Lúkasjenkó sýnir klærnar þegar Hvít-Rússar rísa upp

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að siðferðilega sé tími Alexanders Lúkasjenkó löngu liðinn, en þó sé allt óvíst hvort hann endi á því að víkja. Hræðsla almennings í Hvíta-Rússlandi virðist hverfandi og það gæti aukið á á hræðslu Vladimírs Pútíns.

Auglýsing

Ein­ræð­is­herrar eru alveg sér­stök teg­und manna að því leyti að þeim er skít­sama um alla aðra en sjálfa sig og völd sín. Eitt besta dæmið um það er Adolf Hitler, sem undir lok seinni heims­styrj­aldar vildi í raun draga alla þýsku þjóð­ina með sér í hyl­dýp­ið. Örlög hans voru sjálfs­morð. 

Í litlu landi í Evr­ópu, Hvíta-Rúss­landi, berst nú síð­asti ein­ræð­is­herra Evr­ópu, Alex­ander Lúk­a­sjénkó fyrir (póli­tísku) lífi sínu, eftir að hafa svindlað með stór­kost­legum hætti í for­seta­kosn­ingum sem haldnar voru þar fyrir skömmu.

Við­brögð Lúk­asjenkó eru nán­ast eins og út úr kennslu­bók í ein­ræð­is­herra­fræð­um; kúgun og ofbeldi eru þar helstu leið­ar­ljós og þús­und­um ,,svart­klæddra“ manna beitt gegn almenn­ing­i. 

Kosn­inga­farsi 

For­seta­kosn­ing­arnar þann 9. ágúst síð­ast­lið­inn voru farsi, Lúk­asjenkó hefur sagt að hann hafi fengið um 80% atkvæða og mót­fram­bjóð­and­inn, Svetl­ana Tíka­novska­ja, hafi fengið um 10%. Eng­inn trúir því og hafa aðeins tvö ríki við­ur­kennt úrslit­in, Rúss­land og Kína. ESB hefur lýst kosn­ing­arnar ógildar og hótar við­skipta­þving­unum og refsi­að­gerð­u­m. 

Auglýsing

Svetl­ana bauð sig fram vegna þess að eig­in­maður hennar (Si­ar­hei Tsik­hanouski – Sergei Tsíkanúskí) – sem ætl­aði að bjóða sig fram, var hand­tek­inn í lok maí og bannað að skrá sig til kjörs. Hann er blogg­ari og mann­rétt­inda­fröm­uð­ur, en það er einmitt eitt helsta ein­kenni ein­ræð­is­herra að þver­brjóta öll mann­rétt­ind­i. 

Ofbeldi er með­al­ið 

Það hefur verið gert í kjöl­far kosn­ing­anna; nokkrir hafa beðið bana í mót­mæl­um, þús­undir hafa verið hand­tekin og fjöl­margir þeirra lýst bar­smíðum og ofbeldi af hendi örygg­is­sveita Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins (hinar alræmdu OMON-sveit­ir) og örygg­is­lög­regl­unn­ar, KGB, sem starfar enn í Hvíta-Rúss­landi.  

Hún ber enn það heiti, rétt eins og örygg­is­lög­regla gömlu Sov­ét­ríkj­anna, sem Hvíta-Rúss­land var hluti af frá 1922-1991, þegar landið lýsti yfir sjálf­stæði. Árið 1991 gliðn­uðu hin komm­ún­ísku Sov­ét­ríki svo í sundur í einum mestu sam­fé­lags­breyt­ingum síð­ustu ald­ar. Hvíta-Rúss­landi er þó enn stýrt í anda komm­ún­isma, með mik­illi rík­is­eign á fyr­ir­tækj­um, samyrkju­búum og öðru slík­u. 

Hræðslan hverf­ur 

Ýmsir fræði­menn telja að einn þátt­ur­inn í hruni Sov­ét­ríkj­anna hafi verið sá að sov­éskur almenn­ingur hafi fengið kjark til að mót­mæla kröft­ug­lega óþol­andi ástandi; kúg­un, spill­ingu, skorti á lífs­gæðum og almennum mann­rétt­ind­um, að eins­konar sam­eig­in­legt hug­rekki hafi mynd­ast. Ýmis­legt bendir til þess að núna sé það sama uppi á ten­ingnum í Hvíta-Rúss­landi, þ.e. að almenn­ingur í land­inu sé full­kom­lega kom­inn með upp í kok eftir meira en tveggja ára­tuga setu Alex­and­ers Lúk­asjenkó á valda­stóli, en hann er búinn að vera for­seti lands­ins frá for­seta­kosn­ingum árið 1994. 

Hræðsla Pútíns 

For­seti Rúss­lands, Vla­dimír Pútín, hefur stutt Lúk­asjenkó und­an­far­ið, enda talið að Pútin hræð­ist ástand eins og nú er til staðar í Hvíta-Rúss­landi, þ.e. að almenn­ingur rísi upp. Tölu­verð mót­mæli hafa verið í Rúss­landi á und­an­förnum árum, stjórn­ar­and­stæð­ingar myrtir, beittir handa­hófs­kenndum hand­tökum og fleiru slíku. Jafn­vel er talið að leyni­þjón­usta Rúss­lands, FSB, hafi verið með menn í Hvíta-Rúss­landi og hefur Pútín heitið Lúk­a­jsenkó hern­að­ar­að­stoð.  

Pútín vill nefni­lega ekki að Hvíta-Rúss­land fái frelsi og halli sér ef til vill til vest­urs, rétt eins og Úkra­ína gerði og er meðal ann­ars ein ástæða stríðs­ins á landa­mærum ríkj­anna, sem staðið hefur frá árinu 2014. 

Fellur hann?

Hvort Lúk­asjenkó fellur að þessu sinni, er erfitt að segja, en ljóst er að það hefur molnað veru­lega undan honum og valda­stöðu hans. Mót­mæla­ald­an, sú mesta í land­inu hingað til, sýnir að almenn­ingur hefur fengið nóg. Lúk­asjenkó hefur hins­vegar sagt að öll mót­mæli muni verða brotin á bak aft­ur. Lyk­il­at­riði fyrir hann er stuðn­ingur ann­arra örygg­is­stofn­ana; hers, leynilög­reglu og slíkra aðila. En sið­ferði­lega er tíma Lúk­a­sjénkós lið­inn og það fyrir löng­u. 

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur. 

Frétt Radio Free Europe um ofbeldið gegn almenn­ingi í Hvíta-Rúss­land­i. 

Mynd­band frá The Daily Tel­egraph sem sýnir ofbeldið á götum Minsk. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar