Eru stúdentar ekki fjárfestingarinnar virði?

Isabel Alejandra Díaz segir að stúd­entar ættu að geta stundað námið óáreittir og áhyggju­lausir – hins vegar sé raun­veru­leiki þeirra allt ann­ar.

Auglýsing

Fjár­fest­ing í menntun er okkur öllum til hags­bóta til lengri tíma því rann­sókn­ir, menntun og nýsköpun eru grund­völlur þess að þjóðin geti verið sam­keppn­is­hæf öðrum þjóð­um. Stúd­entar eru því bók­staf­lega fram­tíð­in. Við furðum okkur þar af leið­andi á því við­móti sem stúd­entar hafa mætt varð­andi kröfu sína um atvinnu­leys­is­bætur handa stúd­entum í náms­hléum, svo sem yfir sum­ar­tím­ann, sem kom til vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Stúd­entar áttu þann rétt í ára­tugi, allt til 1. jan­úar 2010. Ef við myndum snúa aftur til þáver­andi kerfis gæti vinn­andi náms­fólk ein­fald­lega sótt sér þann rétt sem það hefur áunnið sér með greiðslu atvinnu­trygg­inga­gjalds af launum þeirra, ef það þarf að takast á við atvinnu­leysi.

Atvinnu­laust náms­fólk utan atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­is­ins

Á Alþingi er til umræðu frum­varp um breyt­ingu á ýmsum lögum til að mæta efna­hags­legum áhrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Í frum­varp­inu er að finna átakið Nám er tæki­færi sem á að heim­ila atvinnu­lausum að fara í nám án þess að missa rétt sinn til atvinnu­leys­is­bóta. Hér er verið að tala um fólk sem kemur af vinnu­mark­aði og fer í nám. Það er ekki verið að tala um núver­andi stúd­enta, sem misstu störfin sín í vor og höfðu ekk­ert fjár­hags­legt örygg­is­net, og hafa það ekki ennþá skyldi verða bakslag eða aðrar sam­bæri­legar áskor­anir í fram­tíð­inni. Það er að sjálf­sögðu ótrú­lega mik­il­vægt að komið sé til móts við þau sem eru að horfa fram á atvinnu­leysi og tökum við því ávallt fagn­andi að fólk geti sótt nám. Á sama tíma vekur undrun að krafa stúd­enta, sem hefur verið skýr frá fyrsta degi, mæti alltaf lok­uðum dyrum því það er talið of vanda­samt að fara í stórar kerf­is­breyt­ing­ar. Frum­varpið sýnir okkur þó að það sé ger­legt. Það má túlka sem svo að krafa stúd­enta sé mark­tæk en hóp­ur­inn sem leggur hana fram, stúd­ent­ar, sé ekki stjórn­völdum mark­tæk­ur. 

Frum­varpið byggir á til­lögum sam­hæf­ing­ar­hóps um aðgerðir vegna mennta- og vinnu­mark­aðs­mála, settur á fót af Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu og Félags- og barna­mála­ráðu­neyt­inu. Það er hópur sem Lands­sam­tök Íslenskra stúd­enta (LÍS) og Stúd­enta­ráð Háskóla Íslands (SHÍ) sitja í og það skal vera skýrt að báðar hreyf­ingar hafa talað máli stúd­enta á þeim vett­vangi og skilað af sér fjölda athuga­semda. Það er óskilj­an­legt hvers vegna stúd­entar eru látnir standa í eilífum víta­hring þar sem jafn­vægið milli náms og vinnu er óút­reikn­an­legt.

Auglýsing

Bar­átta stúd­enta síðan í vor

Í mars var strax ljóst að meg­in­þorri stúd­enta væri þegar í erf­iðri fjár­hags­stöðu sökum far­ald­urs­ins og að margir yrðu atvinnu­lausir yfir sum­ar­ið. Sam­hliða atvinnu­leys­is­bótum fyrir stúd­enta yfir sum­arið kall­aði SHÍ eftir afnámi skrá­setn­ing­ar­gjalds Háskóla Íslands og breyt­ingum á úthlut­un­ar­reglum LÍN. Atvinnu­leys­is­bætur voru það úrræði sem myndi grípa allt náms­fólk sem ekki kæm­ist að í vinnu og þótti SHÍ það sjálf­sagður réttur þar sem af launum stúd­enta er greitt atvinnu­trygg­inga­gjald í atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð, sem nemur 1.35% af laun­unum þeirra, eins og hjá öllum vinn­andi lands­mönnum sam­kvæmt 3. gr. laga um trygg­inga­gjald nr. 113/1990. Atvinnu­leys­is­bótakrafa stúd­enta hefur ekki undir neinum kring­um­stæðum snú­ist um að stúd­ent sem ekki hefur þörf á að sækja sér fjár­hags­að­stoðar geti gert svo frjáls­lega. Atvinnu­leys­is­bætur eru ætl­aðar þeim sem missa vinn­una sökum sam­dráttar á vinnu­mark­aði eða upp­sagna eða ann­arra sam­bæri­lega ástæðna og neyð­ast þar með til að leita sér fjár­hags­að­stoð­ar. Það raun­gerð­ist í vor þegar hund­ruðir urðu atvinnu­lausir sökum sam­dráttar á vinnu­mark­aði vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, og hafði náms­fólk ekk­ert öryggi að sækja í.

SHÍ setti af stað kann­anir til að fá til­finn­ingu fyrir stöðu stúd­enta á vinnu­mark­aði þar sem engin opin­ber gögn eru til um atvinnu­leysi náms­fólks á Íslandi. Sú fyrsta frá 22. mars og sú seinni frá 6. apríl sýndu 40% atvinnu­leysi. Í milli­tíð­inni sendu aðrir háskólar út kann­anir til sinna nem­enda sem sýndu enn verri stöðu, eða 50% atvinnu­leysi í HR og 65% í LHÍ. Þær gáfu til kynna mikið atvinnu­leysi, náms­fólk var að missa sum­ar­störf sem því hafði verið lofað og útlitið var ekki gott. Þá settu stjórn­völd millj­ónir í nýsköp­un­ar­sjóð, sum­ar­nám og sum­ar­störf. SHÍ hefur tekið skýrt fram að sum­ar­störfin voru gleði­efni, enda hluti þeirra aðgerða sem SHÍ krafð­ist í fyrstu til­lögum sín­um.

Nokkur starf­anna voru kynnt 26. maí en ekki var byrjað að ráða fyrr en um miðjan júní. Alla jafna eru stúd­entar byrj­aðir að vinna á þeim tíma enda nýta þeir sum­arið vel til að eiga fyrir bæði sumr­inu sjálfu og skóla­ár­inu, því lána­sjóð­ur­inn lánar ein­ungis fyrir 9 mán­uði árs­ins. Í ljós kom að störfin væru ein­ungis fyrir tvo mán­uði en ekki þrjá sem þýðir að þau voru í raun­inni mun færri en 3.400 og þýddi að stúd­entar yrðu enn atvinnu­lausir þriðj­ung sum­ars­ins. Þetta er reiknað sam­kvæmt frum­varpi til fjáruka­laga, bls. 32.

Þriðja könn­unin var unnin af SHÍ í sam­starfi við LÍS og yfir­lesin og send út af Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu þann 14. maí og stóð yfir til 26. maí. Nið­ur­stöður hennar sýndu 38.9% atvinnu­leysi en mark­miðið með henni var að fá til­finn­ingu fyrir stöðu stúd­enta í maí. Á loka­degi könn­un­ar­innar var opnað fyrir umsóknir í störf hjá Vinnu­mála­stofnun og ákvað ráðu­neytið að senda út fjórðu könn­un­ina, í þetta sinn úrtakskönnun á vegum Mask­ínu og í sam­starfi við bæði SHÍ og LÍS. Sú könnun nær yfir tíma­bilið u.þ.b. 29. maí til 11. júní en nið­ur­stöð­urnar hennar hafa enn ekki verið gerðar opin­ber­ar, þrátt fyrir beiðni SHÍ. Mark­miðið með þeirri könnun var að kort­leggja enn betur stöð­una. 

Full­yrt um þarfir náms­fólks

Félags- og barna­mála­ráðu­neytið sendi frá sér til­kynn­ingu þann 16. júní þar sem kom fram að ekki væri þörf á að skapa fleiri störf fyrir stúd­enta. Þá sagði í til­kynn­ing­unni: „Því er ljóst að staða náms­manna á vinnu­mark­aði er umtals­vert betri en for­ystu­fólk náms­manna hefur talið hingað til, en alls er um 500 störf­um, sem búin voru til í tengslum við átak­ið, óráð­stafað og líkur á því að þeim fjölgi nokkuð þegar vinnu við umsóknir um störf hjá opin­berum stofn­unum lýk­ur.“ SHÍ stóð ekki á sama enda ekki búið að opin­bera gögn úr fjórðu könn­un­inni sem Mask­ína fram­kvæmdi. Hafi ráðu­neytið verið svo full­vissað um að ástæða þess að störfin fyllt­ust ekki væri því allt náms­fólk væri komið í vinnu, hefði mátt sýna fram á það með því að birta nið­ur­stöð­urn­ar. Aðeins í gegnum þær tölur hefðum við getað metið hvaða hópa störfin gripu eða gripu ekki. Við­búið var að hlut­fall atvinnu­lausra stúd­enta í júní væri minna en í maí, enda búið að opna fyrir umsóknir í sum­ar­störfin þegar Mask­ínu könn­unin er fram­kvæmd. Flest störfin voru hins vegar miðuð að fólki í rann­sókn­ar­tengdum verk­efn­um, hjá opin­berum stofn­unum og ráðu­neyt­um, og krafði það umsækj­endur oft og tíðum um að hafa verið búin að ljúka 1-2 árum í ákveðnu fagi í háskóla. Þau voru ekki hönnuð fyrir allt náms­fólk, svo sem fram­halds­skóla­nema, 18 ára og eldri, list­nema og fleiri hópa. Af fjölda skrán­inga í sum­ar­nám mátti að auki draga þá ályktun að stúd­entar hafi frekar kosið að fara í nám í eitt miss­eri til við­bótar heldur en að taka áhætt­una og bíða þar til um miðjan júní eftir starfi. Rétti­lega svo, það er ekki hægt að bíða í meira en mánuð eftir að fá kannski eða kannski ekki starf. Úrræði stjórn­valda voru nefni­lega á þá leið að stúd­entar voru að hefja störf 15. júní en höfðu flest lokið prófum 8. maí. Vanda­málið var því ekki að skortur væri á náms­fólki til að manna sum­ar­störf­in, heldur var fram­boðið ekki nægi­legt í þeim skiln­ingi að það hent­aði þeim stóra hópi sem náms­fólk mynd­ar, bóknemar, iðnemar, list­nemar o.s.frv. Töfin á að birta nið­ur­stöður fjórðu könn­un­ar­innar gefa ekki góð fyr­ir­heit um hver staða stúd­enta hafi í raun verið í sum­ar. Fyr­ir­sláttur Félags- og barna­mála­ráðu­neyt­is­ins um að störf hafi verið óþarfi gefur það heldur ekki. Félags- og barna­mála­ráð­herra sagði eft­ir­minni­lega í Silfr­inu að stúd­entar gætu ekki fengið pen­ing fyrir að „gera ekki neitt“. Staða stúd­enta á Íslandi í íslensku mennta­kerfi er þannig að yfir­gnæf­andi meiri­hluti stúd­enta vinnur með námi nú þeg­ar. Stúd­entar eru bæði náms­fólk og vinnu­afl þessa lands. Ofurá­hersla stjórn­valda á að virkja stúd­enta gefur í skyn að það að vera í 100% námi og vinnu allan árs­ins hring til að eiga fyrir sér og sína sé ekki nóg virkn­i. Skörun atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­is­ins og náms­lána­kerf­is­ins

Stúd­ent er ekki heim­ilt að vera í fleiri en 10 ein­ing­um, sam­hliða vinnu, til þess að eiga rétt á atvinnu­leys­is­bótum missi hann vinn­una. Á sama tíma má stúd­ent ekki vera í minna en 22 ein­ingum til að geta tekið náms­lán hjá Mennta­sjóði náms­manna. Hér skiptir engu máli hvort stúd­ent sé í námi og hluta­starfi eða í 100% vinnu og námi með. Stúd­ent sem missir vinn­una, og þar með tekjur sín­ar, hefur engan rétt á bótum ein­fald­lega vegna þess að hann er í námi. Í frum­varp­inu á þingi er lagt til að hækka ein­inga­við­miðið úr 10 í 12 ein­ingar hjá Vinnu­mála­stofnun en bilið milli kerf­anna væri samt ber­sýni­lega enn of stórt. Til­lagan er byggð á því að náms­fólk á háskóla­stigi sé almennt í 6 ein­inga nám­skeið­um. Það er hins vegar allur gangur á ein­inga­fjölda eftir náms­leiðum auk þess að fullt nám mið­ast við 30 ein­ing­ar. Þessi breyt­ing veitir stúd­entum ekki frekara svig­rúm en fyrir 1-2 nám­skeið­u­m. Helstu mótrökin gegn atvinnu­leys­is­bóta­kröfu stúd­enta eru þau að náms­lána­kerfið eigi að grípa náms­fólk­ið. Þann 10. júní sl. varð Mennta­sjóður náms­manna að lögum og þó að SHÍ telji heild­ar­end­ur­skoðun náms­lána­kerf­is­ins jákvætt og tíma­bært skref þá harmar það til­högun grunn­fram­færslu fram­færslu­lána sem og sjálf­bærn­is­hug­sjón sjóðs­ins. Fram­færslu­lánin duga stúd­entum ekki og neyð­ast þeir því til að vinna sam­hliða námi til að fram­fleyta sér. Aftur á móti skerð­ast lánin þéni þeir tekna umfram frí­tekju­markið og þar með skap­ast víta­hringur þar sem stúd­entar verða að vinna meira til geta séð fyrir sér og sín­um. Til­högun fram­færslu­lána er falið sjóð­stjórn án skýrra fyr­ir­mæla um end­ur­skoðun milli ára og benti SHÍ á að þannig væri engin krafa gerð til hennar um að ráð­ast í breyt­ingar væri þess þörf. SHÍ batt þó vonir við að stjórn gripi til aðgerða við gerð nýrra úthlut­un­ar­reglna Menntasjóðs­ins. Í nýjum úthlut­un­ar­reglum er hækkun grunn­fram­færslu þó ekki að finna. Önnur aðgerð sem SHÍ krafð­ist í úthlut­un­ar­regl­unum var fimm­földun á frí­tekju­marki Mennta­sjóðs­ins (þá LÍN), svo auð­veld­ara yrði fyrir fólk að kom­ast af vinnu­mark­aði og í nám. Fimm­föld­unin gagn­ast ekki þeim sem hafa verið í námi sl. 6 mán­uði, en var það úrræði sem Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra féllst á. Þörf á stöðugri bar­áttu náms­fólks

Líkt og fram hefur komið voru stúd­entar úti­lok­aðir frá rétti til atvinnu­leys­is­bóta í náms­hléum þann 1. jan­úar 2010 eftir að Alþingi sam­þykkti laga­frum­varp um breyt­ingar þess efn­is. Þá hefði eflaust verið ráð að breyta fyr­ir­komu­lag­inu í heild sinni þannig að atvinnu­trygg­inga­gjald af launum stúd­enta væri ekki að renna í sjóð sem stúd­entar mega ekki sækja í. Ef miðað er við tölur frá EUROSTU­DENT VI, sam­evr­ópskri könnun á stöðu stúd­enta, vinna 70% náms­fólks sam­hliða námi, í 50% starfi að með­al­tali og tæp­lega 90% náms­fólks vinnur fullt starf að sumri. Sé þetta fólk allt á lág­marks­laun­um, skv. samn­ingum SGS og SA frá 2010 til dags­ins í dag, nema atvinnu­trygg­inga­gjöld þess hóps sem runnið hafa í atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð yfir 3,5 millj­arða króna síð­ast­liðin 10 ár. Sam­kvæmt Eurostu­dent vinna stúd­entar þó að með­al­tali 26 klst. á viku með námi sem er nær 70% starfs­hlut­falli og eru 3,5 millj­arðar því mjög var­lega áætluð upp­hæð. Það gæti ekki verið skýrar að atvinnu­trygg­inga­gjöld vinn­andi stúd­enta skapa millj­arða af tekjum atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs og því frá­leitt að þeir hafi verið án rétt­inda úr sjóðnum í ára­tug.Í svoköll­uðu hluta­bóta­leið­inni sem var lögð fram á þingi 17. mars fólst m.a. að ein­stak­lingur yrði að halda 50% starfs­hlut­falli og lækka um a.m.k 20% til að eiga rétt á atvinnu­leys­is­bótum vegna tíma­bund­ins sam­dráttar í starf­semi vinnu­veit­enda útaf sam­komu­bann­inu og kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. SHÍ sendi frá sér umsögn og sagði að 50% við­mið­unar starfs­hlut­fallið væri of hátt fyrir stúd­enta, sem eru margir í hluta­starfi með námi og ná aug­ljós­lega ekki upp í það starfs­hlut­fall. Stúd­entum til mik­illar ánægju var hlut­fallið lækkað úr 50% í 25% og sér­stakri máls­grein var bætt við frum­varpið sem tók mið af stúd­entum í sam­ræmi við athuga­semdir SHÍ. Þetta var sam­þykkt á þingi 19. mars og átti að vera í gildi til 1. júní. Hluta­bóta­leiðin var fram­lengd 29. maí og við­mið­unar starfs­hlut­fallið var hækkað úr 25% í 50%. SHÍ gagn­rýndi hækk­un­ina, alveg eins í fyrstu umferð, enda voru stúd­entar ekk­ert lík­legri á þeim tíma­punkti til að ná upp í 50% starfs­hlut­fall frekar en í mars. Ráðið sendi frá sér umsögn 26. maí sem litið var fram­hjá. SHÍ krafð­ist þess að 75.000kr skrá­setn­ing­ar­gjald HÍ yrði afnumið fyrir skóla­árið 2020-2021. Stjórn­völd brugð­ust við með því að boða þess í stað greiðslu­dreif­ingu, en stúd­ent sem sér ekki fram á að mæta útgjöldum sínum og á erfitt með að sjá fyrir fjöl­skyldu sinni á ekk­ert auð­veld­ara með að greiða 75.000 kr í nokkrum greiðsl­um, til þess að stunda nám. Þess má geta að stúd­ent þarf að greiða gjaldið að fullu jafn­vel þó hann sé aðeins í einu nám­skeiði, t.d. að klára 8 ein­inga loka­rit­gerð­ina sína. Þá er vert að hafa í huga þá ótrú­legu stað­reynd að náms­lána­kerfið á Íslandi lánar ekki fyrir skrá­setn­ing­ar­gjöldum í opin­bera háskóla og því geta þau sem vilja stunda nám í Háskóla Íslands ekki fengið lánað fyrir því. Háskóli Íslands tók á það ráð að fram­lengja greiðslu­frest­inn á skrá­setn­ing­ar­gjald­inu og bjóða einnig upp á greiðslu­dreif­ingu. Raunar hefur Háskól­inn tekið mikið mið af áhyggjum stúd­enta, til að mynda brást hann við beiðni SHÍ um að koma til móts við fjár­hags­vanda stúd­enta á stúd­enta­görð­unum með því að ráð­stafa fjár­magni í sér­stakan sjóð. Við­brögðin hafa verið til fyr­ir­mynd­ar.Starfs­kraftar fram­tíð­ar­innar

Stjórn­völd sem stæra sig af því að búa í vel­ferð­ar­ríki með fyr­ir­myndar mennta­kerfi og náms­lána­kerfi sem tryggir jafn­rétti til náms hafa verið í mik­illi mót­sögn við sig sjálf. Stúd­entar eru vinn­andi fólk í orðs­ins fyllstu merk­ingu og það ber að veita þeim öryggið sem þeir eiga allan rétt á. Stúd­entar leggja atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði lið með þeirra vinnu­fram­lagi. Það er stað­reynd og því mun krafa SHÍ um að tryggja eigi stúd­endum rétt til atvinnu­leys­is­bóta standa óhögguð. Nám er, eins og við vitum öll, 100% vinna. Stúd­entar ættu að geta stundað það óáreitt og áhyggju­laus, hins vegar er raun­veru­leiki þeirra allt ann­ar. Aðgerðir stjórn­valda er hægt að greina í ákveðið mynstur þess að stúd­entar séu ekki fjár­fest­ing­ar­innar virði og eru því utan­skilin og látin falla milli kerfa, þrátt fyrir að vera starfs­kraftar fram­tíð­ar­inn­ar. Það er svo sann­ar­lega hægt að fara í kerf­is­breyt­ing­ar, það þarf aðeins vilja til. Við erum í slæmum málum ef ráð­herra félags- og barna­mála telur náms­fólk og börn þeirra ekki eiga rétt­indi sín skilið og stöndum enn verri fæti ef ráð­herra okkar mála­flokks er ekki með okkur í liði.Höf­undur er for­seti Stúd­enta­ráðs Háskóla Íslands.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar