Lúkasjenkó sýnir klærnar þegar Hvít-Rússar rísa upp

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að siðferðilega sé tími Alexanders Lúkasjenkó löngu liðinn, en þó sé allt óvíst hvort hann endi á því að víkja. Hræðsla almennings í Hvíta-Rússlandi virðist hverfandi og það gæti aukið á á hræðslu Vladimírs Pútíns.

Auglýsing

Ein­ræð­is­herrar eru alveg sér­stök teg­und manna að því leyti að þeim er skít­sama um alla aðra en sjálfa sig og völd sín. Eitt besta dæmið um það er Adolf Hitler, sem undir lok seinni heims­styrj­aldar vildi í raun draga alla þýsku þjóð­ina með sér í hyl­dýp­ið. Örlög hans voru sjálfs­morð. 

Í litlu landi í Evr­ópu, Hvíta-Rúss­landi, berst nú síð­asti ein­ræð­is­herra Evr­ópu, Alex­ander Lúk­a­sjénkó fyrir (póli­tísku) lífi sínu, eftir að hafa svindlað með stór­kost­legum hætti í for­seta­kosn­ingum sem haldnar voru þar fyrir skömmu.

Við­brögð Lúk­asjenkó eru nán­ast eins og út úr kennslu­bók í ein­ræð­is­herra­fræð­um; kúgun og ofbeldi eru þar helstu leið­ar­ljós og þús­und­um ,,svart­klæddra“ manna beitt gegn almenn­ing­i. 

Kosn­inga­farsi 

For­seta­kosn­ing­arnar þann 9. ágúst síð­ast­lið­inn voru farsi, Lúk­asjenkó hefur sagt að hann hafi fengið um 80% atkvæða og mót­fram­bjóð­and­inn, Svetl­ana Tíka­novska­ja, hafi fengið um 10%. Eng­inn trúir því og hafa aðeins tvö ríki við­ur­kennt úrslit­in, Rúss­land og Kína. ESB hefur lýst kosn­ing­arnar ógildar og hótar við­skipta­þving­unum og refsi­að­gerð­u­m. 

Auglýsing

Svetl­ana bauð sig fram vegna þess að eig­in­maður hennar (Si­ar­hei Tsik­hanouski – Sergei Tsíkanúskí) – sem ætl­aði að bjóða sig fram, var hand­tek­inn í lok maí og bannað að skrá sig til kjörs. Hann er blogg­ari og mann­rétt­inda­fröm­uð­ur, en það er einmitt eitt helsta ein­kenni ein­ræð­is­herra að þver­brjóta öll mann­rétt­ind­i. 

Ofbeldi er með­al­ið 

Það hefur verið gert í kjöl­far kosn­ing­anna; nokkrir hafa beðið bana í mót­mæl­um, þús­undir hafa verið hand­tekin og fjöl­margir þeirra lýst bar­smíðum og ofbeldi af hendi örygg­is­sveita Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins (hinar alræmdu OMON-sveit­ir) og örygg­is­lög­regl­unn­ar, KGB, sem starfar enn í Hvíta-Rúss­landi.  

Hún ber enn það heiti, rétt eins og örygg­is­lög­regla gömlu Sov­ét­ríkj­anna, sem Hvíta-Rúss­land var hluti af frá 1922-1991, þegar landið lýsti yfir sjálf­stæði. Árið 1991 gliðn­uðu hin komm­ún­ísku Sov­ét­ríki svo í sundur í einum mestu sam­fé­lags­breyt­ingum síð­ustu ald­ar. Hvíta-Rúss­landi er þó enn stýrt í anda komm­ún­isma, með mik­illi rík­is­eign á fyr­ir­tækj­um, samyrkju­búum og öðru slík­u. 

Hræðslan hverf­ur 

Ýmsir fræði­menn telja að einn þátt­ur­inn í hruni Sov­ét­ríkj­anna hafi verið sá að sov­éskur almenn­ingur hafi fengið kjark til að mót­mæla kröft­ug­lega óþol­andi ástandi; kúg­un, spill­ingu, skorti á lífs­gæðum og almennum mann­rétt­ind­um, að eins­konar sam­eig­in­legt hug­rekki hafi mynd­ast. Ýmis­legt bendir til þess að núna sé það sama uppi á ten­ingnum í Hvíta-Rúss­landi, þ.e. að almenn­ingur í land­inu sé full­kom­lega kom­inn með upp í kok eftir meira en tveggja ára­tuga setu Alex­and­ers Lúk­asjenkó á valda­stóli, en hann er búinn að vera for­seti lands­ins frá for­seta­kosn­ingum árið 1994. 

Hræðsla Pútíns 

For­seti Rúss­lands, Vla­dimír Pútín, hefur stutt Lúk­asjenkó und­an­far­ið, enda talið að Pútin hræð­ist ástand eins og nú er til staðar í Hvíta-Rúss­landi, þ.e. að almenn­ingur rísi upp. Tölu­verð mót­mæli hafa verið í Rúss­landi á und­an­förnum árum, stjórn­ar­and­stæð­ingar myrtir, beittir handa­hófs­kenndum hand­tökum og fleiru slíku. Jafn­vel er talið að leyni­þjón­usta Rúss­lands, FSB, hafi verið með menn í Hvíta-Rúss­landi og hefur Pútín heitið Lúk­a­jsenkó hern­að­ar­að­stoð.  

Pútín vill nefni­lega ekki að Hvíta-Rúss­land fái frelsi og halli sér ef til vill til vest­urs, rétt eins og Úkra­ína gerði og er meðal ann­ars ein ástæða stríðs­ins á landa­mærum ríkj­anna, sem staðið hefur frá árinu 2014. 

Fellur hann?

Hvort Lúk­asjenkó fellur að þessu sinni, er erfitt að segja, en ljóst er að það hefur molnað veru­lega undan honum og valda­stöðu hans. Mót­mæla­ald­an, sú mesta í land­inu hingað til, sýnir að almenn­ingur hefur fengið nóg. Lúk­asjenkó hefur hins­vegar sagt að öll mót­mæli muni verða brotin á bak aft­ur. Lyk­il­at­riði fyrir hann er stuðn­ingur ann­arra örygg­is­stofn­ana; hers, leynilög­reglu og slíkra aðila. En sið­ferði­lega er tíma Lúk­a­sjénkós lið­inn og það fyrir löng­u. 

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur. 

Frétt Radio Free Europe um ofbeldið gegn almenn­ingi í Hvíta-Rúss­land­i. 

Mynd­band frá The Daily Tel­egraph sem sýnir ofbeldið á götum Minsk. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar