Stórar spurningar um ríkisábyrgð og pólitík

Þingmaður VG telur að ef ríkið ætli að aðstoða Icelandair við að halda velli, með fjármunum almennings, verði að gera það vel og með skýrum skilyrðum – fyrir hag almennings.

Auglýsing

Það er ekki á hverjum degi sem Alþingi fær til umfjöll­unar rík­is­á­byrgð á einka­fyr­ir­tæki. Það er mjög sjald­gæft og hefur orðið kveikja að hápóli­tískum deil­um, líkt og þegar rík­is­á­byrgð vegna fyr­ir­tæk­is­ins deCode kom til kasta þings­ins. Sömu­leiðis olli rík­is­á­byrgð í tengslum við afskap­lega umdeildar fram­kvæmdir Lands­virkj­unar við Kára­hnjúka miklum deil­u­m.  

Nú erum við kjörnir full­trúar að taka til umfjöll­unar rík­is­á­byrgð á lána­línum til einka­fyr­ir­tæk­is­ins Icelandair Group sem getur numið allt að 108 millj­ónum Banda­ríkja­doll­ara. Að auki þarf að breyta lögum um rík­is­á­byrgð sem sýnir þung­ann í mál­in­u. 

For­stjóri Icelandair hefur sagt að það væri brýnt að þing­leg með­ferð máls­ins gangi hratt og örugg­lega fyrir sig. En það er líka afskap­lega brýnt að þjóð­þingið og kjörnir full­trúar gefi sér þann tíma sem þarf í vand­aða þing­lega með­ferð máls­ins þó svo að honum og aðstand­endum fyr­ir­tæk­is­ins liggi á. Hér er um að ræða rík­is­á­byrgð á fjár­munum almenn­ings til handa einka­fyr­ir­tæki og því þurfa menn að bera virð­ingu fyr­ir. 

Auglýsing

Óvissu­þætt­irnir

Það þarf líka að vanda vel til verka í með­ferð máls­ins á Alþingi, því það eru óvissu­þættir sem þingið þarf að fjalla fag­lega um og fá svör við eins og: 

  • Hver sé geng­is­á­hætta rík­is­á­byrgð­ar­innar þegar upp­hæðin sem þingið á að ábyrgj­ast er í erlendri mynt en ekki íslenskum krón­um. Ætlar íslenska ríkið að sitja uppi með áhætt­una af sveiflum krón­unnar á þeim tíma sem ábyrgðin stendur eða ætlar það að festa ábyrgð sína í ákveð­inni tölu í íslenskum krón­um? 
  • Af hverju rík­is­á­byrgð sé á lána­línu fyrir alla sam­stæðu Icelandair Group hf. en ekki bara til flug­fé­lags­ins? Það þarf að skýra hvernig það sam­ræm­ist eðli­legum sam­keppn­is­sjón­ar­miðum gagn­vart öðrum hót­el­keðjum eða ferða­skrif­stof­um. 
  • Í þriðja lagi eru það trygg­ing­arnar fyrir end­ur­heimt­ingu á rík­is­á­byrgð­inni, sem eru veðin í vöru­merkjum félags­ins og dótt­ur­fé­lags­ins, vefslóð þess­ara félaga og lend­ing­ar­heim­ildir á tvö áfanga­staði. Hvort þetta sé að verð­mæti 15 millj­arða leikur mik­ill efi á, og bendir til að mynda Rík­is­end­ur­skoðun í umsögn sinni um málið á þetta vafa­at­rið­i. 
  • Í fjórða lagi þarf að vera ljóst – eins og hægt er – hvað ger­ist ef hluta­fjár­út­boðið í sept­em­ber heppn­ast ekki. Hvað ef bara hluti af tak­mark­inu næst? Hvert er þá plan B? Við þessum spurn­ingum þarf þingið að fá svör. 




Ekk­ert pláss fyrir úr sér gengnar nýfrjáls­hyggju­hug­myndir

Á þeim ótrú­legu tímum sem við lif­um, hafa rík­is­stjórnir um allan heim þurft að glíma við þann mikla rekstr­ar­vanda sem ferða­þjón­usta og flug­fé­lög hafa orðið fyrir vegna Covid-19. Rík­is­stjórnir í Evr­ópu hafa brugð­ist við með ýmsum útfærslum á rík­is­stuðn­ingi. Flestar hafa þær farið í að veita rík­is­stuðn­ing með því að eign­ast hlut í flug­fé­lög­unum eða auka við hann og skil­yrða rík­is­stuðn­ing­inn með skýrum og ströngum skil­yrð­um. Jafn­vel tíma­bund­ið. Eitt­hvað sem er greini­legt að fjár­mála­ráð­herra Íslands og flokkur hans er alveg ein­stak­lega mót­fall­inn, jafn­vel mót­falln­ari en syst­ur­flokkar fjár­mála­ráð­herra í Evr­ópu. 

Það er engin ástæða að hafna þess­ari leið, því á þeim tímum sem við lif­um, þá er ekk­ert pláss fyrir neina nýfrjáls­hyggju eða aðra hug­mynda­fræði sem er löngu úr sér gengin þegar kemur að rík­is­af­skiptum á krísu­tímum af stórum og þjóð­hags­lega mik­il­vægum fyr­ir­tækjum á borð við Icelanda­ir. Ríkið á hins­vegar ekki ein­göngu að bjarga fyr­ir­tækjum og taka á sig tap­ið, heldur tryggja að almanna­fénu sé vel varið í ábyrgð­ina. En þarna koma stjórn­málin inn í og hug­mynda­fræðin til sög­unn­ar. 

Hægri­menn í Evr­ópu með skýr­ari skil­yrði fyrir rík­is­að­stoð en íslenskir

Dæmi um skýrar aðgerðir rík­is­stjórna í Evr­ópu til að styðja við flug­fé­lög er þegar franska og hol­lenska rík­is­stjórnin settu um 10 millj­arða Evra í rík­is­að­stoð til flug­fé­lags­ins Air France-KLM um mán­að­ar­mótin apr­íl-maí síð­ast­lið­inn vegna áhrifa kór­óna­vírus­ins ​​á flug­geir­ann og eign­uð­ust alls 28% hlut í flug­fé­lag­in­u. 

Franska rík­is­stjórnin sam­þykkti 7 millj­arða evra lána­pakka sam­an­settan af blöndu af beinum lánum og rík­is­á­byrgð á lána­línum fyrir flug­fé­lagið á meðan hol­lenska rík­is­stjórnin veð­setti allt að 4 millj­örðum Evra til aðstoðar flug­fé­lag­in­u. 

Og það voru skýr skil­yrði bæði af hálfu frönsku rík­is­stjórn­ar­innar og þeirrar hol­lensku fyrir rík­is­að­stoð­inni – meðal ann­ars um að „Air France-KLM verði umhverf­is­væn­asta flug­fé­lagið á jörð­inni“ með því að bæta við núver­andi skuld­bind­ingar til að draga úr losun koltví­oxíðs um 50 pró­sent árið 2024. Einnig voru skýrar kröfur um að lækka launa­kostnað stjórn­ar­innar og að engar arð­greiðslur eigi sér stað, en síð­ast en ekki síst kröfur um sæti í stjórn þar sem rekstr­ar­legar ákvarð­anir eru teknar um fyr­ir­tæk­ið. Þar með hafi full­trúar frönsku og hol­lensku rík­is­stjórn­ar­innar áhrif á það hvernig við­spyrna flug­fé­lags­ins verður með enn meira almannafé í fartesk­inu en áður.

Svona hljóðar þessi rík­is­að­stoð rík­is­stjórnar franska frjáls­lynda miðju­manns­ins Emmanuel Macron og hol­lenska íhalds­sama hægri­manns­ins Mark Rutte. Og rík­is­stjórn Þýska­landskansl­ara, hægri kristi­lega demókratans Ang­elu Merkel, ákvað að veita rík­is­að­stoð í sumar upp á 9 millj­arða Evra í stað­inn fyrir 20% hlut í félag­inu og neit­un­ar­vald í stjórn félags­ins. 

Hvaða skil­yrði fyrir íslenskri rík­is­á­byrgð?

Ég hefði frekar viljað sjá þessa leið farna í þessu frum­varpi hér um rík­is­að­stoð til einka­fyr­ir­tæk­is­ins Icelanda­ir, að íslenska ríkið eign­að­ist frekar hlut í flug­fé­lag­inu Icelanda­ir. Til að tryggja sæti rík­is­ins í stjórn félags­ins og að rík­is­á­byrgð­inni fylgi skýr­ari skyldur fyrir fyr­ir­tæk­ið. Til að ríkið geti tryggt enn betur að rík­is­á­byrgð­inni sé varið til aðgerða sem gagn­ast almenn­ingi og að almanna­fénu sé vel varið í rekstr­ar­legar aðgerðir og ákvarð­an­ir. 

En ekki síð­ur, til að almenn­ingur geti átt hlut í fjár­hags­legum bata fyr­ir­tæk­is­ins þegar að því kem­ur. Ekki bara setja gríð­ar­lega háar fjár­hæðir af almannafé útsett fyrir lána­línu til einka­fyr­ir­tæk­is. Sem bæt­ast svo við þau efna­hags­legu úrræði sem rík­is­stjórnin hefur komið í gagnið sem Icelandair hefur verið stærsti ein­staki not­andi að. 

Það eru ekki mjög ströng skil­yrði fyrir 15 millj­arða rík­is­á­byrgð­inni til Icelandair Group hf.  nema almennt orða­lag um að „al­mannafé og áhætta rík­is­ins verði tak­mörkuð við það sem þjóni opin­berum hags­mun­um, en hafi ekki að mark­miði að verja hag hlut­hafa“. 

Stjórn­endur Icelandair ákváðu sjálf að lækka launa­kostnað sinn, sem er gott og til eft­ir­breytni, en ekk­ert er t.d. kveðið á um græn – loft­lagsvæn skil­yrði fyrir rík­is­á­byrgð­inni á lána­lín­unni eða um að stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hegði sér í sam­ræmi við lög um íslenskan vinnu­rétt. Eitt­hvað sem ætti auð­vitað alls ekki að þurfa að setja sem skil­yrði í íslenskan laga­frum­varps-texta þar sem fyr­ir­tæki skráð á Íslandi þurfa að lúta íslenskum lögum um vinnu­mark­aðs­mál, en kannski full ástæða að gera nú þegar horft er til óboð­legrar fram­komu stjórn­enda Icelandair í garð flug­freyja og flug­þjóna í þeirra kjara­bar­áttu. Fram­koma sem á eftir að draga dilk á eftir sér á íslenskum vinnu­mark­að­i. 

Rík­is­styrkur í formi rík­is­á­byrgðar á lána­línur án skýr­ari krafna eða skil­yrða er að mínu mati ekki besta leiðin í þess­ari stöðu. Með því að eign­ast tíma­bund­inn hlut í flug­fé­lagi væri ríkið að hafa mun meiri áhrif á við­spyrnu, rekstur og sam­fé­lags­lega hegðun á þjóð­hags­lega mik­il­vægu fyr­ir­tæki sem Icelandair er. 

Af hverju má ríkið ekki eign­ast hlut í flug­fé­lagi?

Og þegar þing­menn og ráð­herrar tala snúð­ugt á móti um að þá sé bara lausnin að eign­ast rík­is­flug­fé­lag, eins og það væri það versta sem myndi ger­ast, þá spyr ég á móti, er það ekki bara í lagi? Er það ekki einmitt nauð­syn­legt að íslenska ríkið eign­ist vænan hlut í flug­fé­lagi? Líkt og finnska ríkið á 55,8% hlut í Finnair sem er eitt verð­mætasta flug­fé­lag í Evr­ópu eða flug­fé­lag Nýja Sjá­lands hvers 52% hlutur er í eigu nýsjá­lenska rík­is­ins, eða tíma­bund­inn hlutur franskra, hol­lenskra og þýskra stjórn­valda í þar­lendum flug­fé­lög­um?

Jafn­vel tíma­bund­inn hlutur íslenska rík­is­ins í flug­fé­lagi sem glímir við gríð­ar­lega erf­iðar aðstæð­ur, sem íslenska ríkið gæti svo selt þegar fyr­ir­tækið rís von­andi aftur á fætur er bara alls ekki slæm hug­mynd. Þvert á móti. Hvað þá fyrir ríki sem er á eyju í Atl­ants­hafi sem reiðir sig gríð­ar­lega mikið á flug­sam­göngur í sam­skiptum okkar við umheim­inn. 

Og einmitt í ljósi þess hversu þjóð­hags­lega mik­il­vægt flug­fé­lagið er vegna land­fræði­legrar legu Íslands, er sú póli­tíska hræðsla um að ríkið eigi hlut í þjóð­hags­lega mik­il­vægu fyr­ir­tæki gagn­rýni­verð að mínu mati.

Mik­il­vægt að styðja við þjóð­hags­lega mik­il­væg fyr­ir­tæki

Það er ljóst að flug­fé­lagið Icelandair er þjóð­hags­lega mik­il­vægt fyr­ir­tæki fyrir Ísland en líka mik­il­vægt þjóðar­ör­ygg­is­lega vegna land­fræði­legrar legu okkar og smæð­ar. Störf sem tengj­ast starf­semi flug­fé­lag­inu Icelandair hlaupa á mörg hund­ruðum og bein afleidd störf má telja í þús­und­um. Það er því hagur rík­is­ins að leggja til stuðn­ing á þessum tímum og það verður að gera það. En það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að þær ákvarð­anir verði teknar og útfærðar með hag almenn­ings og umhverf­is­ins í huga og lín­urnar verði skýrar um ábyrga, umhverf­is­væna og sið­ferð­is­lega starfs­hætti til hags­bóta fyrir launa­fólkið og starfs­fólk, en ekki ein­göngu fyrir hlut­haf­ana. Ef ríkið ætlar að aðstoða þetta fyr­ir­tæki við að halda velli, með fjár­munum almenn­ings, skulum við gera það vel og með skýrum skil­yrð­um. Fyrir hag almenn­ings­.  

Höf­undur er þing­maður VG. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar