Aðgerðir í þágu atvinnulausra

Prófessor í hagfræði segir að svigrúm ríkissjóðs til tímabundinna mótvægisaðgerða vegna stóraukins atvinnuleysis sé til staðar.

Auglýsing

Sú mikla aukn­ing atvinnu­leysis sem nú á sér stað mun hafa mikil nei­kvæð áhrif. Fót­unum er kippt undan fram­tíð þeirra ein­stak­linga sem missa vinn­una með til­heyr­andi fjár­hags­vanda­mál­um, áhyggjum og kvíða. Þetta bitnar bæði á ein­stak­lingn­um, hans nán­ustu og sam­fé­lag­inu. Þar að auki glat­ast verð­mætin sem ein­stak­ling­ur­inn hefði skapað með vinnu sinni.

Stuðla atvinnu­leys­is­bætur að atvinnu­leysi?

Atvinnu­leys­is­bótum er ætlað að draga úr þessu áfalli og skapa ein­stak­lingnum svig­rúm til að finna sér nýja vinnu þar sem hæfi­leikar hans nýt­ast sem best. Ríku­legur bóta­réttur styður þessi mark­mið. Á hinn bóg­inn benda líkön hag­fræð­innar til þess að ríku­legur bóta­réttur geti dregið úr hvat­anum til þess að vinna.

Rann­sóknir styðja jákvæð áhrif bóta en benda jafn­framt til þess að ríku­legar bætur geti dregið úr hvat­anum til að vinna. Rann­sóknir sýna hins vegar að þessi áhrif eru háð því hvar í hag­sveifl­unni hag­kerfið er statt. Í nið­ur­sveifl­um, sér­stak­lega þar sem nið­ur­sveiflan leggst mis­jafn­lega á atvinnu­grein­ar, eru jákvæðu áhrifin meiri en þau nei­kvæðu.

Hug­myndir að aðgerðum

Þessar nið­ur­stöður styðja fram­leng­ingu tekju­teng­ingar bóta. Þær benda einnig til þess að tíma­bundin hækkun lægstu bóta muni hafa lítil nei­kvæð áhrif á vinnu­mark­að. Slík hækkun mundi hins vegar draga mjög úr áfalli þeirra sem ekki njóta tekju­teng­ingar og styðja við hag­kerfið með því að við­halda inn­lendri eft­ir­spurn. Tíma­bundin upp­bót á atvinnu­leys­is­bætur gæti því verið áhuga­verð aðgerð fyrir stjórn­völd.

Auglýsing
Aðrar leiðir má einnig skoða. Þegar hefur verið lagt til að auka svig­rúm atvinnu­lausra til að sækja sér mennt­un. Einnig kæmi til greina að auka svig­rúm þeirra til að skapa sér tekjur með eigin atvinnu­starf­semi. Það má til dæmis gera með því að fjar­lægja hindr­anir eins og tekju­skil­yrði bóta og létta skrif­finnsku í tengslum við að hefja eigin rekst­ur.

Atvinnu­leysi er sam­fé­lags­mein

Nei­kvæð áhrif atvinnu­leysis á atvinnu­lausa og sam­fé­lagið í heild eru vel þekkt og rann­sök­uð. Sam­fé­lagið þarf að bregð­ast við í sam­ræmi við það. Svig­rúm rík­is­sjóðs til tíma­bund­inna mót­væg­is­að­gerða er til stað­ar. Á stjórn­völdum hvílir sú skylda að nýta það með besta mögu­lega hætti svo lág­marka megi nei­kvæðu afleið­ing­arnar af þeim tíma­bundnu þreng­ingum sem við göngum nú í gegn­um. 

Höf­undur er pró­fessor við hag­fræði­deild Háskóla Íslands og hefur til­kynnt fram­boð til vara­for­manns Við­reisnar á kom­andi lands­þingi flokks­ins. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar