Atvinnulausir: Helstu fórnarlömb Kóvid-kreppunnar

Prófessor við Háskóla Íslands segir að það þurfi að létta byrðar þess litla minnihluta sem ber stærstu klyfjarnar af Kóvid-kreppunni í okkar samfélagi, með því að hækka atvinnuleysisbætur.

Auglýsing

Þeir sem missa vinn­una og lenda á atvinnu­leys­is­bótum eru helstu fórn­ar­lömb krepp­unnar vegna Kóvid veirunn­ar, auk þeirra sem veikj­ast illa. Allir sem halda fullri vinnu og launum finna lítið fyrir krepp­unni og geta haldið lífi sínu í fyrra fari, utan aðlög­unar að sótt­vörn­um.

Tíundi hluti þjóð­ar­innar ber helstu byrðar krepp­unnar

Nú eru um 9% vinnu­aflsins atvinnu­lausir og spáð er svip­uðu atvinnu­leysi í sept­em­ber. Síðan gæti það auk­ist eitt­hvað á ný með vetr­in­um. Þetta er sá hluti þjóð­ar­innar sem ber mestar byrðar vegna krepp­unn­ar. 

Þeir sem fara á atvinnu­leys­is­bætur fá 70% af fyrri heild­ar­launum í atvinnu­leys­is­bætur fyrstu 3 mán­uð­ina, upp að þaki sem nemur 456.404 kr. á mán­uði. Fyrir þá sem voru á með­al­launum eða minna er þetta um 30% kjara­skerð­ing.

Eftir 3 mán­uði fer fólk á flatar atvinnu­leys­is­bætur sem í dag eru 289.510 kr. á mán­uði. Þeir sem voru á með­al­launum búa þar með við um 55% kjara­skerð­ingu. Það er gríð­ar­lega mikið fall, langt umfram kjara­skerð­ing­una sem var að með­al­tali í hrun­inu, að með­taldri auk­inni skulda­byrði.

Auglýsing
Það er því ein­ungis um tíundi hluti þjóð­ar­innar sem nú ber helstu byrðar krepp­unn­ar. Aðrir standa ágæt­lega, eða svipað og fyrir krepp­una og geta haldið lífi sínu í þeim far­vegi sem þá var.

Stjórn­völd þurfa að hafa þetta vendi­lega í huga þegar þau ákveða úrræði gegn afleið­ingum krepp­unn­ar.  Nauð­syn­legt er að létta byrðar þessa tíunda hluta vinnu­aflsins sem eru helstu fórn­ar­lömb krepp­unn­ar. Við hin 90% þjóð­ar­innar getum vel staðið undir því – og þá sér­stak­lega við sem eru með tekjur yfir með­al­tali.

Höfum Dani til fyr­ir­myndar

Það segir sig sjálft að 30% til 55% kjara­skerð­ing er gríð­ar­legt áfall fyrir fjöl­skyld­ur. Ef atvinnu­leysið dregst á lang­inn rofna for­sendur venju­legs lífs og ekki verður hægt að standa við skuld­bind­ingar fjöl­skyld­unn­ar.

Þess vegna er nauð­syn­legt að hækka atvinnu­leys­is­bæt­urnar sem fyrst.

Við búum í dýrasta landi Evr­ópu – og þó víðar væri leit­að. Við erum einnig í hópi rík­ustu sam­fé­laga heims. Þess vegna eiga atvinnu­leys­is­trygg­ingar á Íslandi að bjóða bætur sem eru með því besta sem þekkist, ef vel á að vera. Ekki í sam­ræmi við með­al­lag OECD-­ríkja, sem mörg hver eru á mun lægra hag­þró­un­ar­stigi en við.

Danir eru við­eig­andi fyr­ir­mynd okkar Íslend­inga, en þeir stæra sig af því sem kallað er „flex­icurity” skipu­lag á vinnu­mark­aði, með góðri blöndu af sveigj­an­leika, stuðn­ings­úr­ræðum og bótum meðan á atvinnu­leysi stend­ur. Á íslenskum vinnu­mark­aði er sam­bæri­legur sveigj­an­leiki en fram­færslu­trygg­ing atvinnu­leys­is­bót­anna er mun lak­ari hér en í Dan­mörku.

Danir fá almennt 90% af fyrri launum í atvinnu­leys­is­bætur (upp að þaki) í allt að 2 ár. Við erum með 70% af fyrri launum (upp að lágu þaki) í 3 mán­uði. Það er eðli­legt mark­mið fyrir okkur Íslend­inga að nálg­ast trygg­ing­ar­vernd­ina sem Dönum bjóð­ast.

Við eigum ekki að bera okkur saman við þjóðir sem hafa fallið fyrir rang­hug­myndum nýfrjáls­hyggj­unnar og lækkað atvinnu­leys­is­bæt­ur, eins og t.d. Svíar gerðu í tíð hægri stjórna Rein­feldts. Leið­ar­ljós frjáls­hyggju­manna er alltaf að bætur eigi að vera sem allra lægstar, ann­ars muni fólk ekki vilja snúa aftur til vinnu, rétt eins og atvinnu­leysi sé æðsta ósk ein­hverja! Hið rétta er auð­vitað að það er áfall að lenda í atvinnu­leysi og út úr því vill fólk kom­ast sem fyrst.

Ríkið skatt­leggur neyð­ar­að­stoð­ina

Atvinnu­leys­is­bætur eru neyð­ar­að­stoð sam­fé­lags­ins, í formi lífs­kjara­trygg­inga. Þær bæta tekju­missi vegna atvinnu­leysis í tak­mark­aðan tíma, meðan kreppa eða sam­dráttur gengur yfir. Því er mik­il­vægt að trygg­ing­ar­verndin sé góð og bæti stóran hluta af tíma­bundna tekju­miss­in­um, eins og er í Dan­mörku.

Hér er trygg­ing­ar­verndin veik. Bóta­hlut­fall fyrri launa lágt, tíma­bil við­miðs við fyrri laun stutt og flötu bæt­urnar sem taka við eftir aðeins 3 mán­uði eru afar lágar og langt undir fram­færslu­við­miði stjórn­valda.

Því til við­bótar lækka stjórn­völd flötu bæt­urnar úr 289.510 krónum á mán­uði með beinni skatt­lagn­ingu sem nemur kr. 42.759. Í vas­ann kemur því 246.751, en af því fara svo um 11.580 kr. í líf­eyr­is­sjóð. Ráð­stöf­un­ar­tekjur atvinnu­lausra eru þá um 235.000 krónur á mán­uð­i. 

Það sér hver maður að ekki er hægt að lifa af því við venju­legar aðstæður á Íslandi.

Það er raunar fárán­legt að skatt­leggja neyð­ar­að­stoð sem í reynd dugir ekki til fram­færslu.

Ríkið ætti því að hækka atvinnu­leys­is­bætur í átt að því sem tíðkast í Dan­mörku. Ef tafir verða á því þá er nær­tækt að fella strax niður tekju­skatt af hinum alltof lágu atvinnu­leys­is­bótum sem hér tíðkast.

Lág­marks­laun á vinnu­mark­aði eru nú 335 þús. kr. á mán­uði. Lág­mark væri að flötu atvinnu­leys­is­bæt­urnar væru jafnar því, en ekki 289.510.

Við þurfum að létta byrðar þessa litla minni­hluta sem ber stærstu klyfjarnar af Kóvid-krepp­unni í okkar sam­fé­lag­i. 

Nýj­ustu frétt­ir: Nú er komið í ljós að umtals­verður hluti af því fé sem stjórn­völd ætl­uðu fyr­ir­tækjum í brú­ar­lán og styrki vegna lok­unar hefur ekki gengið út. Ekki virð­ist þörf á því. Það fé má því taka strax til að bæta hag atvinnu­lausra.

Vilji er allt sem þarf.

Höf­undur er pró­­­fessor við HÍ og sér­­­fræð­ingur í hluta­­­starfi hjá Efl­ing­u-­­­stétt­­­ar­­­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar