Þetta er nú meira klúðrið

Ólafur Elíasson segir að sanngjarnir aðilar hljóti að sjá að það sé ekki eðlilegt að hagsmunir ferðaþjónustunnar séu svona settir framar hagsmunum annarra starfsgreina sem skapa miklu fleiri störf og tekjur fyrir fjölskyldur landsins.

Auglýsing

Við vorum orðin laus við veiruna úr þjóð­fé­lag­inu í vor og gátum nokkurn veg­inn um frjálst höfuð strok­ið. En þá þrýsti m.a. ferða­þjón­ustan á að landa­mæri yrðu opnuð til að fyr­ir­tækin í þeim geira gætu fengið ein­hverja við­skipta­vini. Svo fór sem fór að til­raunin með að opna landa­mærin lukk­að­ist ekki betur en svo að veiran er kom­inn á fullt aftur og nú þurfa margar aðrar starfs­greinar að sæta því að geta lík­lega ekki starfað eðli­lega næstu mán­uði.

Þetta er afar óheppi­legt og í raun mjög ósann­gjarnt gagn­vart öðrum greinum þjóð­fé­lags­ins.

Hvað með hags­muni versl­un­ar­eig­enda, lík­ams­rækt­ar­stöðva, íþrótta­fólks, skemmti­staða­eig­enda, nudd­ara, tann­lækna og allskyns heilsu­tengdrar þjón­ustu, hvað með hags­muni eldra fólks,  og svona mætti lengi telja. Að ógleymdum mennta­skóla­nemum sem nú horfa upp á aðra önn þar sem þeir geta lík­lega ekki stundað eðli­legt nám og félags­líf og þurfa kannski að hanga megnið af vetr­inum heima í fjar­kennslu.

 Sann­gjarnir aðilar hljóta að sjá að það er ekki eðli­legt að hags­munir ferða­þjón­ust­unnar séu svona settir framar hags­munum ann­arra starfs­greina sem skapa miklu fleiri störf og tekjur fyrir fjöl­skyldur lands­ins.  

Auglýsing
Miklu nær væri að hjálpa ferða­iðn­að­inum mynd­ar­lega með fjár­hags­að­stoð eða sér­tækum úrræðum til að hann standi af sér óveðrið en að sleppa því í stað­inn að setja hér allt þjóð­fé­lagið á hlið­ina?

Það furðu­leg­asta í öllu þessu er svo að þegar litið er yfir hag­tölur á vef Seðla­banka Íslands þá má þar sjá að greiðslu­jöfn­uður við útlönd var í plús á því tíma­bili þegar nán­ast engir ferða­menn voru í land­inu. Þ.e. við fengum inn meiri erlendan gjald­eyri inn í landið en við eydd­um. Þetta skýrist m.a. af því að Íslend­ingar fóru sjálfir ekki í ferðir erlendis og eyddu þannig minni gjald­eyri. Íslend­ingar hafa líka verið dug­legir að nota íslenska þjón­ustu og vörur síð­ustu mán­uði þannig að efna­hags­lífið hefur verið í fullum gír hér­lend­is.

Að lokum má benda á að Seðla­bank­inn á um 1,000 millj­arða í vara­sjóði þannig að við erum ekki í þröngri stöðu þegar kemur að gjald­eyri til að kaupa nauð­synjar frá útlöndum ef á þarf að halda. Miðað við reynslu okkar und­an­farna mán­uði þá er ekki þörf á að grípa til hans. En ef upp kæmi sú staða þá hlýtur sú spurn­ing að vakna:

Ef ekki má ganga á þennan vara­sjóð til að verj­ast heims­far­aldri í hvað er hann þá ætl­að­ur? 

En hvernig sem þetta hefur allt þró­ast þá liggur nú bein­ast við að við gerum aðra atlögu að því að ná utan um þessa pest eins og við gerðum fyrr á árinu. Í kjöl­far þess verðum við ein­fald­lega að loka landa­mær­un­um. Þeir sem nauð­syn­lega þurfa að ferð­ast þurfa að gera ráð fyrir því fara í 14 daga sótt­kví í kjöl­far­ið. Þetta virk­aði í vor og mun vænt­an­lega að gera aft­ur. Þannig getum við kannski átt hér nokkurn veg­inn eðli­legt líf inn­an­lands það sem eftir er af árinu.

Höf­undur er tón­list­ar­maður og MBA.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar