Hamfarasprengingar í Beirút

Bol­magn líbönsku þjóð­ar­innar ætti fyrir löngu að vera komið að þol­mörkum og aðdá­un­ar­vert er að fylgj­ast með íbúum lands­ins takast á við hvern skell­inn á fætur öðrum með sam­stöð­una eina að vopni, skrifar sviðsstjóri hjá Rauða krossi Íslands.

Auglýsing

Ham­fara­spreng­ing­arnar í Beirút voru svo öfl­ugar að orð fá þeim ekki lýst. Þeir erf­ið­leikar og sú eyði­legg­ing sem spreng­ing­arnar ollu eru því miður enn eitt áfallið í langri sögu áfalla fyrir þetta litla ríki. Beirút, sem eitt sinn var kölluð París Mið­aust­ur­landa, má sann­ar­lega muna fífil sinn fegri.

Bol­magn líbönsku þjóð­ar­innar ætti fyrir löngu að vera komið að þol­mörkum og aðdá­un­ar­vert er að fylgj­ast með íbúum lands­ins takast á við hvern skell­inn á fætur öðrum með sam­stöð­una eina að vopni. Blóðug borg­ara­styrj­öld, sem geis­aði á árunum 1975-1990, er mörgum enn í fersku minni og er fólki því mikið í mun að halda frið­inn í þessum suðu­potti ótal ólíkra sam­fé­lags­hópa. 

Margir minn­ast mynd­bands sem sýndi þessa sam­stöðu svo vel þegar hópur mót­mæl­enda tók að klappa og syngja barna­vís­una Baby Shark til að róa dreng­inn Robin sem sat í bíl með móður sinni mitt í mót­mæla­þvög­unni á götum í Beirút seint á síð­asta ári. Mót­mæl­unum var einmitt beint að þeirri rík­is­stjórn sem nú er kennt um að hafa van­rækt að tryggja öryggi við höfn­ina þar sem hin ógn­ar­stóra spreng­ing varð síð­ast­lið­inn þriðju­dag­inn.

Auglýsing



Líbanon liggur fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs með landa­mæri að Sýr­landi í austri og að Ísr­ael í suðri. Það hefur tekið sinn toll fyrir þetta litla land að eiga svo ógn­ar­sterka nágranna, og gerir enn. Átök og skærur eru tíðar við bæði landa­mærin og hefur þjóðin í áranna rás tekið á móti flótta­fólki, sem til þess streyma, með opnum örm­um. Líbanon á þann vafa­sama heiður að vera það land sem hýsir hæst hlut­fall flótta­manna miðað við höfða­tölu í heim­in­um, en allt að þriðj­ungur íbúa lands­ins er flótta­fólk. Meira en 650.000 palest­ínskra flótta­manna búa í land­inu og talið er að fjöldi sýr­lensks flótta­fólks sé yfir 1,5 millj­ón. 

Þegar öllu er á botninn hvolft, eru það þau berskjölduðustu sem af mestu verða. Mynd: Rauði krossinn

Mikil fjár­málakreppa hefur ríkt í Líbanon und­an­farin miss­eri. Verð­bólga hefur auk­ist hratt og gengi gjald­mið­ils­ins hefur fallið gríð­ar­lega og misst nærri 80% af virði sínu frá hausti 2019. Stór hópur íbúa lands­ins er ber­skjald­aður og lifir við bágan kost. Atvinnu­leysi er mikið og sífellt fleiri upp­lifa sára­fá­tækt. Þá er mik­ill skortur á nauð­syn­legum lækn­inga­vör­um. Í ofaná­lag berst þjóð­in, eins og aðrar þjóð­ir, við útbreiðslu COVID-19.

Fólkið í Líbanon treystir á Rauða kross­inn

Rauði kross­inn í Líbanon rekur sjúkra­bíla­flota og heilsu­gæslur um land allt. Heil­brigð­is­kerfi lands­ins er að mestu leyti einka­vætt og því er heil­brigð­is­þjón­usta Rauða kross­ins nauð­syn­leg til að tryggja aðgengi allra að slíkri þjón­ustu, sér­stak­lega þegar svo margir stórir hópar sam­fé­lags­ins búa við bág kjör og eiga vart í sig og á. Félagið leggur grund­valla­r­á­herslu á hlut­leysi og sjálf­stæði í öllu sínu starfi. Félagið er mik­ils metið og íbúar lands­ins leggja mikið traust á þá þús­undi sjálf­boða­liða sem félagið byggir starf sitt á. Traustið sem félag­inu er sýnt er ekki síst því að þakka, hvernig það hag­aði hjálp­ar­starfi á tímum borg­ara­styrj­ald­ar­inn­ar. Þá var áhersla lögð á að múslim­skir sjálf­boða­liðar á sjúkra­bílum félags­ins færu inn á svæði þar sem meiri­hluti íbúa voru kristn­ir, til að hlúa að sjúkum og særð­um. Að sama skapi voru það kristnir sjálf­boða­liðar sem fóru á svæði þar sem meiri­hluti íbúa voru múslim­sk­ir.

Frá því stríðið í Sýr­landi braust út, sem varð þess vald­andi að mik­ill fjöldi flótta­fólks hefur leitað skjóls í Líbanon, hefur álagið á Rauða kross­inn stór­auk­ist dag frá degi og gríð­ar­leg fjölgun hefur orðið í þeim hópi sam­fé­lags­ins sem reiðir sig á mann­úð­ar­að­stoð félags­ins. Fyrir stríðið var heild­ar­fjár­þörf verk­efna Rauða kross­ins í land­inu rétt rúmir 6 milljón banda­ríkja­doll­arar en þegar þörfin var sem mest var hún áætluð allt að 28 milljón banda­ríkja­doll­ar­ar. Fljótt varð ljóst að ástandið í Líbanon er ekki tíma­bundið heldur lang­vinnt neyð­ar­á­stand og því var ákveðið að sam­hent átak þyrfti til að tryggja að líbanski Rauði kross­inn yrði í stakk búinn að halda úti viða­mik­illi og skil­virkri mann­úð­ar­að­stoð í land­inu um kom­andi ár og ára­tugi.

Íslensk stjórn­völd hafa styrkt neyð­ar­starf í Líbanon í gegnum þró­un­ar­starf

Rauði kross­inn á Íslandi og íslensk stjórn­völd voru meðal þeirra sem svör­uðu kalli Rauða kross­ins í Líbanon um stuðn­ing við upp­bygg­ingu og efl­ingu félags­ins fyrir nokkrum árum. Mik­illi orku og fjár­munum var varið í að stór­efla getu neyð­ar­heil­brigðisteyma Rauða kross­ins og efla þjón­ustu sjúkra­bíla félags­ins. Rekstur blóð­banka félags­ins var auk þess styrkt­ur. Hug­bún­aður og verk­ferlar sem nýt­ast við veit­ingu fjár­hags­að­stoðar voru inn­leiddir og starfs­fólk og sjálf­boða­liðar hlutu þjálfun í að veita slíka aðstoð á ábyrgan og öruggan hátt með notkun far­síma. 

­Ís­lenskur sendi­full­trúi vann með starfs­fólki Rauða kross­ins í Líbanon við að meta getu fjár­mála­deildar félags­ins sem í kjöl­farið var end­ur­skipu­lögð frá grunni. Nú, nokkrum árum síð­ar, er Rauði kross­inn í Líbanon eitt öfl­ug­asta lands­fé­lag hreyf­ing­ar­innar og heldur ekki aðeins úti mik­il­vægum verk­efnum í þágu ber­skjald­aðra íbúa Líbanon, heldur sækja lands­fé­lög Rauða kross­ins og Rauða hálf­mán­ans alls staðar að úr heim­inum í reynslu­banka félags­ins þegar kemur að þjón­ustu við ber­skjald­aða íbúa, og ekki síst flótta­fólk.

Öll við sem vinnum við hjálp­ar­starf vitum mæta vel hve erfitt það er að afla fjár til upp­bygg­ingar getu hjálp­ar­sam­tak­anna sjálfra. Flest okkar kjósa að styrkja hjálp­ar­starf sem styður beint við ber­skjald­aða á vett­vangi. Það má þó öllum vera ljóst að án slíkrar upp­bygg­ingar eru hjálp­ar­sam­tök í raun í sjálf­heldu. Án nauð­syn­legra og sterkra inn­viða er þeim mun síður kleift að veita nauð­syn­legan stuðn­ing á áhrifa­ríkan og skil­virkan hátt og án þess að geta sýnt fram á að þau í raun veiti slíkan stuðn­ing eru fjár­sterkir aðilar síður til­búnir að leggja fé til upp­bygg­ing­ar. Þegar öllu er á botn­inn hvolft, eru það þau ber­skjöld­uð­ustu sem af mestu verða. Við í Rauða kross­inum viljum því nýta tæki­færið og þakka utan­rík­is­ráðu­neyt­inu fyrir það traust sem það sýndi félag­inu þegar sú ákvörðun var tekin fyrir fimm árum að veita fjár­munum í mikla upp­bygg­ingu Rauða kross­ins í Líbanon, sem nú leggur nótt við dag að hlúa að og styðja hund­ruð þús­unda fórn­ar­lamba spreng­ing­ar­innar við höfn­ina í Beirút. 

Mynd: Rauði krossinn

Neyð­ar­söfnun Rauða kross­ins

Við höfum flest séð mynd­bönd af spreng­ing­unum sem sviptu á annað hund­rað manns lífi, særðu á fimmta þús­und og gerðu um 300 hund­ruð þús­und heim­il­is­laus. Sjálf­boða­liðar og starfs­fólk Rauða kross­ins í Líbanon leggja nótt við dag í björgun á vett­vangi en starfið er samt bara rétt að byrja. Það mun taka langan tíma að koma til móts við nauð­syn­leg­ustu þarfir þolenda og tryggja húsa­skjól, fæði og heil­brigð­is­þjón­ustu. Rauði kross­inn mun vera í for­ystu við það mik­il­væga verk­efni og til þess að það megi takast vel þarf Rauði kross­inn stuðn­ing almenn­ings. 

Hægt er að styrkja hjálp­ar­starf Rauða kross­ins um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í núm­erið 1900. Einnig má leggja inn á reikn­ing 0342 - 26 -12, kt. 530269 - 2649.

Höf­undur er sviðs­stjóri hjálp­ar- og mann­úð­ar­sviðs Rauða kross­ins á Íslandi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar