Þeim er fórnandi, eða (ásættanleg áhætta)

Herbert Herbertsson spyr hversu mörgum mannslífum megi fórna til að það falli undir skilgreiningu ferðamálaráðherra um ásættanlega áhættu.

Auglýsing

Fyrir 2000 árum gekk um á jörð­inni maður sem vildi bæta mann­lífið og heim­inn all­an. Hann lifði innan um ein­falt alþýðu­fólk sem ekki alltaf skildi kenn­ingar hans. Þegar hann varð þess var, þá reyndi hann að setja kenn­ingar sínar í dæmisögur úr dag­lega líf­inu, sögum sem fólkið skildi.

E.t.v. er á Íslandi í dag ástæða til þess að fólkið í land­inu fari að tala við stjórn­endur sína í dæmisög­um, svo þeir skilji hvert þeirra hlut­verk er.

Auglýsing
Ímyndum okkur að flokkur alþjóð­legra hryðju­verka­manna ætli sér að valda eins miklum usla og þeir geta í löndum heims með því að drepa sak­laust fólk í stórum stíl. Gegn slíkri ógn myndu stjórn­völd flestra landa setja upp strangt eft­ir­lit við landa­mæri sín til þess að hindra komu hryðju­verka­sam­tak­anna  til sinna landa. Þá myndi engu skipta hvort ein­hverjir inn­an­lands töp­uðu tekjum af því að selja hryðju­verka­fólk­inu þjón­ustu og aðrar nauð­synj­ar.

Ég ætla ekki að skýra þetta út nán­ar, enda held ég að flestir skilji sam­lík­ing­una. Ég ætla svo sann­ar­lega ekki að líkja mér við mann­inn sem tal­aði í dæmisögum til almenn­ings fyrir 2000 árum, en ég skil þó að stundum þarf að tala í sam­lík­ingum til þess að þau sem ekki skilja, eða ekki vilja skilja alvar­leika þess sem nú herjar á mann­kynið gæti að ábyrgð sinni.

Fróð­legt væri að fá svör ferða­mála­ráð­herra sem segir núver­andi aðgerðir á landa­mærum Íslands  vera „ásætt­an­lega áhætt­u”. Hvað má fórna mörgum manns­lífum svo það falli undir skil­grein­ingu ráð­herr­ans sem ásætt­an­leg áhætta?

Spyr sá sem ekki veit.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar