Laugardagsmorgunn ferðaþjónustu í Reykjavík

Björn Hauksson segir að þótt ferðaþjónusta sé nú í lágmarki vegna COVID-19 þá muni hún snúa aftur – og nú sé hárrétti tíminn til að koma öllum málum í lag varðandi skatta, styrki og kostnað ásamt lokun svarta hagkerfisins.

Auglýsing

Í Englandi voru fast­eigna­gjöld felld niður í heilt ár í þeim geirum sem verst urðu fyrir barð­inu á Covid far­aldr­inum – enda er engin eðli­leg atvinnu­starf­semi í gangi heldur meira í ætt við björg­un­ar­starf. Fast­eigna­gjöld eru hjá mörgum fyr­ir­tækjum stærsti fasti kostn­að­ur­inn sem eftir stendur í Covid far­aldr­in­um. Ríki og sveit­ar­fé­lög þurfa að taka til skoð­unar hvernig er hægt að bæta úr þessu á sann­gjarnan hátt. 



Reykja­vík­ur­borg hefur í nýlegu minn­is­blaði talið saman beinan kostnað sinn vegna ferða­þjón­ustu rúma 2,2 millj­arða árið 2018, og fast­eigna­gjöld ferða­þjón­ustu um 1,2 millj­arða. Það er vel ger­legt fyrir hið opin­bera að fella niður fast­eigna­gjöldin í heilt ár án þess að það bitni á fjár­hagi borg­ar­inn­ar, með því að lækka þessi útgjöld. Ef böndum er komið á ólög­lega gist­ingu í borg­inni mætti einnig ná inn auka millj­arði á ári sem nýt­ist til að lækka fast­eigna­gjöld o.fl. 

Auglýsing


Óþarfa kostn­aður allt að 1,5 millj­arður

Í minn­is­blaði borg­ar­innar frá síð­ast­liðnum febr­úar segir að fram­lög og styrkir Reykja­vík­ur­borgar til ferða­þjón­ustu séu um 475 m.kr. á ári og tap vegna Höf­uð­borg­ar­stofu um 110 m.kr. Lík­lega eru allir í ferða­þjón­ustu sam­mála um að þessi kostn­aður má missa sín, og eflaust veit eng­inn í grein­inni í hvað allir þessir styrkir til ferða­þjón­ustu hafa far­ið. 



Enn­fremur segir í minn­is­blað­inu að tap vegna heim­sókna ferða­fólks í sund og söfn sé rúmur millj­arður á ári. Þetta tap er vænt­an­lega ofá­ætlað þar sem sund­laugar og söfn borg­ar­innar eru ekki byggð sér­stak­lega fyrir ferða­fólk, og ein­ungis breyti­legur kostn­aður sem ber að telja til. Þessi kostn­aður getur fallið niður því það á ekki að nið­ur­greiða dægra­stytt­ingu ferða­fólks á borð við sund og safna­ferð­ir.



Sam­göngur skipta máli

Sam­göngur eru ekki taldar með í minn­is­blað­inu en ferða­fólk er stór hluti gesta í strætó og skilar það hagn­aði að fá fleiri gesti til að nýta inn­við­ina sem fyrir eru. Tekjur af skemmti­ferða­skipum eru ekki heldur taldar með, en þær eru um 450 m.kr. á venju­legu ári. Í grein­ing­ar­vinnu fyrir Borg­ar­línu var ekki tekið til­lit til ferða­fólks hvar það gistir og ferðast, þótt það sé nauð­syn­legt fyrir umhverfið og umferð að ferða­fólk noti strætó frekar en einka­bíla. Einnig var ekki tekið beint til­lit til þess hvar íbúar starfa í grein­ing­ar­vinn­unni. Afleið­ingin af þessu tvennu er að lega borg­ar­lín­unnar er að hluta til ekki þar sem mest þörf er á henn­i. 



3 millj­arðar ólög­leg sala og 1,3 félags­leg und­ir­boð

Um 60% íbúða í skamm­tíma­leigu árið 2019 í Reykja­vík voru ólög­legar og er mikið tæki­færi fyrir borg­ina að auka skatt­tekjur af þessu neð­an­jarð­ar­hag­kerfi og lækka skatta á lög­lega starf­semi á móti. Einnig er nauð­syn­legt að tryggja nægj­an­legar bruna­varnir í ólög­legum gisti­heim­il­um, því þar hafa orðið alvar­legir elds­voð­ar. Velta ólög­legrar gist­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er a.m.k. 3 millj­arðar á venju­legu ári. Reykja­vík þyrfti að birta tölur árs­fjórð­ungs­lega á mæla­borði sínu um umfangið til að hægt sé að vinna gegn því, ná fram auknu gagn­sæji og bæta skipu­lags­vinnu milli hverfa. Ef borgin nær ekki að rukka þessa starf­semi um skatta þá mætti útvista inn­heimt­unni eða finna aðra lausn til að laga þetta. Með nútíma tækni og lít­illi stærð Reykja­víkur á þetta að vera auð­leys­an­legt verk­efni sem skilar hagn­aði og auknu örygg­i. 



Félags­leg und­ir­boð vegna ólög­legrar gist­ingar í Reykja­vík má áætla útfrá hefð­bundnum resktr­ar­hlut­föllum uppá nærri 1,3 millj­arða á ári. Þau skipt­ist í 335 m.kr vegna virð­is­auka­skatts, 125 m.kr. í gistin­átta­skatt, 370 m.kr. í van­talin fast­eigna­gjöld, 265 m.kr. stað­greiðslu og trygg­ing­ar­gjald, 160 m.kr. í ógreidd launa­tengd gjöld til starfs­fólks og a.m.k. 30 m.kr í tekju­skatt. Til við­bótar má áætla útfrá þum­al­putta­reglum í eld­varn­ar­mál­um, að kostn­aður þjóð­fé­lags­ins vegna banaslysa í ólög­legri gist­ingu í borg­inni, sé alla­vega 100 m.kr. á ári.



Til­tekt­ar­tími

Í minn­is­blaði borg­ar­innar koma einnig fram tölur um óbeinar tekjur og gjöld vegna ferða­þjónstunnar sem fel­ast í þjón­ustu við starfs­menn o.fl. Virð­ist sem borgin telji betra að starfs­fólkið búi ekki í borg­inni, sem gengur þá gegn stefnu flestra sveit­ar­fé­laga um að fjölga íbú­um. En það væri gagn­legt að skoða þetta nánar hvað býr að baki þessum útreikn­ing­um, og sjá hvort hægt er að hag­ræða líka í þessum óbeinu útgjöld­um.



Þótt ferða­þjón­usta sé nú í lág­marki vegna COVID-19 þá mun hún snúa aftur og nú er hár­rétti tím­inn til að koma öllum málum í lag varð­andi skatta, styrki og kostnað ásamt lokun svarta hag­kerf­is­ins. Við erum á tíma­punkti sem er líkur laug­ar­dags­morgni: Við höfum tíma í til­tekt og stefnu­mótun áður en næsta tíma­bil hefst.



Höf­undur er hag­fræð­ingur með hags­muni í ferða­þjón­ustu.



Heim­ild­ir:

https://docs.­google.com/­spr­eads­heets/d/1_N-1A­Ko2­fEWn­h­fevexX­ig8-ZhLEkoyDAzEKJoIcwfD4



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar