Mun sementsframleiðsla aftur verða tekin upp á Íslandi?

Mun sement byggt á „jarðfjölliðun“ ( geopolymer cement ) koma í stað Portlandsements sem bindiefni í steinsteypu?

Auglýsing

Er mögu­legt að sem­ents­fram­leiðsla verði aftur að veru­leika á Íslandi? Notkun sem­ents og stein­steypu á nú undir högg að sækja. Ástæðan er mikil myndun koldí­oxíðs við fram­leiðslu hefð­bund­ins sem­ents (Portland-­sem­ent), sem eykur vanda­mál vegna lofts­lags­hlýn­un­ar. Þetta getur rýrt sam­keppn­is­stöðu stein­steypunnar sem bygg­ing­ar­efnis gagn­vart öðrum efnum svo sem t.d. timbri. Þó er þess að vænta að stein­steypan haldi stöðu sinni í stórum mann­virkj­um, sér­stak­lega þar sem hún er í snert­ingu við vatn, svo og undir miklu slitá­lagi svo sem í sam­göngu­mann­virkj­um.

Þetta hefur beint athygl­inni að nýrri gerð bindi­efnis í stein­steypu, sem hefur ekki lofts­lags­vanda­mál í för með sér. Uppi­staðan í hefð­bundnu sem­enti eru stein­gerð  kals­íumsili­köt, en nýja efnið er ólíf­ræn fjölliðun á álsili­kötum. Nýja efnið hefur fengið nafnið jarð­fjöllið­un­ar-­sem­ent (geopolymer cem­ent). Álsili­köt eru aðal­uppi­staðan í eld­fjalla-jarð­efn­um, en Ísland er einmitt sam­sett úr þess konar efn­um. Vegna mik­ils magns og fjöl­breyti­leika þess­ara efna hér á landi gæti Ísland orðið ákjós­an­legur staður fyrir fram­leiðslu jarð­fjöllið­un­ar-­sem­ents. 

Nýja bindi­efnið er enn á rann­sókn­ar­stigi og þess bíður langur tími tækni­þró­unar og reynslu, þar til það verður mark­aðs­hæft. Spurn­ingin er þó: Eiga íslensk bygg­ing­ar­yf­ir­völd og bygg­ing­ar­iðn­aður að láta málið til sín taka með rann­sóknum og til­raun­um?

Það hefði ekki þótt mikið vit í þess­ari spurn­ingu um síð­ustu alda­mót, en þá var fyrst farið að ræða í alvöru um hlýnun jarðar og hvernig mætti takast á við það risa­vaxna vanda­mál. Fram­leiðsla sem­ents er nefni­lega sú þriðja í röð­inni hvað varðar útblástur koldí­oxíðs á eftir orku­fram­leiðslu með kola­elds­neyti og málm­fram­leiðslu. Hefð­bundin við­miðun er myndun eins tonns af koldí­oxíði fyrir hvert fram­leitt sem­ent­stonn. 

Sem­ents­fram­leiðsla 

Fram­leiðsla sem­ents fer þannig fram að blanda af jarð­teg­undum með háu inni­haldi af kalki, t.d. kalk­steini, er fín­möluð saman við jarð­efni sem inni­halda kís­il­sýru, t.d. leir, og blandan síðan brennd í stórum sívaln­ings­ofnum við allt að 1500°C hita. Við það verður til sem­ents­gjall, sem við frek­ari fín­mölun verður að sem­enti , bindi­efni (lími) stein­steypunn­ar. Við brennsl­una ummynd­ast kalk­steinn­inn í brennt kalk og koldí­oxíð. Koldí­oxíðið sem þannig mynd­ast er um helm­ingur þess koldí­oxíðs sem mynd­ast við brennsl­una. Hinn helm­ing­ur­inn kemur frá elds­neyt­inu, sem er venju­lega kol.

Upp­haf sem­ents­fram­leiðslu hér og byrj­un­arörð­ug­leikar

Eftir síð­ustu heims­styrj­öld var farið að huga að því, hvort fram­leiða mætti sem­ent hér á landi. Þá þegar var þó ljóst, að hefð­bundin hrá­efni til sem­ents­gerðar voru ekki fyrir hendi á land­inu. Hug­myndin byggð­ist á því, að á Vest­fjörðum er skelja­sandur víða á fjörum og kalkinni­hald hans álíka og í kalk­steini. Kís­il­rík hrá­efni voru þarna þó af skornum skammti. Góður skelja­sandur fannst hins vegar á botni Faxa­flóa, milli Reykja­víkur og Akra­ness. Þar sem kís­il­ríkt basalt (líp­ar­ít) var að finna á svæð­inu norðan Hval­fjarð­ar, var sem­ents­verk­smiðja með um 100.000 tonna fram­leiðslu­getu sem­ents­gjalls byggð á Akra­nesi. Hóf hún starf­semi árið 1958. Verk­smiðjan var í eigu rík­is­ins og fékk nafnið Sem­ents­verk­smiðja rík­is­ins. 

Auglýsing
Hátt magn af alkalí­sam­böndum í íslenska sem­ent­inu skap­aði hættu á notkun þess í steypu með vissum steypu­efn­um. Staf­aði það af efna­ferlum (alka­lí­þensla) milli virkra efna­sam­banda í steypu­efnum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og alkali­sam­banda sem­ents­ins, sem gátu valdið sprungu­myndun í steyp­unni. Þarna var komin upp mjög erfið staða, ný verk­smiðja, en sem­entið hættu­legt steyp­unni. Upp kom umræða um að skipta um steypu­efni, flytja inn alka­lífrí hrá­efni frá útlöndum eða jafn­vel loka verk­smiðj­unni. Engin þess­ara úrræða voru þó talin væn­leg. 

Alkal­í­skemmdir og við­brögð við þeim

Umræðan um alkali­þensl­una á sínum tíma varð mjög áköf. Opin­ber rann­sókna­stofnun á vegum bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins, Rann­sókna­stofnun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins, var þá nýtekin til starfa. Iðn­að­ar­ráðu­neytið skip­aði vinnu­hóp árið 1967 , sem í sátu allir helstu framá­menn bygg­inga­mála í land­inu, til þess að taka á þessu vanda­máli. Hóp­ur­inn fékk nafnið Stein­steypu­nefnd. Fram­kvæmda­stjóri Rann­sókna­stofn­unar bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins og jafn­framt for­maður Stein­steypu­nefndar var Har­aldur Ásgeirs­son efna­verk­fræð­ingur . Hann hafði lært efna­verk­fræði í Banda­ríkj­unum með sem­ents­gerð sem sér­grein. 

Stofn­un­inni var falið það verk­efni að reyna að breyta sam­setn­ingu sem­ents­ins þannig að hætta á alkali­þenslu væri ekki fyrir hendi. Verk­efn­inu lauk 1971 og voru nið­ur­stöður henn­ar, að með ímölun jarð­efna með svo­nefnda „poss­ól­an“ eig­in­leika í sem­entið mætti koma alkali­þensl­unni niður fyrir hættu­mörk. Þessi aðferð hafði verið reynd með góðum árangri í Banda­ríkj­un­um. Jarð­efni með poss­ólan­eig­in­leika eru gjarnan gos­efni, sem eru lítt kristölluð og sam­an­standa af efna­sam­böndum kís­ils og áls ( álsili­köt ). Er þar viss skyld­leiki við efna­sam­setn­ingu Portland­sem­ents, sem sam­anstendur af kísli og kals­íum ( kals­íum-sili­köt ). Jarð­efni með poss­ól­aníska eig­in­leika fund­ust víða við norð­an­verðan Hval­fjörð og þau voru prófuð í alka­lí­rann­sókn­un­um. Þar sem líp­ar­ítið sem notað var í sem­ents­brennsl­una á Akra­nesi sýndi góða poss­ólan­eig­in­leika, var þegar hafin sam­mölun á því með sem­ents­gjall­inu.

Poss­óla­nefni - þ.a.m. afgangs­efni stór­iðju

Aðgerðin gegn alkali­þennsl­unni bar þann árangur sem að var stefnt. Tíu árum síð­ar, um 1980, kom svo til örfínt kís­il­ryk, sem til féll sem úrgangur úr kís­il­járn­verk­smiðj­unni á Grund­ar­tanga. Það hafði enn betri poss­óla­ná­hrif en líp­ar­ítið og var skipt út fyrir það í Sem­ents­verk­smiðj­unni. Það sem­ent var fyrsta verk­smiðju­fram­leidda sem­entið í heim­inum sem blandað var kís­il­ryki og var íslenska sem­entið þá talið í háum gæða­flokki og tekið inn í nýjan Evr­ópu­staðal fyrir sem­ent. Öll þessi rann­sókna­vinna og til­lögur að breyt­ingum á íslenska sem­ent­inu fóru fram á vegum Stein­steypu­nefndar hjá Rann­sókna­stofnun bygg­inga­iðn­að­ar­ins undir hand­leiðslu Har­aldar Ásgeirs­son­ar, sem þekkti til slíkra vand­mála frá Band­ríkj­un­um. 

Hátt verð jarð­olíu

En gæða­mál sem­ents­ins voru ekki einu vanda­málin sem Sem­ents­verk­smiðja rík­is­ins átti við að etja á ára­tugnum 1970 til 1980. Á þessum árum hækk­aði verð á brennslu­olíu upp úr öllu valdi. Var talið, að ef ekki yrði brugð­ist við, myndi rekstur verk­smiðj­unnar ekki standa undir sér. Aðrar verk­smiðjur fóru að brenna kol­um, sem voru miklu ódýr­ari en olí­an. Til þess að brenna kolum á Akra­nesi þurfti að reisa mik­inn og dýran búnað . Voru þá skoð­aðar margar leiðir með aðra orku­gjafa t.d. raf­magn, en allar voru of dýr­ar, svo að kola­brennslan varð að lokum ofan á. Erlendis voru þá margar rann­sókna­stofn­anir að skoða elds­neyt­is­verðið , því kola­verðið hélt líka áfram að hækka. Einn af þeim mögu­leikum sem tal­inn var koma til greina, var að þróa nýja gerð af bindi­efni í stein­steypu. Farið var t.d. að skoða aðferðir hlið­stæðar leir­brennslu. Leir, t.d. kaol­in, hefur svip­aða efna­sam­setn­ingu og poss­ól­anisk gos­efni og harðnar eftir vissa með­höndlun og upp­hit­un. Þessar hug­myndir voru fljót­lega afskrif­aðar vegna mik­ils kostn­að­ar, en allur kostn­aður í sam­bandi við sem­ents­gerð á þessum tíma var innan við­un­andi marka nema olí­an.

Eftir þennan for­mála um sem­ents­gerð á Íslandi er komið aftur að yfir­skrift þess­arar grein­ar, þ.e. því sem hefur verið nefnt „ólíf­ræn fjöllið­un“ eða geopolymer. 

Ný gerð sem­ents (stein­lím)

Um er að ræða fjölliðun kís­il- og ál-­sam­einda, til aðgrein­ingar frá „líf­rænni fjöllið­un“ ( polymer­isation ), sem er und­ir­staða allra plast­efna og bygg­ist á sam­ein­ingu á keðjum kolefn­is-­sam­einda. Upp­hafs­maður hug­mynd­ar­innar um tækni­lega nýt­ingu á jarð­fjölliðun var franskur efna­fræð­ing­ur, Jos­eph Dav­idovits að nafni. Hann var með dokt­ors­próf í hefð­bundnum fjöllið­un­ar­fræðum fyrir vefn­að­ar­vörur og starf­aði upp­haf­lega við vefn­að­ar­vöru­fram­leiðslu í Frakk­landi. Eftir að fram­leiðslu­fyr­ir­tækið sem hann vann hjá eyði­lagð­ist í bruna hóf hann að kanna óhefð­bundna nýt­ingu fjöllið­un­ar­fræð­inn­ar, þ.e. ólíf­ræna fjölliðun í stað líf­rænnar fjöllið­un­ar. Honum tókst að sýna fram á, að með sterkum alkal­ískum bösum (alkal­ískur basi, oft nefndur lútur á íslensku, er and­stætt efna­sam­band við sýru) væri hægt að leysa upp poss­óla­nefni og með­höndla þau á ákveð­inn hátt til að mynda með þeim bindi­efni. Hann notaði kaol­in- leir sem grunnefni í upp­hafi og tókst að sýna fram á að hægt væri að mynda úr því sterkt og var­an­legt bindi­efni fyrir stein­steypu. Dav­idovits fékk síðan einka­leyfi fyrir þess­ari upp­götvun sinn­i. 

Eins og áður kom fram var fram­leiðslu­kostn­aður hefð­bund­ins sem­ents mjög lágur þrátt fyrir hátt elds­neyt­is­verð. Sem­ents­iðn­að­ur­inn hafði því ekki áhuga á nýrri gerð bindi­efn­is. 

Rann­sóknir og þróun á geopolymer­sem­enti

Dav­idovits hélt þó áfram rann­sóknum sín­um, flutti til Banda­ríkj­anna þar sem hann starf­aði lengi sem pró­fessor í sér­fræði­greinum sín­um. Hvað varðar þróun bindi­efna með jarð­fjölliðun tók hann þátt í þróun sér­sem­ents á poss­ól­angr­unni , nefnt Pyra­ment cem­ent, ásamt með fyr­ir­tæk­inu Lone Star, sem er sem­ent­fram­leið­andi þar. Mjög þekktur varð hann einnig vegna rann­sókna sinna og kenn­inga um til­urð fornra mann­virkja, svo sem róm­verskra steypu­mann­virkja og egyp­sku pyramíd­anna. Hann kom svo á fót sér­stakri stofn­un, Geopolymere Institu­te, rann­sókna­stofnun í Sain­t-Quentin í Frakk­landi þar sem unnið er að þróun jarð­fjöllið­un­ar-bindi­efna.

Rann­sóknir Dav­idovits sýndu með tím­anum að stein­steypa sem gerð er með jarð­fjölliðun sem bindi­efni hafði ýmsa hag­kvæma eig­in­leika umfram steypu úr hefð­bundnu Portland­sem­enti. Fram­leiðsla jarð­fjöllið­un­ar-­sem­ents krafð­ist lægra hita­stigs og því minni orku. Ekki mynd­að­ist koldí­oxíð við fram­leiðslu þess. Þá var þekkt að ýmis úrgangs­efni frá öðrum iðn­grein­um, svo sem ryk frá kola­brennslu eða gjall frá stál­bræðsl­um, höfðu possol­aniska efna­sam­setn­ingu og nýtt­ust sem hrá­efni. Þessi úrgangs­efni voru áður mest urð­uð, en hafa síð­ustu ár einnig verið nýtt sem poss­óla­nefni í Portland sem­ent. Niðurlagning á 70.000 tonnum af EFC ( earth friedndly concrete ), geopolymer steinsteypu, á West Wellcamp flugvellinum í Brisbane Ástralíu.

Við fram­leiðslu jarð­fjöllið­un­ar- sem­ents mynd­ast ekki koldí­oxíð, þar sem kolefn­is­sam­bönd kalks­ins koma ekki við sögu. Poss­ól­anisku efnin eru ódýr en hita­orka og bas­isku efn­in, sem virka sem hvatar á upp­lausn hrá­efn­anna og efna­ferlið tengt því, er helsti kostn­að­ar­þátt­ur­inn. Jarð­fjöllið­un­ar­steypa harðnar mjög hratt, nær t.d. fullum styrk, sem er sam­bæri­legur við steypu úr Portland­sem­enti, innan fjög­urra klst. Í stórum dráttum virð­ist þetta nýja bindi­efni mjög áhuga­vert. Auk hörðn­un­ar­hrað­ans hefur jarð­fjöllið­un­ar­steypa með þessu mun meira við­nám gegn bruna og sýru­á­hrifum en steypa með Portland­sem­enti. En fram­leiðslu­kostn­aður þess­arar steypu er tölu­vert meiri en þeirrar hefð­bundnu. Í fyrstu hafði sem­ents- og steypu­iðn­að­ur­inn því ekki mik­inn áhuga á frek­ari þróun jarð­fjölliðna og m.a. þess vegna eyddi Dav­idovits svo mörgum árum í Banda­ríkj­unum við kennslu og önnur verk­efn­i. 

Sem­ent og lofts­lag

Það er eig­in­lega fyrst um síð­ustu alda­mót, eftir að lofts­lags­um­ræðan fór að fullu í gang, að menn átt­uðu sig á hversu meng­andi sem­ents­fram­leiðslan var. Ein aðal­að­gerðin til þess að minnka kolefn­is­spor sem­ents­ins var að drýgja það með óbrenndum efn­um. Þar voru poss­óla­nefnin heppi­leg­ust, þar sem þau juku bindi­eig­in­leika sem­ents­ins, en hægðu oft­ast um leið á hörðn­un­ar­hrað­an­um. Það var aftur á móti ekki vin­sælt hjá steypu­fram­leið­endum og bygg­ing­ar­verk­tök­um, sem forð­uð­ust jafnan notkun poss­ól­an­sem­ents, þar sem það hægði á bygg­ing­ar­hrað­an­um.

Vegna lofts­lags­um­ræð­unnar hóf sem­ents­iðn­að­ur­inn í byrjun 21. ald­ar­innar íblöndun poss­óla­nefna í allt venju­legt sem­ent, allt að 20% af heild­ar­þunga sem­ents­ins. Þar sem öll mörk um koldí­oxíð­mengun voru miðuð við árið 1990 ( yoto sam­komu­lagið 1997) náðu flestir sem­ents­fram­leið­endur að nýta sér sam­komu­lag­ið, þar sem miðað var við aukn­ingu frá 1990. Það nýtt­ist þó ekki Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins, sem hóf íblöndun mun fyrr, eða um miðjan átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Poss­ól­aní­blöndun sem­ents­fram­leið­enda í vest­rænum iðn­að­ar­löndum hefur hingað til verið að mestu svo­nefnd flugaska ( ryk frá kola­orku-verum ) og gjall frá stál­ver­um. 

Það er því ekki fyrr en fyrir 5-10 árum að ýmsar rann­sókna­stofn­anir , aðal­lega háskóla­stofn­an­ir, fóru fyrir alvöru að huga að nýt­ingu jarð­fjölliðna í stað Portland-­sem­ents. Og í raun er þessi rann­sókna­starf­semi ekki enn komin vel af stað, enda virð­ist sem­ents­iðn­að­ur­inn ennþá ekki hafa tekið neina stefnu­breyt­ingu í þá átt. 

Í þessum rann­sóknum er oft­ast gengið út frá nýt­ingu úrgangs­efna úr iðn­aði með poss­ólan­eig­in­leika sem hrá­efni. Sú for­gangs­röðun er sjálf­sagt bundin kostn­aði við öflun þeirra og einnig er heppi­legt að geta nýtt úrgangs­efni úr einum iðn­aði sem hrá­efni í öðrum iðn­aði. Með tím­anum má þó gera ráð fyr­ir, að með auk­inni eft­ir­spurn eftir flug­ösku verði minni þrýst­ingur á að leggja af kola­kynt raf­orku­ver, sem þá fer að vinna gegn mark­mið­inu að lækka kolefn­is­spor sem­ents­iðn­að­ar­ins.

Hvað nátt­úru­efni varðar sem hrá­efni í bindi­efni með jarð­fjöllið­un, þá rann­saka vís­inda­menn gjarnan kaolin og efni því skyld. Poss­ól­önsk gos­efni eins og hægt er að nálg­ast á jarð­elda­svæð­um, svo sem Íslandi, hafa minnst verið rann­sök­uð. Aðspurðir um gróft mat eða sam­an­burð á eig­in­leikum og nýt­ing­ar­mögu­leikum mis­mun­andi efna, t.d. íslenskra gos­efna, segja rann­sak­endur jarð­fjölliðna nauð­syn­legt að efna­greina sér­hverja teg­und gos­efna fyrir sig m.t.t. fjöllið­un­ar­eig­in­leika og nýt­ing­ar­mögu­leika.

Þá er þess að gæta að eig­in­leikar grunn­hrá­efn­anna segja ekki alla sög­una. Aðgangur að bas­iskum upp­lausn­ar­efnum og efna­hvötum ásamt orku­öflun og kostn­aði við þetta hefur þar einnig mikið að segja.

Eins og áður kom fram hefur hinn alþjóð­legi sem­ents­iðn­aður ekki sagt skilið við hið upp­runa­lega Portland­sem­ent og mun varla gera það á næst­unni. Að baki Portlands­sem­ent­inu liggur löng og árang­urs­rík þró­un­ar­saga og sama má segja um notkun þess í stein­steypu. Þeirri þekk­ingu og tækni sem þar liggur að baki verður ekki kastað fyrir róða á skömmum tíma. Steypu­svið Nýsköp­un­ar­mið­stövar Íslands hefur t.d. und­an­farið unnið mikið verk við þróun á umhverf­is­vænni stein­steypu á þeim grunni.

Tæki­færi til fram­fara

Hug­myndir um nýtt bindi­efni í stað Portland­sem­ents í stein­steypu virð­ast því enn sem komið er fram­tíð­ar­mús­ík. Þó er þegar hafin skoðun á þeim mögu­leika víða um heim, ekki síst í Ástr­al­íu. Á Íslandi vaknar spurn­ing­in: er þarna eitt­hvert tæki­færi fyrir okk­ur? Inn­flutn­ingur á ódýrri þunga­vöru eins og sem­enti til lands­ins er óhag­stæður og meng­andi. Ef hentug poss­óla­nefni til fram­leiðslu á jarð­fjöllið­un­ar­sem­enti fynd­ust hér í miklum mæli væri e.t.v. komið tæki­færi til að hefja íslenska sem­ents­fram­leiðslu á ný. 

Í þessu sam­bandi má minna á þá miklu áherslu, sem lögð var á nýt­ingu gos­efna á árunum milli 1970 og 1990, einmitt á því tíma­bili sem Sem­ents­verk­smiðjan fór að nýta þau til gæða­aukn­ingar íslenska sem­ents­ins. Þá var stofn­aður vinnu­hóp­ur, Gos­efna­nefnd, á vegum hins opin­bera, sem kann­aði ýmsa kosti, svo sem útflutn­ing á vikri, vinnslu perlu­steins og þenslu­hæfni hans, fram­leiðslu stein­ullar o.fl. Því má spyrja: eiga Íslend­ing­ar, stjórn­völd eða bygg­inga­iðn­að­ur­inn ekki að kanna áfram mögu­leik­ana á nýt­ingu gos­efna? Og, vit­andi um þennan fram­tíð­ar­mögu­leika, hefja rann­sóknir á poss­óla­nefnum með þessa nýt­ingu í huga? Í dag er ekki mik­ill flýtir sjá­an­legur á þessum rann­sóknum erlend­is, en hratt vax­andi kolefn­is­skattur á sem­ents­iðn­að­inn getur breytt því. Grunn­rann­sóknir á hrá­efnum héðan þurfa hugs­an­lega ekki að vera mjög kostn­að­ar­samar í byrj­un, því að þegar er til jarð­fræði­þekk­ing og ýmsar aðrar rann­sóknir frá því að Rann­sókna­stofnun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins gerði poss­ól­an­rann­sókn­irnar 1970-1980. Þá eru hér einnig fyrir hendi poss­ól­anísk úrgangs­efni, sem falla til við málm­iðn­að, t.d. kís­il­ryk frá kís­il­járn-fram­leiðslu, ryk frá rykskiljum kís­il­verk­smiðja, gjall frá áliðn­að­inum o.s.frv. Þá er hér aðgangur að nægri og hent­ugri orku fyrir þessa fram­leiðslu (fram­leiðslu á alka­lílút með raf­grein­ingu vatns). Hér er bæði jarð­varmi, sem nýst gæti við upp­lausn efn­anna, svo og umhverf­is­vænt raf­magn. Allt eru þetta atriði sem vert væri að huga að, ef áhugi vakn­aði á nýt­ingu gos­efn­anna til sem­ents­gerð­ar.

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri tækni­mála Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar