Kyrkingartakið

Morðið á George Floyd olli bylgju mótmæla í Bandaríkjunum og vakið athygli á hlutskipti svartra í landinu. Er svörtum haldið niðri með skipulegum hætti? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar.

Auglýsing

Það er kallað „kyrk­ing­ar­tak­ið“ (e. „The Chokehold“) en þetta hug­tak vísar til þeirrar með­ferðar sem margir svartir í Banda­ríkj­unum telja sig verða fyrir af hendi lög­reglu­yf­ir­valda og þar sem félags­legt órétt­læti gagn­vart svörtum virð­ist vera að aukast frekar en hitt og orðið „bakslag“ kemur upp í hug­ann.

Per­sónu­leg reynsla

„Kyrk­ing­ar­tak­ið“ er einnig nafnið á bók sem kom út árið 2017 og er eftir fyrrum alrík­is­sak­sóknar­ann Paul Butler (The Chokehold – Policing Black Men). Hann er sjálfur svartur og hefur per­sónu­lega reynslu af „kyrk­ing­ar­tak­in­u“, þ.e.a.s. hann hefur orðið fyrir því sem kalla má lög­reglu­of­beldi eða óhóf­leg vald­beit­ing.

Bók Butlers er nöt­ur­leg lýs­ing á hlut­skipti svartra í Banda­ríkj­un­um, sem hafa logað í mót­mæl­um, eftir að blökku­mað­ur­inn George Floyd var kyrktur (og myrt­ur) á götu úti í borg­inni Minn­ea­polis þann 25. maí síð­ast­lið­inn. Það var hvítur lög­reglu­mað­ur, Derek Chauvin, sem lá með annað hnéð á hálsi Floyd í næstum 9 mín­útur og hrein­lega kæfði og drap Floyd að við­stöddum fjölda vitna, sem kvik­mynd­uðu aftök­una (þetta var ekk­ert annað en aftaka). 

Auglýsing

Á myndupp­tökum sést að Floyd veitti nán­ast enga mót­spyrnu, en hann var undir áhrifum fíkni­efna þegar hann var hand­tek­inn eftir að hafa reynt að kaupa sígar­ettur með fölsuðum pen­inga­seðli.

Almenna hug­myndin um lög­reglu er sú að hún fram­fylgi lög­unum og sé til þess að vernda almenna borg­ara, en ekki myrða þá („to prot­ect and to ser­ve“ – ein­kunn­ar­orð lög­regl­unnar í Los Ang­el­es). En töl­fræðin er slá­andi; árin 2018 og 2019 voru um þús­und ein­stak­lingar skotnir til bana af banda­rískum lög­reglu­mönn­um, ár hvert, eða sam­tals um 2000 manns. Lög­reglu­menn deyja líka við skyldu­störf, að með­al­tali falla um 60 til 70 lög­reglu­menn á ári hverju í Banda­ríkj­unum (Heim­ild­ir: Statista.com/Wikipedi­a).

Fékk 18 kvart­anir á 19 árum

Á 19 ára ferli sínum hjá lög­regl­unni í Minn­ea­polis, hafði Chauvin fengið á sig 18 kvart­an­ir, eða næstum eina á ári, og einnig hefur Chauvin fengið opin­bera við­vörun vegna starfa sinna. Þess ber þó einnig að geta að hann hefur fengið við­ur­kenn­ingar fyrir störf sín, en Chauvin er fyrrum her­lög­reglu­mað­ur. 

Chauvin var rek­inn úr starfi dag­inn eftir atvikið og er nú ákærður fyrir mann­dráp, en einnig hefur honum verið birt skatta­á­kæra, sem er frekar talin lík­leg til þess að hann verði sak­felld­ur, því það er sjald­gæft að lög­reglu­menn séu sak­felldir fyrir alvar­leg brot í starfi í Banda­ríkj­un­um. 

Eitt fræg­asta dæmið um slíkt er mál Rod­ney King árið 1991, þar sem nokkrir lög­reglu­menn í Los Ang­eles voru sýkn­aðir af ákærum og allt varð vit­laust útaf, borgin log­aði í óeirðum í nokkra daga. Á Net­flix er hægt að sjá mjög fróð­lega heim­ilda­mynd um það mál, LA 92.

Kyrk­ing­ar­takið, bók Butlers, er í raun tvennt; hún er nöt­ur­lega lýs­ing á aðstæðum og hlut­skipti svartra (karl­manna) í Banda­ríkj­unum og síðan eru hún eins­konar leið­bein­ing­ar­rit um hvað svartir (karl­menn) geta gert til þess að lenda ekki í því sem Butler kallar „kyrk­ing­ar­tak­ið“, en það bitnar lang­mest á svörtum körl­um.

„Svartur að keyra“

Kyrk­ing­ar­takið er meðal ann­ars safn­hug­tak yfir hegðun og hátt­semi margra banda­rískra lög­reglu­manna (alls ekki þó allra) gagn­vart sam­borg­ur­unum og er nei­kvæð, til dæmis að hand­taka svarta menn í bílum sínum án nokk­urrar sýni­legrar ástæðu (kall­ast „DWB“ „dri­v­ing while black“) og eða að hand­taka unga svarta menn á götum úti, líka án nokk­urrar sýni­legrar ástæð­u. 

Hug­takið vísar líka til ýmissa laga sem Butler segir að séu sett í þeim til­gangi að halda svörtum niðri og stjórna þeim sem þjóð­fé­lags­hópi. Butler segir að fjöl­margt í banda­rísku sam­fé­lagi miði ein­fald­lega að því að kúga og þar með stjórna svört­um.

Eitt „verk­færið“ sem fellur undir kyrk­ing­ar­hug­takið kall­ast „frisk­ing“ og hefur verið beitt grimmi­lega í New York, en í því felst að stoppa og leita á ein­stak­lingum (án gruns eða dóms­úr­skurð­ar). Árangur þess­arar aðferðar við „brotaminnkun“ („crime prevention“) hefur þó verið nán­ast eng­inn sam­kvæmt bók Butler­s. 

Á árunum 2002-2013 voru yfir 5 millj­ónir ein­stak­linga teknir fyrir með þessum hætti í borg­inni og yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra voru svart­ir. Árið 2011 voru tæp­lega 700.000 svona til­vik! Þau voru þó aðeins um 13.000 árið 2019. Við þetta er yfir­leitt gerð nið­ur­lægj­andi lík­ams­leit á við­kom­andi ein­stak­ling­i. 

Engin gögn eru til sem benda til þess að þessi aðferð hafi aukið öryggi í borgum Banda­ríkj­anna eða minnkað glæpi. Margt er hins­vegar sem bendir til þess að þetta hafi aukið veru­lega á andúð á lög­regl­unni og tor­veldað sam­vinnu við hana.

Svartir 1/3 af föng­um 

Alls eru svartir um 13% íbúa Banda­ríkj­anna og eru svartir karlar um helm­ing­ur­inn af þess­ari tölu. Í allri afbrota­töl­fræði hallar veru­lega á svörtu karl­ana, þeir eru t.d. um 35% af öllum föngum í Banda­ríkj­unum á hverjum tíma (fer þó fækk­andi) en á hverjum tíma eru meira en 2 millj­ónir fanga á bak­við lás og slá í land­inu. Ekk­ert land er með fleiri fanga að stað­aldri.  Á árinu 2016 voru um 860 fangar pr. 100.000 íbúa í Banda­ríkj­un­um, en það sam­svarar því að hér á landi hefðu um 3000 manns verið í fang­elsi. Á Íslandi eru um 40 fangar pr. 100.000 íbúa sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu Íslands og því um 120 – 130 fangar að stað­aldri í afplánun hér­lend­is. 

Fang­elsi sem iðn­aður

Í frægri bók árið 1993 (Crime Control As Industry Towards Gulags, Western Style) lýsti norski afbrota­fræð­ing­ur­inn Nils Christie (nú lát­inn) banda­ríska fang­els­is­kerf­inu sem „fang­els­is­iðn­aði“ og kerfi sem þyrfti sífellt „nýtt hrá­efni“ (fanga) til að við­halda sér. Enda hluti fang­elsa einka­rekin og þurfa því að skila hagn­aði. Ýmis­legt bendir til þess að hann hafi rétt fyrir sér.

Í Banda­ríkj­unum eru svartir á aldr­inum 18-35 ára í sér­stökum áhættu­hópi og þeir eru mun lík­legri en hvítir (sem eru um 31% af íbúa­fjöld­an­um) að verða fyrir allskyns ofbeldi, ekki síst lög­reglu­of­beldi. Á árunum 2010-2012 voru um 75% þeirra sem voru skotnir af lög­regl­unni svart­ir.

Svartir fá lengri dóma

Að vera svartur í Banda­ríkj­unum þýðir einnig að þú ert með minnstar lífslík­ur, 72,2 ár, á móti 76,6 hjá hvítum og 78.8 hjá spænsku­mæl­andi. Hjá svörtum karl­mönnum fæddum árið 2001 mun einnig einn af hverjum þremur lenda í fang­elsi á lífs­leið­inni og almennt fá svartir lengri dóma en aðrir hóp­ar.

Þeir eru einnig mun lík­legri til þess að vera teknir af lífi í fang­elsum lands­ins, þ.e.a.s að aftöku­dómum sé fram­fylgt. Meðal ann­ars eru dæmi um að bætt hafi verið við stigum á greind­ar­prófi svartra fanga svo hægt hafi verið að taka þá af lífi! Það eru hrein­lega lög í sumum fylkjum Banda­ríkj­anna sem leyfa þetta.

Það er meira en 200% lík­legra að svartir lendi í hand­járnum en hvítir og yfir 300% lík­legra að beint sé byssu að svörtum manni en hvít­um. Þeir eru nær tvö­falt lík­legri að verða fyrir spörk­um, pip­ar­spreyi og álíka og um 170% lík­legri en hvítir til að verða gripnir („grabbed“) af lög­reglu.

Glæpa­tíðni á nið­ur­leið

Morð­töl­fræði meðal svartra er einnig átak­an­leg; um helm­ingur morða eru framin af svörtum og um helm­ingur fórn­ar­lambanna eru svört („svartir drepa svarta“) en algengt mynstur í morðum er að þau eru „innan kyn­þátta“ („intra-raci­al“). Á meðan glæpa­tíðni hefur almennt verið á nið­ur­leið í Banda­ríkj­unum eru hún hins­vegar ekki á nið­ur­leið meðal svartra, heldur þvert á móti og árið 2013 voru svartir um 10 sinnum lík­legri en hvítir að verða fórn­ar­lamb morðs. 

Fleiri drepnir en í Írak og Afganistan

Um 40% af öllum ofbeld­is­glæpum í Banda­ríkj­unum voru árið 2013 framdir af svörtum og á síð­ustu 15 árum hafa fleiri svartir menn verið drepnir í ofbeld­is­glæpum í borg­inni Chicago, en hafa fallið í stríð­unum í Írak og Afganistan (um 10.000 manns, inn­skot GH).  Um miðjan júlí síð­ast­lið­inn voru 10 manns drepnir í Chicago á einni helgi og 70 særð­ust. Karl­menn eru yfir­gnæf­andi, meira en 90%, í allri afbrota­töl­fræði í Banda­ríkj­un­um.

Ein skýr­ing á þessu er að sjálf­sögðu sú að gríð­ar­legur fjöldi skot­vopna í umferð, en byssu­eign meðal almenn­ings er senni­lega hvergi meiri en í Banda­ríkj­un­um. Enda er skot­vopna­lög­gjöfin þannig víða að fólk getur verið þung­vopnað á almanna­færi. Að sjálf­sögðu eru fleiri skýr­ingar á þessu, flestar félags­leg­ar, þar sem það er nokkurn veg­inn öruggt að eng­inn ein­stak­lingur fæð­ist glæpa­mað­ur. 

Löng saga

Almennt telur Paul Butler hins­vegar að með­ferð yfir­valda á svörtum megi meðal ann­ars rekja til ótta hvítra við svarta,  en að þessi með­ferð sé ekk­ert nýtt fyr­ir­bæri og megi rekja langt aft­ur, t.d. til þræla­halds­ins. Þessi ótti, segir Butler, birt­ist með marg­vís­legum hætti í menn­ing­unni, í fjöl­miðl­um, kvik­myndum og öðru slíku. Butler vísar í rann­sóknir þar sem fram kemur að margir Banda­ríkja­menn líti ekki á svarta sem mann­eskjur heldur tengja þá frekar við apa. 

Butler rekur dæmi frá lög­regl­unni í Los Ang­el­es, þar sem til­vik um glæpi þar sem ein­göngu svartir komu við sögu voru flokk­aðir sem „NHI-til­vik“ („No Human Invol­ved“)! Nálgun sem þetta er kallað „af­mennskun“ en þekktasta sögu­lega dæmið um það er afmennskun nas­ista á gyð­ingum í seinni heims­styrj­öld­inni.

Und­an­farið hafa verið dag­leg mót­mæli í fjöl­mörgum borgum Banda­ríkj­anna, meðal ann­ars í Portland (Or­egon-­ríki) þar sem óein­kenn­is­klæddir her­menn/að­ilar á vegum banda­ríska alrík­is­ins hafa verið ásak­aðir um ástæðu­lausar hand­tökur á mót­mæl­end­um. Ofbeldi og eigna­skemmdir hafa fylgt þessum mót­mæl­um, sem er mjög mið­ur.

Morðið á George Floyd (og fleirum í gegnum tíð­ina) dregur því miður upp þá mynd að enn sé mjög langt í land á mörgum sviðum fyrir svarta í Banda­ríkj­unum og í bók Butlers er ein­fald­lega varpað fram þeirri hug­mynd hvort Banda­ríkin séu „mis­heppnað ríki“ fyrir svarta? 

Það er slæmt ef svo er, því ein af grunn­hug­myndum Banda­ríkj­anna er per­sónu­legt frelsi og rétt­ur­inn til leitar að lífs­ham­ingju („p­ursuit of happy­ness“). En miðað við það sem gengið hefur á að und­an­förnu er fátt sem bendir til þess að lífs­ham­ingja svartra sé að aukast í Banda­ríkj­un­um.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari og kennir meðal ann­ars afbrota­fræði í Fjöl­brauta­skól­anum í Garða­bæ.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar