Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra

Prófessor segir að einfeldnisleg og sjálfhverf barátta frjálshyggjumanna núna gegn sóttvarnaraðgerðum sé í senn vitlaus og stórhættuleg. Hún sé beinlínis lífshættuleg.

Auglýsing

For­maður Frjáls­hyggju­fé­lags­ins fer mik­inn þessa dag­ana (sjá t.d. hér). Hann fár­ast yfir því að hér hafi verið gripið til ákveð­inna sótt­varna til að halda Covid-19 smitum í lág­marki.

Hvers vegna eru hann og félagar hans á móti því?

Jú, í helgi­ritum nýfrjáls­hyggj­unnar er þessu fólki inn­prentað að allt sem rík­is­valdið gerir sé slæmt – en allt sem ríkt fólk og einka­fyr­ir­tæki gera sé gott.

Slæmt sé að stjórn­völd ráðsk­ist með fólk og banni því að koma saman í fjöl­menni, biðji það að þvo sér ótt og títt og að halda tveggja metra fjar­lægð – hvað þá að mæl­ast til að fólk hafi á sér sótt­varn­ar­grímu í marg­menni. Þetta telja frjáls­hyggju­menn afleitar skerð­ingar á frelsi ein­stak­linga. 

Þessir miklu tals­menn „frels­is” vilja sem sagt að fólk fái að haga sér eins og því sýnist, án þeirra hafta sem sótt­varnir fela í sér. Þetta vilja þeir þrátt fyrir að hin hættu­lega veira sé allt um kring og sæti færis á að ber­ast milli manna í návígi og gera aðför að heilsu þeirra og líf­i. 

Önnur rök eru þau að tjónið af efna­hags­sam­drætt­inum sem sótt­vörnum fylgja sé meira og alvar­legra en útbreiðsla Covid-19 veik­innar sjálfr­ar. Vissu­lega eru efna­hags­legu afleið­ing­arnar alvar­legar og sárs­auka­full­ar, en óheft útbreiðsla veirunnar býður heim mun alvar­legri afleið­ingum – bæði efna­hags­legum og heilsu­fars­leg­um.

Auglýsing
Sú milli­leið vel skil­greindra leið­bein­inga og tak­mark­ana sam­hliða hóf­legri opnum atvinnu­lífs sem farin hefur verið hér á landi er far­sæl. Við búum einnig við nor­rænt vel­ferð­ar­kerfi sem tryggir afkomu fólks er missir vinnu að hluta eða fullu mun betur en er víða, svo sem í Banda­ríkj­unum og í fátæk­ari þró­un­ar­lönd­um.

Ein­feldni frjáls­hyggju­manna

Jafn­vægi milli­leið­ar­innar milli óhefts frelsis og tak­mark­ana er hins vegar við­kvæmt. Aukn­ing smita sem nú gætir í kjöl­far meiri laus­ungar í bar­átt­unni við veiruna víða um heim sýna einmitt að aflétt­ing sótt­varna áður en veiran er úr sög­unni eykur tíðni smita og dauðs­falla. Ef ekki er beitt afger­andi sótt­vörnum fer allt á verri veg.

Þessir frjáls­hyggju­menn vilja því að fólk hafi frelsi til að smita aðra af lífs­hættu­legri veiru!

Hvers lags frelsi er það?

Jú, það er frelsi til að skaða annað fólk.

Æski­legt væri að ein­hver benti þessum aðilum á að það er for­senda klass­ískrar vest­rænnar frjáls­lynd­is­stefnu að ein­stak­lingar eigi aldrei að hafa frelsi til að skaða aðra. Þar eru mörk ein­stak­lings­frels­is­ins. Þegar yfir þau mörk er farið breyt­ist frelsið í and­stæðu sína – ofbeldi og kúg­un.

Um þetta geta menn til dæmis lesið í klass­ískri bók John Stu­art Mill, sem heitir ein­fald­lega Frelsið

Slæm reynsla Íslend­inga af nýfrjáls­hyggju

Við Íslend­ingar höfum slæma reynslu af boð­skap nýfrjáls­hyggj­unn­ar. 

Á ára­tugnum fram að hruni fjár­mála­kerf­is­ins 2008 var fyrr­ver­andi for­maður Frjáls­hyggju­fé­lags­ins, Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, atkvæða­mik­ill í boðun þess­arar afskipta­leys­is­stefnu nýfrjáls­hyggj­unnar fyrir fjár­mála­geir­ann og atvinnu­lífið almennt.

Davíð Odds­son þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra sá um að koma þessum ein­feldn­is­lega frels­is­boð­skap í fram­kvæmd. Afleið­ingin var aukið svig­rúm fyrir brask og ósjálf­bæra skulda­söfn­un, drifið áfram af taum­lausri græðg­i­svæð­ingu yfir­stétt­ar­innar sem á end­anum keyrði fjár­mála­kerfið í hrun. Tjón almenn­ings varð gríð­ar­leg­t. 

Nýfrjáls­hyggjan var ekki bara vit­laus þá, heldur bein­línis stór­hættu­leg eins og hrunið sýndi.

Ein­feldn­is­leg og sjálf­hverf bar­átta frjáls­hyggju­manna núna gegn sótt­varn­ar­að­gerðum er einnig í senn vit­laus og stór­hættu­leg – bein­línis lífs­hættu­leg.

Við þurfum lækna til að koma viti í koll­inn á þessu frjáls­hyggju­fólki!

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar