni og vafa­samur papp­ír, skítseiði, hvar sem á hann er lit­ið.Sögu­skoðun ein­stak­linga er stundum þröng og mótuð af per­sónu­legri upp­lifun á langri eða stuttri ævi við­kom­andi.Sagan geymir vissu­lega dæmi um róst­ur, ill­virki og stríð innan krist­inna sam­fé­laga og í sumum til­fellum áttu sér stað stríð bein­línis á trú­ar- eða játn­inga­legum for­send­um. Í Frakk­landi myrtu kaþ­ólikkar t.d. mót­mæl­endur í stórum stíl og þeir sem komust af flúðu margir til Amer­íku. Þessi mót­mæl­endur voru Húgen­ottar eða kal­vinist­ar.Deil­urnar á Norð­ur­-Ír­landi eru mörgum í fersku minni, deil­urnar á milli kaþ­ólskra og mót­mæl­enda. En skoðum þær aðeins nán­ar. Deil­urnar sem stóðu hæst á árunum 1968-1998, sner­ust um það hvort Norð­ur­-Ír­land ætti að til­heyra breska kon­ungs­veld­inu eða írska lýð­veld­inu. Meiri­hluti íbú­anna, mót­mæl­end­ur, voru sam­bands­sinnar (union­ists/loya­lists) og vildu til­heyra breska kon­ungs­veld­inu en minni­hlut­inn, kaþ­ólskir, vildu til­heyra írska lýð­veld­inu. Var deila byggð á trú­ar­skoð­unum eða póli­tík? Ég hall­ast að því að þetta hafi snú­ist um póli­tík öðru fremur en það vill svo til að skoð­an­irnar skipt­ust þannig að þær féllu hvor að sinni deild kristn­inn­ar. Skoð­anir á því hvort til­tekið svæði eigi að til­heyra einu ríki eða öðru hljóta að snú­ast um póli­tík, ekki trú­mál.

Dóm­harkaSnúum okkur um stund að öðru máli. Í sam­tím­anum ber nokkuð á dóm­hörku gagn­vart fólki fyrri tíð­ar. Nær­tæk­ast er að benda á hópa sem um þessar mundir steypa styttum af stalli í Banda­ríkj­unum og víðar í nafni mann­rétt­inda. Afstaða fólks tekur lík­lega mið af þeim upp­lýs­ingum sem nú liggja fyrir en mikið virð­ist skorta á að gagn­rýnendur reyni að setja sig í spor fólks fyrri alda. Getum við hugsað eins og Alex­ander mikli, Júl­íus Ses­ar, Karl Marx, Freud, Volta­ir?Á Íslandi er oft vitnað til harðra dóma yfir körlum og konum á 17. öld. og dóms­kerfið og kirkjan dregin til ábyrgðar á aftökum karla og kvenna með öxi eða sekk í hyl. Eigum við að full­yrða að kristnin hafi stundað þau mann­dráp? Verðum við ekki að horfast í augu við að á öllum tímum flæk­ist vel mein­andi fólk í alls­konar dóm­hörku, for­dóma og djöf­ul­skap? Og emb­ætt­is­menn undir kon­ungs­valdi, hvað gátu þeir svo sem gert þegar dómar féllu? Ef þeir hefðu óhlýðn­ast eða dæmt á annan veg, beið þeirra sjálfra öxin eða gálg­inn. Við getum barið okkur á brjóst sem aldrei höfum lent í við­líka sið­klemmu.Nú er kom­inn til sög­unnar hinn svo­nefndi póli­tíski rétt­trún­aður sem leyfir helst engin blæ­brigði skoð­ana. Allir skulu hugsa og hegða sér á sama hátt ella vera útskúf­aðir og jafn­vel rétt­dræp­ir.Auð­velt er jafnan að dæma aðra. Próf­aðu að benda með vísi­fingri frá þér á aðra mann­eskju. Þum­al­l­inn víkur sér þá gjarnan undan en hinir fing­urnir þrír benda allir á brjóst þitt. Mundu það ætíð er þú dæm­ir.

Vond spyrðaHar­ari spyrðir saman kristni og nas­isma og ákærir hvort tveggja um dráp á millj­ónum manna. Vert er að minna á að kristnin er ekki eins­leitur hóp­ur. Hann skipt­ist í stórum dráttum í kaþ­ólska og mót­mæl­endur. Kirkjan sem þró­ast hafði frá Kristi sem hreyf­ing almúga­fólks breidd­ist út og varð öfl­ugri og öfl­ugri. Að lokum lagði hún Róma­veldi að velli. Af henni hrutu brot sem urðu að sér­trú­ar­hópum eða sekt­um. En kirkjan var að segja má ein og óskipt fram til árs­ins 1054 en þá klofn­aði hún í tvær deild­ir, vestur og aust­ur. Sú fyrr­nefnda með höf­uð­stöðvar sínar í Róm en hin í Kon­stantinópel sem nú ber heitið Ist­an­búl. Jafnan er talað um kaþ­ólsku kirkj­una í vestri og hina ortó­doxu eða rét­trún­að­ar­kirkj­una í austri. Klofn­ing­ur­inn átti sér stað tveimur árum fyrir vígslu Ísleifs Giss­ur­ar­sonar í Þýzka­landi, fyrsta bisk­ups Íslands, sem vígður var árið 1056 í Brimum (Brem­en) af Aðal­berti erki­bisk­upi.Kirkjan klofn­aði svo aftur 1517 vegna mót­mæla Mart­eins Lúth­ers. Mót­mæl­endur skipt­ast að meg­in­stofni í tvær deild­ir: Lúth­er­ana og kal­vinista. Norð­ur­löndin og Þýzka­land eru lúth­ersk en Sviss, Hol­land og Skotland eru helstu löndin sem kalla má kalvínsk og svo eru mikil kalvínsk áhrif í Banda­ríkj­un­um. Þegar Max Weber bjó til hug­takið „the prot­estant work ethic“ þá átti hann kannski einkum við hin kalvínsku lönd sem hafa fóstrað upp þjóð­fé­lög dugn­að­ar, sparn­aðar og ráð­deild­ar.  Öll könn­umst við t.d. við sögur af séðum Skot­um!En lúth­ersku löndin ásamt hinum kalvínsku, þ.e. mót­mæl­end­ur, eru á margan hátt í far­ar­broddi í heim­inum hvað varðar mann­rétt­indi, þjóð­fé­lags­legt rétt­læti og jafn­rétti, svo aðeins nokkur gildi séu nefnd. Heim­ur­inn öfundar þessi lönd af mann­rétt­indum og almennum lífs­gæðum og þangað streyma flótta­menn.Þá má nefna baptista sem eru stór grein af mót­mæl­enda­trúnni og af þeirri grein eru hvíta­sunnu­menn og fleiri deildir sem gjarnan eru bók­stafs­trúar og með fyr­ir­vara á vís­indum og þekk­ingu sem þeim finnst stang­ast á við texta Bibl­í­unn­ar.Af þess­ari sam­an­tekt sést að kristnin er ekki ein.Íslenska þjóð­kirkjan hefur verið lúbarin af mann­rétt­inda­postulum á liðnum miss­erum vegna þess að hún var t.d. að þeirra áliti svifa­sein að setja fram stefnu sína í mál­efnum sam­kyn­hneigðra. En hún var þó ein af fyrstu kirkju­deildum í heim­inum sem gerði slíkt. Sú merka kirkja Church of Eng­land með erki­bisk­upinn af Kant­ara­borg í broddi fylk­ingar hefur ekki enn tek­ist að útkljá þetta mál og ekki heldur hvað varða vígslu kvenna. Afstöðu kaþ­ólsku kirkj­unnar þekkjum við og í Rúss­landi er tónn­inn gef­inn af Orþódox­u-­kirkj­unni. Kirkju­deildir eru engar smá­júll­ur, þær eru stór skip, sem ekki verður snúið á punkt­in­um. Munum það!

Fræði­legar kröfurHar­ari skortir ekki próf­gráð­ur. Hann er með dokt­ors­gráðu í sögu frá ekki ómerk­ari skóla­stofnun en Oxfordhá­skóla og svo er hann fyr­ir­les­ari við Hebrew Uni­versity í Jer­úsal­em. Hann gagn­rýnir kristn­ina og segir hana morð­óða. Hvað skyldi hann segja um land­nám Gyð­inga, kúg­un, ofbeldi og dráp á Palest­ínu­mönn­um?Í Ísr­ael hafa ekki allir íbúar sömu rétt­indi. Þar er við lýði aðskiln­að­ar­stefna. Sögu heyrði ég af svörtum Gyð­ingum frá S-Afr­íku sem fóru í lang­þráða píla­gríms­ferð til Ísra­els á okkar tímum en urðu for­viða er þeir upp­lifðu trú­ar- og félags­lega aðskiln­að­ar­stefnu (ap­artheid) sem þar er rekin af stjórn­völdum með dyggum stuðn­ingi Gyð­inga og „krist­inna“ bók­stafs­trú­ar­manna í Banda­ríkj­un­um.Har­ari er flinkur höf­undur en hver getur haldið enda­lausum dampi án þess að skjátl­ast í nokkru atriði? Nú eru komnir út tveir doðrantar til við­tótar eftir hann: Homo Deus (2015) og 21 Les­sons for the 21st Cent­ury (2018) og nokkrar bækur skrif­aði hann á undan þessum þremur sem hér hafa verið nefnd­ar. Har­ari er í tízku og þess vegna ham­ast útgef­endur við að gefa út meir og meir. En hefur höf­und­ur­inn enda­laust meira að segja eða er hann bara orð­inn þræll mark­aðs­hyggj­unnar sem vill hala inn meiri og meiri pen­inga á sömu hugs­un, sömu bók­inni, sama efn­inu, enda þótt tit­ill­inn sé nýr?Hefur hann tíma til að skrifa þetta allt sjálfur eða er hann bara tann­hjól í mark­aðs­vél þar sem hópur skríbenta vinnur og skrifar bæk­urnar að stórum hluta fyrir hann?

Akur og arfiÉg get horft í gegnum fingur mér við Har­ari vegna þess­ara for­dóma en vænti þess að hann tali ekki á sama hátt í fram­tíð­inni undir próf­gráðunni doktor í sögu frá Oxford eða sem Gyð­ingur og vel mein­andi mann­eskja.Kristnin á sína sögu þar sem ljós og skuggar kall­ast á enda er saga hennar saga fólks, saga breyskra ein­stak­linga, eins og mín og þín, saga sigra og nið­ur­læg­ing­ar, saga stórra hug­mynda, þar sem finna má dæmi um skamm­sýni og for­dóma í garð ann­arra. Saga Gyð­inga, múslima, búddista, hindúa og ann­arra trú­ar­hreyf­inga, geymir svipuð dæmi um for­dóma og ofbeldi, sem minnir okkur á að vandi okkar allra er brota­lömin í okkur öll­um, sem gyð­ing/kristin guð­fræði kallar synd og merkir geigun, það að missa marks í lífs­leikn­um.Vörumst for­dóma og höldum áfram að reita arf­ann úr eigin garði. Því verk­efni lýkur aldrei hjá Homo sapi­ens meðan hann dregur lífsand­ann og hugsar á þess­ari jörð.Reynum að finna akur án arfa. Hann er ekki til. Dæmum ekki akur­inn út frá einu arfa­laufi eða tveim­ur.Ég ætla ekki að dæma bók­ina Sapi­ens út frá einni til­vitn­un, sem ég tel mig hafa hrakið og skil­greint sem for­dóma. Ég las bók­ina sem áhuga­verða grein­ingu á sögu mann­kyns og hafði mikla ánægju af, enda þótt athyglin hafi dofnað ögn í síð­ari hluta bók­ar­inn­ar.Ég er krist­inn maður og hef kristna lífs­sýn og trúi því að ekki sé að finna feg­urri hug­mynda­fræði í heimi hér en hina kristnu.Kristnir í Róm voru m.a. kall­aðir guð­leys­ingjar, ateistar, vegna þess að þeir trúðu ekki á guða­gall­erí Róm­verja, ekki heldur á tröll, for­ynjur eða drauga. Kristnin er nefni­lega trú skyn­sem­inn­ar, trú á einn Guð, sem er yfir öllu og í öll­um, en hafnar goð­mögnum í eða á jörðu, í him­in­tunglum eða víddum geims og alheims.Á BBC var nýlega varpað út þætti með yfir­skrift­inni: The Return of the Heathens, sem þýða mætti: Heið­in­gj­arnir hafa snúið aftur. (Það freist­aði mín að þýða „Heið­in­gj­arnir hafa gengið aft­ur“!) Þátt­ur­inn er um ása­trúna á Íslandi, sem Íslend­ingar lögðu af fyrir 1100 árum. Orðið heið­ingi er skil­greint svo í íslenskri orða­bók: heið­ing/i. m (-ja, -jar). 1. (ókrist­inn mað­ur). heathen, pag­an. 2. (trú­leys­ing­i). atheist.Í þætt­inum segir Hilmar Örn, alls­herj­ar­goði, að trú hans hafi verið ríkj­andi á Norð­ur­löndum og Bret­landseyjum um eða fyrir land­nám Íslands en kristnin hafi eyði­lagt arf þeirra sem að mestu var fólg­inn í ljóðum og kvæð­um. Kristni barst til Bret­landseyja á 1. öld en var orðin útbreidd á 6. öld og hún náði yfir­hönd­inni með sínum góðu gildum og hjá­trú­ar­lausu hug­myndum um líf og heim. Hefði kristni ekki borist til Íslands, sem hafði með sér rit­menn­ing­una, staf­rófið og form­leg fræði­mennsku, sem átti rætur í evr­ópskum, kristnum háskól­um, hefði ása­trúin þurrkast út. Það var kristnin sem skráði sögu ása­trú­ar­inn­ar. Snorri var krist­inn höf­undur og átti alla sína kunn­áttu að þakka krist­inni menn­ingu og fræða­starfi. Gleymið því ekki, ása­trú­ar­menn!Í arfi nor­rænna manna er margt að finna, bæði speki og lífs­sýn sem er fögur og hrein, en einnig margs­konar hug­mynd­ir, sem engan veg­inn geta sam­rýmst kristni eða húman­isma, t.d. hug­myndir um hefnd og annan djöf­ul­skap.Ása­trú­ar­menn geta vel haldið í heiðri góðum gildum og vís­dómi fólks sem þró­að­ist um ald­ir, en hug­ar­heimi for­feðr­anna innan þeirrar trú­ar, sé allt tekið með, verður að kasta fyrir róða að stórum hluta. En allar góðar og fagrar hug­myndir um heim­inn eiga fullan rétt á sér og víst er að feg­urðar gætir innan allra trú­ar­bragða. Varð­veitum hið góða, fagra og full­komna, en látum hitt liggja á milli hluta. Ása­trú­ar­menn sem ég þekki eru allir vænar mann­eskjur sem ég get treyst.

Loka­orðFögnum þeim sigrum sem mann­kynið hefur öðl­ast í ald­anna rás og ekki síst því sem sam­einar okkur í dag eins og til að mynda birt­ist í Mann­rétt­inda­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, Barna­sátt­mál­anum og fleiri sam­þykktum þjóða heims. Þeir sátt­málar bera þess nefni­lega allir merki að vera sprottnir úr kristnum jarð­vegi vest­rænnar hugs­un­ar, sem ég hef fjallað um áður í grein minni Kirkja og kristni í ólgu­sjó en þar ræddi ég um Hugs­anafljótið sem er grunnur og upp­spretta alls hins besta og dýr­mætasta í vest­rænni menn­ingu.Homo Sapi­ens, hefur áorkað miklu og enn er hann á ferð, hugs­andi um lífið og til­ver­unaMegi Har­ari og Homo Sapi­ens – okkur öll­u­m – farn­ast vel á ökrum heims, þar sem arfi mun án efa finn­ast um ókomna fram­tíð, verða reittur „og í eld kastað“.

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar