Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra

Prófessor segir að einfeldnisleg og sjálfhverf barátta frjálshyggjumanna núna gegn sóttvarnaraðgerðum sé í senn vitlaus og stórhættuleg. Hún sé beinlínis lífshættuleg.

Auglýsing

For­maður Frjáls­hyggju­fé­lags­ins fer mik­inn þessa dag­ana (sjá t.d. hér). Hann fár­ast yfir því að hér hafi verið gripið til ákveð­inna sótt­varna til að halda Covid-19 smitum í lág­marki.

Hvers vegna eru hann og félagar hans á móti því?

Jú, í helgi­ritum nýfrjáls­hyggj­unnar er þessu fólki inn­prentað að allt sem rík­is­valdið gerir sé slæmt – en allt sem ríkt fólk og einka­fyr­ir­tæki gera sé gott.

Slæmt sé að stjórn­völd ráðsk­ist með fólk og banni því að koma saman í fjöl­menni, biðji það að þvo sér ótt og títt og að halda tveggja metra fjar­lægð – hvað þá að mæl­ast til að fólk hafi á sér sótt­varn­ar­grímu í marg­menni. Þetta telja frjáls­hyggju­menn afleitar skerð­ingar á frelsi ein­stak­linga. 

Þessir miklu tals­menn „frels­is” vilja sem sagt að fólk fái að haga sér eins og því sýnist, án þeirra hafta sem sótt­varnir fela í sér. Þetta vilja þeir þrátt fyrir að hin hættu­lega veira sé allt um kring og sæti færis á að ber­ast milli manna í návígi og gera aðför að heilsu þeirra og líf­i. 

Önnur rök eru þau að tjónið af efna­hags­sam­drætt­inum sem sótt­vörnum fylgja sé meira og alvar­legra en útbreiðsla Covid-19 veik­innar sjálfr­ar. Vissu­lega eru efna­hags­legu afleið­ing­arnar alvar­legar og sárs­auka­full­ar, en óheft útbreiðsla veirunnar býður heim mun alvar­legri afleið­ingum – bæði efna­hags­legum og heilsu­fars­leg­um.

Auglýsing
Sú milli­leið vel skil­greindra leið­bein­inga og tak­mark­ana sam­hliða hóf­legri opnum atvinnu­lífs sem farin hefur verið hér á landi er far­sæl. Við búum einnig við nor­rænt vel­ferð­ar­kerfi sem tryggir afkomu fólks er missir vinnu að hluta eða fullu mun betur en er víða, svo sem í Banda­ríkj­unum og í fátæk­ari þró­un­ar­lönd­um.

Ein­feldni frjáls­hyggju­manna

Jafn­vægi milli­leið­ar­innar milli óhefts frelsis og tak­mark­ana er hins vegar við­kvæmt. Aukn­ing smita sem nú gætir í kjöl­far meiri laus­ungar í bar­átt­unni við veiruna víða um heim sýna einmitt að aflétt­ing sótt­varna áður en veiran er úr sög­unni eykur tíðni smita og dauðs­falla. Ef ekki er beitt afger­andi sótt­vörnum fer allt á verri veg.

Þessir frjáls­hyggju­menn vilja því að fólk hafi frelsi til að smita aðra af lífs­hættu­legri veiru!

Hvers lags frelsi er það?

Jú, það er frelsi til að skaða annað fólk.

Æski­legt væri að ein­hver benti þessum aðilum á að það er for­senda klass­ískrar vest­rænnar frjáls­lynd­is­stefnu að ein­stak­lingar eigi aldrei að hafa frelsi til að skaða aðra. Þar eru mörk ein­stak­lings­frels­is­ins. Þegar yfir þau mörk er farið breyt­ist frelsið í and­stæðu sína – ofbeldi og kúg­un.

Um þetta geta menn til dæmis lesið í klass­ískri bók John Stu­art Mill, sem heitir ein­fald­lega Frelsið

Slæm reynsla Íslend­inga af nýfrjáls­hyggju

Við Íslend­ingar höfum slæma reynslu af boð­skap nýfrjáls­hyggj­unn­ar. 

Á ára­tugnum fram að hruni fjár­mála­kerf­is­ins 2008 var fyrr­ver­andi for­maður Frjáls­hyggju­fé­lags­ins, Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, atkvæða­mik­ill í boðun þess­arar afskipta­leys­is­stefnu nýfrjáls­hyggj­unnar fyrir fjár­mála­geir­ann og atvinnu­lífið almennt.

Davíð Odds­son þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra sá um að koma þessum ein­feldn­is­lega frels­is­boð­skap í fram­kvæmd. Afleið­ingin var aukið svig­rúm fyrir brask og ósjálf­bæra skulda­söfn­un, drifið áfram af taum­lausri græðg­i­svæð­ingu yfir­stétt­ar­innar sem á end­anum keyrði fjár­mála­kerfið í hrun. Tjón almenn­ings varð gríð­ar­leg­t. 

Nýfrjáls­hyggjan var ekki bara vit­laus þá, heldur bein­línis stór­hættu­leg eins og hrunið sýndi.

Ein­feldn­is­leg og sjálf­hverf bar­átta frjáls­hyggju­manna núna gegn sótt­varn­ar­að­gerðum er einnig í senn vit­laus og stór­hættu­leg – bein­línis lífs­hættu­leg.

Við þurfum lækna til að koma viti í koll­inn á þessu frjáls­hyggju­fólki!

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar