Atvinnulausir: Helstu fórnarlömb Kóvid-kreppunnar

Prófessor við Háskóla Íslands segir að það þurfi að létta byrðar þess litla minnihluta sem ber stærstu klyfjarnar af Kóvid-kreppunni í okkar samfélagi, með því að hækka atvinnuleysisbætur.

Auglýsing

Þeir sem missa vinn­una og lenda á atvinnu­leys­is­bótum eru helstu fórn­ar­lömb krepp­unnar vegna Kóvid veirunn­ar, auk þeirra sem veikj­ast illa. Allir sem halda fullri vinnu og launum finna lítið fyrir krepp­unni og geta haldið lífi sínu í fyrra fari, utan aðlög­unar að sótt­vörn­um.

Tíundi hluti þjóð­ar­innar ber helstu byrðar krepp­unnar

Nú eru um 9% vinnu­aflsins atvinnu­lausir og spáð er svip­uðu atvinnu­leysi í sept­em­ber. Síðan gæti það auk­ist eitt­hvað á ný með vetr­in­um. Þetta er sá hluti þjóð­ar­innar sem ber mestar byrðar vegna krepp­unn­ar. 

Þeir sem fara á atvinnu­leys­is­bætur fá 70% af fyrri heild­ar­launum í atvinnu­leys­is­bætur fyrstu 3 mán­uð­ina, upp að þaki sem nemur 456.404 kr. á mán­uði. Fyrir þá sem voru á með­al­launum eða minna er þetta um 30% kjara­skerð­ing.

Eftir 3 mán­uði fer fólk á flatar atvinnu­leys­is­bætur sem í dag eru 289.510 kr. á mán­uði. Þeir sem voru á með­al­launum búa þar með við um 55% kjara­skerð­ingu. Það er gríð­ar­lega mikið fall, langt umfram kjara­skerð­ing­una sem var að með­al­tali í hrun­inu, að með­taldri auk­inni skulda­byrði.

Auglýsing
Það er því ein­ungis um tíundi hluti þjóð­ar­innar sem nú ber helstu byrðar krepp­unn­ar. Aðrir standa ágæt­lega, eða svipað og fyrir krepp­una og geta haldið lífi sínu í þeim far­vegi sem þá var.

Stjórn­völd þurfa að hafa þetta vendi­lega í huga þegar þau ákveða úrræði gegn afleið­ingum krepp­unn­ar.  Nauð­syn­legt er að létta byrðar þessa tíunda hluta vinnu­aflsins sem eru helstu fórn­ar­lömb krepp­unn­ar. Við hin 90% þjóð­ar­innar getum vel staðið undir því – og þá sér­stak­lega við sem eru með tekjur yfir með­al­tali.

Höfum Dani til fyr­ir­myndar

Það segir sig sjálft að 30% til 55% kjara­skerð­ing er gríð­ar­legt áfall fyrir fjöl­skyld­ur. Ef atvinnu­leysið dregst á lang­inn rofna for­sendur venju­legs lífs og ekki verður hægt að standa við skuld­bind­ingar fjöl­skyld­unn­ar.

Þess vegna er nauð­syn­legt að hækka atvinnu­leys­is­bæt­urnar sem fyrst.

Við búum í dýrasta landi Evr­ópu – og þó víðar væri leit­að. Við erum einnig í hópi rík­ustu sam­fé­laga heims. Þess vegna eiga atvinnu­leys­is­trygg­ingar á Íslandi að bjóða bætur sem eru með því besta sem þekkist, ef vel á að vera. Ekki í sam­ræmi við með­al­lag OECD-­ríkja, sem mörg hver eru á mun lægra hag­þró­un­ar­stigi en við.

Danir eru við­eig­andi fyr­ir­mynd okkar Íslend­inga, en þeir stæra sig af því sem kallað er „flex­icurity” skipu­lag á vinnu­mark­aði, með góðri blöndu af sveigj­an­leika, stuðn­ings­úr­ræðum og bótum meðan á atvinnu­leysi stend­ur. Á íslenskum vinnu­mark­aði er sam­bæri­legur sveigj­an­leiki en fram­færslu­trygg­ing atvinnu­leys­is­bót­anna er mun lak­ari hér en í Dan­mörku.

Danir fá almennt 90% af fyrri launum í atvinnu­leys­is­bætur (upp að þaki) í allt að 2 ár. Við erum með 70% af fyrri launum (upp að lágu þaki) í 3 mán­uði. Það er eðli­legt mark­mið fyrir okkur Íslend­inga að nálg­ast trygg­ing­ar­vernd­ina sem Dönum bjóð­ast.

Við eigum ekki að bera okkur saman við þjóðir sem hafa fallið fyrir rang­hug­myndum nýfrjáls­hyggj­unnar og lækkað atvinnu­leys­is­bæt­ur, eins og t.d. Svíar gerðu í tíð hægri stjórna Rein­feldts. Leið­ar­ljós frjáls­hyggju­manna er alltaf að bætur eigi að vera sem allra lægstar, ann­ars muni fólk ekki vilja snúa aftur til vinnu, rétt eins og atvinnu­leysi sé æðsta ósk ein­hverja! Hið rétta er auð­vitað að það er áfall að lenda í atvinnu­leysi og út úr því vill fólk kom­ast sem fyrst.

Ríkið skatt­leggur neyð­ar­að­stoð­ina

Atvinnu­leys­is­bætur eru neyð­ar­að­stoð sam­fé­lags­ins, í formi lífs­kjara­trygg­inga. Þær bæta tekju­missi vegna atvinnu­leysis í tak­mark­aðan tíma, meðan kreppa eða sam­dráttur gengur yfir. Því er mik­il­vægt að trygg­ing­ar­verndin sé góð og bæti stóran hluta af tíma­bundna tekju­miss­in­um, eins og er í Dan­mörku.

Hér er trygg­ing­ar­verndin veik. Bóta­hlut­fall fyrri launa lágt, tíma­bil við­miðs við fyrri laun stutt og flötu bæt­urnar sem taka við eftir aðeins 3 mán­uði eru afar lágar og langt undir fram­færslu­við­miði stjórn­valda.

Því til við­bótar lækka stjórn­völd flötu bæt­urnar úr 289.510 krónum á mán­uði með beinni skatt­lagn­ingu sem nemur kr. 42.759. Í vas­ann kemur því 246.751, en af því fara svo um 11.580 kr. í líf­eyr­is­sjóð. Ráð­stöf­un­ar­tekjur atvinnu­lausra eru þá um 235.000 krónur á mán­uð­i. 

Það sér hver maður að ekki er hægt að lifa af því við venju­legar aðstæður á Íslandi.

Það er raunar fárán­legt að skatt­leggja neyð­ar­að­stoð sem í reynd dugir ekki til fram­færslu.

Ríkið ætti því að hækka atvinnu­leys­is­bætur í átt að því sem tíðkast í Dan­mörku. Ef tafir verða á því þá er nær­tækt að fella strax niður tekju­skatt af hinum alltof lágu atvinnu­leys­is­bótum sem hér tíðkast.

Lág­marks­laun á vinnu­mark­aði eru nú 335 þús. kr. á mán­uði. Lág­mark væri að flötu atvinnu­leys­is­bæt­urnar væru jafnar því, en ekki 289.510.

Við þurfum að létta byrðar þessa litla minni­hluta sem ber stærstu klyfjarnar af Kóvid-krepp­unni í okkar sam­fé­lag­i. 

Nýj­ustu frétt­ir: Nú er komið í ljós að umtals­verður hluti af því fé sem stjórn­völd ætl­uðu fyr­ir­tækjum í brú­ar­lán og styrki vegna lok­unar hefur ekki gengið út. Ekki virð­ist þörf á því. Það fé má því taka strax til að bæta hag atvinnu­lausra.

Vilji er allt sem þarf.

Höf­undur er pró­­­fessor við HÍ og sér­­­fræð­ingur í hluta­­­starfi hjá Efl­ing­u-­­­stétt­­­ar­­­fé­lagi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar