Lúkasjenkó sýnir klærnar þegar Hvít-Rússar rísa upp

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að siðferðilega sé tími Alexanders Lúkasjenkó löngu liðinn, en þó sé allt óvíst hvort hann endi á því að víkja. Hræðsla almennings í Hvíta-Rússlandi virðist hverfandi og það gæti aukið á á hræðslu Vladimírs Pútíns.

Auglýsing

Ein­ræð­is­herrar eru alveg sér­stök teg­und manna að því leyti að þeim er skít­sama um alla aðra en sjálfa sig og völd sín. Eitt besta dæmið um það er Adolf Hitler, sem undir lok seinni heims­styrj­aldar vildi í raun draga alla þýsku þjóð­ina með sér í hyl­dýp­ið. Örlög hans voru sjálfs­morð. 

Í litlu landi í Evr­ópu, Hvíta-Rúss­landi, berst nú síð­asti ein­ræð­is­herra Evr­ópu, Alex­ander Lúk­a­sjénkó fyrir (póli­tísku) lífi sínu, eftir að hafa svindlað með stór­kost­legum hætti í for­seta­kosn­ingum sem haldnar voru þar fyrir skömmu.

Við­brögð Lúk­asjenkó eru nán­ast eins og út úr kennslu­bók í ein­ræð­is­herra­fræð­um; kúgun og ofbeldi eru þar helstu leið­ar­ljós og þús­und­um ,,svart­klæddra“ manna beitt gegn almenn­ing­i. 

Kosn­inga­farsi 

For­seta­kosn­ing­arnar þann 9. ágúst síð­ast­lið­inn voru farsi, Lúk­asjenkó hefur sagt að hann hafi fengið um 80% atkvæða og mót­fram­bjóð­and­inn, Svetl­ana Tíka­novska­ja, hafi fengið um 10%. Eng­inn trúir því og hafa aðeins tvö ríki við­ur­kennt úrslit­in, Rúss­land og Kína. ESB hefur lýst kosn­ing­arnar ógildar og hótar við­skipta­þving­unum og refsi­að­gerð­u­m. 

Auglýsing

Svetl­ana bauð sig fram vegna þess að eig­in­maður hennar (Si­ar­hei Tsik­hanouski – Sergei Tsíkanúskí) – sem ætl­aði að bjóða sig fram, var hand­tek­inn í lok maí og bannað að skrá sig til kjörs. Hann er blogg­ari og mann­rétt­inda­fröm­uð­ur, en það er einmitt eitt helsta ein­kenni ein­ræð­is­herra að þver­brjóta öll mann­rétt­ind­i. 

Ofbeldi er með­al­ið 

Það hefur verið gert í kjöl­far kosn­ing­anna; nokkrir hafa beðið bana í mót­mæl­um, þús­undir hafa verið hand­tekin og fjöl­margir þeirra lýst bar­smíðum og ofbeldi af hendi örygg­is­sveita Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins (hinar alræmdu OMON-sveit­ir) og örygg­is­lög­regl­unn­ar, KGB, sem starfar enn í Hvíta-Rúss­landi.  

Hún ber enn það heiti, rétt eins og örygg­is­lög­regla gömlu Sov­ét­ríkj­anna, sem Hvíta-Rúss­land var hluti af frá 1922-1991, þegar landið lýsti yfir sjálf­stæði. Árið 1991 gliðn­uðu hin komm­ún­ísku Sov­ét­ríki svo í sundur í einum mestu sam­fé­lags­breyt­ingum síð­ustu ald­ar. Hvíta-Rúss­landi er þó enn stýrt í anda komm­ún­isma, með mik­illi rík­is­eign á fyr­ir­tækj­um, samyrkju­búum og öðru slík­u. 

Hræðslan hverf­ur 

Ýmsir fræði­menn telja að einn þátt­ur­inn í hruni Sov­ét­ríkj­anna hafi verið sá að sov­éskur almenn­ingur hafi fengið kjark til að mót­mæla kröft­ug­lega óþol­andi ástandi; kúg­un, spill­ingu, skorti á lífs­gæðum og almennum mann­rétt­ind­um, að eins­konar sam­eig­in­legt hug­rekki hafi mynd­ast. Ýmis­legt bendir til þess að núna sé það sama uppi á ten­ingnum í Hvíta-Rúss­landi, þ.e. að almenn­ingur í land­inu sé full­kom­lega kom­inn með upp í kok eftir meira en tveggja ára­tuga setu Alex­and­ers Lúk­asjenkó á valda­stóli, en hann er búinn að vera for­seti lands­ins frá for­seta­kosn­ingum árið 1994. 

Hræðsla Pútíns 

For­seti Rúss­lands, Vla­dimír Pútín, hefur stutt Lúk­asjenkó und­an­far­ið, enda talið að Pútin hræð­ist ástand eins og nú er til staðar í Hvíta-Rúss­landi, þ.e. að almenn­ingur rísi upp. Tölu­verð mót­mæli hafa verið í Rúss­landi á und­an­förnum árum, stjórn­ar­and­stæð­ingar myrtir, beittir handa­hófs­kenndum hand­tökum og fleiru slíku. Jafn­vel er talið að leyni­þjón­usta Rúss­lands, FSB, hafi verið með menn í Hvíta-Rúss­landi og hefur Pútín heitið Lúk­a­jsenkó hern­að­ar­að­stoð.  

Pútín vill nefni­lega ekki að Hvíta-Rúss­land fái frelsi og halli sér ef til vill til vest­urs, rétt eins og Úkra­ína gerði og er meðal ann­ars ein ástæða stríðs­ins á landa­mærum ríkj­anna, sem staðið hefur frá árinu 2014. 

Fellur hann?

Hvort Lúk­asjenkó fellur að þessu sinni, er erfitt að segja, en ljóst er að það hefur molnað veru­lega undan honum og valda­stöðu hans. Mót­mæla­ald­an, sú mesta í land­inu hingað til, sýnir að almenn­ingur hefur fengið nóg. Lúk­asjenkó hefur hins­vegar sagt að öll mót­mæli muni verða brotin á bak aft­ur. Lyk­il­at­riði fyrir hann er stuðn­ingur ann­arra örygg­is­stofn­ana; hers, leynilög­reglu og slíkra aðila. En sið­ferði­lega er tíma Lúk­a­sjénkós lið­inn og það fyrir löng­u. 

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur. 

Frétt Radio Free Europe um ofbeldið gegn almenn­ingi í Hvíta-Rúss­land­i. 

Mynd­band frá The Daily Tel­egraph sem sýnir ofbeldið á götum Minsk. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar