Hamfarasprengingar í Beirút

Bol­magn líbönsku þjóð­ar­innar ætti fyrir löngu að vera komið að þol­mörkum og aðdá­un­ar­vert er að fylgj­ast með íbúum lands­ins takast á við hvern skell­inn á fætur öðrum með sam­stöð­una eina að vopni, skrifar sviðsstjóri hjá Rauða krossi Íslands.

Auglýsing

Ham­fara­spreng­ing­arnar í Beirút voru svo öfl­ugar að orð fá þeim ekki lýst. Þeir erf­ið­leikar og sú eyði­legg­ing sem spreng­ing­arnar ollu eru því miður enn eitt áfallið í langri sögu áfalla fyrir þetta litla ríki. Beirút, sem eitt sinn var kölluð París Mið­aust­ur­landa, má sann­ar­lega muna fífil sinn fegri.

Bol­magn líbönsku þjóð­ar­innar ætti fyrir löngu að vera komið að þol­mörkum og aðdá­un­ar­vert er að fylgj­ast með íbúum lands­ins takast á við hvern skell­inn á fætur öðrum með sam­stöð­una eina að vopni. Blóðug borg­ara­styrj­öld, sem geis­aði á árunum 1975-1990, er mörgum enn í fersku minni og er fólki því mikið í mun að halda frið­inn í þessum suðu­potti ótal ólíkra sam­fé­lags­hópa. 

Margir minn­ast mynd­bands sem sýndi þessa sam­stöðu svo vel þegar hópur mót­mæl­enda tók að klappa og syngja barna­vís­una Baby Shark til að róa dreng­inn Robin sem sat í bíl með móður sinni mitt í mót­mæla­þvög­unni á götum í Beirút seint á síð­asta ári. Mót­mæl­unum var einmitt beint að þeirri rík­is­stjórn sem nú er kennt um að hafa van­rækt að tryggja öryggi við höfn­ina þar sem hin ógn­ar­stóra spreng­ing varð síð­ast­lið­inn þriðju­dag­inn.

AuglýsingLíbanon liggur fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs með landa­mæri að Sýr­landi í austri og að Ísr­ael í suðri. Það hefur tekið sinn toll fyrir þetta litla land að eiga svo ógn­ar­sterka nágranna, og gerir enn. Átök og skærur eru tíðar við bæði landa­mærin og hefur þjóðin í áranna rás tekið á móti flótta­fólki, sem til þess streyma, með opnum örm­um. Líbanon á þann vafa­sama heiður að vera það land sem hýsir hæst hlut­fall flótta­manna miðað við höfða­tölu í heim­in­um, en allt að þriðj­ungur íbúa lands­ins er flótta­fólk. Meira en 650.000 palest­ínskra flótta­manna búa í land­inu og talið er að fjöldi sýr­lensks flótta­fólks sé yfir 1,5 millj­ón. 

Þegar öllu er á botninn hvolft, eru það þau berskjölduðustu sem af mestu verða. Mynd: Rauði krossinn

Mikil fjár­málakreppa hefur ríkt í Líbanon und­an­farin miss­eri. Verð­bólga hefur auk­ist hratt og gengi gjald­mið­ils­ins hefur fallið gríð­ar­lega og misst nærri 80% af virði sínu frá hausti 2019. Stór hópur íbúa lands­ins er ber­skjald­aður og lifir við bágan kost. Atvinnu­leysi er mikið og sífellt fleiri upp­lifa sára­fá­tækt. Þá er mik­ill skortur á nauð­syn­legum lækn­inga­vör­um. Í ofaná­lag berst þjóð­in, eins og aðrar þjóð­ir, við útbreiðslu COVID-19.

Fólkið í Líbanon treystir á Rauða kross­inn

Rauði kross­inn í Líbanon rekur sjúkra­bíla­flota og heilsu­gæslur um land allt. Heil­brigð­is­kerfi lands­ins er að mestu leyti einka­vætt og því er heil­brigð­is­þjón­usta Rauða kross­ins nauð­syn­leg til að tryggja aðgengi allra að slíkri þjón­ustu, sér­stak­lega þegar svo margir stórir hópar sam­fé­lags­ins búa við bág kjör og eiga vart í sig og á. Félagið leggur grund­valla­r­á­herslu á hlut­leysi og sjálf­stæði í öllu sínu starfi. Félagið er mik­ils metið og íbúar lands­ins leggja mikið traust á þá þús­undi sjálf­boða­liða sem félagið byggir starf sitt á. Traustið sem félag­inu er sýnt er ekki síst því að þakka, hvernig það hag­aði hjálp­ar­starfi á tímum borg­ara­styrj­ald­ar­inn­ar. Þá var áhersla lögð á að múslim­skir sjálf­boða­liðar á sjúkra­bílum félags­ins færu inn á svæði þar sem meiri­hluti íbúa voru kristn­ir, til að hlúa að sjúkum og særð­um. Að sama skapi voru það kristnir sjálf­boða­liðar sem fóru á svæði þar sem meiri­hluti íbúa voru múslim­sk­ir.

Frá því stríðið í Sýr­landi braust út, sem varð þess vald­andi að mik­ill fjöldi flótta­fólks hefur leitað skjóls í Líbanon, hefur álagið á Rauða kross­inn stór­auk­ist dag frá degi og gríð­ar­leg fjölgun hefur orðið í þeim hópi sam­fé­lags­ins sem reiðir sig á mann­úð­ar­að­stoð félags­ins. Fyrir stríðið var heild­ar­fjár­þörf verk­efna Rauða kross­ins í land­inu rétt rúmir 6 milljón banda­ríkja­doll­arar en þegar þörfin var sem mest var hún áætluð allt að 28 milljón banda­ríkja­doll­ar­ar. Fljótt varð ljóst að ástandið í Líbanon er ekki tíma­bundið heldur lang­vinnt neyð­ar­á­stand og því var ákveðið að sam­hent átak þyrfti til að tryggja að líbanski Rauði kross­inn yrði í stakk búinn að halda úti viða­mik­illi og skil­virkri mann­úð­ar­að­stoð í land­inu um kom­andi ár og ára­tugi.

Íslensk stjórn­völd hafa styrkt neyð­ar­starf í Líbanon í gegnum þró­un­ar­starf

Rauði kross­inn á Íslandi og íslensk stjórn­völd voru meðal þeirra sem svör­uðu kalli Rauða kross­ins í Líbanon um stuðn­ing við upp­bygg­ingu og efl­ingu félags­ins fyrir nokkrum árum. Mik­illi orku og fjár­munum var varið í að stór­efla getu neyð­ar­heil­brigðisteyma Rauða kross­ins og efla þjón­ustu sjúkra­bíla félags­ins. Rekstur blóð­banka félags­ins var auk þess styrkt­ur. Hug­bún­aður og verk­ferlar sem nýt­ast við veit­ingu fjár­hags­að­stoðar voru inn­leiddir og starfs­fólk og sjálf­boða­liðar hlutu þjálfun í að veita slíka aðstoð á ábyrgan og öruggan hátt með notkun far­síma. 

­Ís­lenskur sendi­full­trúi vann með starfs­fólki Rauða kross­ins í Líbanon við að meta getu fjár­mála­deildar félags­ins sem í kjöl­farið var end­ur­skipu­lögð frá grunni. Nú, nokkrum árum síð­ar, er Rauði kross­inn í Líbanon eitt öfl­ug­asta lands­fé­lag hreyf­ing­ar­innar og heldur ekki aðeins úti mik­il­vægum verk­efnum í þágu ber­skjald­aðra íbúa Líbanon, heldur sækja lands­fé­lög Rauða kross­ins og Rauða hálf­mán­ans alls staðar að úr heim­inum í reynslu­banka félags­ins þegar kemur að þjón­ustu við ber­skjald­aða íbúa, og ekki síst flótta­fólk.

Öll við sem vinnum við hjálp­ar­starf vitum mæta vel hve erfitt það er að afla fjár til upp­bygg­ingar getu hjálp­ar­sam­tak­anna sjálfra. Flest okkar kjósa að styrkja hjálp­ar­starf sem styður beint við ber­skjald­aða á vett­vangi. Það má þó öllum vera ljóst að án slíkrar upp­bygg­ingar eru hjálp­ar­sam­tök í raun í sjálf­heldu. Án nauð­syn­legra og sterkra inn­viða er þeim mun síður kleift að veita nauð­syn­legan stuðn­ing á áhrifa­ríkan og skil­virkan hátt og án þess að geta sýnt fram á að þau í raun veiti slíkan stuðn­ing eru fjár­sterkir aðilar síður til­búnir að leggja fé til upp­bygg­ing­ar. Þegar öllu er á botn­inn hvolft, eru það þau ber­skjöld­uð­ustu sem af mestu verða. Við í Rauða kross­inum viljum því nýta tæki­færið og þakka utan­rík­is­ráðu­neyt­inu fyrir það traust sem það sýndi félag­inu þegar sú ákvörðun var tekin fyrir fimm árum að veita fjár­munum í mikla upp­bygg­ingu Rauða kross­ins í Líbanon, sem nú leggur nótt við dag að hlúa að og styðja hund­ruð þús­unda fórn­ar­lamba spreng­ing­ar­innar við höfn­ina í Beirút. 

Mynd: Rauði krossinn

Neyð­ar­söfnun Rauða kross­ins

Við höfum flest séð mynd­bönd af spreng­ing­unum sem sviptu á annað hund­rað manns lífi, særðu á fimmta þús­und og gerðu um 300 hund­ruð þús­und heim­il­is­laus. Sjálf­boða­liðar og starfs­fólk Rauða kross­ins í Líbanon leggja nótt við dag í björgun á vett­vangi en starfið er samt bara rétt að byrja. Það mun taka langan tíma að koma til móts við nauð­syn­leg­ustu þarfir þolenda og tryggja húsa­skjól, fæði og heil­brigð­is­þjón­ustu. Rauði kross­inn mun vera í for­ystu við það mik­il­væga verk­efni og til þess að það megi takast vel þarf Rauði kross­inn stuðn­ing almenn­ings. 

Hægt er að styrkja hjálp­ar­starf Rauða kross­ins um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í núm­erið 1900. Einnig má leggja inn á reikn­ing 0342 - 26 -12, kt. 530269 - 2649.

Höf­undur er sviðs­stjóri hjálp­ar- og mann­úð­ar­sviðs Rauða kross­ins á Íslandi.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar