Laugardagsmorgunn ferðaþjónustu í Reykjavík

Björn Hauksson segir að þótt ferðaþjónusta sé nú í lágmarki vegna COVID-19 þá muni hún snúa aftur – og nú sé hárrétti tíminn til að koma öllum málum í lag varðandi skatta, styrki og kostnað ásamt lokun svarta hagkerfisins.

Auglýsing

Í Englandi voru fast­eigna­gjöld felld niður í heilt ár í þeim geirum sem verst urðu fyrir barð­inu á Covid far­aldr­inum – enda er engin eðli­leg atvinnu­starf­semi í gangi heldur meira í ætt við björg­un­ar­starf. Fast­eigna­gjöld eru hjá mörgum fyr­ir­tækjum stærsti fasti kostn­að­ur­inn sem eftir stendur í Covid far­aldr­in­um. Ríki og sveit­ar­fé­lög þurfa að taka til skoð­unar hvernig er hægt að bæta úr þessu á sann­gjarnan hátt. Reykja­vík­ur­borg hefur í nýlegu minn­is­blaði talið saman beinan kostnað sinn vegna ferða­þjón­ustu rúma 2,2 millj­arða árið 2018, og fast­eigna­gjöld ferða­þjón­ustu um 1,2 millj­arða. Það er vel ger­legt fyrir hið opin­bera að fella niður fast­eigna­gjöldin í heilt ár án þess að það bitni á fjár­hagi borg­ar­inn­ar, með því að lækka þessi útgjöld. Ef böndum er komið á ólög­lega gist­ingu í borg­inni mætti einnig ná inn auka millj­arði á ári sem nýt­ist til að lækka fast­eigna­gjöld o.fl. 

Auglýsing


Óþarfa kostn­aður allt að 1,5 millj­arður

Í minn­is­blaði borg­ar­innar frá síð­ast­liðnum febr­úar segir að fram­lög og styrkir Reykja­vík­ur­borgar til ferða­þjón­ustu séu um 475 m.kr. á ári og tap vegna Höf­uð­borg­ar­stofu um 110 m.kr. Lík­lega eru allir í ferða­þjón­ustu sam­mála um að þessi kostn­aður má missa sín, og eflaust veit eng­inn í grein­inni í hvað allir þessir styrkir til ferða­þjón­ustu hafa far­ið. Enn­fremur segir í minn­is­blað­inu að tap vegna heim­sókna ferða­fólks í sund og söfn sé rúmur millj­arður á ári. Þetta tap er vænt­an­lega ofá­ætlað þar sem sund­laugar og söfn borg­ar­innar eru ekki byggð sér­stak­lega fyrir ferða­fólk, og ein­ungis breyti­legur kostn­aður sem ber að telja til. Þessi kostn­aður getur fallið niður því það á ekki að nið­ur­greiða dægra­stytt­ingu ferða­fólks á borð við sund og safna­ferð­ir.Sam­göngur skipta máli

Sam­göngur eru ekki taldar með í minn­is­blað­inu en ferða­fólk er stór hluti gesta í strætó og skilar það hagn­aði að fá fleiri gesti til að nýta inn­við­ina sem fyrir eru. Tekjur af skemmti­ferða­skipum eru ekki heldur taldar með, en þær eru um 450 m.kr. á venju­legu ári. Í grein­ing­ar­vinnu fyrir Borg­ar­línu var ekki tekið til­lit til ferða­fólks hvar það gistir og ferðast, þótt það sé nauð­syn­legt fyrir umhverfið og umferð að ferða­fólk noti strætó frekar en einka­bíla. Einnig var ekki tekið beint til­lit til þess hvar íbúar starfa í grein­ing­ar­vinn­unni. Afleið­ingin af þessu tvennu er að lega borg­ar­lín­unnar er að hluta til ekki þar sem mest þörf er á henn­i. 3 millj­arðar ólög­leg sala og 1,3 félags­leg und­ir­boð

Um 60% íbúða í skamm­tíma­leigu árið 2019 í Reykja­vík voru ólög­legar og er mikið tæki­færi fyrir borg­ina að auka skatt­tekjur af þessu neð­an­jarð­ar­hag­kerfi og lækka skatta á lög­lega starf­semi á móti. Einnig er nauð­syn­legt að tryggja nægj­an­legar bruna­varnir í ólög­legum gisti­heim­il­um, því þar hafa orðið alvar­legir elds­voð­ar. Velta ólög­legrar gist­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er a.m.k. 3 millj­arðar á venju­legu ári. Reykja­vík þyrfti að birta tölur árs­fjórð­ungs­lega á mæla­borði sínu um umfangið til að hægt sé að vinna gegn því, ná fram auknu gagn­sæji og bæta skipu­lags­vinnu milli hverfa. Ef borgin nær ekki að rukka þessa starf­semi um skatta þá mætti útvista inn­heimt­unni eða finna aðra lausn til að laga þetta. Með nútíma tækni og lít­illi stærð Reykja­víkur á þetta að vera auð­leys­an­legt verk­efni sem skilar hagn­aði og auknu örygg­i. Félags­leg und­ir­boð vegna ólög­legrar gist­ingar í Reykja­vík má áætla útfrá hefð­bundnum resktr­ar­hlut­föllum uppá nærri 1,3 millj­arða á ári. Þau skipt­ist í 335 m.kr vegna virð­is­auka­skatts, 125 m.kr. í gistin­átta­skatt, 370 m.kr. í van­talin fast­eigna­gjöld, 265 m.kr. stað­greiðslu og trygg­ing­ar­gjald, 160 m.kr. í ógreidd launa­tengd gjöld til starfs­fólks og a.m.k. 30 m.kr í tekju­skatt. Til við­bótar má áætla útfrá þum­al­putta­reglum í eld­varn­ar­mál­um, að kostn­aður þjóð­fé­lags­ins vegna banaslysa í ólög­legri gist­ingu í borg­inni, sé alla­vega 100 m.kr. á ári.Til­tekt­ar­tími

Í minn­is­blaði borg­ar­innar koma einnig fram tölur um óbeinar tekjur og gjöld vegna ferða­þjónstunnar sem fel­ast í þjón­ustu við starfs­menn o.fl. Virð­ist sem borgin telji betra að starfs­fólkið búi ekki í borg­inni, sem gengur þá gegn stefnu flestra sveit­ar­fé­laga um að fjölga íbú­um. En það væri gagn­legt að skoða þetta nánar hvað býr að baki þessum útreikn­ing­um, og sjá hvort hægt er að hag­ræða líka í þessum óbeinu útgjöld­um.Þótt ferða­þjón­usta sé nú í lág­marki vegna COVID-19 þá mun hún snúa aftur og nú er hár­rétti tím­inn til að koma öllum málum í lag varð­andi skatta, styrki og kostnað ásamt lokun svarta hag­kerf­is­ins. Við erum á tíma­punkti sem er líkur laug­ar­dags­morgni: Við höfum tíma í til­tekt og stefnu­mótun áður en næsta tíma­bil hefst.Höf­undur er hag­fræð­ingur með hags­muni í ferða­þjón­ustu.Heim­ild­ir:

https://docs.­google.com/­spr­eads­heets/d/1_N-1A­Ko2­fEWn­h­fevexX­ig8-ZhLEkoyDAzEKJoIcwfD4Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar