Hækkum atvinnuleysisbætur!

Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur og að lífeyrisþegar og atvinnulausir fái sérstaka eingreiðslu ofan á lögbundnar greiðslur.

Auglýsing

Um það bil 16.000 manns eru nú atvinnu­lausir og um 6.700 til við­bótar á hluta­bóta­leið­inni með  minnk­uðu starfs­hlut­falli. Hver sá sem lendir í því að missa vinn­una verður fyrir miklu áfalli og það getur dregið dilk á eftir sér. Lang­tíma atvinnu­leysi hefur ekki aðeins slæmar fjár­hags­legar afleið­ingar heldur einnig félags­leg­ar. Atvinnu­leit­endur í árang­urs­lausri atvinnu­leit þurfa því ekki aðeins fjár­hags­legan stuðn­ing heldur einnig and­legan stuðn­ing. Gæta þarf sér­stak­lega að börnum atvinnu­lausra.

Við sjáum ekki fyrir end­ann á afleið­ingum far­ald­urs­ins vegna COVID-19. Von­andi gengur hann yfir sem allra fyrst. Eitt vitum við þó. Þau sem missa vinn­una og fara á atvinnu­leys­is­bætur verða að fá auk­inn stuðn­ing frá stjórn­völd­um. Stjórn­völd virð­ast hafa mik­inn skiln­ing á stöðu fyr­ir­tækja í vanda og á að þau þurfi að búa við ein­hvern fyr­ir­sjá­an­leika í formi stuðn­ings frá rík­inu. Það þurfa heim­ilin líka þó minna hafi borið á skiln­ingi rík­is­stjórn­ar­innar á þeirri þörf.

Töl­urnar tala sínu máli

Strax þegar fólk fer af upp­sagn­ar­fresti og á atvinnu­leys­is­bætur sér það fram á fjár­hags­vanda og erf­ið­leika við að ráða við skuld­bind­ing­ar, t.d. í formi hús­næð­is­lána. Það sér líka fram á að eiga erfitt með að leyfa börnum sínum að taka þátt í félags­starfi sem kostar pen­inga. Þegar þriggja mán­aða launa­tengdu tíma­bili lýkur magn­ast vand­inn.

Auglýsing
Ari Skúla­son hjá hag­deild Lands­bank­ans tók saman tölu­legar upp­lýs­ingar um þetta og birti á vefnum lands­banki.­is. Þar segir að með­al­laun séu um 800.000 kr á mán­uði. Tekju­tengdu atvinnu­leys­is­bæt­urnar sem fólk á rétt á í þrjá mán­uði verða ekki hærri en 456.404 kr. á mán­uði og grunnatvinnu­leys­is­bætur sem taka við eru 289.510 kr. á mán­uði. Aug­ljóst er að heim­ili atvinnu­lausra verða fyrir gríð­ar­legu tjóni, með til­heyr­andi afleið­ing­um. Þetta hefur svo marg­feld­is­á­hrif í sam­fé­lag­inu því að um leið verður eft­ir­spurn í hag­kerf­inu minni.

Dreifum byrð­unum

Eigum við að láta þau sem voru svo óheppin að missa vinn­una vegna far­ald­urs­ins taka allt tjónið á sig? Eiga fjöl­skyldur þeirra að líða fyrir far­ald­ur­inn? Nei auð­vitað ekki. Við eigum að dreifa byrð­un­um.  Þannig sam­fé­lagi viljum við búa í.

Við þurfum strax að lengja rétt­inn til tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta. Við þurfum líka að lengja rétt­inn til grunnatvinnu­leys­is­bóta og hækka þær um leið. Að lág­marki ætti að lengja launa­tengda tíma­bilið í 6 mán­uði og rétt­inn til atvinnu­leys­is­bóta um ár til bráða­birgða. Grunnatvinnu­leys­is­bætur ættu að hækka í 318 þús­und kr núna strax og fara í 333 þús­und kr 1. jan­úar 2021, og verða þannig 95% af lág­marks­laun­um.

Tíma­bundnar ein­greiðslur

Ef þau sem treysta á líf­eyr­is­greiðslur frá Trygg­inga­stofnun og ein­stak­lingar á atvinnu­leys­is­bótum fengju hærri greiðslur frá rík­inu myndi eft­ir­spurnin í hag­kerf­inu aukast um leið, enda ekki rými fyrir sparnað á þeim bæj­un­um. 

Rík­is­stjórn Ástr­alíu ákvað strax þegar áhrif COVID-19 komu fram þar í landi að líf­eyr­is­þegar og atvinnu­lausir fengju sér­staka ein­greiðslu ofan á lög­bundnar greiðsl­ur. Þetta eru 550 ástr­alskir doll­arar hálfs­mán­að­ar­lega til 24. sept­em­ber í ár og 250 doll­ara frá 25. sept­em­ber -31. des­em­ber. Þetta gera Ástr­a­lar til að bæta stöðu heim­ila í fjár­hags­vanda en einnig til að auka eft­ir­spurn­ina í hag­kerf­inu.

Tökum Ástr­ali okkur til fyr­ir­myndar í þessum efn­um.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar