Aðgerðir í þágu atvinnulausra

Prófessor í hagfræði segir að svigrúm ríkissjóðs til tímabundinna mótvægisaðgerða vegna stóraukins atvinnuleysis sé til staðar.

Auglýsing

Sú mikla aukn­ing atvinnu­leysis sem nú á sér stað mun hafa mikil nei­kvæð áhrif. Fót­unum er kippt undan fram­tíð þeirra ein­stak­linga sem missa vinn­una með til­heyr­andi fjár­hags­vanda­mál­um, áhyggjum og kvíða. Þetta bitnar bæði á ein­stak­lingn­um, hans nán­ustu og sam­fé­lag­inu. Þar að auki glat­ast verð­mætin sem ein­stak­ling­ur­inn hefði skapað með vinnu sinni.

Stuðla atvinnu­leys­is­bætur að atvinnu­leysi?

Atvinnu­leys­is­bótum er ætlað að draga úr þessu áfalli og skapa ein­stak­lingnum svig­rúm til að finna sér nýja vinnu þar sem hæfi­leikar hans nýt­ast sem best. Ríku­legur bóta­réttur styður þessi mark­mið. Á hinn bóg­inn benda líkön hag­fræð­innar til þess að ríku­legur bóta­réttur geti dregið úr hvat­anum til þess að vinna.

Rann­sóknir styðja jákvæð áhrif bóta en benda jafn­framt til þess að ríku­legar bætur geti dregið úr hvat­anum til að vinna. Rann­sóknir sýna hins vegar að þessi áhrif eru háð því hvar í hag­sveifl­unni hag­kerfið er statt. Í nið­ur­sveifl­um, sér­stak­lega þar sem nið­ur­sveiflan leggst mis­jafn­lega á atvinnu­grein­ar, eru jákvæðu áhrifin meiri en þau nei­kvæðu.

Hug­myndir að aðgerðum

Þessar nið­ur­stöður styðja fram­leng­ingu tekju­teng­ingar bóta. Þær benda einnig til þess að tíma­bundin hækkun lægstu bóta muni hafa lítil nei­kvæð áhrif á vinnu­mark­að. Slík hækkun mundi hins vegar draga mjög úr áfalli þeirra sem ekki njóta tekju­teng­ingar og styðja við hag­kerfið með því að við­halda inn­lendri eft­ir­spurn. Tíma­bundin upp­bót á atvinnu­leys­is­bætur gæti því verið áhuga­verð aðgerð fyrir stjórn­völd.

Auglýsing
Aðrar leiðir má einnig skoða. Þegar hefur verið lagt til að auka svig­rúm atvinnu­lausra til að sækja sér mennt­un. Einnig kæmi til greina að auka svig­rúm þeirra til að skapa sér tekjur með eigin atvinnu­starf­semi. Það má til dæmis gera með því að fjar­lægja hindr­anir eins og tekju­skil­yrði bóta og létta skrif­finnsku í tengslum við að hefja eigin rekst­ur.

Atvinnu­leysi er sam­fé­lags­mein

Nei­kvæð áhrif atvinnu­leysis á atvinnu­lausa og sam­fé­lagið í heild eru vel þekkt og rann­sök­uð. Sam­fé­lagið þarf að bregð­ast við í sam­ræmi við það. Svig­rúm rík­is­sjóðs til tíma­bund­inna mót­væg­is­að­gerða er til stað­ar. Á stjórn­völdum hvílir sú skylda að nýta það með besta mögu­lega hætti svo lág­marka megi nei­kvæðu afleið­ing­arnar af þeim tíma­bundnu þreng­ingum sem við göngum nú í gegn­um. 

Höf­undur er pró­fessor við hag­fræði­deild Háskóla Íslands og hefur til­kynnt fram­boð til vara­for­manns Við­reisnar á kom­andi lands­þingi flokks­ins. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar